Morgunblaðið - 30.05.1992, Side 10

Morgunblaðið - 30.05.1992, Side 10
il! ,.,VA)LJG ARDAfilJE, 30yMAÍ 1.1992 Niðurstada^málþmgs nm stöðu karlat Karlar að mörgu leyti verr settir en konur KONUR voru í meirihluta á fjölmennu málþingi sem haldið var í Reykjavík sl. laugardag um stöðu karla í breyttu samfélagi. Tæp- lega 300 manns mættu til að kynna sér ýmis sjónarhorn málefnis- ins. Niðurstaða ráðstefnunnar var sú að karlar væru að mörgu leyti verr settir en konur. Meðal þess sem fram kom var sú stað- reynd að drengir eru í miklum meirihluta þeirra sem leita aðstoð- ar skólasálfræðinga eða þurfa einhvers konar sérkennslu í skólum. í fangelsum eru karlmenn í miklum meirihluta, fleiri karlar láta lífið í umferðarslysum en konur, og fleiri karlar fremja sjálfsmorð. Davíð Þór Björgvinsson dósent fjallaði um löggjöfína og fram- kvæmd hennar frá sjónarhorni karlmannsins. í máli hans kom fram að staða karla er að mörgu leyti verri en staða kvenna í for- ræðis- og faðernismálum. Benti hann meðal annars á að feður ættu engin réttarúrræði til að fá faðerni viðurkennt í þeim tilfellum sem móðir tilnefnir engan ákveðinn mann sem föður. Davíð Þór vakti einnig athygli á þeirri staðreynd að við skilnað fá mæður oftast foræði bama. „Feður fá yfirleitt ekki forræði nema gallar móður séu augljósir og alvarlegir. Séu báðir foreldrar jafnhæfir til að annast uppeldið, fær móðirin nán- ast alltaf forræði," sagði hann. Elsa Þorkelsdóttir fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs fjall- aði um kærur sem ráðinu hafa borist. Hún gerði fæðingarorlof karla að umtalsefni og sagði að allir feður ættu að eiga rétt á töku fæðingarorlofs. „Konur sem hafa unnið í sex mánuði hjá hinu opin- bera, eiga rétt á fæðingarorlofi, en hið sama gildir ekki um karl- menn í sömu stöðu,“ sagði hún. Elsa fjallaði einnig um lífeyris- greiðslur frá hinu opinbera til ekkna og ekkla og vakti athygli á því að ekklar fá ekki lífeyri nema þeir hafi skerta starfsorku eða eig- inkonan hafi verið aðal fyrirvinna heimilisins. Vorhefti Skírnis VORHEFTI Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 166. árgangur 1992, er komið út. Skáld Skírnis er að þessu sinni Hannes Pétursson og eru tvö ljóð eftir hann frumbirt í þessu hefti. Myndlistarmaður Skírnis er Louisa Matthíasdóttir; mynd hennar, Fólk í l'andslagi, er á kápu ritsins, og Aðalsteinn Ingólfsson ritar pistil um listamanninn og verkið. Birt eru áður óprentuð bréf Stephans G. Stephanssonar til Jóns Kjærnested. Kirsten Wolf prófessor í íslensku við Manitobaháskóla, bjó bréfín til prentunar. Minnist er M.I. Steblín- Kamenskíjs, sem var forystumaður íslenskra fræða í Sovétríkjunum fyrrverandi. Helgi Haraldsson ritar um hann stutta grein og þýðir smá- sögu hans „Dreka“. Tengsl íslands og hins rússneska menningarheims eru einnig til umfjöllunar í grein Áslaugar Agnarsdóttur um þýðing- ar Ingibjargar Haraldsdóttur á skáldsögum Fjodors Dostojevskijs. Elsa E. Guðjónsson fjallar í rit- gerð um það hvernig nýfundnar textílfornminjar varpa Ijósi á ís- 21150-21370 LÁRUS Þ, VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Stór og góð - ný á söluskrá 3ja herb. íb. 95,9 fm ofarl. í lyftuh. við Æsufell. Stórar suðursv. Sér þvottaaðstaða. Gott vinnuherb. Frábært útsýni. Verð aðeins kr. 6,8 millj. Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti Nokkrar 3ja, 4ra og 5 herb. ib. vel með farnar á vægu verði. Vinsam- legast leitið nánari upplýsinga. Ný úrvalseign Steinhús 157,1 fm við Kársnesbraut Kóp. 4 svefnherb. Allar innr. og tæki af bestu gerð. Rúmg. bílsk. Góð áhv. lán um kr. 4,5 millj. Ýmiskon- ar eignaskipti mögul. Með gömlum og góðum húsnæðislánum Nokkrar 3ja-4ra herb. íbúðir. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. í Fossvogi - sérþvottahús - bílskúr 5 herb. íb. á 2. hæð 120 fm. 4 svefnherb. Sérhiti. Suðursv. Ákv. sala. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. í Vogunum - hagkvæm skipti Steinhús vel byggt og vel með farið, ein hæð 165 fm auk bílsk. 5 svefn- herb., 2 stofur með húsbóndaherb. Skrúðgarður. Eignaskipti mögul. Miðsvæðis íborginni - hagkvæm skipti Á söluskrá óskast einbýlish., raðh., sérhæðir og 3ja-6 herb. íbúðir gjarnan með bílskúrum. Margskonar eignaskipti t.d. á mjög góðu ein- býlish. af meðalstærð í Hafnarfirði. • • • Opiðídag kl. 10-16. Nokkrar ódýrar íbúðir 2ja herb. og 1 herb. Henta námsfólki auk annarra. AIMENNA f ASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 lenska pijón- og vefnaðarsögu. Sigurður Steinþórsson gefur yfirlit um samtímaviðbrögð Evrópubúa við náttúrhamförum sem urðu árið 1783. Guðmundur Hálfdanarson ritar grein um rannsóknir á upplýs- ingarhræringum og Dagný Krist- jánsdóttir ritar um „Huiduljóð" Jón- asar Hallgrímssonar. „Hulduljóð" eru jafnframt birt í heild með rit- gerð hennar. Jón Sigurðsson skrifar ritgerð um Njáls sögu og Gudrun Lange um Kormáks sögu. í heftinu er einn- ig grein eftir Astráð Eysteinsson um nýjustu skáldssögur Steinars Siguijónssonar og Guðbergs Bergs- sonar. Kjallarann og Svaninn. í flokknum Skírnismál fjalla Sig- urður Líndal og Gunnar Harðarson um íslenska stjórnarhætti að fornu og nýju. Þorsteinn Siglaugsson ræðir hlutverk sagnfræðinnar og Sigurður A. Magnússon fjallar um meðferð grískra orða í íslensku. Loks eru í heftinu stuttar bóka- fregnir. Vorhefti Skírnis 1992 er 264 blaðsíður. Ritstjórar eru Vilhjálmur Morgunblaðið/KGA Fjölmennt var á málþingi um stöðu karla og voru konur í meiri- hluta viðstaddra. í erindi Þórarins Tyrfíngssonar yfirlæknis kom í ljós að alkóhólismi er mun algengari meðal karla en kvenna. I máli Ástþórs Ragn- arssonar sálfræðings kom fram að stærsti hluti þeirra unglinga sem fá skilorðsbundna dóma eru karl- kyns. í fangelsum landsins eru karlmenn í yfirgnæfandi meiri- hluta. Ótímabær dauði er mun al- gengari meðal karla en kvenna og eru slys meginástæðan hjá yngra fólki en síðan verða ýmsir sjúk- dómar algengasta dánarorsökin. Ástþór vakti athygli á að sjálfs- morð væru miklu algengari meðal karla en kvenna og í sjóslysum væru karlmenn undantekning- arlaust fórnarlömbin. ■ FERÐAMALARÁÐ Skátafé- lagsins Hraunbúa í Hafnarfirði mun sunnudaginn 31. maí standa fyrir gönguferð númer 2 um Hafn- arfjörð. Fyrsta gangan sem var 26. apríl um norður- og vesturbæ fékk afar góðar viðtökur og var því ákveðið að bjóða reglulega upp á göngur um bæinn. Það sem ein- kennir göngurnar er að þær eru stuttar, henta öllum aldursflokkum og sérfróðir skátar vekja athygli á áhugaverðum stöðum í og við Hafn- arfjörð. Á sunnudaginn er göngu- stjóri Finnbogi F. Arndal skáti og framkvæmdastjóri og mun hann kanna miðbæinn, Hamarinn og þar í kring. Gangan hefst kl. 14 á Skátavöllum á Víðistaðatúni og stendur yfir í rúma klukustund. Madöiinu- mvnd í Há- teigskirlgu KVENFÉLAG Háteigssóknar ætlar að gefa kirkjunni mósaík- mynd sem ber heitið María guðs- móðir í frumgerð Benedikts Gunnarssonar listmálara. Fjár- öflun er hafin og er kaffisala félagsins, sunnudaginn 31. maí í Sóknarhúsinu, Skipholti 50a, kl. 14.30 til 17.00, liður i henni. Benedikt hefur unnið að mynd- inni í nokkurn tíma. Frumgerð hennar er tilbúin og verður til sýn- is á kaffísölunni áður en leitað verð- ur eftir tilboðum í gerð hennar er- lendis. Myndinni hefur verið valinn staður fyrir ofan altarið í kapell- unni þar sem hún mun leiða huga okkar um lendur trúarinnar, en María guðsmóðir er hin mikla fyrir- mynd kristinna manna að trú og trausti til Guðs og fyrirheita hans. Kvenfélag Háteigssóknar hefur á liðnum árum unnið ómetanlegt starf fyrir kirkju og söfnuð. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að færa félaginu þakkir fyrir mikið og blóm- legt starf í söfnuðinum fyrir hvatn- ingu og stuðning og láta þá ósk í ljósi að það megi dafna áfram til að vera salt og ljós í söfnuðinum. Söfnuður og hollvinir Háteigs- kirkju eru hvattir til þess að fjöi- menna á kaffísöluna og styrkja þennig kvenfélagið til dáða um leið og notið er frábærra og víðfrægra veitinga sem fram verða bomar í Sóknarhúsinu. Tómas Sveinsson, sóknarprestur. fikEáhöŒíáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson U-stofnar í beygingafræðinni eru bráðskemmtilegir. Þeir búa yfir mikilli fjölbreytni og hafa tek- ið ýmsum breytingum í aldanna rás. Flestir eru þeir karlkyns, undantekningar sín í hvoru hinu kyninu, hönd og fé. Kemur betur að þeim síðar. Breytileika í beygingu flestra u-stofna veldur einmitt u-ið sem stofninn er kenndur við, þótt það sé nú löngu horfið. Þetta u gat nefnilega valdið bæði hljóðvarpi og klofningu í sumum föllum orðanna. í öðrum föllum (þgf.et. og nf.flt.) gat orðið i-hljóðvarp, og verður (varð) úr þessu afar geðfelld beyging. Hún hefur því miður ekki haldist nema að sumu leyti til okkar daga. Einkum er þess að gæta, að einkennishljóð stofnaflokksins, u, hefur ekki haldist í lok þolfalls fieirtölu. Ég held ég þvæli ekki meira í bili, en sýni dæmi um gamla beygingu u-stofna í karlkyni: Fyrst er þá: köttur-kött-ketti- kattar; kettir-köttu-köttum- katta. í Vatnsdæla sögu er gott dæmi um hið gamla og skemmti- lega þolfall fleirtölu. Þar er sagt frá Þórólfí sleggju sem bæði var þjófur og um annað stórilla fall- inn. Ekki hafði hann um sig fjöl- menni, en „átti þá hluti, er hann vænti trausts að, það vóru tuttugu kettir; þeir vóru ákafliga stórir og allir svartir og mjög trylidir", Þorsteinn Ingimundarson á Hofi segir litlu síðar í sögunni: „En eigi er allhægt'við heljar- manninn að eiga og við köttu hans, og þar til spari eg alla mína rnenn." Nú hefur köttu breyst í ketti, og er það svo sem ósköp eðlileg áhrifsbreyting, sbr. gestir, um gesti í i-stofnunum. Þá er björn-björn-birni-bjarn- ar; birnir-björnu-björnum- bjarna. Helgi Sigmundsson Hundingsbani (í Völsungakviðu hinni fornu) kvað: Það vann næst nýs niður Ylfinga fyr vestan ver, ef þig vita lystir, að eg bjömu tók í Bragalundi og ætt ara oddum saddag. Miklu er nú fallegra tal að veiða björnu en bimi. Eins og kött(u)r beygðust til dæmis bölkur (nú bálkur), böll- ur, börkur, göltur, höttur (nú hattur), knörr, knöttur (hnött- ur), lögur, mögur (=sonur), mölur (kvikindið), svöppur (nú sveppur), völlur, vöndur, vörð- ur, vöxtur, þröstur og örn. Meira jum völlinn síðar. Eins og björn beygðust til dæmis: fjörður, hjörtur, jöstur (=ger), kjölur, mjöður, stjölur (=rass, sbr. stél) og goðsheitið Njörður. Meira um fjörðinn síð- ar. Og geymum okkur miklu meira um u-stofna nú í bili. ★ Nöfn þeirra, sem skammlífir verða, komast stundum illa til skila í prentuðum heimildum okk- ar sem fáumst við nafnfræði, sem ég trúi að sr. Oddur Oddsson á Reynivöllum í Kjós (1565-1649) hafí kallað onomatografíu (stundum sést onomatologia). Þetta stafar af því, að hinar prent- uðu heimildir eru yfirleitt byggðar á aðalmanntölum, sem tekin eru tiltekin ár, eða skrám um nafn- gjafir einhver árabil. í þess konar skrám geta nöfn hinna skammlífu „farið ofan í milli“. Vegna þessa eru allar upplýsingar umfram hin- ar prentuðu heimildir með þökk- um þegnar. Enginn endist til að lesa allar kirkjubækur. Ég fjallaði hér fyrir skömmu um nafnið Skírnir. Fyrstur þess nafns á íslandi var Skírnir Hákon- arson á Borgum, f. 1911, svo sem sagt var. Síðan vissi ég ekki af öðrum fyrri en Skírni Jónssyni á Skarði í Dalsmynni, f. 1928. En þar fataðist mér. Árni Bjarnarson 642. þáttur (ekki Bjamason eins og stundum sést) á Akureyri benti mér á að eldri en Skímir Jónsson hefði ver- ið frændi hans, Skírnir Björnsson á Skuggabjörgum. Þeir vom bræðrasynir, og nú segir mér Skírnir á Skarði að hann sé heit- inn eftir Skírni Björnssyni, sem dó í frumbernsku, en var fæddur 1923. Nú er reyndar kominn ann- ar Skírnir Björnsson (í Hvera- gerði, f. 1953), sonur Þórgunnar Björnsdóttur frá Skuggabjörgum. ★ Evrópa er gott og gilt tökuorð í máli okkar, lagað að lögum þess að gerð, beygingu og framburði. „Júrópa" væri skelfilegt. Greiðslu- kort, sem draga nafn sitt af heiti álfunnar (eða konunnar í grísku goðafræðinni), eiga vitanlega að heita evrókort á íslensku. „Júró- kard“ er skelfílegt. Kratein í grísku er að stjórna. Þar af kemur orðið krati í stjórn- máium, venjulega haft sem stytt- ing af sósíaldemókrati. Til eru menn, sem nefndir eru evró- kratar, ,júrókratar“ væri skelfi- legt. Býsna mikið hefur áunnist í baráttunni gegn ,júróvisjón“, en sigurinn þó ekki nema hálfur eða varla það. I Víkveija þessa blaðs sl. laugardag kom fram uppá- stungan „evrópusýn". Umsjónar- manni finnst hún athyglisverð, en leggur fram breytingartillöguna evrósjón. Rök: sjón er líkara fyr- irmyndinni en sýn án þess áð breyta merkingu, og þar sem end- ingin úr orðinu Evrópa er horfin, blanda menn þessu síður saman við stjórnmálin (Evrópubandalag- ið o.s.frv.). í staðinn fyrir ,júró- visjón“ segjum við framvegis evrósjón. Hlymrekur handan stældi úr ensku: Heimasætan í Kálgörðum, Kristjana — karlmenn stóðu bara alveg hreint lystvana - var með svo ofboðslegt nef sem ég aldrei séð hef, og ekkert pláss til að neinn gæti kysst’ana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.