Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 Þjóð á krossgötum eftir Einar Þorstein * Asgeirsson Lýst eftir stjórnmálamanni Væri hægt að fara fram á það í öllu bróðerni að einn af okkar stjórnmálamönnum og konum setti þjóðinni það markmið að kraftur þjóðarinnar leystist úr læðingi og þjóðarvitundin yrði meira en orðin tóm. Það má vera fjarlægt mark- mið, já allt að því draumsýn. En það verður að vera þeirrar náttúru, að þjóðin geti þjappað sér saman um markmiðið. Markmiðið þarf ekki að skila arði á morgun né skapa í skynd- ingu ný atvinnutækifæri. Það er ekki verið að fara fram á patent- lausn. Það er hins vegar verið að fara fram á virkjun þjóðarorkunn- ar, þeirrar sem býr með hverjum manni og myndar eina heild í þjóð- inni. Þennan stjórnmálamann mun undirritaður styðja til framgangs markmiða hans og án efa munu fleiri íslendingar gera það. Þjóðin á þetta ekki bara skilið, hún verður að fá markmið af þessu tagi ef hún á ekki að þróast áfram á þeirri ógæfusömu braut sem hún er á; sem stefnir í það að orðið þjóð verði nafnið eitt. Hér með er lýst eftir háleitu markmiði fyrir þjóðina. Sjúkdómsgreining Hver hefði trúað því á Þingvöll- um 17. júní 1944, að um það leyti sem þjóðin minntist fimmtíu ára afmælis lýðveldisins, kæmi það jafnframt til umræðu að hún afsal- aði sér þeim nýfengna þjóðarrétti? Og það fyrir krónur og aura ... Menn segja að tímamir séu breyttir og menn segja að nú eigi að reka þjóðina eins og fyrirtæki. Gott og vel. Það er vel hægt að sætta sig við það í höndum mikil- hæfra stjórnmálamanna/stjórn- enda. Þeirra sem um leið geta orð- ið við undanfarinni beiðni um mark- mið þjóðarinnar. Það er lítið gagn í því að reka þjóðfélög sem fyrirtæki, þar sem þjóðarvitundin er í höftum eða deyj- andi. Þau verða ekki rekin með öðru en utanaðkomandi styrkjum. Þau verða afætur og afætur verða aldrei að þjóð. Þegar við tökum okkur orðið þjóð I munn, hvort heldur það er í sambandi við rekstur þess sem fyrirtæki eða ekki, verðum við að gera okkur grein fyrir samhengi hlutanna. Hvað með þessa skil- greiningu: Þjóð er sú sameiginlega meðvitund mannfélags að hún ræð- ur sinni stefnu sjálf. Að hver og einn getur haft áhrif og lagt sitt af mörkum til heildarútkomunnar, án utanaðkomandi íhlutunar. Mannkynssagan segir okkur frá ótal dæmum um þjóðir sem hafa liðið undir lok, ekki vegna ytri að- stæðna, heldur vegna þess að hugs- un og hugmyndir þjóðarinnar voru orðnar staðnaðar, bundnar mark- miðum skammtímahagnaðar, svo að aðlögun að breyttum tímum náði ekki fram, er að hagnaðinum kreppti. Samskipti okkar við útlendinga Sú skammsýni manna, já sam- kvæmt könnunum allt að 30% þjóð- arinnar er með ólíkindum, að nú sé komið í það fjárhagslega óefni hér á landi, að vænlegast sé að segja þjóðina til sveitar í samein- aðri Evrópu. Menn segja jafnvel, að við höfum ekki lengur efni á því að vera þjóð, nema í orði. Er þetta virkilega nið- urstaðan af menntun/upplýsingu þjóðarinnar gegnum skólakerfíð, ijölmiðlana og stjórnmálaumræð- una? Það ætti að vera hverjum manni ljóst, að hér á landi gæti vel verið „olíuríki" norðursins, ef tækist að leggja af hugarfar skyndigróðans. Og um leið klippa á úrelta hags- munaspotta kerfísins, senda smá- kóngana í endurhæfíngu, stinga upp kálgarðinn áður en sáð er að nýju. Ijóðin þarf ekki lengur á kolamokurum að halda í rafmagn- sjárnbraut. Þó að okkur sé einatt talin trú um annað, er fískurinn í sjónum ekki mesti auður landsins heldur landið sjálft. Matvæli verða fengin annars staðar frá en land verður ekki búið til. Með augum útlend- ingsins er land með 3 íbúa á ferkíló- metra, ómetanleg auðæfí því hjá honum býr e.t.v. til tvö hundruð sinnum fleira fólk á hveijum fer- kílómetra. Það gera sér e.t.v. ekki allir ljósa þá staðreynd, að fjarlægðin frá Islandi til Skotlands er sú sama og frá Hamborg til Miinchen. Það er engin fyrirstaða í dag vegna nýt- ingar á landgæðum. í öllu okkar krepputali, dvínandi afla, gleymum við þessari aðalauð- legð okkar. Spurningin er hvemig við nýtum hana best. Um leið og alls engin ástæða er til þess að sameinast embættis- mannabákninu í Evrópu, er það augljós staðreynd að við sem þjóð þurfum að efla samskipti okkar við aðrar þjóðir. Opna gluggann eins og Pétur mikli gerði. Það er eina leiðin til þess að hagnast á því sem við höfum uppá að bjóða. Einangrunarstefna fortíðarinnar og hræðslan við útlendinga verður að leggjast af. Þvert á móti eigum við að notfæra okkur fjárfestingar- glaða útlendinga. En það er alls ekki sama hvern- ig viðskiptin á vörum okkar fara fram. Enginn skynsamur stjórn- andi fyrirtækis lætur stilla sér þannjg upp við vegg, að annað hvort versli hann við fyrirtæki ellegar verði hann gjaldþrota gerð- ur. Þannig eru nú hugmyndir margra ráðamanna í dag um það hvemig fyrirtækið ísland skuli rek- ið, því miður. Skynsamur stjómandi leitar fleiri viðskiptavina. Það getur kost- að hann auglýsingar, því án kynningarstarfs gerist ekkert í dag. En möguleikarnir eru fleiri í við- skiptum en þeir augljósu, enda verður gróði þeirrá mestur sem fínna nýju leiðimar fyrstir. Hugmynd að landnotkun Spumingunni með notkun lands- ins, sem tekjulindar er ósvarað. Hér skal sett fram lausleg hug- mynd, en áreiðanlega munu fleiri geta lagt sitt til þessa sameiginlega hagsmunamáls þjóðarinnar. Við höfum orðið vitni að því undanfarið að landið fýkur burt. Það er góðra gjalda vert að reyna að dreifa áburði á eyðimerkumar en mikið meira þarf til. Á Borgundarhólmi var eyðimörk fyrir 100 ámm. Nú er þar grænt eyland. Umbreytingin tókst með handafli: Það þurfti að snúa hverj- um lófastórum bletti við og hlúa að gróðrinum áður en sigurinn vannst. í dag er stór hluti hálendis lands- ins ekki annað en svört eyðimörk. Einar Þorsteinn Ásgeirsson „I öllu okkar kreppu- tali, dvínandi afla, gleymum við þessari aðal auðlegð okkar. Spurningin er hvernig við nýtum hana best.“ Búseta þar myndi hafa í för með sér græðslu landsins. í raun mætti byggja á þessum eyðimörkum heilu borgimar án þess að eyðileggja eitt einasta náttúmundur hálendis- ins. Og við gætum treyst arkitekt- um þjóðarinnar til þess að gera útlit mannvirkja í sömu eyðimörk þannig úr garði að svokölluð sjón- mengun hljótist ekki af. Hugmyndin er sem sé sú að skipuleggja hálendið. Vemda það sem náttúraundur telst á þann hátt að gera stóra umgirta þjóð- garða að bandarískri fyrirmynd og selja að þeim aðgang. Standa myndarlega að yerndun svæðisins. En um leið taka til landnotkunar lítil afmörkuð svæði sem unnt væri að bjóða útlendingum: erlendum fyrirtækjum og stofnunum til notk- unar á núll-mengandi starfsemi. Afnotin gætu verið í formi leigu til ákveðins tíma, með yfírtökurétti á reistum mannvirkjum að þeim tíma liðnum. Það er að áliti undirritaðs róman- tík að ætla sér að vernda 70% alls landsins gegn öllum mannvirkjum, já allri notkun. Það er sama róman- tík að telja eyðimerkur til náttúra- undra, enda yfírlýst stefna þjóðar- innar að græða landið allt. Til andsvars við þá sem segja að við höfum ekki lengur efni á Sjúkrapúðar Rauða kross íslands og Landsbjargar: Fyrirhyggja getur bjargað mannslífi eftir Hannes Hauksson Læknar og hjúkrunarfræðingar á slysadeildum, sjúkraflutninga- menn og lögreglumenn sem dag- lega verða vitni að afleiðingum slysa, þekkja mörg dæmi um að rétt viðbrögð þeirra sem fyrstir koma á slysstað hafi bjargað lífí. Því miður þekkir þetta fólk líka dæmi um að vegna óþarfa van- þekkingar þeirra sem að slysi koma látist fólk sem hefði verið hægt að bjarga. Með öðrum orðum getur kunnátta í skyndihjálp, sem hægt er að verða sér úti um á stuttu námskeiði, skilið á milli feigs og ófeigs ef slys ber að höndum. Að hafa til reiðu rétt sjúkragögn getur líka ráðið úrslitum, sérstakega ef um er að ræða opin sár sem era oft fylgifískar alvarlegra umferð- arslysa. í þeirri atburðarás er hver mínúta dýrmæt og í raun þarf ekki að fara mörgum orðum um gildi þess að hafa við höndina lág- marksbúnað og leiðbeiningar. Gengið fyrir hvers manns dyr Þessa daga ganga sjálfboðaliðar Rauða kross íslands og Lands- bjargar fyrir hvers manns dyr á landinu og bjóða fólki sjúkrapúða með nauðsynlegustu sjúkragögn- um og skýrum leiðbeiningum til kaups. Kaupandi sjúkrapúða stuðl- ar ekki einungis að eigin öryggi og sinna nánustu — hann tekur þátt í að ríða öryggisnet, sem er trygging fyrir okkur öll. Því miður er þetta öryggisnet ekki nógu þétt á íslandi, en talið er að sjúkrapúð- ar séu í tólfta hveijum bíl. í ná- grannalöndum, svo sem Svíþjóð og Þýskalandi, er skylda að hafa sjúkrapúða í bílum líkt og öryggis- belti, hvort tveggja er viðleitni til að draga úr afleiðingum slysa. Hvort tveggja er fyrirhyggja sem getur bjargað lífi og limum. Við eram ósjaldan minnt á gildi fyrirhyggjunnar í umferðinni. Síð- ast þegar sex ára drengur á reið- hjóli varð fyrir bíl í Keflavík. Drengurinn var með hjálm, sem talið er að hafí bjargað lífi hans, í það minnsta var höggið svo mik- ið þegar drengurinn skall á bílnum að það kom dæld í bílinn. Drengur- inn slapp næstum ómeiddur og hefur sjálfur greint eftirminnilega frá reynslu sinni opinberlega. „Kaupandi sjúkrapúða stuðlar ekki einungis að eigin öryggi og sinna nánustu — hann tekur þátt í að ríða öryggis- net, sem er trygging fyrir okkur öll.“ Henta víðar en í bílnum Sjúkrapúðarnir era ekki ein- vörðungu til öryggis í umferðinni. Þeir henta einnig vel með viðlegu- búnaði, í sumarbústaði, í sportbáta og á heimili. Púðamir innihalda búnað til að gera að flestum sá- rum. Þeir era mjög aðgengilegir. I þeim era sex hólf og í þrem þeirra eru litlir plastpokar með búnaði sem merktir eru „Fyrir lítil sár“ en í honum eru plástrar af ýmsum stærðum, sótthreinsaðir klútar og grisjur til að grófhreinsa sár og þurrka blóð, „Fyrir stór sár“ sem inniheldur sáragrisjur og hefti- plástur ásamt sótthreinsuðum klútum og „Fyrirstóra. áverka“ með stórum sjálflímandi sáragrisj- um og bindum ásamt heftiplástri og teygjubindi sem hægt er að nota til að stöðva blóðrás. í öðram hólfum er meðal annars að fínna: skæri, flísatöng, álteppi og gúmmínhanska auk bæklings með skilmerkilegum leiðbeiningum um skyndihjálp og hvemig nota á gögnin sem í púðanum eru. Grípum ekki í tómt Rauði kross Islands og Lands- björg hafa veri að þróa með sér samstarf undanfarin misseri. Þessi félög hafa mikið að gefa hvort öðru. Annað hefur yfír að ráða harðsnúnu björgunarfólki sem hlotið hefur þjálfun í landi óblíðra náttúruafla, sem sífellt minna á sig. Hitt er hluti stærstu mannúð- arhreyfíngar í heimi sem alltaf hefur þörf fyrir sérþjálfað björgun- arlið. Markmiðið er að saman myndi þau kjarna sem heldur merki íslands á lofti í alþjóðlegri neyðarhjálp og kynnist um leið björgunarstarfí um heim allan og færi heim þekkingu. Björgunar- sveitir um land allt og deildir RKÍ njóta hagnaðar af sölu sjúkrapúð- því að vera þjóð, leyfír undirritaður sér að segja að við höfum ekki leng- ur efni á því að eiga ónumið land, sem fýkur burt, í aðeins eitt til tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá þjóð- löndum, þar sem hveijum lófastór- um bletti hefur verið snúið við fímm sinnum af mannahöndum. Sagan ætti að kenna okkur að slíkt kallar einungis á íhlutun. En hugmyndir eins og þessi eru framtíðarmúsík fyrir flesta. Til dæmis þá sem era enn tvístígandi, yfir þeirri sjálfsögðu samgöngubót að leggja hálendisvegina og stytta þannig allar fjarlægðir innanlands um milljarða króna á ári. Var ein- hver að tala um kolamokara? Og hví ættu útlendir að vilja leggja fé sitt í framkvæmdir á „úti- legumannaslóðum“? Fyrirtæki vegna samsetningarframleiðslu fyrir Evrópumarkað, að fengnum milliríkjasamningum okkar við þau. Stofnanir vegna landgæða, öryggis og legu landsins í flugneti jarðar- innar. Nýtanlegt land er ávallt að- dráttarafl fyrir viðskipti. Áhrif frá útlendingum Verður það ekki óþolandi röskun að fá tugþúsundir útlendinga tíma- bundið inní landið, ofan á allan ferðamannaiðnaðinn? Örugglega fyrir þá sem telja gamaldags þjóð- ernishyggju af hinu góða. Breytt heimsmynd gerir hana raunar úr- elta. Þjóðernishyggja nærist á hræðslu við útlendinga, en ef vel er að gáð eram við öll samskipa á plánetunni Jörð. Hitt er svo annað mál hvemig samstjómun þjóðanna á hnettinum á að fara fram, en íjöregg slíkrar skipunar er mun fremur fjöldi vit- undarlega sterkra þjóðríkja, en neytendahópar hundruða milljóna markaðssvæða án þjóðvitundar. Þrátt fyrir beina dvöl hópa út- lendinga hér, getur samfélagið með okkar eigin stjóm verið mun væn- legra en sem sveitarómagi Evrópu- risans. Að lokum Hér hefur einungis verið fjallað um gæði og gögn landsins fyrir afkomu þjóðarinnar. Ekkert hefur verið minnst á hugarorku einstakl- ingsins, sem gæti skinið hér sem annars staðar. En áður en hugar- orkan kemur að gagni má afstaða þjóðarinnar og hugsanamunstur varðandi haiia þó nokkuð breytast. Hér var byijað á því að lýsa eft- ir markmiðum fyrir þjóðina. Það skal endurtekið að lokum. Höfundur er hönnuður. Hannes Hauksson anna ásmt Landsbjörgu og RKÍ. Nú fer í hönd sá tími sem fólk ferðast um fjöll og firnindi fjarri öryggi þéttbýlisins. Þá er gott að vita af sjúkrapúða í bílnum — ekki bara fyrir þig og þína heldur fyrir okkur öll. Grípum ekki í tómt þeg- ar slys verður — það er óþarfi. Höfundur cr framkvæmdnstjóri Rauða kross Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.