Morgunblaðið - 30.05.1992, Page 38

Morgunblaðið - 30.05.1992, Page 38
38_________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992_ Orlofsdvöl hjá Sólarsetri eftir Valdimar ' Olafsson Orlof er nokkuð sem allir þekkja og flestir þrá. Orlof, hvíld og til- breyting frá amstri hversdagsleik- ans, í nýju umhverfi, með skemmti- legu fólki á fögrum og sólríkum stað. Landið okkar er „fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar“. Við elskum landið okkar, erum ánægð með að vera böm þess og íbúar, þurfum vissulega að ferðast um eigið land og kynnast sem best dásemdum þess, en útþrá er okkur einnig í blóð borin. Flest okkar erum vön að láta aðra um að skipuleggja orlofsdvalir okkar erlendis, vön að kaupa okkur svokallaða pakka og fara í hópferð til fjölsóttra staða, þar sem gjaman er mannmergð og oft mikill hávaði. Mig langar til að benda ykkur, lesendur góðir, á annan ferðamögu- leika. Sólarsetur Já, hvað er þetta sólarsetur? Nafnið táknar að þar ríki sólin, í fleiri en einum skilningi. Setur sól- arinnar, þeirrar „sem elskar allt og allt með kossi vekur“. Við erum sólþyrstir íslendingar, enda veturinn langur á Fróni og sólin sést ekki langtímum saman. Um 50 íslendingar stofnuðu því hlutafélagið Sólarsetur fyrir rúm- lega þremur ámm, með það mark- mið að annast sölu á hlutabréfum í bresku orlofsfyrirtæki, Holiday Property Bond, HPB, með það fyrir augum að geta notið hagkvæmrar dvalar á úrvalsstöðum. Holiday Property Bond - Orlofshúsakeðjan HPB var stofn- uð árið 1981 og hóf skipulega starf- semi tveimur ámm síðar. Menn kaupa sér hlutdeildarbréf, þ.e. fjár- festa í fyrirtækinu. Lágmarksgjald til þátttöku er nú 2.000 sterlings- pund eða um 200 þúsund íslenskar krónur. Sólarsetur hefur samið við VISA ísland og íslandsbanka um bæði safngreiðslur og raðgreiðslur fyrir þá sem óska. Hluthafar Sólarseturs eiga þann- ig kost á að dvelja í eigin húsnæði. Isle of Man Assurance Ltd. gefur Út priofsbréfín, en Midland Bank Trust varðveitir orlofssjóð HPB. íslandsbanki tekur við greiðslum íslenskra hluthafa og sendir þær áfram til HPB. Orlofssjóður HPB fjárfestir um 60—70% eigna sinna í fasteignum, en 30—40% í verðbréfum. Eignir orlofssjóðsins eru endurmetnar tvisvar á ári og það mat ræður ein- ingaverði orlofssjóðsins. Vinsældir Holiday Property Bond hafa verið svo miklar og eignaaukn- ingin svo ör, að nú á fyrirtækið um 20 orlofsbúðir í fjölda landa, þ.e. Skotlandi,! -Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Spáni, Portúgal, Kýpur, Majorca, Tenerife og Flórída. Orlofspunktar Fyrir hvert sterlingspund sem kej^pt er fær hluthafinn einn orlofs- punkt. Orlofspunktarinir eru verð- tryggðir og hækka í samræmi við verðbólgu. Því meiri sem hlutafjár- eignin er, því lengur er hægt að dvelja og velja rýmra húsnæði. Um margs konar íbúðir og einbýlishús er að ræða og fyrsta flokks aðbún- að og aðstöðu, jafnt innan húss sem utan. Árlega er tilkynnt hvað vikudvöl kosti marga orlofspunkta á hverjum stað, miðað við íbúðarstærð. Dvöl að vetri til, eða haust og vor kostar víðast mun færri orlofspunkta en um annatíma sumarsins. Bónusdvöl Félagar í Sólarsetri eiga þess einnig kost að framlengja dvöl á hveijum stað um vikutíma, eða dvelja um viku á nýjum stað, án þess að skerða inneign orlofs- punkta, sé íbúðin laus 28 dögum áður en dvöldin hefst. Hversvegna ég valdi Sólarsetur Þegar ég fór að kynna mér mál- ið komst ég að þeirri niðurstöðu að hér væri um traust og blómstrandi fyrirtæki að ræða. Kaupi maður litla íbúð á sólar- strönd er maður bundinn við sama staðinn, þarf að greiða fasteigna- gjöld, sjá um eftirlit, viðhald o.fl., sem sé umstang og vissar áhyggj- ur. Hjá HPB get ég valið um 20 Valdimar Ólafsson „Þessar 2 vikur voru liðnar, með þakklátum huga kvöddum við sam- félagið í Constant og þetta skemmtilega hér- að. Sannarlega góð til- breyting frá hinum hefðbundnu sólarferð- um.“ mismunandi staði og alls staðar dvalið í eigin húsnæði og greiði enga leigu, engin árgjöld, aðeins fyrir hita, rafmagn og þjónustu. Þessu fylgir aðgangur að tóm- stundaiðkunum, sundlaugum, golf- og tennisvöllum og oftast heilsu- ræktarstöðvum innanhúss. Árlegir orlofspunktar eru vextir af hlutafénu sem ég greiddi í upp- hafi eða bætti við síðar, í eitt skipti fyrir öll. Noti menn ekki orlofspunktana eitt árið má geyma þá til næsta árs. Þá má líka velja þann kost að leggja vextina við höfuðstólinn í stað þess að nota orlofspunktana, vilji menn það fremur. Sem sé bæði fjölbreytni og sveigjanleiki. Vilji einhver hætta við og selja sinn hlut, sem mun vera fátítt, er það hægt eftir tveggja ára þátt- töku. Tilkostnaður við hverja orlofs- dvöl er því ferðakostnaður og þjón- ustugjald á staðnum. Tvær eða fleiri fjölskyldur geta auðveldlega sameinast um aðild og það kostar tiltölulega færri orlofs- punkta að dvelja í stærri íbúð eða einbýlishúsi, en smáíbúð. Upplagt að sameina þannig fjölskyldur eða ættingja og vini og jafnvel fagna stórafmælum. Fyrsta orlofsdvöl mín á vegum Sólarseturs og HPB Úr hinum 20 orlofsdvalarstöðum sem í boði voru völdum við Const- ant í Perigord-héraði í Dordogne- dal Frakklands. Endilega að sjá eitthvað nýtt, fræðast og víkka sjóndeilarhringinn. Brottför ákveð- in síðari hluta október, þá væntan- lega sæmilega hlýtt ennþá á 45. gr. norðl. breiddar. Við flugum til London tvenn hjón og áfram með AirFrance um Paris til Bordeaux við Biseay-flóann, næsta alþjóðlega flugvallar Const- ants. Yfir Ermarsundið flugum við með breiðþotunni Airbus, sem tekur um 240 farþega, lentum á de Gaulle-flugvellinum í Paris og héld- um áfram frá sömu flugstöð með B737 til Borde aux. Þar var 15 gráðu hiti og sumarblíða fyrir okk- ur. Pöntun á bíl hja Hertz stóð eins og stafur á bók, bifreið af Peugeot 309 gerð beið okkar. Ferðaskrif- stofa HPB hafði skipulagt þetta vel og fær afslátt af fargjöldum í allar áttir frá Bretlandi. Er ég settist undir stýri kom í ljós að bíllinn var beinskiptur, en ég hafði aðeins ekið sjálfskiptum bílum síðustu 20 árin. Þetta kom nú ekki að sök, ég fann réttu gír- ana fljótlega og við ókum af stað um vesturhluta borgarinnar eftir mikilli hraðbraut þar sem mest bar á végaskiltum hinnar frægu höfuð- borgar Parísar. Skyndilega hvarf dagsbirtan og erfiðara varð að fylgjast með vegvísunum. Við viss- um að ákvörðunarstaður okkar var eiginlega beint austur af Bordeaux, lítið þorp í nánd við borgina Berg- erac, en við fundum aldrei skiltið þar sem beygja skyldi til hægri og austurs. Nú voru góð ráð dýr, erf- itt að átta sig á hvorum vegarkant- inum skyldi fylgja, því víða lágu lykkjur undir hraðbrautina. Þrauta- lendingin varð að stansa við bensín- stöð og spyija til vegar, en hér tal- aði enginn ensku. Ég hafði að vísu aðeins byijað á frönskunámi fyrir 45 árum og sú litla kunnátta æði ryðguð orðin, en þó, tveir ungir menn á mótorhjóli sem þar voru staddir, skildu mig og voru fúsir til hjálpar. Við vorum að vísu komin heldur langt eftir hraðbrautinni, en næsti afleggjari til hægri myndi koma okkur á rétta leið. Allt gekk eins og í sögu, um Liboume til Bergerac, beinn og mátulega breiður vegur, þ.e. hófleg umferð. Okkur kom í hug franski rithöf- undurinn Cyrano de Bergerac, sem uppi var á 17. öld og samnefnt leik- rit eftir Edmond Rostand, frá 1897, sem einkum hefur haldið nafni hans á loft. Það er vandalítið að fylgja vel merktum þjóðvegum, meiri vandi að rata rétta leið út úr borg- unum. Við fundum þó D32 að Iokum og stefndum til litla þorpsins St. Felix de Villadaex, 19 km leið. Götuljósunum fækkaði mjög og því miður hafði okkur láðst að lesa á ökumælinn er við ókum út úr borg- inni, enda líka of dimmt til þess, nema þá að stansa og nota vasaljós- ið. Nú, við vildum helst ekki aka of langt og villast, enda áliðið kvölds, svo ég ók heim að næsta sveitabæ og knúði dyra. Þar voru tvenn hjón að ljúka kvöldverði og búin með rauðvínið sitt. Þau hlust- uðu þögul á misþyrmingar móður- máls síns, en þá upphófst mikill orðaflaumur, sem fór nú mest fyrir ofan garð og neðan, en lyktir máls- ins urðu þær að bóndi hnippti í kellu sína og hún tók að sér að leið- beina okkur. Ekki með orðum, eins og við væntum, heldur settist undir stýri bifreiðar sinnar og ók af stað. Við eltum og eftir æði dijúgan spöl stöðvaði hún við skilti sem á stóð, St. Felix de Villadaex. Síðan kvaddi hún og bað okkur blessun- ar. Það var rétt svo að hún fékkst. til að þiggja koníakspela fyrir greið- ann. Þetta kalla ég elskulegt fólk. Orlofsþorpið Constant stendur á hæð í fögru umhverfi. Þarna hafði upphaflega verið lítið sveitaþorp og sum eldri húsin verið endurbyggð, en flest voru ný, alls um 30 tals- ins. Fyrsta húsið sem við komum að var þjónustubústaður þar sem lyklar að húsi okkar voru til taks, þó að enginn væri að störfum enda klukkan rúmlega 10 að kvöldi. Öll Timman og Short reyna kraftana ___________Skák______________ Margeir Pétursson ÁSKORANDI Gary Kasparovs heimsmeistara á næsta ári verð- ur frá Vestur-Evrópu og á ekki aðeins mikla upphefð í vændum heldur fylgja einnig góðar tekj- ur, jafnvel þótt viðkomandi tapi heimsmeistaraeinvíginu. Það er því til mikils að vinna fyrir Eng- lendinginn Nigel Short og Hol- lendinginn Jan Timman er þeir mætast í úrslitum áskorenda- keppninnar í janúar á næsta ári. Eftir að Short sló Karpov óvænt út í apríl hefur um fátt annað verið rætt í skákheiminum en hvor þeirra sé sigurstranglegri. Sá þeirra sem vinnur fær ekki aðeins sigurlaunin, u.þ.b. 7 milljón- ir króna, heldur er hann öruggur með að fá hlut þess sem tapar heimsmeistaraeinvíginu í Los Ang- eles á'næsta ári. Það er engin smá- fúlga, því heildarverðlaunin þar verða nýtt met í sögu skáklistarinn- ar, íjórar milljónir dala, eða 240 milljónir íslenskra króna. Sá sem tapar fær dágóða fúlgu úr þeim potti, hátt í 100 milljónir. Að auki hefur þýskt skáktölvufyrirtæki lof- að milljón þýskum mörkum, eða 36 milljónum íslenskum krónum, þeim vestrænum skákmanni til handa sem næst verður áskorandi heims- meistarans. Svo virðist þó sem hug- ur hafí ekki fylgt máli hjá Þjóðverj- unum, þeir hafi fyrst og fremst verið að reyna að ná sér i ódýra auglýsingu og treyst Anatólí Karpov til að afgreiða fremstu skákmenn Vesturlanda. Þegar sigur Short lá fyrir sögð- ust þeir hafa afturkallað loforðið á síðasta ári, en bara ekki verið bún- ir að segja frá því. Það verður að teljast hæpið að þeir komist upp með slík undanbrögð og má sigur- vegari einvígisins vænta þess að fá a.m.k. 130-140 milljónir íslenskra króna fyrir vikið. Sá sem tapar fær hins vegar „aðeins“ 4-5 milljónir sem dugar rétt fyrir kostnaði við aðstoðarmenn, þjálfara og æfinga- búðir. Líklega fara báðir þá leið að ráða hjálpárkokka sína upp á hluta- skipti. Það má því búast við að þeir Timman og Short hafí hvor annan undir smásjánni næstu mánuði og mikil var eftirvænting skákáhuga- manna í Hollandi er þeir mættust í tveimur skákum á minningarmót- inu um Euwe sem lauk um síðustu helgi. Timman stóð betur að vígi í þeim báðum, en missti fyrst unnið endatafl niður í jafntefli og þeirri síðari lék hann af sér alla leið í tap. Þetta varð þess valdandi að Short náði að deila sigri á mótinu með Anand og hlutu þeir 3'A v. af 6 mögulegum, en Timman og Seir- awan sátu á botninum með 2'h v. Þátttakendur voru aðeins fjórir. Þeir Short og Timman hafa báð- ir bráðskemmtilegan skákstíl en eiga það sameiginlegt að vera mis- tækir, Timman er þó sýnu verri hvað það varðar, íslenskum skák- áhugamönnum er vafalaust enn í fersku minni botnbarátta hans á heimsbikarmótinu í Reykjavík sl. haust. Ef aðeins annar þeirra verð- ur fjarri sínu besta í einvíginu verð- ur strax einsýnt um úrslit. Hins vegar ef báðir verða í banastuði, eða heillum horfnir, má búast við geysilega skemmtilegu einvígi. Það verður líklega stríðsgæfan sem mun ráða úrslitum, ekki er hægt að full- yrða neitt um það hvor þessara frá- bæru meistara sé snjallari. Short er oft seinn í gang, tapaði t.d. fyrstu skákinni fyrir Karpov. Eftir fyrri helming mótsins í Amst- erdam var hann neðstur en sneri dæminu við með glæsilegum sigri á Seirawan. I þessari skák nýtir hann sér vel þekkta oftrú Banda- ríkjamannsins á varnarmætti eigin kóngsstöðu: Hvítt: Yasser Seirawan Svart: Nigel Short Drottningarbragð 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - d5 4. Rc3 - Be7 5. Bf4 - 0-0 6. e3 - c5 7. dxc5 - Bxc5 8. Dc2 — Rc6 9. a3 - Da5 10. Hdl - Be7 11. Rd2 - e5 12. Rb3 - Db6 13. Bg5 I þessari stöðu hefur svartur reynt 13. - d4 og 13. - Bg4 14. f3 - Be6. Short kemur með nýjung, sleppir millileiknum 13. - Bg4, til þess að hvíti kóngurinn eigi ekki flóttareitinn f2 í framhaldinu. 13. - Be6I? 14. Ra4 Eftir 14. Bxf6 skýtur svartur inn 14. - dxc4! og jafnar taflið. 14. - Da6 15. cxd5 Eftirtektarverður möguleiki fyrir hvít var 15. Rbc5 - Bxc5 16. cxd5 og fjórir menn svarts standa í upp- námi. Svartur virðist þó halda tafl- inu gangandi með 16. - Bb4+! 15. - Dxa4 16. Bxf6? Eftir öflugt svar svarts lendir hvítur í miklum vandræðum. 16. dxe6 - Bb4+! 17. axb4 - Rxb4 gæfi svarti ekki eins hættuleg færi fyrir mannsfórn. 16. - Rb4!! 17. De4 17. • axb4 - Bxb4+ 18. Ke2 - Hac8 hefði leitt til sömu niður- stöðu, því ekki gengur 19. Dd3 - Bd7! 17. - Hac8 18. axb4 - Bxb4+ 19. Ke2 - Dxb3 20. Bxe5 - Hc4! 21. Hd4 - Hxd4 22. Dxd4 - Bxd5 og Seirawan gafst upp. Boðsmót TR 1992 Hið svonefnda Boðsmót TR hefst mánudaginn 1. júní kl. 20. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad- kerfi. Umferðir eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 20. Umhugsunartími er l'/z klst. á 36 leiki og síðan hálf klukkustund til að ljúka skákinni. Mótinu lýkur 15. júní. Skráning í símum 681690 og 813540 dagana fyrir mótið og áður en það hefst. Úrslit í Firmakeppni TR Fjöldamörg fyrirtæki og félög tóku þátt í hinni árlegu fírma- keppni Taflfélags Reykjavíkur. Teflt var í mörgum undanrásariðl- um en úrslitakeppnin fór fram mánudaginn 25. maí. Hún var bæði jöfn og spennandi. Úrslit urðu þessi: 1. Stétt sf. (keppandi Hannes H. Stefánsson) 11 v. af 14. 2. Hagkaup (Þráinn Vigfússon) 10'/2 3. Úrval-Tímarit (Helgi Áss Grét- arsson) 10 v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.