Morgunblaðið - 11.04.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.04.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 39 Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Standandi við neyðarsímann: Gunnar Júl. Egilsson hafnarvörður, Sveinbjörn Björnsson svæðisumsjónarmaður Pósts og síma, Magnús Olafs Hansson slysavarnamaður og Ólafur Kristjánsson hafnarstjóri. Bolungarvík: Neyðarsími við höfnina Bolungarvík. VIÐ höfnina hér í Bolungarvík á svo nefndum Grundargarði hef- ur verið tekinn í notkun neyðar- sími sem hægt er að grípa til ef slys eða óhöpp verða og hjálpar er þörf. Við Grundargarð fer fram löndun allra stærri fiski- skipa og þar er einnig talsvert um útskipanir, þannig að oft er talsvert athafnalíf á Grundar- garði. Það var að frumkvæði slysa- varnafólks í Bolungarvík sem þess- um síma var komið fyrir. Síminn er staðsettur á áberandi stað lokað- ur inn í skærrauðan kassa. Til að nota símann þarf að brjóta gler á kassanum, opna lúgu framan á honum, og um leið og tólið er tekið af símanum fer í gang sírena og blikkljós á hafnarsvæðinu og sam- band næst við sjúkrahús staðarins, en þar er sólarhringsvakt og þaðan er kallað á lækni og sjúkrabíl. Öll vinna við uppsetningu þessa boðkerfis var unnin í sjálfboðavinnu og má nefna að Sveinbjörn Björns- son svæðisumsjónarmaður Pósts og síma gaf alla sína vinnu við upp- setriingu búnaðarins, þá gaf Finn- bogi Bernódusson vélsmiður hér í bæ alla vinnu og efni í kassann utan um símann og undirstöður undir ljós og sírenur. Félagar í björgunarsveit Ernis unnu að lagn- ingu kapla. Tæknibúnaðurinn var fenginn frá Rafögn í Reykjavík. Við höfnina í Bolungarvík eru tvær aðrar bryggjur og er áætlað að koma upp samskonar búnaði einnig við þær bryggjur. - Gunnar. NYAR VÖRUR FRÁ ARA TÍSKUVERSLUN • KRINGLUNNI 8-12 • Sl'MI 33300 Einvígið um Reykjavíkur- meistaratitilinn í járnum Eina ferðina enn í vetur mæðir mjög á Olafi Ásgrímssyni, sem verið hefur skákstjóri á flestum stærstu mótum hérlendis síðustu ár. Aukakeppni þurfti á síðasta íslandsmóti, Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og nú síðast á Reykja- víkurmótinu. Afar erfitt hefur verið að finna tíma til að tefla þetta ein- vígi, bæði vegna taflmennsku keppendanna í öðrum mótum og annarra skákviðburða. Guðmundur Gíslason hraðskákineistari íslands Isfirðingurinn Guðmundur Gísla- son hefur teflt mikið á höfuðborg- arsvæðinu í vetur og náð eftirtekt- arverðum árangri. Nýjasti sigur hans var á hraðskákmóti íslands um síðustu helgi, þar skaut hann mörgum sterkum hraðskákmönn- um ref fyrir rass: 1. Guðmundur Gíslason 14 v. af 18 möguleguni 2. Jónas P. Erlingsson 13*/2 v. 3. Þrðstur Þórhallsson 13 v. 4. Helgi Áss Grétarsson 11 Vi v. 5. -8. Jón G. Viðarsson, Þórleifur Karlsson, Arnar Þorsteinsson og Gylfi Þórhailsson 11 v. 9.-12. Ingvar Ásmundsson, Unn- steinn Sigurjónsson, Bragi Hall- dórsson og Ríkharður Sveinsson 10'Á v. Skákmót 40 ára og eldri Nýbreytni í starfsemi Taflfélags Reykjavíkur er að halda mót fyrir skákmenn 40 ára og eldri. Tefldar eru sjö umferðir eftir Monrad-kerfi aðeins ein umferð á viku. Ekki er hægt að segja annað en að þessi tilraun hafi farið vel af stað, marg- ir skákmenn sem ekki hafa sést á mótum um nokkurt skeið mættu til leiks. Eftir þijár umferðir var Jón Þorvaldsson eini keppandinn sem unnið hafði allar sínar skákir. Jóhann Örn Siguijónsson var annar með 2'A v. Kópavogur í fyrstu deild Taflfélag Kópavogs átti bæði 25 ára afmæli í vetur og flutti í eigið húsnæði. Bæjaryfirvöld þar þurfa ekki að sjá eftir öflugum stuðningi við félagið í húsnæðismálum þess. TK sigraði I annarrar deildar keppni Skáksambands íslands 1991-2 með miklum yfirburðum og tryggði sér sæti í fyrstu deild næsta vetur. Urslit í nokk'rum mótum á veg- um Taflfélags Kópavogs að undan- förnu urðu þessi: Skákþing Kópavogs 1992: 1. Haraldur Baldursson 4 v. af 5 mögulegum 2. -3. Hlíðar Þór Hreinsson 3 v. 2.-3. Haraldur Haraldsson með 3 v. Hraðskákmót Kópavogs: 1. Haraldur Baldursson 13 ‘/2 v. af 17 mögulegum. 2. Sigutjón Haraldsson 13‘/2 v. 3. Hlíðar Þór Hreinsson I2V2 v. Haraldur sigraði Siguijón í ein- vígi, 1 */t— ‘/2. Atskákmót Kópavogs 1992: 1. Matthías Kjeld 5'/2 af 7. 2. -3. Hlíðar Þór Hreinsson 5 v. 2.-3. Eggeit ísólfsson 5 v. Firmakeppni Taflfélags Kópa- vogs: 1. Prentstofa G. Ben (Gunnar Öm Haraldsson) 6 v. af 7 mögulegum 2. Ora hf. (Eggert ísólfsson) 5V2 v. 3. Línuhönnun (Björn Víkingur Þórðarson) 4 ‘/2 v. BandaUg Ultntkra ikin * LANDSBJÓRG Skák Margeir Pétursson ERFIÐLEGA gengur að skera úr um það hver verði skákmeist- ari Reykjavíkur 1992. Þeir Sæv- ar Bjarnason, alþjóðlegur meist- ari, og Sigurður Daði Sigfússon urðu jafnir og efstir á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk í febrúar og háðu siðan fjögurra skáka einvígi um titilinn. Því lauk með jafntefli 2-2, eftir harða baráttu og hófst þá bráðabani. Sá er fyrr vinnur skák hlýtur Reykja- víkurmeistaratitilinn. Þeirri fyrstu lauk með jafntefli og sú næsta fór í bið og verður ekki tefld áfram fyrr en á þriðjudag. Keppinautarnir hafa dijúgan tíma til að rannsaka biðstöðuna sem lítur þannig út: Svart: Sævar Bjarnason Hvítt: Sig. Daði Sigfússon Svartur á leik, en sem sjá má hefur hann meira rými, en á erfitt með að fínna leið fyrir biskupa sína til að taka þátt í sókn. Staðan verð- ur því að metast í járnum eins og reyndar einvígið sjálft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.