Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
fltargtiiitybifelfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgepsen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Borgin iðar af list
Listahátíð í Reykjavík verður
sett í dag, en að þessu sinni
stendur hún yfír í þrjár vikur,
30. maí til 19. júní. Höfuðborg-
in verður því iðandi af list á
næstunni og verður velflestum
listgreinum gerð skil af innlend-
um og erlendum listamönnum.
Listahátíð hefur verið haldin í
Reykjavík frá árinu 1970 á
tveggja ára fresti og hefur hún
áunnið sér fastan sess í þjóðlíf-
inu. Aðalhvatamaðurinn að há-
tíðinni var Vladimir Askenazy,
sem þá var búsettur hér á landi,
en ásamt honum hafa fjölmarg-
ir mætir menn átt þátt í því
fyrr og síðar að afla henni vin-
sælda og virðingar.
Höfuðmarkmið Listahátíðar
er að sjálfsögðu að glæða áhuga
almennings á listum og gefa
mönnum kost á að njóta þess
bezta, sem íslenzkir listamenn
hafa fram að færa, svo og að
fá erlenda listamenn til landsins
í sama skyni. Aðsókn að listahá-
tíð hefur alla tíð verið mjög góð
og því er óhætt að fullyrða, að
markmiðinu hafí verið náð.
Listahátíð hefur gefíð islenzk-
um listamönnum tækifæri til
sköpunar og túlkunar, sem ella
hefði ekki fengizt, og hún hefur
veitt tækifæri til að fá til lands-
ins marga beztu listamenn
heimsins, sem sumir hveijir
hefðu ekki komið að öðrum
kosti.
Frá upphafi var ætlunin að
Listahátíð færði listalíf um-
heimsins nær okkur, væri vett-
vangur þar sem almenningur
gæti kynnzt því sem áhugaverð-
ast væri og hæst bæri í samtíð-
armenningu erlendra þjóða.
Þessi þáttur Listahátíðar hefur
verið fyrirferðamikill alla tíð og
hefur verið ein helzta ástæðan
fyrir vinsældum hennar meðal
almennings. Það má líka með
sanni segja, að margir mestu
listamenn samtímans hafí sótt
Reykjavík heim vegna Listahá-
tíðar. Of langt væri að telja þá
alla upp, en þó er ekki úr vegi
að minnast á Daniel Barrenbo-
im, Jacqueline du Pré, Mstislav
Rostropovitsj, André Prévin,
Emil Gilels, Claudio Arrau, Elly
Ameling, Ingmar Bergman,
Doris Lessing og Dave Brubeck,
svo og fjölmarga leikflokka og
aðra hópa listamanna, t.d. San
Fransisco-ballettinn undir
stjóm Helga Tómassonar.
Margar stórmerkar sýningar
hafa verið haldnar á verkum
listamanna eins og t.d. Picass-
os, André Massons og nú að
þessu sinni, Joan Miro. Sumir
listamennimir hafa gefíð íslend-
ingum verk eftir sig og má þar
nefna landslagverkið Áfanga
eftir Richard Serra, stuðla-
bergssúlur, sem um ókomin ár
munu standa í Viðey. Hér hefur
að sjálfsögðu aðeins verið
minnzt á fáa þeirra erlendu
listamanna, sem auðgað hafa
listalíf þjóðarinnar frá fyrstu
dögum Listahátíðar.
Listahátíð 1992 er að ýmsu
leyti sérstæð miðað við fyrri
hátíðir og er það vegna þess,
að leiklistin skipar fyrirferðarm-
ikinn sess. í tengslum við hátíð-
ina nú er efnt til Norrænna leik-
húsdaga, en þeir em haldnir til
skiptis á Norðurlöndum. Alls
koma fímm norrænir leikhópar
til landsins, svo og fjöldi norr-
æns leikhúsfólks, sem situr
fundi og ráðstefnur um leikhús-
mál. Þessi norræna leiklistarhá-
tíð nýtur styrks frá Norræna
menningarsjóðnum og „Teater
og dans i Norden“. Þá ber tals-
vert á franskri menningu á
Listahátíð nú og er það vegna
samnings um gagnkvæm menn-
ingarsamskipti íslands og
Frakklands, sem undirritaður
var í kjölfar heimsóknar Mitter-
ands, forseta, til íslands árið
1990. Frakkar senda hingað víð-
frægan dansflokk,leiklistarhóp,
hljómsveit og loks kemur mynd-
listarmaðurinn Daniel Buren,
sem vinnur að útilistaverki í
samvinnu við Listasafn íslands
og Gallerí 11.
Margir þekktir erlendir Iista-
menn aðrir koma fram á Lista-
hátíð 1992 og má þar sérstak-
lega nefna píanósnillinginn og
öldunginn Shura Cherkassky,
flautuleikarann James Galway
og söngvarana Grace Bumbry
og Gösta Winbergh. Hlutur ís-
lenzkra listamanna er einnig
mikill og gegnir Sinfóníuhljóm-
sveit íslands þar miklu hlut-
verki, svo og Islenzka óperan,
sem sýnir Rigoletto. íslenzkt
leiklistarfólk kemur og mikið
við sögu og má nefna, að unnin
hefur verið leikgerð eftir Banda-
mannasögu af Sveini Einarssyni
og er-það framlag íslands til
Norrænna leiklistardaga.
Sú gagnrýni heyrðist oft,
einkum á fyrstu árum Listahá-
tíðar, að hlutur íslenzkra lista-
manna væri fyrir borð borinn.
Þessi gagnrýni hefur að mestu
þagnað, enda hefur Listahátíð
þróast til aukinnar þátttöku
landsmanna sjálfra, bæði skap-
andi og túlkandi listamanna.
Því ber að fagna.
ÍÍ----H
Bráðabirgðagreinargerð miðstjómar ASÍ um EES-samninginn;
Öllum vafaatriðum verði
svarað á fullnægjandi hátt
Miðstjórn ASÍ minnir á samþykkt Sambandsstjórnar ASÍ
um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
íslands leggur mikla áherslu á
það í bráðabirgðagreinargerð
um Evrópska efnahagssvæðið að
öllum vafaatriðum um samhengi
EES-samningsins og íslensku
stjórnarskrárinnar verði svarað
á fullnægjandi hátt áður en
samningurinn verður afgreidd-
ur. í greinargerðinni, sem sam-
þykkt var 26. maí síðastliðinn,
segir að EES-samningurinn sé
svo víðtækur og áhrif hans það
mikil á íslenskt þjóðlíf að ryðja
Eignarhaldsfélagið svarar Fjölmiðlun:
Verðmæti sjónvarps-
kerfis og taps kemur
á móti skuldunum
EIGNARHALDSFÉLAG Verslunarbankans hefur skrifað Fjölmiðlun
hf. vegna mats á verðmæti hlutabréfa Fjölmiðlunar hf. í íslenska
sjónvarpsfélaginu sem gert var að kröfu Fjölmiðlunar. f bréfinu
bendir Eignarhaldsfélagið á að misræmi í upplýsingum um stöðu
Sjónvarpsfélagsins stafi af ónákvæmum upplýsingum félagsins sjálfs
og að vanmetnar eignir komi þar á móti. Þá er á það bent að sam-
komulag hafi verið gert um að hinir nýju hluthafar féllu frá eftirmál-
um varðandi hlutafjáraukninguna og ítrekuð sú skoðun að málinu
sé ranglega beint gegn Eignarhaldsfélaginu.
Höskuldur Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins
sendi Jóhanni J. Olafssyni stjómar-
formanni Fjölmiðlunar svarbréf
vegna matsins í gær. Höskuldur
staðfesti það í gær. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins mót-
mælir Eignarhaldsfélagið sérstak-
lega upplýsingum um aðdraganda
þess að Fjölmiðlun fór fram á mat-
ið sem lögmaður Fjölmiðlunar
dreifði á blaðamannafundi á mánu-
dag þegar niðurstaða matsins var
kynnt. Telur Eignarhaldsfélagið að
þar sé farið rangt með staðreyndir
málsins.
Varðandi það 200 milljóna kr.
misræmi sem matsmennirnir telja
að hafí verið á upplýsingum sem
Verslunarbankinn veitti um eigin-
fjárstöðu Stöðvar 2 við hlutabréfa-
kaupin og raunverulegri niðurstöðu
bendir Eignarhaldsfélagið á að
þetta sé í samræmi við það sem
Fjölmiðlun hafí áður haldið fram.
Eignarhaldsfélagið hafi á móti bent
á að misræmið fælist aðallega í því
að í áætluninni hafi verið byggt á
upplýsingum frá Islenska myndver-
inu hf., dótturfyrirtæki Islenska
sjónvarpsfélagsins, um að ekki
þyrfti að gera ráð fyrir tapi á rekstri
þess á árinu 1989. Tapið hafi hins
vegar reynst verulegt og ekki hafí
legið fyrir að aðstöðugjald yrði lagt
á fyrir árið 1989. Ennfremur skýrð-
ist mismunurinn á breyttum reikn-
isskilaaðferðum og vantalinni skuld
KFUK:
Sumarstarf-
ið að hefjast
SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð
hefst sunnudaginn 31. maí næst-
komandi með guðsþjónustu í Hall-
grímskirkju í Vindáshlið sem hefst
kl. 14.30. Prestur verður séra Einar
Sigurbjörnsson. Að guðsþjónustu
lokinni verður kaffisala.
Sumarstarf KFUK hefur rekið sum-
arbúðir í Vindáshlíð í rúm 40 ár og á
ári hverju dvelja þar um 550 stúlkur.
Þar eru bæði bama- unglinga- og
kvennadagar í lok sumars. Á sunnu-
daginn eru allir hjartanlega velkomnir
í Vindáshlíð.
Stjórn Vindáshlíðar.
sem fram hafi komið sumarið 1990.
Telur Eignarhaldsfélagið að á móti
þessu misræmi komi að ekki hafi
allar eignir félaganna komið fram
í áætluninni, t.d. verðmæti sjón-
varpskerfis og yfirfæranlegs taps.
í bréfinu kemur fram, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að
Eignarhaldsfélagið telur að með
samkomulagi milli hluthafa 22.
mars 1990, að loknum umræðum
um þetta mál, hafi hluthafarnir
fallið frá frekari eftirmálum varð-
andi hlutafíáraukninguna.
Eignarhaldsfélagið vekur athygli
á því að kaupendur hluthafanna
hafi engár ávöxtunarkröfur gert við
kaupin en niðurstaða matsmann-
anna byggist á 15,35% ávöxtun-
arkröfu.
verði öllum vafaatriðum úr vegi
áður en hann verði tekinn til
afgreiðslu. Minnir miðstjórnin í
þessu sambandi á samþykkt Sam-
bandsstjórnar ASÍ frá síðastliðnu
hausti um að efna skuli til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um samninginn
áður en hann verður tekinn til
afgreiðslu á Alþingi.
I greinargerð miðstjórnarinnar
kemur fram að ASÍ hefur ekki tek-
ið endanlega afstöðu til EES-samn-
ingsins og að fjallað verði áfram
um þetta mál á vettvangi sam-
bandsins. Þá muni afstaða til samn-
ingsins einnig mótast af þeim að-
gerðum sem íslensk stjómvöld ætla
sér að framkvæma samhliða því að
samningurinn verður afgreiddur,
en í greinargerðinni er komið ítar-
lega inn á þær ábendingar og kröf-
ur sem miðstjórn ASÍ gerir til
stjórnvalda og annarra í því sam-
bandi.
Meðal þeirra aðgerða sem mið-
stjórn ASÍ telur að nauðsynlegar
séu í tengslum við EES-samninginn
er að íslensk stjómvöld hviki ekki
frá núgildandi skilningi varðandi
félagafrelsi hér á landi, og að inn-
lend löggjöf sem tryggir að laun
og vinnuskilyrði sem almennt tíðk-
ast hér álandi gildi einnig fyrir út-
lendinga og erlend fyrirtæki. Þá
vill miðstjórnin að eftirlit með flutn-
ingi útlendinga til og frá landinu
verði stóreflt, og sömuleiðis eftirlit
með þátttöku útlendinga á vinnu-
markaði þannig að unnt verði að
grípa til aðgerða ef í óefni stefnir.
Einnig verði að tryggja eftirlit með
kjörum erlends starfsfólks, og verði
verkalýðshreyfíngin að fá aðgang
að upplýsingum um þessi mál og
möguleika til aðgerða ef hún telur
þróunina vera varasáma. Miðstjórn-
in telur að stjórnvöld verði að beita
viðurlögum gagnvart þeim sem
gerast brotlegir gegn samningnum,
og jafnframt að verkalýðshreyfing-
in fái aðstöðu til að hafa áhrif á
framkvæmd samningsins og þróun.
Morgunblaðið/KGA
Starfsmannaráð Landspítalans á fundi í gær: Egill Jóhannsson, formaður, Gyða Baldursdóttir, Þórey
Eiriksdóttir, Gunnar Jón Hilmarsson og Hanna S. Ásvaldsdóttir. Á myndina vantar þau Helgu Hjálm-
arsdóttur og Guðmund Vikar Einarsson.
Starfsmannaráð Landspítalans:
Oánægja með niðurskiirð
o g almennan aðbúnað
Á FUNDI starfsmannaráðs Landspítalans í gær kom fram, að með-
al starfsmanna værí megn óánægja með niðurskurð á spítalanum
og allar aðstæður starfsfólks. Starfsmenn hefðu miklar áhyggjur
af auknu vinnuálagi vegna takmarkana á ráðningum í afleysinga-
störf og teldu að til stórfelldra vandræða horfi í sumar vegna lok-
ana á deildum. Þá kom fram að ýmsir starfsmenn væru farnir að
huga að því að segja upp, þrátt fyrir erfitt ástand á vinnumarkaðn-
um. Helst væru það sérfræðingar, sem væru að athuga atvinnumögu-
leika erlendis.
Á fundi starfsmannaráðsins kom
fram, að fyrir fáum árum hefði flat-
ur niðurskurður verið fyrirskipaður
í heilbrigðiskerfinu. Starfsmenn
spítalans hefðu lagt sig fram við
að fylgja honum eftir og mjög hefði
verið þrengt að allri starfsemi. Nú
væri á ný fyrirskipaður samdráttur
á ýmsum sviðum en slíkar aðgerðir
væru miklum vandkvæðum bundn-
ar. Sem dæmi mætti nefna, að ný
tækni væri dýr og þá vaknaði sú
spurning, hvort starfsmenn ættu
að fresta því að tileinka sér hana,
þótt þeir vissu, að hún gæti hjálpað
einhveijum, sem ella væri ekki
hægt að hjálpa. Þannig væru
starfsmenn settir í óþolandi að-
stöðu.
Lokun öldrunardeildar Landspít-
alans bar á góma. Starfsmannaráð-
ið lýsti furðu sinni á því það gerð-
ist á sama tíma og verið væri að
breyta öldrunardeild Borgarspítal-
ans í lyflækningadeild. Oldrunar-
lækningadeild Landspítalans í
Hátúni væri rekin í óhentugu leigu-
húsnæði og leigusamningurinn
væri að renna út og skynsamlegast
væri að huga að byggingu nýrrar
öldrunarlækningardeildar á Vífils-
stöðum.
Fram kom, að lokanir á deildum
hefðu aldrei verið meiri en nú yfír
sumartímann. Af þeim sökum væru
mikil vandræði fyrirsjáanleg, meðal
annars vegna þess, að Landspítal-
inn væri skyldur til að taka við
sjúklingum utan af landi. Miklar
lokanir væru á sjúkrahúsum á
landsbyggðinni, til dæmis á
fæðingardeildum og skurðstofum,
og sjúklingum þar væri vísað á
Landspítalann, án þess að þar væru
nokkrar aðstæður til að taka við
þeim. Þá mætti einnig búast við
auknu álagi á starfsfólk vegna að-
halds í yfirvinnu og takmörkun
nýráðninga og afleysingaráðninga.
Búast mætti við að niðurskurður í
yfirvinnu kæmi verst niður á lægst
launaða fólkinu vegna þess að sam-
ið væri um fasta yfirvinnu við
ýmsar betur settar stéttir.
Einnig kom fram að meðal
starfsmanna væri megn óánægja
vegna viðhalds húsa og tækja og
almennrar aðstöðu á spítalanum.
Aðbúnaður starfsfólks væri víða
slæmur og plássleysi mikið.
Landsspítalinn væri aðalkennslusp-
ítali landsins, en þar væri samt sem
áður illa búið að stúdentum. Litið
rými væri til kennslu, tækjabúnað-
ur af skornum skammti og segja
mætti að stúdentar og kennarar
þeirra hefðu hvergi aðstöðu nema
á göngunum.
í tengslum við aðstæður starfs-
fólks mætti einnig nefna, að sífelld-
ar breytingar á áformum um starf-
semi kæmu sér illa. Þannig væri
til dæmis ákveðið nú að opna aftur
deildir, sem áður hafði verið stefnt
að að loka og það hefði þau áhrif,
að starfsmenn þyrftu að breyta
sumarfríum sinum. Einnig hefðu
breytingar varðandi flutning bráða-
vakta frá Landakotsspítala valdið
vonbrigðum. Heilbrigðisráðherra
hefði lofað formanni stjórnarnefnd-
ar Ríkisspítalanna því að helmingur
bráðavakta Landakotsspítala flytt-
ist til Landspítalans en nú væri ljóst
að þær færðust allar til Borgarspít-
alans. Landspítalinn hefði því nú
um 35% bráðavakta í borginni en
Borgarspítalinn um 65%. Þetta
væri slæmt fyrir Landspítalann,
enda hefðu fleiri bráðavaktir styrkt
stöðu hans sem bráðamóttöku-
sjúkrahúss. Það væri mikilvægt
fyrir sjúkrahús að taka stöðugt við
bráðainnlögnum til þess að efla þar
kennslu, rannsóknir og þróunar-
starf.
Að lokum kom fram, að starfs-
menn væru ósáttir við hugmyndir
um lokun barnaheimila starfsfólks.
Þegar væri búið að leggja eitt nið-
ur og talað væri um að loka öðru,
á sama tíma og Borgarspítalinn
notaði bamaheimili til að ná sér í
nýja starfsmenn. Einnig mætti
benda á til dæmis um aðstöðu 3.000
starfsmanna Landspítalans, að þeir
hefðu aðgang að einum sumarbú-
stað fyrir kr. 12.500 á viku á með-
an til dæmis starfsmenn annarrar
ríkisstofnunar, Landsbankans,
hefðu aðgang að heilu sumarbú-
staðahverfi fyrir kr. 2.500 á viku.
Þetta þætti mönnum sýna vel hver
væri munurinn á aðstöðu þeirra
sem annars vegar ynnu við að-
hlynningu sjúkra og þeirra hins
vegar, sem störfuðu að því að
geyma og ávaxta peninga.
Aldrei fleiri
hjólum stolið
en á sumrin
MEÐ hækkandi sól fara hjólreiða-
menn á stjá en þeir ættu að gæta
vel að hjólum sinum því aldrei er
fleiri reiðhjólum stolið en á sumrin.
Þannig var júlí til að mynda met-
mánuður hvað varðaði reiðhjóla-
þjófnaði í fyrra. Þann mánuð var
tilkynnt um 64 þjófnaði en samtals
var 450 reiðhjólum stolið allt áríð.
Besta leiðin til að tryggja að hjóli
verði ekki stolið er að nota viður-
kenndan reiðhjólalás en auk hans
mælir lögreglan með keðju- eða vír-
lás. Aukalásinn skal notaður til að
læsa hjólinu við fastan hlut, t.d. hjóla-
grind, ljósastaur eða eitthvað álíka.
Ennfremur skal forðast að skilja hjól-
ið eftir á almannafæri og sérstaklega
að næturlagi.
Reiðhjólaskoðun fer fram einu sinni
á ári og til þess að fá viðurkenningu
lögreglu þurfa auk láss að vera á hjól-
inu hemlar, bjalla, glitauga að aftan,
fram- og afturljósker og glitauga á
fótstigum. Á mánudag verða reiðhjól-
askoðanir við Hlíðarskóla, Austurbæj-
arskóla og Grandaskóla kí. 10.00—11:
30 og við Melaskóla, Vesturbæjar-
skóla og Hvassaleitiskóla kl 13.30—
15.00.
------» ♦ »
Frágangur í
fjölskyldu-
garði fyrir
18 milljónir
BORGARRÁÐ hefur samþykkt,
að taka 18.243.885 milljón króna
tilboði lægstbjóðanda Garðaprýði
hf., í yfirborðsfrágang í fjöl-
skyldugarði í Laugardal. Tilboðið
er 70,02% af kostnaðaráætlun.
Sex tilboð bárust í verkið og átti
Jón Stefánsson næst lægst boð tæp-
ar 20 millj. eða 76,75% af kostnað-
aráætlun. Garðaval hf., bauð rúmar
23.7 millj. eða 91,26% af kostnaðará-
ætlun, BJ verktakar hf., buðu rúmar
25.7 millj. eða 98,94% af kostnaðará-
ætlun, Hagvirki-Klettur, bauð rúmar
25.8 millj. eða 99,38% af kostnaðará-
ætlun og G. Valgeirsson hf., bauð
31,5 millj. éða 120,92% af kostnað-
aráætlun.
Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ um hugmyndir um
úttekt ríkissjóðs úr Fiskveiðasjóði:
Öll lán sjóðsins í út-
löndum fara í uppnám
Hræðsluáróður, segir Hreinn Loftsson formaður einkavæðingamefndar
KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs-
manna og sljórnarmaður í Fiskveiðasjóði segir að ef hlutafé sjóðsins
í íslandsbanka verði selt og andvirðið látið renna í ríkissjóð, væri
verið að rýra eigið fé sjóðsins það mikið að öll lán, sem sjóðurinn
hefur tekið í útlöndum, fari í uppnám, en þau bera ekki ríkis-
ábyrgð. Einkavæðingarnefnd ríkissljórnarinnar hefur sett fram
hugmynd um sölu hlutabréfa sjóðsins í íslandsbanka og segir Hreinn
Loftsson formaður nefndarinnar að þessi málflutningur Kristjáns
sé hræðsluáróður og úttekt ríkisins á fé Fiskveiðasjóðs muni þvert
á móti undirstrika að sjóðurinn sé í eigu ríkisins og því styrkja stöðu
hans á erlendum fjármagnsmörkuðum.
,Við erum mjög hlynntir einka-
væðingu og teljum það af hinu
góða, að fólkið í landinu fái sjálft
tilfínningu fyrir atvinnurekstrinum.
En þetta mál snýst ekki um það.
Það snýst um að ríkissjóður er að
ágirnast eigið fé Fiskveiðasjóðs.
Hlutafé Fiskveiðasjóðs er hluti af
eigin fé sjóðsins og kemur einka-
væðingu ekkert við. Fiskveiðasjóð-
ur hefur rætt um að selja hlutabréf-
in í íslandsbanka þegar markaðsað-
stæður verða hagstæðar en hingað
til hefur þetta fjármagn ávaxtast
betur en útlánsfé og er þess vegna
mjög góð eign fyrir sjóðinn," sagði
Kristján Ragnarsson við Morgun-
blaðið.
Hann benti á að Fiskveiðasjóður
hefði ekki ríkisábyrgð á lántökum,
hvorki innlendum né erlendum, og
byggði traust sitt gagnvart erlend-
um lánveitendum á eiginfjárstöðu
sinni. „Verði eiginfjárstaða Fisk-
veiðasjóðs rýrð um 4-500 milljónir
fara öll lán sjóðsins í uppnám, því
þá sjá erlendu lánveitendurnir að
þessi sjóður er ekki traustsins verð-
ur og ekki hægt að treysta á að
ríkissjóðir gangi ekki í hann eftir
sínum þörfum. Þess vegna höfnum
við því að það komi til álita að eig-
ið fé sjóðsins verði rýrt með þessum
hætti,“ sagði Kristján.
Hreinn Loftsson sagði við Morg-
unblaðið, að eiginíjárstaða Fisk-
veiðasjóðs væri mjög sterk, eða 4
milljarðar króna. Hlutabréf sjóðsins
í íslandsbanka væru að nafnvirði
276 milljónir, 4-500 milljónir að
markaðsverði. Þessi sterka eigin-
fjárstaða hafí byggst upp á grund-
velli greiðslna frá fyrirtækjum í
sjávarútvegi og framlögum ríkis-
sjóðs þegar vel áraði. „Nú árar illa
hjá ríkissjóði og því teljum við eðli-
legt að hann gangi í þessa eign
með þessum hætti,“ sagði Hreinn.
Hann sagði fráleitt að halda því
fram að þetta myndi skerða stöðu
sjóðsins í útlöndum. í fyrsta lagi
væri aðeins um að ræða lítinn hluta
eigin fjár sjóðsins. Og í öðru lagi
sé ekki ólíklegt að á erlendum
lánsfjármörkuðum sé litið svo á að
í rauninni sé ríkisábyrgð á lántök-
um sjóðsins. Úttekt ríkissins myndi
staðfesta að ríkið ætti sjóðinn og
því gæti það ekki virkað illa á er-
lendum lánsfíármarkaði. Hreinn
sagðist því líta á málflutning Krist-
jáns Ragnarssonar sem hræðslu-
áróður.
Samkvæmt lögum er Fiskveiða-
sjóður sjálfstæð stofnun í eigu ríkis-
ins en Kristján Ragnarsson bendir
á að fyrirtæki í sjávarútvegi hafí
greitt framlög til sjóðsins og því
sé hann í raun í eigu sjávarútvegs-
ins. Hreinn Loftsson sagði hins
vegar ótvírætt að sjóðurinn væri í
ríkiseigu og vitnaði m.a. í greinar-
gerð Markúsar Sigurbjömssonar
prófessors frá september 1991 um
Iðnlánasjóð í því sambandi. Hreinn
sagði, að skýr lagaheimild þyrfti
að vera fyrir því að selja hlutabréf
sjóðsins í íslandsbanka og láta and-
virðið renna í ríkissjóð.
Hlutafjáraukning í
íslandsbanka
Hreinn Loftsson sagði að Fisk-
veiðasjóður hefði verið notaður á
sl. vetri til að kaupa 130 milljóna
króna hlutafjáraukningu í íslands-
banka. Þetta hlutafé hefði sjóðurinn
keypt og staðgreitt og síðan fram-
selt til LÍÚ. „Það ber því að skoða
yfírlýsingar Kristjáns Ragnarsson-
ar í ljósi þess, að það er á grund-
velli þessara eigna sem að hann
verður formaður bankaráðs ís-
landsbanka. Það er ekki hægt að
horfa fram hjá þessum persónulegu
hagsmunatengslum hans sjálfs,
þegar hann er að gefa út þessar
yfirlýsingar,“ sagði Hreinn.
Kristján Ragnarsson vísaði því á
bug, að hann væri að verja persónu-
lega hagsmuni og benti á að hann
hefði verið valinn sem fulltrúi Fisk-
veiðasjóðs í bankaráði íslandsbanka
löngu áður en LÍU hefði keypt
þennan hlut í bankanum. Um það
sagði hann, að Fiskveiðasjóður
hefði tekið þátt í hlutafjáraukningu
bankans í hlutfalli við hlutafjáreign
sína, en þar sem fyrir hefði legið
að sjóðurinn þyrfti lagaheimild til
að eiga þessi hlutabréf hefði LÍU
ákveðið að kaupa þetta hlutafé með
það fyrir augum að selja það aftur
til útvegsmanna. Hann sagði að
LÍU hefði keypt bréfin á stað-
greiðsluverði og að auki greitt Fisk-
veiðasjóði vexti.
Evrópusamband sparisjóða:
Utgáfa sameiginlegs
greiðslukorts undirbúin
Á STJÓRNARFUNDI Evrópusambands sparisjóða, sem haldinn var hér
á landi og lauk í gær, var lögð áhersla á mikilvægi þess að sparisjóðirn-
ir styrktu stöðu sína á sameiginlegum markaði Evrópubandalagsins
eftir næstu áramót. Meðal þess sem er á döfinni hjá Evrópusambandinu
er útgáfa sérstaks greiðslukorts sem viðskiptavinir sparisjóða innan
sambandsins geta notað í öllum útibúum hvar sem er í Evrópu. Áætlan-
ir miðast við að skrifað verði undir samkomulag þess efnis í júní nk.
Dr. Klaus Meyer Horn, fram-
kvæmdastjóri Evrópusambands spari-
sjóða, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að forsvarsmenn sparisjóða innan
Evrópu legðu mikla áherslu á að fmna
leiðir til þess að tryggja stöðu þeirra
í samkeppni við aðrar bankastofnanir
í Evrópu áður en sameiginlegum
markaður Evrópubandalagsins verður
að veruleika. Ein þeirra leiða væri
útgáfa sérstaks greiðslukorts sem
gerði viðskiptavinum sparisjóða innan
Evrópusambandsins kleift að eiga við-
skipti við útibú þeirra hvar sem er í
Evrópu. Mikið starf hefði verið unnið
við undirbúning þessa máls og stæðu
vonir til að samkomulag um það yrði
undirritað á næsta fundi sambandsins
í júní nk.
Innan 20 aðildarríkja Evrópusam-
bands sparisjóða eru starfandi 1.540
sparisjóðir og fjöldi útibúa er tæp
64.000. ísland hefur haft aðild að
sambandinu frá því í desember 1990.
Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Reykjavíkur, situr í stjórn
sambandsins fyrir hönd íslenskra
sparisjóða og Sigurður Hafstein,
framkvæmdastjóri Sambands spari-
sjóða er þar varamaður.
Að sögn Baldvins felur hugmyndin
um sameiginlegt greiðslukort í gróf-
um dráttum í sér að viðskiptavinir
sparisjóða innan sambandsins geti
m.a., hvar sem er í Evrópu, tekið út
peninga og millifært fjárhæðir á milli
sparisjóða.
Á stjórnarfundinum var einnig
rætt um áframhaldandi aðstoð við
sparisjóði í löndum Austur-Evrópu.
Aðstoðin felst í fjárhagslegum styrk,
þjálfun starfsfólks og tæknilegri
endurnýjun. Þegar hefur Póllandi,
Tékkoslóvakíu og Ungveijalandi verið
veitt aðild að Evrópusambandinu og
önnur lönd eru í gættinni að sögn
Baldvins.