Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
9
Garðeigendur - sumarbústaðaeigendur
Bjóðum upp á meira en 100 tegundir
trjáplantna og runna á mjög hagstæðu verði.
Verðdæmi: Birki í pottum á kr. 250. Fjallafura frá kr. 600.
Hansarós frá kr. 410. Alaskavíðir og aspir frá kr. 79.
Blátoppur kr. 190. Sérstakt úrval sígrænna plantna.
Magnafsláttur - greiðslukjör. Verið velkomin.
Sendum plöntulista.
Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi,
(beigt til hægri við Hveragerði), símar 98-34388 og 985-20388.
30.maí
30.maí
30. 9ÁM1992
Sjálfstæbisfélögin í Hafnarfiröi efna til
„Vordags '92" 30. maí 1992.
Dagskrá „ Vordags '92":
Kl. 11.00 Komið saman við afleggjarann að Hvaleyrarvatni.
Fólk er beðið að taka með sér létt verkfæri.
Kl. 11.30 Gróðursetning og snyrting á gróðurreitnum.
Kl. 12.30 Grillveisla fyrir alla við Hvaleyrarvatn.
Grillmeistari (chef de grille): Magnús Kjartansson.
Söngur- leikir.
Kl. 21.00 Kvöldskemmtun í Skútunni, Dalshrauni. Veitingar á
góðu verði. Frjáls en snyrtilegur klæðnaður.
Miðnæturverður.
30.maí
Öllum er velkomiö oð taka þátt í vordeginum.
Stjórn fulltrúarábsins
grundvallarRIT
UM ÍSLENSK UMHVERFISMÁL
Bókin sem tekin var saman fyrir róöstefnuna í Ríó
Bók þessi er fyrsta heildstœða yfirlitið um umhverfi og þróun
á íslandi. Hún bœtir úr brýnni þörf á upplýsingum um fjöl-
marga þœtti í umhverfismálum. í fyrsta hluta þókarinnar er
fjallað um þróunina hér á landi, auðlindabúskap og um-
hverfisáhrif. Annar hluti lýsir ástandi umhverfisins á íslandi og
gerð grein fyrir mengun lofts, láðs og lagar, ástandi dýralífs,
gróðurs og jarðvegs. Loks er í þriðja hluta bókarinnar fjallað
um skipulag, löggjöf og skipan umhverfismála á íslandi og
þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á sviði umhverfisverndar.
Bókin er unnin af umhverfisráðuneytinu.
skzrpla
vatnagörðum 14 104reykjavík sími 91-681225 bréfsími 91-681224
Dreifing til bóksala: fslensk bókadreifing Suðurlandsbraut 4 Sími 91-686862
Meira en þú geturímyndað þér!
Leyniskjöl Kremlverja
Lengi hefur verið Ijóst, að Sovétleiðtog-
arnir í Kreml hafa staðið á bak við hvers
konar hryðjuverkahópa, sem beint hafa
spjótum sínum að lýðræðisríkjum vest-
ursins eða öðrum þeim sem ekki hafa
verið kommúnistaforingjunum að skapi.
í ríkjum kommúnismans á bak við járn-
tjaldið voru hryðjuverkamenn þjálfaðir og
þaðan bárust þeim vopn og fé. Sannanir
um þetta eru nú að koma í Ijós í skjala-
söfnum sovézka kommúnistaflokksins
svo og hvernig flokkurinn fjarstýrði útibú-
um sínum í öðrum löndum.
Þúsundir
leyniskjala
í forystugrein Alþýðu-
blaðsins í gær er m.a.
fjaliað um þetta og ber
hún fyrirsögnina
„Fimmtu herdeildir
Kremlar". í upphafi
greinarinnar segir:
„Blaðamönnum í
Moskvu hefur verið sýnt
leyniskjal þar sem fram
kemur að sovéski konun-
únistaflokkuriim veitti
Ljóðfylkingunni fyrir
frelsun Palestínu (PFLP)
fé um miðjan áttunda
áratugúm til árása á
Bandaríkjamenn og ísra-
ela. Náinn aðstoðarmað-
ur Borisar Jeltsíns, for-
seta Rússlands, segir að
leyniskjal þetta sé aðeins
eitt þúsunda skjala sem
fundist hafa og sanna
náin tengsl gamla komm-
únistaflokksins við al-
þjóðlega hryðjuverka-
starfsemi. Leyniþjón-
ustur Bandaríkjanna og
ísraels hafa löngum sak-
að Sovétríkin um að
styðja hryðjuverkahópa í
þvi skyni að koma höggi
á Vesturlönd. Þessum
ásökunum hafa Sovét-
menn alltaf vísað á bug.
Hið sanna er hins vegar
nú að koma í ljós.
Hryðjuverk og
glæpir
Reyndar þarf engan
að undra að kommúnist-
ar í Kreml hafi stutt
hryðjuverkahópa. Við
fall kommúnismans í
Austur-Þýskalandi, kom
meðal annars í ljós, að
kommúnistaflokkur
landsins hafði skotið
skjólshúsi yfir alræmda,
alþjóðlega hermdar-
verkamenn og hryðju-
verkasamtök og tekið
þátt í skipulagningu og
fjármagnað margar að-
gerðir þeirra. Ekki er
ólíklegt, að önnur fyrrum
kommúnistaríki í Austur-
Evrópu hafi aðstoðað
hermdarverkamenn.
Þess vegna þarf ekki að
koma á óvart, að Kreml
hafi haft hönd í bagga
hvað varðar skipulagn-
ingu og aðstoð við alþjóð-
lega hryðjuverkahópa
eða fjái-magnað glæpi
þeirra beint. Aðstoð við
alþjóðlega hryðjuverka-
starfsemi var hluti af
heildarmarkmiði komm-
únismans: Að koma vest-
rænu lýðræði á kné.
Heildarmyndin þéttist
stöðugt eftir því sem nýj-
ar upplýsingar berast að
austan í lgölfar hruns
kommúnismans. Komm-
únistar í Kreml svifust
einskis til að veikja stöðu
Vesturlanda og gi-afa
undan lýðræði vestræmia
þjóða.“
Beinar fyrir-
skipanir
I síðai-i hluta forustu-
greinarinnar er fjallaö
um tengsl Kremlveija við
fimmtu herdeildir
kommúnista á Vestur-
löndum, svonefnda
„bræðraflokka". Þar seg-
ir m.a.:
„Fjárhagsaðstoð við
alþjóðlega hryðjuverka-
hópa var einn liðurinn í
köldu stríði kommúnista
gegn Vesturlöndum. Að-
stoð við bræðraflokka á
Vesturlöndum og ýmis-
leg tengsl falhi undir
hulu menningarsam-
starfs og viðskipta voru
aðrir þættir í þvi skyni
að styrkja fimmtu her-
deildir kommúnismans á
Vesturlöndum. Nýjar
upplýsingar berast stöð-
ugt frá Rússlandi um slík
tengsl. Markmiðið með
stuðningi Kremlar við
fimmtu herdeildirnar var
að sjálfsögðu einnig hluti
af sama heildarmarkm-
iði: Að koma Vesturlönd-
um á kné. Hvað ísland
varðar, hafa ýmsar gaml-
ar grunsemdir verið
staðfestar með fréttum
af opnun skjalasafna í
Moskvu. Það er nú sann-
að, að Komintem sem
stjórnað var frá Moskvu,
gaf beinar fyrirskipanir
til íslenskra kommúnista
hvemig þeir ættu að
kljúfa íslenska verkalýðs-
hreyfmgu, Alþýðuflokk-
inn og skipa íslenskri al-
þýðu undir rauða fána
kommúnismans. Jón
Baldvinsson, leiðtogi ís-
lenskra jafnaðarmanna,
varaði íslenska alþýðu
við „mönnunum frá
Moskvu" í simii hinstu
ræðu. Vamaðarorð hans
reyndust á rökum reist.
íslenskir kommúnistar
og afsprengi þeirra hafa
alltaf neitað tengslunurn
við Moskvu. Hægt og síg-
andi em skjalasöfnin í
Moskvu að sanna hið önd-
verða. Leiðtogar is-
lenskra kommúnista,
þingmenn, skáld, rithöf-
undar og menntamenn
hafa reynst vera í nánum
tengslum við forystu
Komintems í Moskvu. Og
enn er mikið óbirt af
leyniskjölunum í
Moskvu.“
Vitaðum
tengslin
Það sem segir í for-
ustugreininni um ís-
lenska kommúnista og
sósíalista hér að framan
og tengsl þeirra við
Moskvuvaldið, er að sjálf-
sögðu rétt. Islenskir lýð-
ræðissinnar hafa vitað
um þessi tengsl um ára-
tuga skeið, um svonefnd
memiingarsamskipti og
gervifyrirtækin sem sett
vom á fót hér til að fela
fjárhagsaðstoðina að
austan. Erfiðara hefur
þó reynst að fá skjallegar
sannanir en það kann að
breytast þegar stjómvöld
í Rússlandi leyfa aðgang
að leynislgölum sovéska
kommúnistaflokksins.
Stofnun samtakanna Náttúrubaraa
SAMTÖKIN Náttúruböm halda
stofnfund sinn í Árnagarði, sal
301, í dag, laugardaginn 30.
maí, kl. 15.
Hópur velunnara Fæðingarheim-
ilisins hefur undanfarið verið að
undirbúa stofnun samtaka um
grundvallarrétt foreldra og barna
við barnsburð. Samtökin eru opin
öllum þeim er láta sig málefnið
varða.
Tilgangur með stofnun samtak-
anna er: Að standa vörð um grund-
vallarrétt kvenna um val á fæðing-
arstað, að tryggja konum ákvörðun-
arrétt í fæðingu, að borin sé virðing
fyrir fæðingu sem einstæðri og per-
sónulegri upplifun, að borin sé virð-
ing fyrir fæðingu sem fjölskylduvið-
burði og afgerandi þætti í myndun
tengsla milli foreldra og barna og
fjölskyldunnar í heild sinni, að
stuðla að því að börn fái að fæðast
mjúklega á nærgætinn hátt í því
öryggi og næmleika sem hvert barn
þarfnast í frumbemsku.
Á stofnfundinum rekur fulltrúi
úr undirbúningshópnum aðdrag-
anda að stofnun samtakanna. Auk
þess munu móðir, faðir, læknir og
ljósmóðir flytja framsöguerindi.
Lögð verður fram tilnefning bráða-
birgðastjórnar er starfa mun fram
að fyrsta aðalfundi og gera tillögur
að lögum samtakanna.
Vænst er góðrar þátttöku því
lengi hefur verið brýnt að stofna
slík samtök. Sambærileg samtök Movement", í Danmörku „Forældre
eru starfandi víða um heim og má og fadsel“ og í Noregi „Födsel i
nefna meðal annars alþjóðleg sam- fokus“.
tök um virka fæðingu, „Active Birth (Fréttatiikynníng)
Tónlistarhátíðin í Bergen:
Bryndís Halla Gylfa-
dóttir heldur tónleika
BRYNDÍSI Höllu Gylfadóttur
sellóleikara hefur verið boðið að
halda tónleika á tónlistarhátíðinni
Music Factory í Bergen. Tónlistar-
hátíð þessi er haldin ár hvert sam-
hliða Alþjóðlegu listahátíðinni í
Bergen. Á tónleikum Music Fact-
ory er eingöngu flutt tónlist samin
á þessari öld og áhersla lögð á
einleiks- og kammertónleika.
Tónleikar Bryndísar Höllu verða
lokatónleikar hátíðarinnar í ár og
mun Bryndís Halla flytja þijú íslensk
verk eftir Áskel Másson, Hauk Tóm-
asson og Finn Torfa Stefánsson. Hún
mun að auki flytja verk eftir Young-
hi Paagh Pan, George Crumb og
Dallapiccola.
Á hátíðinni 1 maí kemur saman
hópur flytjenda frá Noregi, Evrópu
og Bandaríkjunum, sem allir hafa
sérhæft sig í flutningi nýrrar tónlist-
ar.
Tónleikar Bryndísar Höllu verða
Bryndís Halla Gylfadóttir
sunnudaginn 31. maí og eru sam-
starfsverkefni Music Factory og Is-
lensku tónverkamiðstöðvarinnar.