Morgunblaðið - 30.05.1992, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992
5
Gullgrafarastemmning á Tálknafirði;
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Hann var ekki hár í loftinu þessi ISndunarstjóri sem landaði úr nokkrum handfærabátum i vik-
unni. Hann heitir Steinar Snæbjörnsson og er 10 ára.
Handfærabátar mok-
fiska á Vestfjarðamiðum
Bíldudal.
„Gleðjufjörð-
ur“ endur-
heimtir foma
frægð
Patreksfirði.
LIF og fjör er á Patreksfirði
þessa dagana. Höfnin er svo
troðfull af aðkomubátum að það
liggur við vandræðum í landleg-
um. Um 100 bátar leggja hér upp
afla og enn er að bætast við.
Patreksfjörður, sem er gamall
og gróinn útgerðarstaður, virðist
vera að endurheimta forna frægð,
þegar fjörðurinn fylltist af útlend-
um duggum og gárungarnir köll-
uðu staðinn „Gleðjufjörð".
Bandalag áhugaleikfélaga halda
þing sitt hér um helgina og telst
fréttaritara svo til að þegar trillu-
karlarnir og áhugaleikarar eru
taldir hafi orðið 30% fjölgun á
staðnum. Ingveldur.
MOKAFLI hefur verið undan-
farna daga hjá handfærabátum
á Vestfjarðamiðum. Talið er að
á annað hundrað smábáta séu
á veiðum út af Vestfjörðum um
þessar mundir. Aflinn hefur
verið frá einu tonni upp í rúm-
lega þrjú tonn á bát eftir dag-
inn.
100 tonnum var landað á Fisk-
markað Tálknafjarðar í síðustu
viku sem er langmesti handfæra-
afli sem komið hefur á land á
Tálknafirði á svo stuttum tíma.
Að sögn Helgu Jónasdóttur hjá
fiskmarkaðinum bjuggust þau
aldrei við svona miklum afla.
„Þetta er orðið viðráðanlegra
ástand núna, en þetta var ævin-
týrlegt um síðustu helgi þegar 31
bátur kom að landi á föstudags-
kvöldið og allir með frá 1.200 kg
upp í 3 tonn,“ sagði Helga í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Um
40 smábátar eru núna á Tálkna-
firði og koma þeir víða
af landinu.' „
Trillukarlar setja
mikinn svip á mannlífíð
á staðnum. Verslun og
þjónusta nýtur góðs af
dvöl þeirra og karlarnir
eru líka ánægðir með
hlutskipti sitt á milli
sjóferða. Það er því
óhætt að taka undir orð
eins Tálknfirðingsins
sem sagði: „Það er gull-
grafarablær yfir þessu
öllu saman.“
R. Schmidt.
Helga Jónasdóttir er allan dag-
inn í símanum að svara trillu-
körlum sem vilja koma afla sín-
um á markaðinn.
Mikið öngþveiti myndast oft í höfninni á
Tálknafirði.
Athafnalífið við Fiskmarkað Tálknafjarðar.
Tíl hamingju með félagsheimilið og
opnun nýrrar skrifstofu að Mörkinni 6
Nýtt heimilisfang: Mörkin 6,108 Reykjavík.
Ný númer: Sími 682533, fax 682535.
Ferðafélag íslands hefur flutt skrifstofu sína af Öldugötu 3 í
glæsilegt húsnæði í nýju félagsheimili að Mörkinni 6, Reykja-
vík. Með byggingu félagsheimilisins hefur áhugafólk um ferða-
lög og útiveru á íslandi eignast fastan samastað. í risi þess
er salur sem nýttur verður til félagsstarfsemi Ferðafélagsins
og annara aðila er því tengjast.
Ferðafélag íslands er stærsta og elsta áhugamannafélag lands-
ins með það markmið að hvetja til ferðalaga um okkar fagra
land.
Göngudagur F.I.
sunnudaginn 31. maí er tileinkaður
opnun nýju skrifstofunnar.
Eftirtaldir aðilar óska Ferðafélaginu til hamingju með félagsheimilið og opnun nýju skrifstofunnar:
Ljósafoss hf.,
RAFVERKTAKAR.
EYKTyf
VERKTAKAR
iívktakás.v iioki vkmvIks k.mt
ALHLIÐA
PÍPULAGNIR SF.
Nýlagnir, breytingar, stillingar, og
alhliða viðgerðir á pípulögnum
T=n=r
STEINDh/f
TTT
BYGGINGAVERKTAKAR
VERIÐ VELKOMIN í MÖRKINA - GERIST FELAGAR