Morgunblaðið - 30.05.1992, Side 17

Morgunblaðið - 30.05.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992 17 Fyrir alla fjölskylduna y , SUMARHATIÐ Á LAUGAVEGI Laugardaginn 30. maí kl. 13-17 SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS MINNIR Á HÆTTUR SEM FYLGJA SUMARKOMU Með sumarkomu eykst til muna útivera barna og unglinga, umferð á þjóðvegum, útilegur og veiðiferðir og um leið þær hættur, sem fylgja breyttum lífsháttum fólks. Til að minna á þessar hættur og hvetja til varúðar, hefst nýr þáttur í verkefninu „KOMUM HEIL HEIM“. í samvinnu og samstarfí við fjöldamarga aðila efnir Slysavarnafélagið til fjölskylduhátíðar á Laugaveginum í Reykjavík. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og lýkur henni klukkan 17:00 á Lækjartorgi með tónleikum hljómsveitarinnar „Síðan skein sól“ o.fl. Tónleikarnir hefjast um kl. 15.30. Að undirbúningi þessarar hátíðar standa Laugavegssamtökin, samtökin Bamaheill, íþróttasamband fatlaðra, Körfuknattleikssamband íslands, Áfengisvamarráð, Lögreglan í Reykjavík, Landssamband slökkviliðsmanna, Goði hf. og útvarpsstöðin Bylgjan að ógleymdum fjölda mörgum björgunarsveitum Slysavamafélagsins. Líf og fjör verður um allan Laugaveg. Kaupmenn flytja eitthvað af verslun sinni út á gangstéttir, Landsbankinn kemur við sögu, björgunarsveitir kynna tæki og búnað, sýna notkun á fluglínutækjum, klifur og kenna skyndihjálp. Lögreglan skoðar reiðhjól bama og gefur góð ráð, Bamaheill stjórnar útileikjum, Körfu- boltasambandið stendur fyrir keppni í markaskorun, íþróttasamband fatlaðra gefur fólki kost á að reynsluaka hjólastóium, hesta- kerra verður á staðnum, boðið verður upp á útigrill og ýmislegt fleira verður til skemmtunar og fróðleiks. Rauði þráður þessarar útihátíðar verður þó sá, að hvetja almenning til að gæta fyllstu varúðar við leik og störf í sumar og hafa það ávallt sem meginmarkmið, að KOMA HEIL HEIM“. DAGSKRA: Reiðhjólaskoðun Lögreglunnar í Reykjavík hefst kl. 13 við Landsbankann, Laugavegi 77. Slökkviliðið kynnir notkun á handslökkvitækjum og sýnir slökkvi- og sjúkrabíla. SVFI kennir skyndihjálp. ÚtigriU, boðið upp á Goðapylsur. Kynning á starfsemi Slysavamafélagsins. BamaheiU verður með Ijölskylduleiki. Q Verslunin Sparta býður öUum í körfubolta. Q SVFÍ sýnir notkun á fluglínutækjum. Q íþróttafélag fatlaðra gefur fólki kost á að reynsluaka hjólastólum. QQ ÚtigriU, boðið upp á Goðapylsur. DQI Sýning á björgunarbátum. Q SVFI kynnir almannavamir. DD Körfuknattleikssambandið býður fjölskyldunni í körfubolta. m Sýning á snjóbQum, vélsleðum og björgunarsveitabflum. Q ÚtigriU, boðið upp á Goðapylsur. m Kafarar sýna tæki og búnað. Margt fleira verður í boði t.d. ferð í hestakerru, allar verslanir verða opnar o.fl. TÓNLEIKAR Á LÆKJARTORGI KL. 15.30. KOMUM HEIL HEIM LAUGAVEGS SAMTÖHN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.