Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 Morgunblaðið/KGA Væntanlegir leiðsögumenn um Arbæjarsafn hafa undanfarið verið á safnanámskeiði. Sumarstarf Arbæj- arsafns að hefjast SUMARSTARFIÐ byrjar formlega í Árbæjarsafni næstkomandi sunnu- dag kl. 14.00 með ávarpi Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra. Þennan sama dag hefst sýningin „Það var svo geggjað ...“ þessi sýning er um árin 1968-72. Safnið áformar einnig að veita safngestum innsýn í eldri fortíð, t.d. er forníþróttahátíð á dagskránni 28. júní næskomandi. Sýningin „Það var svo geggjað ...“ Qallar um árin 1968-72. Auk þess að kynna þetta tímabil í máli og myndum verða sett á svið heim- ili, hippaherbergi, skemmtistaður og verslunargata sem sýna tísku tímb- ilsins. Að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur borgarminjavarðar mun ungt fólk spila tónlist þessa tíma safngest- um til eymayndis, gömlum hippum til upprifjunar og bömum þeirra til fróðleiks. Margrét taldi það ekki út- lokað að veita safngestum tækifæri til að riíja upp gömul gítargrip. 28. júní verður fomíþróttahátíð. Meðal íþróttagreina verður hrá- skinnsleikur, þ.e. að togast verður um skinn. Einnig verður boðið upp á það að lyfta aflraunasteinum og Margrét borgarminjavörður tjáði Morgunblaðsmanni að hin þjóðlega og sígilda íslenska glíma yrði ekki vanrækt. Munu félagar í glímufélag- inu Ármanni annast kynningu á íþrótt þessari. En lífið var ekki bara leikur einn og ftjálsræði fyrr á tíð. Á sunnudag- inn hefst einnig skólaminjasýning. Sett verður upp aldamótaskólastofa í risi Prófessorbústaðarins sem upp- haflega stóð á Kleppi. Munimir á þeirri sýningu koma meðal annars frá Miðbæjarbamaskólanum, Kvenn- askólanum o.fl. Fastir starfsmenn Árbæjarsafns em 15 en um sumartímann fjölgar þeim í u.þ.b. 50, þar af em 6-7 fom- leifafræðingar við uppgröft í Viðey. Undanfarið hafa væntalegir leiðsög- umenn um safnið verið á námskeiði, 24-25 að tölu. Nú er sú nýbreytni gerð að 6-7 eldri borgarar verða í þeim hópi. Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður sagði Morgun- blaðsmanni að þessi liðsauki þekkti mörg gömlu handverkin og gæti miðlað safngestum af persónulegri reynslu sinni. Árbæjarsafn verður opið alla daga kl. 10-18 í júní, júlí og ágúst. í sept- ember verður safnið opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Umhverfisráðuneytið: Skýrsla um umhverfi og þróun er komin út SKYRSLAN Island, umhverfi og þróun er komin út á vegum um- hverfisráðuneytisins vegna heims- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro 3.-14. júní næstkomandi. Eiður Guðnason, umhverfisráð- herra, segir að skýrslan marki tímamót að þvi leyti að hún sé fyrsta heildstæða yfirlitið um stöðu og þróun umhverfismála á íslandi. Hann segir að stofnuð hafi verið nefnd um alisheijar stefnu í umhverfismáium og fyrsti fundur hennar verði á föstudag. leiðslu á landi og vaxandi mengun. Magnús sagði að til tals hefði komið að efna til ráðstefnu að 3 árum liðnum þar sem farið væri yfir hvað áunnist hefði með ráðstefnuninni í Ríó en í máli Jóns Gunnars Ottósson- ar, deildarstjóra, kom fram að sett hefði verið fram hugmynd um að skipa fastanefnd Sameinuðu þjóð- anna til að fylgja eftir markmiðum ráðstefnunnar. Skýrsla ráðuneytis umhverfismála verður fáanleg í flestum bókaversl- unum landsins. Hún kemur samtímis út á íslensku og ensku. Listahátíð í Reykjavík: m Ræðupúlt á Lækjartorgi o g harmonikkutónar LISTAHÁTÍÐ í Reylqavík verð- ur sett á Lækjartorgi í dag, laugardag ki. 13 með ávarpi Ólafs G. Einarssonar mennta- málaráðherra. Margar uppá- komur verða í miðbænum þenn- an dag, meðal annars ræðupúlt sem öllum er fijálst að nota. Tónleikar verða í Þjóðleikhús- inu og Háskólabíói. Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur leika á ýmsum stöð- um í miðbænum, s.s. Iðnó, Ráð- húsið, Austurvöll, Hressó, Gimli, Kolaport og á homi Bankastrætis og Skólavörðurstígs. Að loknu ávarpi menntamála- ráðherra syngur kór Kársnesskóla undir stjóm Þómnnar Bjömsdótt- ur og síðan flytur Helga Hjörvar formaður framkvæmdastjómar Listahátíðar 1992 ávarp. Á Lækj- artorgi verður stiginn dans af nemendum í dansskólum borgar- innar og Hátíðarharmonikkuhóp- urinn leikur. Áhugasömum verður boðið að gróðursetja sumarblóm í brekkunni framan við Menntaskól- ann í Reykjavík og ræðupúlt á Lækjartorgi verður opið hveijum þeim er vill láta til sín heyra. Klúbbur Listahátíðar, Hressó, leggur einnig fram lið sitt. Blásarakvintettinn Stallah hú leik- ur fyrir utan Hressó, Niels Stamm- er fjöllistamaður og götumálarar verða í Austurstræti og á torginu. í Þjóðleikhúsinu verður frum- flútt nýtt tónverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Rhodymenia Pal- mata við samnefnt kvæði Halldórs Laxness. í Háskólabíói syngur sænski tenórsöngvarinn Gösta Winbergh með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Mats Lilje- fors. Tónleikamir hefjast kl. 17. Dagskrá Listahátíð- ar í dag Lælqartorg kl. 13: Opnun Listahátíðar. Avarp menntamála- ráðherra, harmonikkutónlist og dans. Þjóðleikhús kl. 14: Rhody- menia Palmata, frumflutningur á ópem í tíu þáttum eftir Hjálmar H. Ragnarsson við texta Hall- dórs Laxness. Háskólabíó kl. 17: Gösta Win- bergh syngur þekktar ópemaríur. Sinfóníuhljómsveit íslands leik- ur undir stjórn Mats Liljefors. Listasafn íslands: 2000 ára litadýrð. Mósaíkverk lánuð af Þjóðminjasafni Jórdaníu og bún- ingar og skart úr einkasafni frú Widad Kawar. Gösta Winbergh. OPNUNARTÓNLEIKAR Listahátíðar í Reykjavík 1992 verða í Háskólabíó í dag, laug- ardag kl. 17. Þar syngur sænski tenórsöngvarinn Gösta Winbergh ásamt Sinfón- íuhljómsveit íslands undir stjórn Mats Liljefors þekktar aríur úr vinsælum óperum eft- ir Mozart, Puccini, Rossini, Verdi og Wagner. Liljefors hældi Sinfóníuhljómsveitinni á hvert reipi í samtali við Morgunblaðið. Winbergh er einn þekktasti óperasöngvari Svíþjóðar um þessar mundir og hefur verið nefndur arftaki sænsku stór- söngvaranna Jussa Björling og Nicolai Gedda. Hann hefur sung- ið í helstu ópemhúsum heimsins sl. fimmtán ár, m.a. undir stjóm Herberts von Karajans og Ricc- ardo Muti. Hann er afar eftirsótt- ur söngvari og er bókaður fjögur ár fram í tímann. „Það er aðeins til einn Björling og slík rödd mun aldrei heyrast á ný. Ég vil ekki láta bera mig saman við slíka söngvara," sagði Gösta Winbergh í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að hann væri væri spenntur fyrir því að syngja á tónleikum hér á landi, en hann hefur ekki áður komið til íslands. Mats Liljefors. Winbergh hefur meðal annars starfað með hljómsveitarstjóran- um Herbert von Karajan. „Ég vann með honum frá 1984 til þess dags er hann dó 1988, bæði í Berlín og á páska- og sumarhá- tíðunum í Salzburg. Það var alls ekki erfitt að lynda við hann. Hann var afar viðfelldinn maður og auk þess stórkostlegur stjóm- andi. Það var mikil reynsla að vinna með honum,“ sagði Win- bergh. Hann hefur einnig unnið með öðram heimsfrægum stjóm- anda, Riccardo Muti í Scala-óper- unni í Mflanó. „Á vissan hátt vora þeir líkir, því þeir vora báð- ir haldnir mikilli fullkomnunar- þörf. Manngerðin er einnig svip- uð; báðir mjög áberandi og ráð- ríkir menn,“ sagði Winbergh. Mats Liljefors hefur komið fram sem gestastjórnandi við all- ar helstu hljómsveitir í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann stjóm- aði Sinfóníuhljómsveitinni á æf- ingum sl. þriðjudag og í gær og hreifst mjög af leik hennar. „Það ríkir afar góður andi innan sveit- arinnar og hún er skipuð mjög góðum tónlistarmönnum. Hérna býðst mér gott tækifæri til að starfa með hinni ágætu hljóm- sveit ykkar íslendinga og til að halda enn eina tónleika með Gösta, sem ég hef unnið mikið með síðustu ár,“ sagði Liljefors. Gösta Winbergh syngur aríur í Háskólabíói Skýrslan skiptist í þrennt. í fyrsta hluta er fjallað um hag- og þjóð- félagsþróun hér á landi með tilliti til auðlindabúskapar og umhverfis- spjalla. Annar hlutinn lýsir ástandi umhverfis á íslandi og sá þriðji fjall- ar um skipulag, löggjöf og fram- kvæmd umhverfísmála hér á landi. Ennfremur er sagt frá þátttöku í alþjóðlegu starfi á sviði umhverfis- vemdar. Eiður sagði að brýn þörf væri fyrir skýrsluna því sífellt væri leitað eftir upplýsingum um um- hverfismál. Hann kvaðst viss um að hún yrði töluvert notuð í skólakerfinu enda væri hún vel uppsett. Meðal þess sem íslendingar hafa lagt áherslu í undirbúningi Ríó-ráð- stefnunnar er að samkomulag náist um sjálfbæra nýtingu auðlinda jarð- arinnar til fæðuöflunar fyrir mann- kynið. Magnús Jóhannesson, aðstoð- armaður ráðherra, sagði að þessari hugmynd hefði aukist fylgi. Ekki síst vegna þess að menn hefðu komist að því að ef þessi leið yrði ekki farin ykjusf líkur á'áúkTtínfmátvaeláTfam- Fasteignaskrá ríkisins: Ríkið á 959jarðir og 561 einbýlishús Fasteignamat veiðihlunninda ríkisjarða 218 milljónir og jarðhita 173 milljónir kr. RÍKIÐ er stærsti eigandi fasteigna hér á landi, samkvæmt fasteigna- skrá ríkisins 1991 sem fjármálaráðuneytið hefur gefið út. Meðal eigna ríkisins eru 959 jarðir og landspildur. Húsa- og byggingalóðir í þétt- býli og byggðahverfum, sem teljst í eigu ríkissjóðs, eru 937, flestar á Egilsstöðum, en þar á ríkið um 330 lóðir. Einbýlishús að fullu eða að hluta til í eigu ríkissjóðs eru 561, svo nokkur dæmi séu tekin. Fasteigna- mat veiðiréttar ríkisjarða er 218 milljónir og jarðhita 173 milljónir kr. Fasteignaskráin er byggð á mat- Samkvæmt skránni á ríkið eignir skerfi Fasteignamats ríkisins og mið- í 192 sveitarfélögum af 199. Fjöldi ast 'við árslok 1991. í skránni era jarða og landspilda er 959. Ræktað alls um 7.000 matseiningar: Atvinnu- húsnæði, íbúðarhús, lönd, þar með taldar kirkjueignir, lóðir, útihús, hlunnindi o.fl. Þar sem ríkið á að hluta eignir með sveitarfélögum, t.d. skólamannvirki og heilsugæslustöðv- ár, er eignárhluíi ríkis tflgreindúr. land í ríkiseign er um 8.400 hektar- ar. Húsa- og byggingalóðir í þétt- býli og byggðahverfum, sem teljst í eigu ríkissjóðs, eru 937, flestar á Egilsstöðum, en þar á ríkið um 330 lóðir. Auk lóða í þéttbýli á ríkið veru- legan fjölda lóða í dreifbýli sem margar era leigðar undir sumarbú- staði. Má þar m.a. nefna Heiðarbæ í Þingvallahreppi. ' Einbýlishús að fullu eða að hluta til í eigu ríkissjóðs era 561. Meðal- stærð þeirra eru tæpir 170 mz Ann- ars vegar er um að ræða hús á ríkis- jörðum sem eru í almennri útleigu, hins vegar húsnæði sem ríkið á og leggur ýmsum starfsmönnum sínum til. íbúðir eru 228. Þannig er s:s. prestum, læknum, skólastjóram, sýslumönnum og skattstjóram lagt til húsnæði utan helstu þéttbýlisstaða ef þeir kjósa svo. Einnig þekkist að skólar [ dreifbýli útvegi kennuram íbúðir. í flestum símstöðvum utan höfuðborgarsvæðisins hefur sím- stöðvarstjóri íbúð. Húsaleiga miðast þá við hlutfall branabótamats sam- kvæmt gildandi reglugerð. Endur- skoðun þessa fyrirkomulags stendur yfir, segir í fréttatilkynningu ráðu- neytisins. Ýmis hlunnindi fylgja ríkisjörðum. Samkvæmt ábúendalög- um hefur leigutaki allar tekjur sem af jörðinni era. Fasteignamat veiði- réttar er um 218 m.kr. Það jafngild- ir um 22 m.kr. í áætlaðar árlegar tekjur af veiði. Fasteignamat hlunn- inda af æðarvarpi, fugla- og eggja- tekjum era tæpar 13 m.kr. Hlunn- indi vegna jarðhita era einnig víða, samtals metin á um 173 m.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.