Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
-----------------------------------------------r-------------------•---------------
Valgeir Elíasson,
Miklaholti
Síðla kvölds 20. maí sl. hvarf
15 yfir móðuna miklu gamall sveit-
ungi, góður vinur minn og fjar-
skyldur ættingi, Valgeir Elíasson
í Miklaholti, eftir langvinnt
veikindastríð, en að öðru leyti far-
sæla ævi.
Mér finnst mér skylt að minnast
þessa góða manns í fáum og fá-
tæklegum línum, því enda þótt
aldursmunur okkar væri allmikill,
áttum við margvísleg samskipti á
lífsleiðinni.
Ég verð þó að játa það að ég
er lítt til þess fær að rekja bemsku-
' og uppvaxtarár Valgeirs heitins,
en fæddur var hann í Þórðarbúð í
Eyrarsveit 22. janúar 1906 og því
kominn á 87. aldursárið þegar
hann lést. Foreldrar hans voru
Elías Elíasson og seinni kona hans
Valgerður Jónsdóttir, en hún lést
við fæðingu Valgeirs. Elías bjó
með konum sínum tveim og síðan
ráðskonum á ýmsum bæjum í Eyr-
arsveit og Fróðárhreppi og stund-
aði bæði búskap og sjómennsku.
Þau Elías og Valgerður eignuðust
einnig soninn Sölva, en auk þessa
eina albróður átti Valgeir allmargt
hálfsystkina.
Valgeir hlaut þannig það hlut-
skipti að verða að mestu eða öllu
af foreldraumhyggju sem ekki mun
þó hafa veitt af, því ég hefi það
fyrir satt að hann muni aðeins
hafa vegið sex merkur við fæðingu
og sjálfsagt verið það sem nú á
tímum er kallað fyrirburi.
Heilladísir hans komu þó málum
hans svo fyrir að ung kona, Eli-
veig Snæbjamardóttir, tók hann
að sér og gekk honum algerlega í
móðurstað. Ég hætti mér ekki út
á þá hálu braut að rekja þá sögu
nánar, en víst er um það að vel
hefur henni tekist að rækja upp-
eldi fóstursonarins.
Eliveig átti fyrir mann, Jón Sig-
urðsson, og bjuggu þau lengst af
-Minnmg
í Húsanesi í Breiðuvík og þar tók
Valgeir út sín æsku- og unglings-
ár. Næst er til að taka að hann
vistast sem vinnumaður að Rauð-
kollsstöðum í Eyjahreppi, kominn
þá nokkuð yfir tvítugt og var þar
í átta ár. Var hann á þeim áram
nokkur sumur í vegavinnu hjá
Guðjóni Backmann í Borgamesi,
um Mýrar og Borgarfjörð að ég
hygg.
Menntunarþrá bar hann í bijósti
og stundaði nám við Flensborgar-
skólann einn vetur og þótt skóla-
dvölin yrði ekki lengri, hefur hún
án efa orðið honum haldgott vega-
nesti. A.m.k. skrifaði hann ágæt-
lega vel og fróðleiksfús var hann
ævina á enda og hafði yndi af lestri
bóka meðan heilsan leyfði. Sem
áður sagði vistaðist Valgeir á
Rauðkollsstöðum og hans góðu
hamingjudísir réðu málum þannig
að þar var einnig til heimilis stúlk-
an Guðlaug Jónsdóttir, árinu yngri
en hann. Hún var dóttir Jóns
Oddssonar og Rósu Þórðardóttur,
sem vora það sem nú er kallað
sambúðarfólk og slitu raunar sam-
vistum þegar Guðlaug var á barns-
aldri. Var því nokkuð líkt á komið
með þeim Valgeiri að hvoragt naut
nema að litlu leyti foreldraumsjár.
Guðlaug var að miklu leyti alin upp
af hjónunum á Rauðkollsstöðum,
Hákoni Kristjánssyni og Elísabetu
Jónsdóttur.
Er ekki að orðlengja það að með
þeim tókust kynni góð og ástir sem
leiddi tii þess að þau Valgeir og
Lauga gengu í hjónaband 20. maí
1933 og bar því andlát Valgeirs
upp á 59. brúðkaupsafmælisdag
þeirra.
Þetta var því orðið langt sam-
band, sem ég held þó að aldrei
hafi borið skugga á og var með
þeim hætti að ávallt þegar ég
heyrði talað um sérlega gott hjóna-
band, komu mér Valgeir og Lauga
Minning:
Anton S. Olason
Fæddur 3. maí 1931
Dáinn 21. maí 1992
í dag verður til moldar borinn
tengdafaðir minn, Anton S. Ólason,
er lést að kvöldi 21. maí í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Isafirði.
Toni, eins og hann var ætíð kall-
aður, var næst elstur af fimm
systkinum, fæddur 3. maí 1931 á
Ytra-Ási, Árskógsströnd.
Foreldrar hans vora Óli Trausta-
son og Anna Ámadóttir. Toni ólst
upp á Hauganesi, Árskógsströnd,
en þar eins og í öðrum sjávarpláss-
um á íslandi snerist lífið um sjó-
sókn og fiskvinnslu. Snemma byij-
aði hann að leggja hönd á plóginn
og þurfti þá að setja kassa fyrir
hann að standa á til að hann gæti
• stokkað upp lóðir. Um fermingu
byijaði hann að sækja sjóinn sem
varð hans aðalstarf. Toni giftist
Þórunni Vemharðsdóttur 25. maí
1953 og eignuðust þau fjögur böm.
Selma, f. 1953, Halldór, f. 1954,
Anna María, f. 1959 og Óli Vem-
harður, f. 1962. Bjuggu þau sína
búskapartíð í Hnífsdal eða þar til
þau slitu samvistir eftir tuttugu og
fímm ára hjónaband, en héidu þó
alltaf góðu sambandi. Mín fyrstu
kynni af Tona vora þegar ég kynnt-
ist dóttur hans, Önnu Maríu, 1974
, en þá var Toni til sjós en síðar
þegar starfsþrekið minnkaði og
Toni kom í land var hann daglegur
gestur á heimili okkar Önnu og
tókst þá með okkur góður vinskap-
ur. Á þessum tíma stóðum við í
húsbyggingu og vora þær ekki ófá-
ar stundirnar sem hann vann við
byggingu hússins. Árið 1987 hóf
hann störf hjá mér við bygginga-
vinnu og starfaði við það eins og
heilsan leyfði til 1990 er hann varð
að hætta sökum heilsubrests. Aldr-
ei heyrðist hann kvarta og virtist
sáttur við sitt hlutskipti. Ég vil
þakka honum samfylgdina sem var
allt of stutt.
Mér var sagt að dauðinn væri
eins og góður vinur; því betur sem
þú þekkirhann því minna óttaðistu
hann. Ég gekk niður að vatninu
ogkastaði steini og vatnið gáraðist.
Það var kvöld.
(Vilmundur Gylfason)
Hafi hann góða ferð, góða heim-
komu og þökk fyrir samfylgdina.
Auðunn J. Guðmundsson.
í dag verður borinn til jgrafar
elskulegur afi minn, Anton Olason,
en hann lést í Fjóðungssjúkrahús-
inu á Isafirði fimmtudaginn 21.
maí.
Afí Toni (eins go við afabömin
kölluðum hann alltaf) var fæddur
á Ytra-Ási, Árskógsströnd 3. maí
1931. Foreldrar hans voru Óli
Traustason og Anna Ámadóttir og
bjuggu þau lengst af á Hauganesi,
Árskógsströnd. Afí var næst elstur
af fimm systkinmn. Elstur er
Trausti, svo afi, Árni, Anna Björk
og Eygló.
Afi og amma, Þórann Vern-
harðsdóttir, giftust 25. maí 1953
og eignuðust þau fjögur böm:
Selmu, f. 1953, Halldór, f. 1954,
Önnu Maríu, f. 1959 og Óla Vem-
harð, f. 1962.
Afi og mamma skildu þegar ég
var lítil.
í Miklaholti í hug. Slík var ein-
drægni þeirra og samheldni í gegn-
um þessi mörgu ár.
Búskap sinn hófu þau í Dals-
mynni, og bjuggu þar í tvö ár.
Þaðan fluttu þau að Litlu-Þúfu og
bjuggu þar í fímm ár. Þá losnaði
nágrannajörðin Miklaholt úr ábúð,
en hún var í ríkiseign þá og hafði
frá ómunatíð verið prestssetur.
Eftir að sr. Ámi Þórarinsson,
sá þjóðkunni klerkur flutti þaðan,
hafði hún þó verið setin af bændum
einvörðungu. Vorið 1939 fluttu
þau Valgeir og Lauga á þessa
gamalfrægu jörð og þar var ekki
tjaldað til fárra nátta. í röska hálfa
öld, eða 52 ár, hafa þau helgað
þessari jörð krafta sína og bætt
hana í ræktun og húsakosti. Það
er því engin furða að rætur þeirra
hjóna standi djúpt í mold hennar.
Jörðina fengu þau keypta af ríkinu
upp úr 1950. Ég læt vera að fara
nánar út í búskaparsögu þeirra,
en hún einkenndist alla tíð af far-
sæld og nægjusemi og sátt við líf-
ið. Engin auðsöfnun átti sér þar
stað, en skuldasöfnun var jafn
fjarri.
Ævinlega þótti mér gaman að
koma til þeirra hjóna og jafnan
Afi bar ætíð mikla umhyggju
fyrir okkur afabörnunum, maður
fann það vel, jafvel þótt hann hafi
verið mjög hlédrægur. Alltaf þegar
ég fór með afa í bíltúr mátti ég
sitja frammí er þótti mikið sport.
Þegar við fluttum vestur umgekkst
ég hann mun meira. Sérstaklega
þegar hann vann hjá pabba. Pabbi
minn og afi voru góðir vinir.
Afi hætti að vinna fyrir fáeinum
árum eða þegar hann byijaði að
missa heilsuna. Síðustu mánuðina
bjó afi á elliheimilinu í Mánagöt-
unni, þar sem hugsað var vel um
hann. Síðustu dagarnir vora mjög
erfiðir fyrir hann og þegar mér var
sagt að afi væri dáinn fann ég fyr-
ir mikilli sorg ásamt létti fyrir hans
hönd.
Með þessum orðum langar mig
til að kveðja afa minn sem ég mun
aldrei gleyma heldur mun hann
ætíð lifa í minningunni.
Þórunn Auðunsdóttir.
vofu þáú glöð óg góð og gestrisin
og Valgeir sagði margar skondnar
sögur af samferðamönnum lífs og
liðnum. Þá blikaði oft kankvís
glettni í augum hans. Hann var
mjög ræðinn maður og frásagna-
glaður og það var því þyngra en
táram tæki að sá sjúkdómur sem
lagðist á hann á efri árum varð
þess fljótlega valdandi að hann
hætti að geta gert sig skiljanlegan.
Þó var öll hugsun hans skýr, sem
og sjón og heym til æviloka.
Þeim hjónum varð tveggja
dætra auðið, en þær eru Elín Rósa,
gift Guðbjarti Álexanderssyni frá
Stakkhamri, en þau stofnuðu ný-
býlið Miklaholt II árið 1956 og
hafa byggt það upp með veglegum
húsakosti og mikilli ræktun. Ætíð
var sambýli þeirra tengdafeðra
gott og sameiginlega byggðu þeir
fjós með tilheyrandi heygeymslum
á fyrstu búskaparáram Guðbjarts
og Elínar Rósu.
Yngri dóttirin, Gyða, hefur
ávallt dvalið með foreldram sínum
að kalla og átt heimili sitt í Mikla-
holti, enda þótt hún hafi sótt ýmsa
vinnu við verslunarstörf o.fl. og
þá einkum um vetrartímann. Hún
er ógift en hefur helgað foreldram
sínum krafta sína af þeirri dóttur-
legu umhyggju sem best getur
orðið.
Valgeir var ekki þeirrar gerðar
að hann héldi sér fram til metorða
eða mannaforráða. Hann „þráði
ekki völd sem má týna og tapa —
tuma sem hrapa — frægð sem er
fals og hjóm“ eins og segir í einu
kvæða Davíðs Stefánssonar. Hins-
vegar fór ekki hjá því að honum
væru falin ýmis trúnaðarstörf í
sveitinni. Hann var m.a. eitt kjör-
tímabil f hreppsnefnd en- baðst
undan endurkosningu. Einnig var
hann lengi í stjórn Sjúkrasamlags-
ins eða þar til það var lagt niður,
og deildarstjóri Kaupfélags Borg-
firðinga var hann um hríð; söng í
kirkjukórnum fyrr á árum og var
nleðhjálpari í Miklaholtskirkju. Öll-
um þessum störfum sinnti hann
af alúð og nærfæmi, en losaði sig
við þau með lipurð og lagni þegar
honum fannst kominn tími til.
Valgeir var mikill léttleikamaður
meðan heilsu naut og fylginn sér
var hann og röskur í haustsmala-
mennskum meðan þær vora og
hétu; fljótur og þolinn og mun
hafa tekið þátt í keppnum á yngri
áram. Mikla ánægju hafði hann
af því að fylgjast með íþróttaefni
sjónvarpsins sem og ýmsu öðra
efni þess, þegar árin færðust yfir
og þrek dvínaði. Jeppa eignuðust
þau Valgeir og Lauga snemma á
vélaöld. Síðan Land-Rover og ferð-
uðust mikið um landið ein saman,
eða í fylgd með öðram og voru
fróðari um mannlíf og staðhætti
eftir.
Margt er það enn sem ég vildi
sagt hafa um Valgeir heitinn og
þau Miklaholtshjón, en þessi fá-
tæklegu orð verð ég að láta nægja.
Þau era í flaustri skrifuð á anna-
samri tíð, til þess að minnast góðs
drengs sem horfinn er á braut.
Valgeir er í dag til moldar bor-
inn í Miklaholtskirkjugarði, svo að
segja á heimahlaðinu. I þeirri mold
verður svefninn rór.
Við hjónin, sem og allir sveit-
ungamir, vottum Laugu, dætrun-
um og venslafólki öllu dýpstu sam-
úð.
Erlendur Halldórsson, Dal.
Einar A. Einars-
son - Kveðjuorð
Fæddur 17. október 1965
Dáinn 26. apríl 1992
Ó, Faðir, gjðr mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hveijum hal og drós,
sem hefur villst af leið.
Elsku bróðir minn og frændi,
Einar Auðunn Einarsson, er dáinn.
Við kveðjum hann með söknuði
og þökkum honum fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum saman,
og þann boðskap sem hann færði
okkur með lífi sínu.
Nægjusemi Auðuns undraði okk-
ur flest. Meðan flestir vora að beij-
ast við að hafa það aðeins betra
en náunginn lét hann sér nægja
fjallahjólið sitt og ást sína á konu
og dóttur.
Auðunn heitinn var alltaf léttur
í lund, gamansamur og kærleiksrík-
ur, með honum varð lífíð léttara
og tilveran björt.
Það er með sárum söknuði sem
við kveðjum elsku Auðun. Megi
hann hvíla í friði.
Elsku Erla og Silfá, megi góður
Guð gefa ykkur styrk í þessari
miklu sorg, og okkur öllum sem
fengum hans að njóta.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grand
Fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
Hilmar og Sylvía.
Minn ástkæri bróðir Einar Auð-
unn Einarsson er Iátinn. Það er
mjög sorglegt að hugsa til þess að
hann hafi þurft að yfírgefa okkur
svona skyndilega, þetta var ungur
maður í blóma lífsins.
Hann skilur eftir sig konu og
dóttur sem hann elskaði mjög heitt.
Megi góur Guð styrkja þær í þess-
ari miklu sorg.
Mér veittist sú ánægja að starfa
með honum síðasta vinnudaginn
hans hjá Skákprenti, hann var
áhyggjulaus og spaugsamur að
vanda. Það er því með söknuði sem
ég kveð bróðir minn og þakka hon-
um fyrir þær stundir sem við áttum
saman.
Er ég minnist þess, hve gleðin
var mikil yfir þinni fögru dóttur,
fyllist ég sáram söknuði og þrái að
hann væri hér ávallt hjá okkur.
Margrét Lára Einarsdóttir.
Lífið er stormur eða logn, við
erum stráin. Streitumst á móti and-
streymi. Fljótum með golu gleðinn-
ar. Éins lengi og vindur vonarinnar
lifír, lifum við.
Einar Auðunn Einarsson, hann
Auðunn, lifir í hjörtum og björtum
minningum ástvina sinna.
Megi guð blessa og styrkja Erlu
konu hans og Silfá litlu dóttur
þeirra.
Guð blessi og styrki föður hans,
fósturmóður og systkini.
Sóley Gróa.
Sunnudaginn 26. apríl síðastlið-
inn barst okkur skólafélögunum sú
sorglega frétt að Einar Auðunn
væri látinn. Það var aðeins sólar-
hringur liðinn frá því að við komum
saman sem Réttó ’65 og áttum
yndislegt laugardagskvöld. Þar var
Einar Auðunn mættur brosandi og
kátur eins og ávallt. Hann sagði
okkur frá litlu dóttur sinni sem
hann var mjög stoltur af. Ekki datt
okkur í hug að þetta væri kveðju-
stund Einars Auðuns. Hann sem
átti allt lífið framundan. En vegir
Guðs eru órannsakanlegir, honum
vora ætluð önnur og meiri verk.
Við skólafélagar Einars Auðuns
sendum Erlu, Silfá og öðram ástvin-
um okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Jesús, bróðir vor og frelsari. Þú
þekkir dánarheiminn. Fylgdu vini
vorum, þegar vér getum ekki fylgst
með honum lengur. Miskunnsami
faðii; tak á móti honum. Heilagi
andi, huggarinn, vertu með oss.
Amen.
Skólafélagarnir ór
Réttarholtsskóla.