Morgunblaðið - 30.05.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ, 1992
15
Frá því íslenska lottóið hóf göngu sína hefur verið örtröð á
sölustöðum fram á síðustu stundu eða 15 mínútum fyrir útdrátt;
en það er sá tími sem þarf til að búa móðurtölvuna í Laugardal
fyrir útdrátt kvöldsins. Tölvukerfi LOTTÓSINS er frá GTECH,
einum fremsta framleiðanda beintengdra lottótölvukerfa í heimi.
Móðurtölvan getur tekið á móti 16.000 afgreiðslum á mínútu.
Þær eru fluttar um símalínur frá sölukössum um leið og afgreiðsla
á sér stað. Til að tryggja öryggi eru boðin, og þar með þínar
tölur, geymd á 6 mismunandi stöðum í tölvukerfinu. Ótrúlegt en
satt, þetta gerist allt á tæpum 5 sekúndum, sama hvar á landinu
miðinn er keyptur.
Eftir að útdrætti er lokið, í beinni útsendingu sjónvarps, kemur
áreiðanleiki og hraði sölukerfisins í ljós. Móðurtölvan er aðeins
40-50 mínútur að vinna úr öllum boðunum og finna vinningshafa
í hverjum vinningsflokki.
Þrátt fyrir vandaðan tölvubúnað má ekki glema því að tölvunum
stjórnar hæft og vel þjálfað starfsfólk tölvudeildar íslenskrar
getspár og gætir þess að öryggisreglum sé fylgt í hvívetna.
Sölukerfi íslenskrar getspár er byggt upp með það fyrir augum
að þjóna sívaxandi hópi viðskiptavina á eins skjótan og
auðveldan hátt og auðið er.
HRAÐI - SPENNA - ÖRYGGI
MERKISMENN HF,