Morgunblaðið - 26.04.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992
1 I 'j /-. .'i!.‘ ; i 5 /;L I / /' \ V Viíí;s;h f,
Boðið er frjálst val í 8. bekk, aðeins fleiri
greinar í 9. bekk og fimm greinar í 10. bekk.
Almennir bekkjakennarar taka einnig að sér sérkennslu og hér er
Jóhanna Karlsdóttir, að leiðbeina nokkrum nemendum í 4. og 5.
bekk grunnskólans í leirmótun.
Sérstök verkefni eru
unnin í hverjum ár-
gangi, til dæmis er smá-
sagnasamkeppni fastur
liður í námsefni 10.
bekkjar. Fyrst er nem-
endum kynnt eðli og
einkenni smásögunnar
og hvernig hún er byggð
upp. Þá fá nemendur
þrjár til fjórar vikur til
að semja sína eigin
smásögu, undir leið-
sögn kennara.
í löngu frímínútunum er svöngum selt brauð til styrktar ferðasjóði.
sameiginlega ábyrgð á öllum ár-
ganginum. Við getum skipt með
okkur verkum og ákveðið að eitt
okkar taki að sér að kenna ákveðna
grein í öllum bekkjunum. Sérstak-
lega ef hann er færari til þess en
hinir tveir. Til dæmis höfum við
skipt upp bekkjunum í enskutímum
og tekið nokkra úr hverjum bekk í
hlustun, annan hóp í lestur og enn
einn í ritun.“
í sumum greinum hefur nemend-
um verið skipt í enn aðra hópa og
kosturinn við samstarf kennaranna
er að hópar geta verið misstórir,
til dæmis þegar um stafsetningu
er að ræða eða stærðfræði. í þess-
um greinum hafa verið teknir upp
getuskiptihópar. Þeir nemendur
sem standa vel að vígi eru saman,
þau lakari eru sér og svo er miðl-
ungshópurinn, hann er kynskiptur.
Stelpur eru saman í hóp og gefst
þeim þá tækifæri til að spreyta sig,
en verða ekki undir, eins og oft er
raunin í stærðfræði, þegar strákar
heimta alla athygli. „Reynslan hef-
ur sýnt að stepurnar eru fljótar til
að gefast upp við verkefnið og fá
þá minni athygli þegar strákarnir
eru með og þess vegna vildum við
gefa þeim tækifæri," sagði Guðrún.
Hugmyndin var kynnt fyrir nem-
endunum og foreldrum áður en
bekkjunum var skipt upp og virtust
allir sáttir við nýja fyrirkomulagið.
„Sumir hefðu heldur viljað vera í
léttari hóp og hafa það náðugt en
með þessu náum við minni hópum
og getum betur einbeitt okkur að
hvetjum og einum,“ sagði Ragn-
heiður. „Við vonumst til að þessi
tilraun beri tilætlaðan árangur.
Þetta er gert fyrir þau. Jólaprófin
komu ágætlega út en við vitum
auðvitað ekki með neinni vissu hvað
hefði gerst ef engu hefði verið
breytt.“
Guðrún benti á að þegar börn
setjast á skólabekk sex ára þá er
mikill þroskamunur á milli þeirra.
Bilið minnkar þegar á skólagöng-
una líður, en hverfur þó aldrei.
Spurningin er hvort ekki sé hægt
að draga úr þessum mun.
Mikil samstaða innan árganga
Tæplega 60 nemendur eru í ár-
ganginum og voru þær Guðrún og
Ragnheiður sammála um að skipt-
ing nemenda í hópa hefði leitt til
mun meiri samstöðu innan árgangs-
ins. Nemendur og kennarar kynnt-
ust betur og lærðu að taka tillit til
ÞROUNARSTARFINU
HVERGINÆRRILOKID
- segir Guðbjartur Hannesson skólastjóri
GUÐBJARTUR Hannesson skólastjóri Grundaskóla, segir að
reynslan sé góð af breyttum kennsluháttum á unglingastigi síðast-
liðin tvö ár, en þróunarstarfinu sé hvergi nærri lokið. Breytingum
fylgi ferskleiki lyá kennurum og nemendum. „Við eigum að halda
áfram að leita nýrra leiða án þess að vera stöðugt að söðla um
og umbylta," sagði hann.
Guðbjartur sagði að megin
inntak breytinganna væri
að umsjónarkennarinn fylgir sín-
um bekk frá ári til árs og kennir
flestar kjarnagreinar. Þannig
styrkjast tengsl nemenda og
kennara, auk þess sem sérstök
áhersla er lögð á félagslega ein-
ingu bekkjarins. „Ég held að það
sé mjög mikilvægt að kennarinn
haldi áfram með sinn bekk og
kenni þar flestar greinar," sagði
hann. „Það hefur reynst okkur
mjög vel. Eins hefur valkerfið
reynst mjög vel hjá unglingastig-
inu en það er nú í hættu vegna
niðurskurðar. Það þyrfti að skera
ansi mikið af kjarnanum ef við
ætlum að halda því óbreyttu."
Öll kennsla í kjarnagreinum á
unglingastigi fer fram að morgni
frá kl. 8 til kl. 11 og þannig gefst
tækifæri til að stokka upp í hveij-
um árgangi, skiptast á kennurum
og einnig að blanda bekkjum milli
árganga þegar um þemavinnu eða
önnur sérverkefni er að ræða, án
þess að raska öðru starfi innan
skólans. „Okkur finnst þetta fyrir-
komulag hafa gefið góða raun,“
sagði Guðbjartur. „Það hefur gef-
ið okkur færi á að taka upp ýmis-
konar spennandi og skemmtileg
verkefni.“ í valkerfinu er boðið
upp á tvo frjálsa tíma í hverri
viku í 8. og 9. bekk auk valgreina
í 10. bekk. Þá er að auki boðið
upp á heimavinnu sem valgrein
og hefur það mælst vel fyrir.
„Ég hef trú á að við verðum
áfram að þróa þessa hluti og
breyta,“ sagði Guðbjartur.
„Breytingin í sjálfu sér þýðir
ferskleika bæði hjá krökkum og
kennurum með nýjum verkefnum
og innan hæfilegra marka tel ég
að við verðum að halda áfram.
Við eigum að leita án þess að
vera stöðugt að söðla um og um-
bylta.“
Guðbjartur sagði, að lítill auka-
kostnaður fylgdi þessum breyt-
ingum þrátt fyrir töluverða auka-
vinnu sem lögð er í stundaskráa-
gerð, tvisvar á ári að hausti og
um áramót þegar ný önn tekur
við. Á unglingastigi eru milli 150
til 160 nemendur og er hver og
einn með sína sérstöku stunda-
skrá. „Það er sú fórn sem færð
er og hún er ekki greidd sérstak-
lega á neinn hátt.“
Eins og lög um grunnskóla
gera ráð fyrir er foreldrafélag
starfandi við skólann og er það
mjög virkt. Þá eiga foreldrar full-
trúa á kennarafundum og í skóla-
nefnd. „Við höfum kallað þá til
allsstaðar þar sem þeir eiga að
vera. Við þurfum á foreldrum að
halda, en áhugi þeirra er misjafn
og margir skipta sér of lítið af
skólagöngu barna sinna.“ Sagði
hann að viðbrögð foreldra væru
almennt jákvæð gagnvart nýjung-
unum í skólastarfínu. Reynt hefur
verið að taka upp mikið samstarf
við foreldra sem eiga börn í 8. til
Guðbjartur Hannesson,
skólastjóri Grundaskóla.
10. bekk. Viðhorf foreldra er yfir-
leitt mjög jákvætt gagnvart val-
kerfinu og ekki hvað síst gagn-
vart heimavinnunni og þeirri að-
stoð sem boðin er við hana. „Það-
an hafa engar athugasemdir kom-
ið, en við kennararnir ræðum oft
um stöðu námsgreina í kjarnanum
og hvernig þær standa, en það
hefur enginn viljað fórna valinu
vegna þeirra," sagði Guðbjartur.
„Við höfum ekki útskrifað
nema fjóra árganga, en við vitum
ekki annað en að þessir krakkar
standi sig jafn vel og síst ver en
aðrir. Við förum eins og aðrir
skólar í gegnum samræmd próf
og útkoman hefur verið ásættan-
leg, þó svo að við ieggjum ekki
mikið vægi í þau próf í sjálfu sér.“
17
hveijir til annarra, auk þess sem
kennurunum fyndist sem þeir bæru
meiri ábyrgð á öllum árganginum
og ættu auðveldara með að grípa
inn í þegar vandamál kæmu upp
utan skólastofunnar. „Þetta eru
okkar krakkar sem við þekkjum,"
sagði Guðrún.
Sameiginleg þemaverkefni
Auk þessa nána samstarfs kenn-
ara innan árganganna hefur orðið
framhald á þemaverkefnum og hafa
verið tekin fyrir ákveðin verkefni í
8., 9. og 10. bekk, sem standa
ýmist í nokkra daga eða jafnvel í
eina viku. Þemaverkefnin eru þá
ýmist unnin innan bekkjarins, ár-
gangsins eða jafnvel allir árgangar
saman. Eru það ýmist kennarar eða
nemendur sem koma með hugmynd
að verkefni. í ár hefur ein vika
verið helguð ári söngsins og komu
nemendur þá saman á hveijum degi
og sungu. Pjölritað var sönghefti
og dreift og hver árgangur tróð upp
með eitt söngatriði, en fyrsta dag-
inn flutti söngkennarinn erindi um
það hvernig söngurinn varð til.
Ragnheiður sagði, að nemendur
væru greinilega ánægðir með þau
þemaverkefni sem tengjast listum
eða einhverskonar tjáningu. Mikið
er spurt um, hvort ekki sé hægt
að taka fyrir dans eða útvarpsþátta-
gerð. Sérstök verkefni eru unnin í
hveijum árgangi, til dæmis er smá-
sagnasamkeppni fastur liður í
námsefni 10. bekkjar. Fyrst er nem-
endum kynnt eðli og einkenni smá-
sögunnar og hvernig hún er byggð
upp. Þá fá nemendur þtjár til fjórar
vikur til að semja sína eigin smá-
sögu, undir leiðsögn kennara. Allar
smásögurnar, en þetta er skyldu-
grein, eru metnar af kennurum og
tíu til fimmtán bestu sögurnar lagð-
ar fyrir dómnefnd, serp skipuð er
fólki utan skóla og tveimur nemend-
um. Bestu sögurnar eru verðlaunað-
ar og hafa ýmist verið gefnar út
til styrktar ferðasjóði 10. bekkjar
eða birtar í Skagablaðinu.
Valgreinar að loknu bóknámi
Þegar bóklegu námi lýkur kl.
12.30 á unglingastigi taka við val-
greinar og íþróttir. Tvisvar á ári
velja nemendur hvaða greinar þau
taka fyrir, en nemendur 8. og 9.
bekkjar verða að velja eina verk-
menntagrein, hannyrðir, smíði, tón-
list eða myndmennt og þegar kem-
ur að seinna vali eftir áramót er
þeim fijálst að halda áfram með
þær greinar, sem þau völdu á fyrri
önn, eða velja sér nýja. „Hugsunin
er sú að þau hafi lært þessi fög frá
sex ára aldri og eiga orðið að kunna
grunnatriðin,“ sagði Guðrún. „Þau
bera sjálf ábyrgð á hvaða greinar
þau velja áfram og hafa þá væntan-
lega mestan áhuga á. Sumir velja
alltaf sömu gi-einina, en aðrir fara
samviskusamlega yfir allar grein-
ar.“
Að auki er boðið upp á frjálst val
í 8. bekk, aðeins fleiri greinar í 9.
bekk og fimm greinar í 10. bekk.
í 8. til 9. bekk er fatasaumur í
boði, leirmyndun, teikning, tölvu-
kennsla, vélritun, leirmótun, raf-
eindafræði, ræðumennska, skák,
smíði, leiklist, myndbandagerð og
er þar sérstakur hópur ætlaður
stúlkum. í 10. bekk er að auki boð-
ið upp á blaðaútgáfu, bókfærslu,
dönsku, foreldrafræðslu, heimilis-
fræði, íslensku (ritgerð og greina-
skrif), sjóvinnu, skyndihjálp, fram-
haldsnám í þýsku, stærðfræði og
starfsfræðslu. Allir nemendur eiga
kost á aðstoð við heimanám sem
valgrein.
Öll vinna nemenda er metin
Áhersla er lögð á að meta alla
vinnu nemenda, hvort sem um
kjarnagrein er að ræða, íþróttir eða
valgreinar. Þemavinnan og sú
vinna, sem nemendur leggja á sig,
er einnig vegin og metin, enda er
oft mikil vinna að baki. Jafnvel
umsjónarmenn fá vitnisburð frá
ræstitæknum ef þeir standa sig vel
og ef umgengin er góð er það met-
ið en þeir sem ekki standa sig eru
umsjónarmenn þar til þeir hafa
lært hvernig standa ber að verki.