Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
EVROPSKA VINNUVERNDARARIÐ 1992-1993
Reykingar á vinnustöðum
eftir Hólmfríði
Gunnarsdóttur
— Tíminn vinnur með okkur, seg-
ir Guðmundur Eiríksson umdæmis-
stjóri Vinnueftirlitsins í Reykjavík,
þegar ég spurði hann hvernig gengi
að framfylgja lögum um tóbaks-
varnir á vinnustöðum.
— Það var víða hörku andstaða,
segir Guðmundur, og ekki bætti úr
skák, ef öryggistrúnaðarmaðurinn,
sem átti að hafa framgöngu í mál-
inu, reykti sjálfur og forstjórinn
líka. En þetta er að breytast. Núna
vilja jafnvel reykingamennimir vera
í hreinu lofti.
— Þegar kvartanir berast um
reykingar á vinnustöðum sendum
við staðlað bréf til forstöðumanns-
ins og segjum að okkur hafi borist
kvörtun um að settum reglum sé
ekki fylgt. Við gætum ævinlega
þagnarskyldu og gefum aldrei upp,
hver hafí kvartað, en fólk óttast
oft um hag sinn, ef það kæmi fram,
að það hefði leitað til Vinnueftirlits-
ins með kvörtun af þessu tagi.
— Ef þessi viðvörun ber ekki
árangur hnykkjum við á henni með
símtölum og svo getur farið að við
verðum að hóta harðari aðgerðum
eins og lög heimila. Það hefur aldr-
ei náð svo langt, en við höfum lent
í stappi jafnvel við lögfróða menn
í háum embættum, sem hafa ekki
viljað fara eftir ábendingum okkar
í fyrstu atrennum.
— Við höldum okkur við lagabók-
stafínn í þessu efni, en látum óholl-
ustu og persónulega afstöðu til
reykinga liggja á milli hluta.
En ég hef tekið eftir því, að
vinnuveitendur eru farnir að draga
það við sig að ráða fólk sem reykir.
Þeir segja að reykpásurnar minnki
vinnuafköstin. En hefur þú sjálfur
einhvern tímann reykt?
— Já, ég reykti frá sextán ára
aldri til fimmtugs.
— Hvers vegna hættirðu?
— Það var bæði dýrt og óhollt.
— Hvemig fórstu að því að
hætta? Var það erfítt?
- Nei, það var ekkert svo erfítt.
Aðdragandinn var dálítið skrítinn.
Ég var í sumarhúsi uppi í Borgar-
fírði í ágúst og gekk með krökkun-
um upp á Grábrók. Þegar ég kom
upp á fjallið stóð ég á öndinni af
mæði. Það ískraði og surgaði í
mér. Þá hugsaði ég sem svo að ég
yrði að hætta að reykja. Ég ákvað
að það væri best að hætta á fímm-
tugsafmælinu, sem var í október.
En svo fékk ég nokkra vindlakassa
í afmælisgjöf og ég horfði á þessa
dýrindis vindla og sagði við sjálfan
mig: „Það er best að ég reyki upp
úr þessum kössum, svo hætti ég.“
í nóvember átti ég eftir einn Bjarna
frá Vogi og ég hugsaði að ég yrði
að fara að treina mér það sem eft-
ir væri. Ég reykti mig þannig smátt
og smátt niður og á gamlársdag
átti ég tvo vindla eftir. Þann síð-
asta reykti ég á gamlárskvöld með
viskí í glasi.
Guðmundur Eiríksson
— Ég vann lengi sem vélstjóri á
skipum og menn reyktu mikið á
sjónum. Eg reykti pípu meðan ég
var að læra og vafði mér sígarettur
til að spara. En þegar sígarettur
fengust fyrir lítið í siglingum reyktu
menn ótæpilega. Ég komst þó aldr-
ei upp í pakkann á dag. Ég gerði
mér líka snemma grein fýrir, að
þegar ég var með skít og olíu á
höndunum væri varasamt að fá þau
efni ofan í mig með reyknum.
— Það eru tíu ár síðan ég hætti
að reykja, og ég er miklu þolnari
en ég var, þótt ég sé tíu árum eldri.
Ég á auðveldara með að vakna á
morgnana og nú teygar maður bara
að sér hreina loftinu með ánægju.
Ég er alls ekki frá því að ég sé
yfírleitt fjörugri í víðasta sam-
hengi! Nei, ég hef ekkert saknað
þess að hætta.
Þetta er reynsla Guðmundar Ei-
ríkssonar, sem hefur starfað við
eftirlit á vinnustöðum í Reykjavík
í 19 ár.
En hvernig á að tala um reyking-
ar á vinnustöðum? Reykingafólk
býst til varnar sem vonlegt er, því
það er erfítt að breyta vana, einkum
því, sem okkur fínnst gott og
skemmtilegt. Allir geta litið í eigin
barm í því efni. Hvernig á þá að
ná því takmarki, að útrýma tóbaks-
reykingum, sem allir hljóta að fall-
ast á að væri æskilegt. Allir vita,
að það er heilsuspillandi að reykja,
bæði fyrir þann sem reykir og þá
sem sitja í reyknum. „Allir“ verða
þó aldrei ánægðir, því öflugar sam-
steypur hafa hagnað af sölu tóbaks
og auglýsa vaming sinn með öllum
tiltækum ráðum.
Þótt tóbaksauglýsingamar séu
bannaðar á íslandi er þeim samt
lætt inn á markaðinn. Skófatnaður
með Camel-merkingu er auglýstur
sem eftirsóknarverð vara og plast-
pokar með sama merki afhentir sem
umbúðir um vömr, svo dæmi sé
nefnt. Þetta er að sjálfsögðu bein
auglýsing, — en óbeinar auglýsing-
ar hafa ekki síður áhrif svo sem
reykingar glæsilegs fólks á kvik-
myndatjaldi eða í hversdagslífí. Tí-
skan er öflug, kannski öflugasti
áhrifavaldurinn.
Flestum kemur saman um, áð
það þótti einhvem tímann fínt að
reykja. Tímarnir hafa sannarlega
breyst í þessu efni. Þeir sem reykja,
kvarta fremur undan því, að þeir
séu litnir hornauga, — að það sé
sótt að þeim úr öllum áttum. Því
miður virðist ástæða til að herða
sóknina. — Hvers vegna? Vegna
þess að tóbaksréykur er hættuleg
mengun, bæði fyrir reykingamann-
Hólmfríður Gunnarsdóttir
inn og þá sem anda að sér reyk
úr umhverfínu.
... „Sum efnin í tóbaksreyk em
eitruð og vitað er um fleiri en 50
krabbameinsvalda í honum. Meng-
un frá tóbaksreyk hefur margfalda
virkni á við asbest í innviðúm skrif-
stofuhúsnæðis hvað varðar líkur á
að valda krabbameini hjá þeim sem
þar vinna og reykja ekki.“
... „Á skrifstofum þar sem reyk-
ingar em leyfðar, má gera ráð fyr-
ir að sá sem ekki reykir en vinnur
við slíkar aðstæður, fái í sig eitur-
efni úr tóbaksreyk í svipuðum
mæli og sá sem reykir eina til fímm
sígarettur daglega miðað við átta
stunda vinnudag."
Þessar tilvitnanir em í bæklingn-
um Óbeinar reykingar. Hreint loft
— betri heilsa, sem Sigurður Áma-
son læknir þýddi og Tóbaksvama-
nefnd gaf út í samvinnu við Krabba-
meinsfélag Reykjavíkur 1988.
Hvemig vilt þú hafa andrúms-
loftið?
Ég vil hafa það hreint.
Höfundur er lyúkrunarfræðingur
hjá Vinnueftirliti ríkisins.
Tækifæri til að gera góð bílakaup fyrir sumarið!
NOKKUR DÆMI:
Tegund Árgerð
Subam Sedan 1988
Nissan March GL 1987
SuzukiFox410 1988
Mazda 626 GLX 2,0 1985
MMC Lancer ST 1986
BMW316 1986
Ford Escord XR3I 1984
Fíat Uno 45 1987
Peugot 205 GR 1987
Lada Safir 1987
Lada Sport 1987
Staðg. verð Afsl.verð
750.000,- 690.000,-
370.000,- 320.000,-
630.000,- 530.000,-
450.000,- 390.000,-
400.000,- 290.000,-
650.000,- 530.000,-
490.000,- 410.000,-
250.000,- 190.000,-
390.000,- 320.000,-
150.000,- 95.000,-
330.000,- 270.000,-
OPIÐ: Virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 13-17
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1-3, Reykjavík, sími 686633 og 676833 í notuðum bílum
ENGIN ÚTBORGUN
RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 18 MÁNAÐA
SKULDABRÉF TIL ALLT AÐ 24 MÁNAÐA