Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992
SIGUR IHALDSMANNA I BRESKU ÞINGKOSNINGUNUM
Leiðtogar hægriflokka
um allan heim segjast
samfagna John Maior
Brussel. Keuter. ^
LEIÐTOGAR hægriflokka um allan heim sendu í gær hamingjuósk-
ir til Johns Majors forsætisráðherra Bretlands. George Bush Banda-
ríkjaforseti sagði sigur hans vera „verulegan og frábæran". Paul
Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, sagði hinn sannfærandi
kosningasigur Majors gera það að verkum að hann gæti fest sig í
sessi og haldið áfram að auka við þann árangur sem náðst hefði í
þrettán ára stjórnartíð Ihaldsflokksins.
bót á tímum mikillar óvissu á al-
þjóðavettvangi og erfiðra verkefna
í efnahagsmálum heimsins. Þetta
er verðskuldaður heiður fyrir þig
og hvatning til allra okkar sem
berum sömu hiigsjónir í bijósti."
í bréfi sínu þéraði Kohl ekki
Major, eins og siður er þegar full-
orðið fólk sem ekki þekkist mjög
náið talar saman eða skrifast á,
heldur notaði hið kumpánlega „Du“
líkt og góðir vinir gera.
Engar opinberar yfirlýsingar
voru gefnar út af frönskum stjórn-
málamönnUm framan af degi en
hið áhrifamikla dagblað Le Monde
sagði í leiðara að sigur Majors
væri náðarhögg á vonir allra þeirra,
ekki bara vinstri manna, sem höfðu
talið að Bretland væri „undir breyt-
ingar búið“.
Innan Evrópubandalagsins töldu
margir líklegt að kosningasigur
íhaldsmanna myndi auðvelda þeim
að gera málamiðlanir í Evrópumál-
um við önnur aðildarríki. „Eg held
að Bretar verði raunsærri hvað
Evrópu varðar," sagði Mark Eys-
kens, fyrrum utanríkismálaráð-
herra Belgíu. Samkvæmt heimild-
um Reuíers-fréttastofunnar gætti
þó einhveijar gremju í höfuðstöðv-
um Evrópubandalagsins í Brussel
þar sem margir vonuðust eftir því
að ríkisstjórn undir forystu Verka-
mannaflokksins myndi undirrita
hinn félagslega sáttamála EB sem
hin aðildarríkin ellefu undirrituðu í
Maastricht í desember.
------♦-----------
Major jafn-
aði metið
frá 1822
MEÐ kosningasigrinum á fimmtu-
dag vann breski íhaldsflokkurinn
sinn fjórða sigur í röð og eins og
komið hefur fram, hefur það ekki
gerst í 170 ár eða síðan 1822. Þá
var það raunar ekki Ihaldsflokk-
urinn, sem átti í hlut, heldur Whig-
flokkurinn, sem svo var kallaður,
og þá undir forystu Liverpools
lávarðar.
Flokkaskipan í Bretlandi var með
nokkuð öðrum hætti á fyrrihluta síð-
ustu aldar en nú er. Þá tókust á
annars vegar „Whigs“, sem lögðu
áherslu á aukin völd þingsins, og
hins vegar „Tories", sem voru mál-
svarar krúnu og kirkju og arfbund-
inna forréttinda. íhaldsflokkurinn
kemur fyrst til sögunnar 1830 en
löngum var litið á hann sem arftaka
„toryanna“ og það nafn hefur loðað
við hann allt fram á þennan dag.
Frá því fyrir aldamótin 1800 og
nokkuð fram eftir síðustu öld voru
„whiggarnir" ráðandi flokkur á Bret-
landi og oft undir forystu mikilla
skörunga, til dæmis Williams Pitts
yngra. Hann varð forsætisráðherra
1783 og innanríkisráðherra hans á
árunum 1804-06 var Robert Banks
Jenkinson, lávarður og jarl af Liv-
erpool. Þegar Pitt lést 1806 var Liv-
erpool lávarði boðið að taka við af
honum en hann hafnaði því. Hann
var svo innanríkisráðherra 1807-09
í stjórn Portlands lávarðar og her-
mála- og nýlendumálaráðherra
1809-12 í stjórn Spencers Percevals.
Hann tók við sem forsætisráðherra
af Perceval látnum 1812 og leiddi
flokk sinn til sigurs í fjórða sinn í
röð 1822. Liverpool lávarður var for-
sætisráðherra frá 1812-27 eða í 15
ár.
Leikkonan Glenda Jackson fagnar sigri í sínu kjördæmi í London.
Sætur signr eða vonbrigði á kosninganótt:
Carl Bildt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, óskaði Major til hamingju
og sagði sigur hans vera tákn um
vaxandi kreppu evrópsks sósíal-
isma. „John Major forsætisráðherra
hefur leitt íhaldsflokkinn á mjög
aðdáunarverðan hátt til ijórða kosn-
ingasigurs síns í röð. Sigur íhalds-
manna er mjög mikilvægur áfangi,
jafnt fyrir hann persónulega sem
þá stefnu sem hann og flokkurinn
standa fyrir," sagði Bildt.
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, fagnaði einnig sigri Majors
og sagði hann gleðitíðindi fyrir
skoðanabræður íhaldsmanna um
allan heim. í bréfi sem Kohl ritaði
á þýsku til Májors sagði m.a.:
„Breska þjóðin hefur treyst þér fyr-
ir því að leiða hana í fimm ár í við-
Formaður íhaldsflokksins
og sjö ráðherrar duttu út
London. keuter.
LEIÐTOGAR stóru , flokkanna
þriggja í Bretlandi unnu allir mik-
inn sigur í sínum kjördæmum en
sumir aðrir frammámenn máttu
bíta í það súra epli að vera ekki
endurkjörnir. Ber þar hæst Chris
Patten, sem er formaður íhalds-
flokksins þótt John Major sé leið-
toginn, og Gerry Adams, leiðtoga
stjórnmálaarms írska lýðveldis-
hersins, IRA. Á móti kemur, að í
þingliðinu eru nú ýmis ný nöfn
en þó kunn af öðrum vettvangi.
Þótt íhaldsflokkurinn ynni góðan
varnarsigur fækkaði þingmönnum
hans og er John Major forsætisráð-
heira vafalaust mest eftirsjá í Chris
Patten. Hann er formaður fiokksins
eins og fyrr segir og á sæti í ríkis-
stjórninni og hann stjórnaði kosn-
ingabaráttunni frá London auk þess
að beijast fyrir sjálfan sig í sínu kjör-
dæmi. Kann það að vera skýringin
á því, að hann beið lægri hlut fyrir
frambjóðanda Fijálslyndra demó-
krata en pólitískum ferli hans er
samt ekki lokið. Talið er víst, að
honum verði úthlutað öruggt þing-
sæti í einhveijum aukakosningum
síðar.
Fyrir utan Patten misstu íhalds-
menn sjö ráðherra, sem þó sitja ekki
í sjálfri ríkisstjórninni, en kunnasti
nýi maðurinn í þeirra röðum er fyrr-
um ólympíumeistari, hlauparinn
kunni, Sebastian Coe. Vann hann
sigur í Falmouth í Suðvestur-Eng-
landi. Kunnasti nýliðinn hjá Verka-
mannaflokknum er hins vegar leik-
konan og Oskarsverðlaunahafinn
Glenda Jackson, sem vann sæti af
íhaldsflokknum í Hampstead and
Highgate í London. Þá má nefna,
að Edward Heath, fyrrum forsætis-
Hvers vegna brugðust
skoðanakannanirnar?
London. Reuter.
ÚRSLIT bresku þingkosninganna voru töluvert á skjön við það sem
búast hefði mátt við miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu
vikna. Kannanir degi fyrir kosningar sýndu mjög jafna stöðu flokk-
anna og jafnvel þær skoðanakannanir sem gerðar voru á kjörstöðum
bentu til hnífjafnra úrslita. Raunin varð hins vegar allt önnur. Hvern-
ig stendur eiginlega á þessu? er spurning sem margir spurðu í gær
og beindu spjótum sínum að skoðanakönnuðum.
Fulltrúar þeirra stofnana sem
helst hafa framkvæmt skoðanakann-
anir segjast sjálfir vera mjög hissa.
„Þetta er mjög neyðarlegt. Á því leik-
ur enginn vafí,“ sagði Nick Moon,
einn yfirmanna National Opinion
Polls og bætti við að hugsanlega
hefðu menn gert kannanimar á röng-
um stöðum. Alan Terry, hjá MORI-
fyrirtækinu, sagði hins vegar að
hugsanlega hefðu tillögur Verka-
mannaflokksins um allt að 19%
skattahækkanir hrætt kjósendur.
„Þegar þeir stóðu loks í kjörklefan-
um, með blýantinn í hendinni, getur
verið að tilhugsuninni um aukna
skatta hafi skotið upp í huga þeirra,“
sagði hann.
Patrick Dunleavy, prófessor við
London School of Economics, segir
þetta vera vel hugsanlega skýringu.
„Breytingin gætí-tókstaflega hafa
átt sér stað á síðustu stundu. Það
er vel hugsanlegt að fyrri kannanir
um mikið fylgi Verkamannaflokksins
hafi verið réttar.“ Hann benti einnig
á að íhaldsmenn hefðu haldið því
fram alla kosningabaráttuna að fylgi
þeirra væri vanmetið í könnunum.
„Ég held að við verðum að kanna
mjög ítarlega hvar fylgi Ihaldsflokks-
ins var að finna,“ sagði prófessorinn.
Þá hefðu síðustu kannanir réttilega
bent til þess að fylgissveifla væri að
eiga sér stað. Það útskýrði hins veg-
ar ekki hvers vegna kannanirnar á
kjörstað hefðu verið eins misvísandi
og raunin varð.
Nokkur fyrirtæki eru nú að gera
skoðanakannanir þar sem stuðst er
við sama úrtakið og í könnun fyrir
kosningar. Er markmiðið að kanna
hvort, og þá hvenær og hvers vegna,
kjósendur skiptu um skoðun.
ráðherra Ihaldsflokksins, var endur-
kjörinn en hann er nú 75 ára að aldri.
Hefur hann setið lengst á þingi núlif-
andi breskra þingmanna eða frá
1950.
Mikla athygli hefur vakið ósigur
Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein,
stjórnmálaarms IRA, á Norður-
írlandi. Það var hófsamur maður, Joe
Hendron, frambjóðandi Sósíaldemó-
kratíska verkamannaflokksins, sem
bar sigurorð af honum og þykja úr-
slitin sýna vaxandi andúð kaþólskra
manna á starfsemi IRA.
Ashdown vonsvikinn
Reuter
Paddy Ashdown, formaður Fijálslyndra demókrata, var að vonum
ekki ánægður með kosningaúrslitin. Fijálslyndir unnu ekki þann sig-
ur sem þeim hafði verið spáð og misstu þingmenn. Ashdown sagði
að núverandi kosningakerfi hefði komið í veg fyrir að breska þjóðin
fengi þau úrslit sem hún vildi, en núverandi meirihlutakerfi er smá-
flokkum mjög óhagstætt. „Ég held að marga Breta hryili við því
að 60% kjósenda greiddu atkvæði gegn þeirri ríkisstjórn sem við
fengum," sagði Ashdown og bætti við að óhjákvæmilegt væri að
Verkamannaflokkurinn styddi héðan í frá kröfuna um hlutfallskosn-
ingar. Á myndinni má sjá Paddy Ashdown ásamt eiginkonu sinni.