Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 ~~; .
Að vera íslendingur -
ekki aðeins íslenskur
eftir Helga Pétursson
Páll Skúlason, prófessor í heim-
speki við Háskóla íslands, segir í
góðri grein í afmælisriti Sæmund-
ar, sem er málgagn Sambands ís-
lenskra námsmanna erlendis, svo:
„Ástand stjórnmálaumræðu er
eitt skýrasta dæmið um menntun
þjóðar og menningu. í þau tuttugu
ár, sem liðin eru frá því að ég kom
heim frá námi minnist ég þess ekki
að hafa heyrt, fyrir utan innantómt
orðaglamur, — nema ógnarorð,
beinar eða óbeinar hótanir, — af
vörum stjórnválda. í samræmi við
það er sú framtíðarsýn, sem stjóm-
arherrarnir, hveijir sem þeir eru,
draga upp, — ekki beinlínis heill-
andi. Hún er sú, að við séum í þann
mund að kollsigla okkur og öllu sé
stefnt í voða. Ályktunin sem fólk
dregur af þessu er sú, að nú hljóti
hver og einn að hugsa um það eitt
að bjarga eigin skinni. Og þar með
er öll samstaða rokin út í veður og
vind og engin sameiginleg áform
lengur möguleg, t.d. í atvinnustarf-
semi. Sú hugsun að bjarga eigin
skinni rúmar Iíka vel þá hugsjón
sem virðist eiga öruggan hljóm-
grunn í stjómmálum landsins, sem
sagt að mestu skipti að treysta
völd sín, kunna að koma ár sinni
fyrir borð og standa af sér árásir
andstæðinganna."
Því vitna ég í þessa grein Páls
Skúlasonar, sem er einn af fáum
menntamönnum, sem hefur þorað
að láta í sér heyra, að ég er honum
hjartanlega sammála og í orðum
hans er að fínna aðvömn, sem er
svo alvarleg, að við verðum öll að
sporna við fótum.
Ég er þeirrar skoðunar, að við
íslendingar eigum bara eitt sameijg-
inlegt. Það er það að við erum Is-
lendingar og tölum íslensku. í þess-
ari einföldu staðreynd er að fínna
réttlætinguna á hungri og niður-
lægingu forfeðranna, þtjósku
þeirra, sem síðar lyftu þjóðinni upp
úr öldudal, og í þessari staðreynd
felst niðurinn af vélarskrölti, norð-
anbyljum, bamsgráti og kórsöng
allra kynslóða. Eg er líka þeirrar
skoðunar að eini tilgangur okkar
hér á landi sé að vera Islendingar
og að sá tilgangur, sú sameign, sé
eitthvert öfundsverðasta hlutverk,
sem nokkur maður getur kosið sér
í ölduróti þróunar í stjómmálum
alheimsins, og eitthvað það mest
spennandi, sem ungt fólk gæti tek-
ið sér fyrir hendur nú á tímum. Ég
trúi því, að ísland og íslenskt þjóð-
líf sé svo einstakt og spennandi og
hafí svo mikla möguleika og ég
veit, að það er enginn að biðja okk-
ur um að láta af því að vera íslend-
ingar. Við emm þeir einu, — við
emm einu 250 þúsund mennimir í
heiminum, sem gætum orðið til
þess að hætta að vera íslendingar.
Hvað er í boði?
Það er mitt hlutverk í þessu lífi
að vera íslendingur og það er til-
gangur alls sem ég geri að vernda
það hlutverk, — fínna leiðir til þess
að ég geti verið íslendingur.
Við eigum að kenna okkar börn-
um og láta þau skilja vandlega
muninn á því að við emm ekki ís-
lenskir fískimenn, — heldur íslend-
ingar að veiða físk.
En hvað blasir við ungu fólki?
Hvað blasir við fólkinu, sem á að
halda því áfram samkvæmt þessu
að vera íslendingar, löngu eftir að
við öll, sem hér emm, verðum kom-
in undir græna torfu? Hvaða skila-
boð geta íslensk ungmenni lesið út
úr þeim raunveruleika, sem við þeim
blasir?
hvernig má það vera — að ungt
fólk stendur skyndilega frammi fyr-
ir þeirri staðreynd, að það á litla
von? Hvemig má það vera, að ungt
fólk stendur nú frammi fyrir þeirri
staðreynd, að það fær ekki atvinnu,
— eitthvað sem allir hafa hingað
til talið jafn sjálfsagt og að dagur
rís á ný? Ungt fólk í dag getur
ekki komið sér upp húsnæði. Ungt
fólk, sem lætur sér detta í hug að
sækja nám erlendis, stendur enn
verr að vígi. Það kemur heim úr
námi um þrítugt, stórskuldugt og
getur nú treyst því að fá aldrei
neitt við sitt hæfí, aldrei mannsæm-
andi laun við það fag, sem það sótti
nám í, — aldrei stöðu, því þær eru
setnar af tiltölulega ungu fólki og
ef eitthvað er, þá er hnýtt í það sem
afætur af þessu þjóðfélagi og það
gjarnan af ráðamönnum, sem eru
upp til hópa vanmenntaðir heimaln-
ingar og oftast lögfræðingar.
Hvaðan kom íslensku nútíma-
þjóðfélagi réttur til þess að níðast
á börnum, aumingjum og gamal-
mennum? Ekkert dregur eins mikið
úr möguleikum okkar til þess að
halda áfram að vera íslendingar og
að draga úr menntun bamanna.
Með því að fleygja í þau vondum
bókum, oft á tíðum í lélegu hús-
næði, halda að þeim sælgæti í stað
þess að bjóða þeim hollan mat í
skóla, neita þeim um samfelldan
einsettan skóla og með margra ára-
tuga níði um íslenska kennarastétt
er vegið svo að rótum tilgangs þessa
lífs sem íslendings að vafasamt er
að hægt sé að bæta skaðann. Og
þetta á við um menntun á öllum
stigum. Ég veit ekki til að stjóm-
völd neinnar þjóðar hreinlega ulli á
háskólann sinn. Það er gert á ís-
landi. það heitir að narrast að há-
skólanum sínum að draga svo úr
fjárveitingum til hans að þar fari
nánast enginn viti borin starfsemi
fram — rannsóknir né nýsköpun —
þrátt fyrir ótrúlega elju og lang-
lundargeð háskólamanna. Er ein-
hver sem trúir því, að framtíð okk-
ar íslendingar felist eingöngu í físk-
veiðum?
Meðan eitt gamalmenni grætur
sig í svefn í einsemd og sulti —
emm við ekki íslendingar. En það
gerist.
Meðan eitt ungmenni hírist næt-
urlangt í hitaveitustokk — af því
að það á engan að — erum við
ekki íslendingar. En það gerist.
Meðan fjöldamorðingjar fá á sig
smávægilega dóma fyrir að reyna
að byrla æsku þessa lands eiturlyf
— erum við ekki íslendingar. En
það gerist.
Stjómvöld í þessu landi hafa með
skipulegum hætti reynt að sundra
fjölskyldum, stuðla að hjónaskilnuð-
um og betja niður ást og um-
hyggju. Ást er mörgum sætum neð-
ar á málefnalista allra stjómmála-
flokka en fískveiðar. Stórfelldir
gallar í skatta- og tryggingalöggjöf
bjóða heim gríðarlegri mismunum
sem bitnar á fjölskyldulífi.
Að ganga til samstarfs
með fullri reisn
Það er við þessar aðstæður, sem
ég óttast mjög að íslendingar eigi
ekkert erindi í nánara samneyti við
tugmilljónaþjóðir, sem munu ekki
einu sinni taka eftir því, að íslend-
ingar hætta að verða til. Það er við
þessar aðstæður og við það hugar-
far sem ríkir hjá stjómvöldum, að
það eigi fyrir okkar ungu kynslóð
og komandi kynslóðum að liggja
að verða viðhaldskynslóðir, spaslar-
ar og kíttarar á hijóstrugu láglaun-
asvæði, sem hefur verið skipulega
rúið öllum náttúmauðlindum og til-
gangi.
Og þá er spurt: Hveijir em að
gefast upp?
Það skyldi þó aldrei vera sú kyn-
slóð, sem dró sér mest fé, sem vitað
er um í gjörvallri sögu þjóðarinnar
og þó víðar væri leitað? Það skyldi
þó ekki vera fólkið, sem stal lífeyris-
sjóðakerfínu, endurgreiddi aldrei
námslánin sín, heldur byggði fyrir
þau íbúðir sem það flutti inn í um
leið og það lauk prófi, fólkið sem
tók öll þau erlendu lán, sem við hin
erum að súpa seyðið af og munum
gera um ókomna tíð, fólkið sem
byggði seðlabankahús, en hefur enn
ekki druslast til að ljúka við Þjóðar-
bókhlöðu, byggði ráðhús og Perlur,
eins og ekkert hefði í skorist, ekur
í dag um á Cherokee-jeppum og
heitir fjárfestar. Fólkið, sem núna
hótar að fara með peningana úr
landi, ef menn voga sér að ræða
hugmyndir um skattlagningu fjár-
RAFGEYMAMARKAÐUR
SÓLARRAFHLÖDUMARKAÐUR
HLEÐSLUTÆKJAMARKAÐUR
Aðeins í dag laugardag kl. 10 -16.
Bödshöfða 12
Helgi Pétursson
„Það er ekki nóg að
vera íslendingnr og
tala íslensku, menn
verða að geta sagt eitt-
hvað af viti á íslensku.
Engin fjárfesting skilar
sér betur en menntun
og ekkert eitt atriði
mun skila okkur lengra
fram á veginn en
menntunin. Þar bíða
tækifærin.“
magnstekna. Það er nýtt — því hér
áður fyrr sögðu mennalltaf: „Þetta
verður kyrrt í kerfínu!" Og hveijir
skyldu hafa samþykkt lög, sem
heimiluðu mönnum að fara með
peninga úr landi?
Það er við þessar aðstæður, sem
aftur kemur upp í hugann skilgrein-
ing Páls Skúlasonar um að stjórn-
völd hafí lengi att fólki saman, það
gildi fyrst og fremst að skara eld
að sinni köku, það sé allt að fara
til andskotans hvort sem er.
Stórkostleg framtíð íslendinga
Það er ekki rétt. Okkar bíða stór-
kostleg tækifæri. Stórkostleg verk-
efni. Og það verkefni stærst að
fullvissa unga fólkið í landinu að
það sé hægt — og gott — og ein-
stakt tækifæri í þessum heimi að
fá að vera íslendingur.
Það er okkar að skilgreina til-
ganginn, hlutverkið; af hveiju búum
við á íslandi? Því hef ég svarað hér
að framan, en það er þessi ótrúlegi
fautaskapur sem fólki hefur verið
sýndur, bæði með stefnu núverandi
ríkisstjórnar og í mörgu, sem gert
hefur verið áður, sem dregur úr
fólki allan mátt. Siðferði íslendinga
hefur hrakað ótrúlega og mest fyr-
ir tilstilli stjómvalda.
Við eigum að snúa við þessari
þróun áður en það verður um sein-
an. Og það gerum við ekki eftir að
við göngum til nánara samstarfs
við tugmilljónaþjóðir, sem myndu
ekki einu sinni taka eftir því að við
hættum að vera til.
Hvar byijum við?
Brýnasta verkefni þessarar þjóð-
ar er að koma í veg fyrir misrétti
hvers konar, sem hefur vaðið uppi
í marga áratugi, en er núna fyrst
að valda því, að þjóðin er að skipt-
ast í einingar og þó jafnvel kannski
í tvo flokka: Þá sem eiga og þá sem
ekki eiga neitt. Og munu aldrei
eignast neitt.
Hvemig á ég að útskýra fyrir
fjórum ungum börnum mínum að
til séu eins konar löggiltir glæpa-
flokkar, sem láta taka myndir af
sér þegar þeir eru að færa til níu
hundmð milljónir á meðan það er
ekki til málning til að mála kennslu-
stofurnar í skóla þeirra, sem enn
er ekki búið að ljúka við, þijátíu
árum eftir að bygging hans hófst.
Tímasprengjan tifar
Með einfaldri breytingu á skatta-
lögum er hægt að uppræta skatt-
svik og eignaundandrátt þúsunda
manna hér á landi, sem myndi skila
í fyrsta lagi réttlátri eignamyndun