Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 Miðbæj ar menn- ing og sveitasæla Bókmenntir Erlendur Jónsson HRESSÓ skáldín. I. 52 bls. Hressingarskálinn. Hringskugg- ar. 1992. GRÁTT GAMAN. Skopkvæði. Safnað hefur Ragnar Böðvarsson. Bókaútg. Ormstunga. 1991. Algengt er að rithöfundar séu flokkaðir eftir tímabili, stefnu, bók- menntagrein og svo framvegis. Sjaldgæft er hins vegar að skáldskap sé safnað saman í rit vegna þess að höfundarnir hafi sótt tiltekið kaffi- hús. Það er þó hvergi út í hött ef sýnt þykir að staðurinn hafi með ein- hveijum hætti haft áhrif á þá og verk þeirra eða tengt þá hvern öðrum þannig að þeir geti komið fram sem hópur. Rit þetta, sem tölusett er hið 1. í röðinni (fleiri hljóta þá að vera vænt- anleg) hefst á formála eftir Harald Ólafsson. Honum hefur þó tæpast verið ætlað að gerast einhvers konar bókmenntalegur leiðsögumaður né kynnir fyrir skáldin. Miklu fremur virðist hafa vakað fyrir útgefanda að fá þarna virtan borgara til að leggja blessun sína yfir fyrirtækið, bregða á það alvörustimpli. Haraldur ræðir um hlutverk kaffihúsa fyrr og síðar. Og svo auðvitað um kaffið sem hann telur að auki mönnum andríki. Síst skulu boraar brigður á það. Sjálfur hefði hann gjaman mátt fá sér kaffibolla áður en hann samdi innganginn. Þá er komið að skáldunum en þau eru: Agnar Þórðarson, Björn Bjar- man, Gunnar Dal, Sveinbjörn Bein- teinsson og Þorgeir Þorgeirsson. Allt eru það góðir og gegnir rithöfundar, allir löngu þjóðkunnir og þurfa naumast á kynningu að halda. fjórir munu þeir og vera á sjötugs eða áttræðisaldri, einn tæplega sextugur, Agnar þeirra elstur. Tveir eru lausa- málshöfundarnir, en ljóðskáldin eru þijú. Rímur og modernismi standa þarna hlið við hlið og verður ekki betur séð en sú uppstiliing fái bæri- lega staðist. Að sumu leyti minnir ritið á bókmenntatímaritin í gamla daga sem gerðu sér far um að flytja sem blandaðast efni, hafa »eitthvað fyrir alla«. Ef til vill eru nú aftur runnir upp þeir tímar að fjölbreytnin þyki farsælust. En hvað getur þá tengt skáld þessi saman nema húsið og kaffið? Fjögur munu eiga rætur í þéttbýli, einn er ósvikinn sveitamaður. Ætli verði ekki að benda á aldurinn. Allir eru höfundar þessir búnir að sýna hvað í þeim býr, orðnir rosknir og ráðsettr ir. Að öðru leyti koma þeir hver úr sinni áttinni. Eitt ætti útgáfa þessi þó að leiða í Ijós hvað sem öðru líður: að hópur sá, sem sækir Hressingarskálann, muni vera bæði sundurleitur og lit- ríkur. Grátt gaman er jafnsamstæð bók og Hressð skáldin er fjölbreytileg, minnir að stærðinni til á fyrri tíma kvæðasöfn sem að lesmagni gátu jafnast á við meiriháttar skáldsögur. Þetta er sem sé hátt í tvö hundruð Fasteignakaupendur! Á söluskrá Kjöreignar er gífurlegur fjöldi eigna. Athugið að aðeins hluti eignanna er auglýstur. M.a. yfir 20 glæsi- leg einbýlishús á söluskrá. f mörgum tilfellum er möguleiki á makaskiptum. Komið og fáið sýnishorn úr tölvu- keyrðri söluskrá. Skrifstofan verður opin í dag frá kl. 13.00-16.00 S: 685009 - 685988 ÁRMÚLA21 DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI, DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR. A4 4 C A 04 QTA LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJQRLiy L I I V/U'L I 0 / U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturFAsfÉi8tóÍÉsj.u Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna: Stór og glæsifeg við Næfurás 2ja herb. íb. á 1. hæð 70 fm. Parket á gólfum. Sérþvottahús. Sólsval- ir. 40ára húsnæðislán kr. 2,4 millj. Laus 1. júlí. Mikið útsýni í suðurátt. Skammt frá Borgarleikhúsinu Úrvalsséríb. 3ja herb. á 1. hæð, 109 fm nettó. Rúmg. stofa með stór- um sólskála. Sérinngangur. Sólverönd. Sérlóð. 40 ára húsnæðislán 1,7 millj. Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti í syðstu röð í Fellahverfi, steinhús um 160 fm mikið endurnýjað. Kjall- ari er undir húsinu, sérbyggður bílskúr. Blóma- og trjágarður. Útsýni. Sanngjarnt verð. Eignaskipti möguleg. Skammt frá KR-heimilinu í 10 ára blokk, 3ja herb. íb. á 1. hæð um 80 fm. Parket. Þvottahús á hæð. Sólsvaiir. Glæsileg lóð. Tilboð óskast. Góð íbúð við Eskihlíð 4ra herb. á 1. hæð, 103,3 fm. Rúmg. herb. Svalir. Nýlegt gler. Húsið er nýmálað og sprunguþétt utan. Stórt geymslu- og föndurherb. í kj. Gott lán fylgir. Tilboð óskast. Góð íbúð með góðu láni í 3ja hæða blokk við Blikahóla, 2ja herb. íb. á 3. hæð. Sólsvalir. Véla- þvottahús. 40 ára húsnæðislán kr. 2,2 millj. Laus strax. í lyftuhúsi - tilboð óskast Einstaklingsíbúð í lyftuhúsi við Tryggvagötu. Rúmgóðar sólsvalir. Hú- sið er nýendurbyggt. Laus fljótlega.____________________ • • • Opið ídag kl. 10-16 Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. varstofnuð 12 júlí 1944. AIMENNA FASÍ EIGNASAl AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Jón Helgason síðna bók, þéttprentuð; mikið rit að magni, og að hluta til að gæðum. Þarna eru fræg skáld sem ekki þarf að kynna. Og þarna eru óþekkt skáld sem ort hafa um hversdagslega við- burði eins og þúsundir íslendinga fyrr og síðar, mest til að skemmta sér og öðrum en fráleitlega til að birtast á prenti. Tvennt eiga þessi þekktu og óþekktu skáld þó sameig- inlegt: í fyrsta lagi að hafa ort gam- an- eða háðkvæði; og í öðru lagi að hafa rímað. Þetta er í fyllsta máta þjóðlegur kveðskapur. Atómskáld og þeirra líkar eru þar víðs fjarri - nema sem skotspónn og víti til varnaðar. Þarna eru meðal annars birt kvæði sem Jón Helgason orti á stúdents- árum í Höfn. Ekki hafa'þau fyrr verið prentuð. Mun Jón hafa orðið kunnur að þess háttar kveðskap löngu áður.en hann tók að birta Agnar Þórðarson kvæði sín á prenti. Af kvæðum þess- um má ráða að hann hafi þó snemma tileinkað sér þá bragarhætti og þann ljóðstíl sem síðar einkenndi hinn al- varlegri kveðskap hans. Heiti bókarinnar, Grátt gaman, er annars langt frá að vera rétt- nefni. Mörg kvæðanna eru með öllu græskulaus. Notalegt er t.d. kvæði sem Egill Jónasson flutti vinum og velunnurum á sextugsafmæli sínu. Egill hreykti sér aldrei hátt. Hann orti til að skemmta, undi vel við að vera kallaður hagyrðingur en bar þá nafnbót líka með afar miklum sóma. Böðvar Guðlaugsson hefur ort mörg gamankvæði, sum ádeilu blandin. Honum lætur manna best að nota rímið til að skapa spaugileg- ar þverstæður. Án ríms og ljóðstafa væri kveðskapur hans iíf og lit firrt- ur. Þrátt fyrir tilþrif og frumleg listatök sem víða bregður fyrir er Böðvar of seint á ferð til að hljóta skálds nafn. Þar skakkar að minnsta kosti nokkrum áratugum. Grænlandsferð Árna er skemmti- leg ferðalýsing sem Aðalsteinn Dav- íðsson orti um koniu Áma Böðvars- sonar á Grænlands grund. Kvæðið sýnist eins og sniðið til að lesa upp í samkvæmi. Fimm kvæði eru þarna eftir Jó- hannes Pálmason. Jóhannes var lengi þjónandi prestur fyrir vestan, hag- mæltur vel. En Jóhannes horfði á fleira en eilífðarniálin því hann hafði líka glöggt auga fyrir kómískari hlið- um tilverunnar. Sum kvæði Jóhann- esar munu vera ort sem textar fyrir gamanvísnasöng á heimasamkom- um. Þess háttar tilefni hæfði sérstak- ui' stíll sem oft miðaðist við stað og stund. Þijátíu og þijú eru skáldin í bók þessari. Gagnstætt Hressó skáldun- um, sem hittast í miðbæ Reykjavík- ur, sýnist sveitin eiga sterk ítök í þeim flestum. Andi þeirra hefst gjarnan til flugs við útreiðar og btjóstbirtu í víðum fjallasal. Þegar ástin kviknar er hún gjarnan falin undir tvíræðum líkingum; samsvör- unar þá einnig leitað til sveitalífs og í ríki náttúrunnar. Reykjavík kemur þá helst inn í myndina þegar skáld hefur orðið að leggjast þar inn á sjúkrahús. Ellegar landstólpar og ráðamenn og þeirra gerðir verða mönnuni að yrkisefni. Þeir sem enn búa yfir dálítilli sveit- arómantík og hafa þar að auki þjóð- legt brageyra munu áreiðanlega hafa gaman af bók þessari. Og stöku kvæði eru þarna rétt vel ort. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 636. þáttur Er krap og krapi nákvæmlega það sama? þessu erum við vinur minn Sverrir Páll að velta fyrir okkur nú um stundir. í málvitund okkar beggja er þetta ekki eitt og hið sama. En við gerum okkur ijóst, að hér erum við á hálum slóðum, og mjótt er á mununum. Auk þess má aidrei gleyma mál- farsmun eftir landshlutum. Skemmst er af því að segja, að það meiðit' málvitund okkar, þegar talað er um krapa á göt- um. Þá finnst okkur að segja beri krap. Hvers lags sérviska er þetta? Jú, okkur finnjgt að krapi sé í ám, en krap uppi á landi. Með öðrum orðum mætti segja, að okkur þætti krap vera snjór sem er að bráðna eða rigna í sundur, en krapi vatn í ám, vatn sem er að frjósa og er á leiðinni að breytast í ís. Ekki dugar hér að leita í Orða- bók Menningarsjóðs. Undir orð- inu krapi er aðeins vitnað til orðs- ins krap. Hyggjum að gamni í fleiri orðabækur. Hvað segir Blöndal? Hann þýðir að vísu bæði orðin- næstum því eins á dönsku, en dæmin, sem hann tek- ur, eru athyglisverð. Þau eru bæði frá Þorvaidi Thoroddsen. Hann segir á einum stað: „Voru þá fjúk og frost, kröp og jarð- bönn.“ En á öðrum stað: „I henni (ánni) var krapi og jakaferð." Þetta er varla tilviljun. Krapið (kröpin) voru upp á landi, krap- inn var í ánni. Dæmin, sem gefin eru í Fritzn- er, skera ekki úr, en benda þó til sömu áttar. Fritzner tekur um krapa dæmi úr málfræðiritgerð, sem varðveist hefur í Snorra- Eddu: „. . . vaða opt til kirkju krapa, þó að þeir fái leið krappa.“ Þarna er sýnilega verið að kenna mönnum muninn á löngu og stuttu samhljóði, en menn „vaða krapann". Er hann ekki í á? Um krap segir Fritzner að það sé „halvoplöst Is, af Vand genn- emtrukken Sne“. Er þetta ekki greinilega snjór eða ís sem er að bráðna? Ég ítreka að hér erum við Sverrir Páll á hálum ís ef ekki hálum ísi, og myndum þiggja með þökkum að fleiri legðu orð í belg um þetta. En spyijum þá góðu menn á Orðabók Háskólans fyrst, hvort þeir hafi eitthvað til þessa máis að leggja. Það kemur betur í Ijós í næstu þáttum. ★ Vegna bréfs frá Ársæli Harð- arsyni í Reykjavík, því sem birtist hér í þættinum fyrir skemmstu, hefur Ársæll Magnússon um- dæmisstjóri fært umsjónarmanni eftirfarandi upplýsingar. Umsjón- armaður þakkar Ársæli þennan fróðleik. Orð hans staðfesta það sem sagt var hér á öðrum stað í þættinum ekki fyrir löngu, að mikið starf er unnið víða á akri íslenskrar tungu. Og þá fær Ár- sæll Magnússon orðið: „í bréfi þínu [þ.e. bréfi Á.H.] um íslenskt mál, 633. þætti, er ein prentvilla sem ég vildi benda á. Þar stendur orðið „háhraða- met“, en á að vera „háhraðanet“. Ábendingar eins og koma fram í bréfinu, eru vel þegnar, því umræða um íslenskt mál leiðir til betri málkenndar. Hjá Pósti og síma hefur alltaf, frá því ég man eftir, verið lögð áhersla á íslenskt mál og hamlað gegn notkun er- lendra tækniorða eftir því sem kostur er, og þá sérstaklega þeg- ar kynna þarf tækni opinberlega. Verkfræðingar hjá Pósti og síma^ hafa starfað í orðanefnd RVFÍ, sem er skammstöfun fyrir Rafmagnsverkfræðideild Verk- fræðingafélags íslands. Á undan- förnum árum hefur hún gefið út fjórar orðabækur: 1) Þráðlaus fjarskipti. 2) Ritsími og tal- sími. 3) Vinnsla, flutningur og dreifing raforku. 4) Rafeinda- lampar og rafeindatækni. Við þýðingu bæklinga um ýms- an fjarskiptabúnað, sem eru opin- berar upplýsingar og leiðbeining- ar fyrir almenning, er leitast við að vanda vel til málsins og oft eru þá fengnir til kunnáttumenn í íslensku máli. Varðandi orðið „þjónusta" sem birtist í fréttabréfi í fleirtölu, reyndust það mistök sem ekki var ætlast til að gerðust. Þetta orð hefur oft komið til umræðu innan Pósts og síma og eru menn ein- huga um að nota eintölumynd þessa orðs. Um áhersluforskeytið „há-“ í samsetta orðinu „háhraðanet" er þetta að segja: Þar er verið að Setja fram mun á mismunandi hraða í fiutningi fjarskipta. Til dæmis er hraði skilgreindur með orðinu biti/sek., sem er magn fluttra upplýsinga í stafrænu fjar- skiptakerfi. Er þá talað um lág- hraða (0-20 kílóbitar/sek.) og háhraða (20 kílóbitar/sek. og yf- Þá er miðkafli þess sem hér verður birt úr skinnduldakenn- ingu Kristjáns Eiríkssonar: „Skáldskapur flestur mun hafa verið skráður á kýr og hefur varð- veist mest af honum, en margt bendií' þó til að skrifað hafi verið á fleiri skepnur, og má reyndar fullyrða að svo hefur verið. Námsbækur og latínuskrif hefur að öllum líkindum mest verið skrifað á hesta. Til þessa benda orð eins og lestrarhestur og lat- ínugráni. Á máli seinni tíma manna hafa þessi orð verið notuð um þann sem er duglegur að lesa eða er rnikill latínumaður og er það ekki nema eðlileg merkingar- færsla. Nú hafa stafrófskverin og lestrarbækurnar leyst þarfasta þjóninn af hólmi og er það vel. Minningin um hið forna hlutverk hans lifir hins vegar enn í þeim orðum sem að framan eru nefnd og enn í dag er talað um að sá sé klár sem er duglegur að læra og skilja. Ýmis fróðleikur hefur verið skráður á ær og hrúta en líklega hefur þótt erfitt að stafa sig fram úr því lesi, einkum á ullarmiklum skepnum. Til þess þurfti hárvissa menn. Óyggjandi heimildir eru þó tit um skrif af þessu tagi. Sums staðar í gömlum heimildum er þess beinlínis getið að hinn eða þessi hafa lesið upp langa rollu: Líklega hafa þetta verið fremur leiðinlega skrif, einkum það sem á hrútnum stóð, sbr. orðið hrút- leiðinlegur. Einnig má nefna orðin hundleiðinlegur og liund- vís sem bæði benda til þess að á hunda hafi verið skrifaður hér áður þarfur en heldur leiðinlegur vísdómut'. Hafa þeir líklega verið sendir á milli manna með ýmis hagnýt skilaboð. Vel fer á því að tölvuhundar taki við þessu hlut- verki hundsins í lok 20. aldarinn- ar.“ Er nú eftir þriðji og síðasti hluli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.