Morgunblaðið - 30.05.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 30.05.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992 Hvað er hér að gerast? eftir Gunnar Tómasson í yfírlitsræðu dr. Jóhannesar Nor- dais, seðlabankastjóra, á ársfundi Seðlabanka íslands, sem haldinn var 24. apríl sl., var m.a. fjailað um or- sakir hárra vaxta á íslenzkum fjár- magnsmarkaði með þeim hætti, að undirritaðan rak í rogastanz. Hvað er hér að gerst? Innlend útlánaaukning „Séu helztu stærðir í þróun lánsfj- ármarkaðsins á síðasta ári skoðaðar koma í ljós áhrif gífurlegrar eftir- spurnar ríkissjóðs og annarra opin- berra aðila eftir lánsfé,“ segir í upp- hafí skilgreiningar dr. Jóhannesar á orsökum ríkjandi hávaxta — veldur hver á heldur. í Hagtölum mánaðarins, útgefn- um af Hagfræðideild Seðlabanka, er skipting innlendrar og erlendrar útlánaaukningar eftir lántekendum sýnd í töflum V.2 og VI.2. Að frá- dregnum „löngum erlendum lánum“, er samsetning útlánaaukningar síð- ustu árin á innlendum markaði þessi: Vaxandi efnamunur í ræðu sinni á ársfundi Seðla- banka taldi dr. Jóhannes Nordal það vera „mikilvægt að framboð og eftir- spurn fái óhindrað að ráða vöxtum af lánum til heimilanna, þar á meðal af íbúðarlánum“ og mælti þar fyrir munn bankastjórnar og bankaráðs Seðlabanka íslands. Rangfærslur á „helstu stærðum í þróun lánsijármarkaðarins á síðasta ári“ sem fyrr var getið, ásamt rang- túlkun á framboðshlið sem greint er frá að neðan, sýna og sanna, að mat yfirstjórnar Seðlabanka á far- sælli vaxtastefnu getur ekki verið byggt á faglegum forsendum. I þessu sambandi má geta um- mæla í Reykjavíkurbréfi 2. maí sl. þar sem vakið var máls á vaxandi efnamun í Bandarikjunum og víða annars staðar á Vesturlöndum. Taldi höfundur nauðsynlegt fyrir okkur að vita, hvort sama þróun kunni að hafa átt sér stað á Islandi. Af hagtölum útgefnum af Seðla- banka og Þjóðhagsstofnun má ráða, að efnamunur hefur farið ört vax- andi í íslenzku þjóðfélagi um árabil Tafla 1. — Innlend útlánaaukning 1989-1991 <í milljónum króna> Ríkissjóður og ríkisstofnanir Bæjar- og sveitarfél. Atvinnuvegir Heimili Samtals innl. útl. aukn. Árið 1991 var hlutdeild „ríkissjóðs og annarra opinberra aðila“ í inn- lendri útlánaaukningu um 16,6%, eða fjórðungur af 65,4% hlutdeild heimila. Hér fer ekkert á milli mála — mismunur tekna og útgjalda heim- ilanna er langstærsti hagstjórnar- vandi líðandi stundar. Af einhveijum ástæðum virðist skuldsetning heimilanna vera feimn- ismál í Seðlabanka og Viðskipta- ráðuneyti, enda er hávaxtastefna yfírstjórnar peningamála fyrir hönd innlendra banka og lífeyrissjóða sá vargur í véum, sem knýr skuldsett heimili til nauðungarlántöku. Skuldaaukning heimilanna 1989- 1991 jafngilti andvirði um 2.500 3ja herb. íbúða — árið 1991 var hún þrefalt byggingarverðmæti nýs íbúð- arhúsnæðis. Sjálfseignarstefna Sjálfstæðisflokksins, sem stóð af sér áhlaup sameignarsinna, hefur orðið hávaxtastefnunni að bráð. 1989 1990 1991 Samtals -77 5.480 10.378 15.781 1.340 1.948 1.088 4.376 49.539 6.886 12.373 68.798 33.737 34.725 45.118 113.580 84.539 49.039 68.957 202.535 - skattfríðindi fjármagnstekna um- fram launatekjur næstu árin myndu gulltryggja og stórauka þann efna- mun sem þegar er orðinn. í nýju riti Þjóðhagsstofnunar um „Þjóðarbúskapinn" 1991 og horfur 1992 eru heildartekjur þjóðarinnar árið 1991 sýndar hafa verið óbreytt- ar frá 1987, samtímis því sem erlend skuldastaða þjóðarbúsins í árslok 1991 var aðeins hærra hlutfall af þjóðartekjum en í lok 1986. Vaxandi efnamunur í íslenzku samfélagi á síðastliðnum fimm árum endurspeglar því áhrif hagstjórnar- stefnu stjórnvalda á skiptingu tekna hvers árs meðal hinna ýmsu hags- munahópa ásamt tilfærslu eigna í gegnum ríkjandi vaxta- og útlána- stefnu á innlendum fjármagnsmark- aði. Kaupmáttur ráðstöfunartekna meðalfjölskyldu minnkaði um 12% frá 1987 til 1991, m.a. vegna mis- Gunnar Tómasson „Með hliðsjón af núll hagvexti síðan 1986, minnkandi afla og versnandi viðskipta- kjörum, þá eru ná- kvæmlega engar for- sendur fyrir áfram- haldandi gengisfestu næstu misserin aðrar en þær, sem byggja á handafli stjórnvalda í Seðlabanka og Við- skiptaráðuneyti. “ gengis kaupgjalds og verðlags ásamt lækkun hlutfalls launa á tímabilinu úr 68,8% af svonefndum „vergum þáttatekjum" í 64,3% árið 1991. Eins hlýtur kaupmáttur tekna margra óbreyttra félagsmanna ASÍ, VSMÍ, BSRB og annarra almennra launþegasamtaka að hafa minnkað um meira en 12% á tímabilinu, m.a. vegna „þjóðarsáttar", sem stýfði þeim úr hnefa laun, sem vart geta talist mannsæmandi. Árin 1987-1991 eru „laun og tengd gjöld" atvinnulífs talin hafa verið samtals um 762.000 milljónir króna — að frádregnum sköttum launþega og „tengdum gjöldum“ atvinnulífs (e.t.v samtals 40%), kunna ráðstöfunartekjur launþega að hafa verið um 457.000 milijónir króna. Á sama tima jókst skuld heimila við lánakerfið um samtals 159.000 milljónir króna, og hefur ráðstöfun- arfé þeirra þannig verið 35% umfram ráðstöfunartekjur. Slíkur er undanf- ari gjaldþrota af því tagi, sem þegar eru orðin vort daglegt brauð, og stefnir í verra. Peningalegur sparnaður Umsögn dr. Jóhannesar um „mik- ilvægi [þess] að framboð og eftir- spurn fái óhindrað að ráða vöxtum af lánurn" varðar viðurkennda skil- greiningu „framboðs" á lánsfjár- markaði, sem notuð er í Hagtölum mánaðarins og kallast „peningaleg- ur sparnaður". (Tafla V.l. lína 3_.) Hagfræðideild Seðlabanka ís- lands hefur hins vegar gert dr. Jó- hannesi þann arga grikk að skil- greina „peningalegan sparnað" með öðrum, ófaglegum hætti — því er umsögn hans um framboð og eftir- spurn á lánsfjármarkaði, með fullri virðingu, meiningarlaust rugl. „Framan af árinu [virtist] pening- arlegur sparnaður [vera] að dragast saman, en [breyting varð] eftir vaxtahækkunina um vorið, og er nú áætlað að heildarframboð nýs, pen- ingalegs sparnaðar [...] hafi numið 37 milljörðum eða heldur meira en árið áður,“ segir þar. Framboð „peningalegs sparnað- ar“ á lánsfjármarkaði liggur á Ijósu í Hagtölum mánaðarins og þarf ekki að „áætla“ eitt eða neitt í því sam- bandi. Eins og fram kemur í eftirfar- andi Töflu 2 var framboð „nýs pen- ingalegs sparnaðar“ samtals 65 milljarðar árið 1991. Tafla 2. að heimili flokkist með „opinberum aðilum" við töku húsnæðiskerfislána — erlendar lántökur sjávarútvegs fyrir milligöngu Landsbanka ættu með hliðstæðum „rökum“ að teljast „opinberar“ lántökur, þótt engum detti slíkt í hug. Ríkisstjórn á rangri braut í Morgunblaðsgrein 30. apríl sl. minntist Björn Bjarnason eins árs afmælis ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðufglokks og taldi hana hafa unnið markvisst fyrsta árið eftir starfsáætlun, sem kynnt var landsmönnum undir heitinu „Velferð á varanlegum grunni". Ríkisstjórnin „einsetti sér að hækka EKKI skatta", sagði Björn og „beita EKKI sértækum úrræð- um“ í atvinnumálum. Hvað varðar almenn úrræði, þá hefur það verið stefna stjórnarinnar að breyta EKKI gengi krónunnar og stemma EKKI stigu við stjórnieysi í peningamálum. Á ársfundi Seðlabanka íslands taldi dr. Jóhannes Nordal „breyting- ar á stjórn peningamála (vera) ekki sízt nauðsynlegar og aðkallandi nú til þess að tryggja ... stöðugleika í gengi (krónunnar), sem hefur verið kjölfesta efnahagsstefnunnar á þriðja ár.“ Faglegar forsendur gengisfestu hafa hins vegar ekki verið fyrir hendi á þessu tímabili, sbr. 30% aukningu kaupmáttarsköpunar í rnynd útlána- þenslu lánakerfísins. Á nýliðnu ári varð viðskiptahalli 4,9% af lands- framleiðslu og hefur ekki verið hærri síðan 1982. Með hliðsjón af núll hagvexti síðan 1986, minnkandi afla og versnandi viðskiptakjörum, þá eru nákvæm- lega engar forsendur fyrir áfram- haldandi gengisfestu næstu misserin aðrar en þær, sem byggja á hand- afli stjórnvalda í Seðlabanka og Við- skiptaráðuneyti. Formaður Sjálfstæðisflokksins getur vart unað öllu lengur óbreytt- Peningalegur sparnaður 1989-1991 [í milljónum króna] 1989 1990 1991 Samtals Bankainnlán 21.382 14.450 16.222 52.054 Spariskírteini 4.316 3.858 3.717 11.891 Tryggingarfélög 2.451 2.018 1.942 6.411 Lífeyrissjóðir 29.999 24.276 26.939 81.214 Eigið fé lánastofnana 10.279 4.962 11.176 26.417 Annar sparnaður 4.428 6.539 5.118 16.085 Samtals 72.855 56.103 65.114 194.072 „Engu að síður,“ hélt dr. Jóhann- es Nordal áfram, „vantaði þijá millj- arða á, að öll aukning peningalegs sparnaðar hrykki fyrir lánsfjárþörf ríkissjóðs og opinberra aðila einna.“ Sanníeikurinn er sá, að peningalegur sparnaður var (65-11=) 54 milljörð- um HÆRRI. í framhaldi útskýrir dr. Jóhannes, um vínnubrögðum ráðgjafa ríkis- stjórnar hans í efnahagsmálum — „Velferð á varanlegum grunni" hlýt- ur að krefast skynsamlegs mats á orsökum hagstjórnarvandans og vænlegum leiðum til úrlausnar. Höfundur er hagfræðingur. Rannsóknir á stöðu bama í íslensku samfélagi Stofnun Rannsóknasjóðs Barnaheilla eftirArthur Morthens Vísindalegar rannsóknir hafa löngum þótt aðalsmerki framfara og þróunar. Þekkingarleit mannsins og eðlislæg forvitni hans eru undir- staða framfara á hvaða sviði sem er. Hér á landi hafa rannsóknir af ýmsu tagi átt fremur erfítt upp- dráttar og skammtímasjónarmið löngum ráðið meiru um framvindu mála heldur en vel undirbyggðar Ljós ó kerrur og tengi ú bíla Viðgerðir á [WjHONDA vélum og rafstöðvum. ÍSORKA vélaverkstæði, Eldshöfðo 18, s. 674199/985-20533. áætlanir. Atvinnulíf landsmanna hefur ekki farið varhluta af þessari undarlegu skammsýni. Fjármagn til rannsókna hér á landi er hlut- fallslega langtum minna en gerist í nágrannalöndum okkar. Rannsóknir á högum bama í ís- lensku samfélagi eru afar fátækleg- ar og stöndum við öðrum vestræn- um þjóðum þar langt að baki. Það er að mati fjölmargra orðið afar brýnt að efla hér stórlega rannsókn- ir á högum barna. Ekki síst þegar það er haft í huga að hér hafa orð- ið örari þjóðfélagsbreytingar á skemmri tíma en í öðrum vestræn- um ríkjum. í þeirri öru þjóðfélagsþróun und- anfama áratugi höfum við breytt samfélagsgerðinni, skapað nýjar hefðir og mótað nýtt verðmæta- mat. Hver eru áhrif þessa. Fjölmiðl- asprengingin hefur að því er virðist breytt bæði menningunni og sam- veruformi fjölskyldunnar. Fólksflutningar úr dreifbýli í þéttbýli virðast einnig hafa breytt samveru fjölskyldunnar. Verðmæt- amat og atferli foreldra hefur eðli- lega veruleg áhrif á börnin og þann- ig breytist innihald hinnar félags- legu mótunar samhliða efnahags- legum og félagslegum breytingum. Auglýsingaheimurinn er síðan enn einn stór áhrifavaldur á breytta menningu okkar og viðhorf. Áhrif auglýsinga á börn í jafn litlu samfé- lagi og hinu íslenska eru jafnvel enn meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Auglýsingar skapa tísku og fyrirmyndir sem vöruframleiðand- inn hefur þörf fyrir og hafa því veruleg uppeldismótandi áhrif. Hvaða áhrif hin harða uppeldissam- keppni auglýsenda og foreldra hef- ur vitum við ekki. Svo virðist sem að hin öra þjóðfé- lagsþróun hér á landi hafi dregið úr mannlegum samskiptum barna og fullorðinna. Getur verið að hið félagslega öryggisnet umhverfis börn og unglinga sé að trosna upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir alla félagslega stýringu? Hætt er við að fjöldi barna hafi farið á mis við grundvallarþarfir eins og umhyggju og öryggi í samfélags- þróun mikilla og örra breytinga. Uppeldishlekkurinn virðist í mörgum tilvikum hafa rofnað og eftir standa einmana börn með tóm- leikann rótgróinn í sál og hjarta. Arthur Mortens „Það er að mati fjöl- margra orðið afar brýnt að efla hér stór- lega rannsóknir á hög- um barna. Ekki síst þegar það er haft í huga að hér hafa orðið örari þjóðfélagsbreyt- ingar á skemmri tíma en í öðrum vestrænum ríkjum.“ Hrímköld þoka virðist umlykja of mörg börn sem svo mjög skortir hlýju. Grunsemdir þessa efnis hafa fyrir löngu vaknað hjá þeim fjöl- mörgu aðilum sem vinna með börn- um en erfitt hefur verið að stað- festa að svo sé þar sem skortur á rannsóknum hefur komið í veg fyr- ir að hægt hafi verið að renna vís- indalegum stoðum undir þessar gi-unsemdir. í gegnum tíðina hafa listamenn þjóðarinnar sagt sögur af landi og lífsbaráttu fólksins, glímu þess við hafið og harðbýlt landið. Þeir hafa vakið þjóðina með kynngimögnuð- um krafti sínum og verið sendiboð- ar menningarinnar til komandi kyn- slóða barna og unglinga uppsprettu þessa lands. Meistarar nútímans draga fram hinn kalda heim þar sem hefðir og gildi hafa splundrast og firringin náð tökum á fjölskyldunni. Nú hafa íslenskir myndlistar- menn lagst á árar með Barnaheill og hinu þekkta uppboðsfyrirtæki Sotheby’s. Þeir hafa ákveðið að láta helming þess verðs sem fæst fyrir verk þeirra á uppboði Sotheby’s þann 31. maí nk. renna í rannsókn- arsjóð Barnaheilla, rannsóknasjóð er getur, ef vel tekst til varpað ljósi á uppeldisskilyrði barna hér á landi og átt þátt í að hrífa börn úr faðmi hinnar hrímköldu þoku er umlykur þau of mörg. Höfundur er formaður Barnaheilla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.