Morgunblaðið - 30.05.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 30.05.1992, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 LaufeyK. Benedikts dóttir - Minning Fædd 15. mars 1908 Dáin 23. maí 1992 í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Tómas Guðmundsson í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Laufey Kristjana Benediktsdóttir. Laufey fæddist í Hlíðarenda í Bárðardal 15. mars 1908, dóttir hjónanna Benedikts Kristjánssonar og Steinunnar Jó- hannesdóttur. Þau hjón eignuðust 5 böm, Hermann, Laufeyju, Guðrúnu, Þóri og Steingn'm og er Laufey ein látin. Laufey vann almenn sveita- störf á unglingsárum. Hún fór í Húsmæðraskólann á Laugum og þótti það góð menntun fyrir ungl- ingsstúlku á þeim ámm og gott veganesti, enda tjaldaði tengdamóð- ir mín ekki til einnar nætur. Eftir veruna á skólanum á Laugum vann hún við Héraðsskólann á Laugum við matreiðslustörf. Laufey réðst í vist að Eiði á Langanesi til Jóhanns Gunnlaugssonar og Berglaugar konu hans. Þar kynntist hún manns- efni sínu, Jónasi Gunnlaugssyni, en þau giftu sig 23. júlí 1939. Á Eiði byijuðu þau búskap og bjuggu þau þar ásamt bróður Jónasar, Jóhanni, sem nú er látinn og Berglaugu Sigurðardóttur. Þær svilkonur urðu góðar vinkonur og entist sá vinskap- ur alla ævi. Jónas og Laufey eignuð- ust sjö böm, Gunnlaug, f. 2. maí 1940, kvæntan undirritaðri, búsett í Njarðvíkum, Steinunni, f. 10. ágúst 1941, gifta Kristjáni Helgasyni, búsett í Hafnarfírði, Helgu, f. 23. júlí 1942, gifta Jóhanni Helgasyni, búsett í Reykjavík, Snorra, f. 11. ágúst 1943, kvæntan Valgerði Jó- hannsdóttur, búsett í Hveragerði, Þorbjörgu, f. 12. mars 1945, gifta Halldóri Bragasyni, búsett í Reykja- vík, Hermann, f. 26. mars 1947, kvæntan Huldu Agnarsdóttur, bú- sett á Húsavík og Sigrúnu, f. 14. júlí 1951, gifta Siguijóni Sigurðs- syni, búsett í Grindavík. Jónas og Laufey fluttu með bamahópinn sinn til Húsavíkur árið 1957 og bjuggu á Héðinsbraut 5. Á heimili Laufeyjar og Jónasar var gott að koma. Laufey var mjög gestrisin kona, enda mikill gesta- gangur á heimili þeirra hjóna. Hún naut þess að hafa marga í kringum sig. Eg minnist þess varla að hafa kynnst meiri félagsveru en Laufey var. Margir minnast góðra stunda í eldhúsinu hennar. Hún var bama- bömum sínum góð amma og heim- sóttu þau hana oft. Laufey og Jónas vom samrýmd hjón, fóru alltaf sam- an í göngutúra og í kaffi til bam- anna sinna og vina. Árið 1989 fluttu þau í Hvamm, heimili aldraðra á Húsavík og nutu velvildar starfs- fólks þar. Ennfremur nutu þau góðr- ar aðhlynningar Hermanns sonar síns og Huldu eiginkonu hans, en þau em búsett á Húsavík. Ég vil þakka þeim og bömum þeirra alúð- ina sem þau hafa sýnt Jónasi og Laufeyju. Jónasi og bömum votta ég innilega samúð mína. Að leiðarlokum þakka ég Lauf- eyju allt. Megi hún hvíla í guðs friði. - Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson) Anna Þórðardóttir Hún Laufey Kristjana frænka er dáin. Þegar systir mín hringdi til mín sl. sunnudag til að láta mig vita um andlát okkar ástsælu móð- ursystur, bærðust margvíslegar til- finningar í bijósti mér. Ekki var hægt að segja að þessi dánarfregn kæmi mér á óvart, enda þótt frænka væri oft á síðastliðnum tveimur ára- tugum búin að gefa dauðanum langt nef og senda hann til baka. Laufey frænka fæddist á Hlíðar- enda í Bárðardal á fyrsta tug aldar- innar, dóttir hjónanna Steinunnar Guðrúnar Jóhannesdóttur og Bene- dikts Kristjánssonar. Var hún önnur í röð fimm barna þeirra hjóna og sú fyrsta sem hverfur úr hópnum. Hin systkinin eru Hermann, fæddur 1904, sem nú dvelur á heimili aldr- aðra, Hvammi á Húsavík, Guðrún Anna, fædd 1911, húsfreyja í Svart- árkoti í Bárðardal, Þórir, fæddur 1913 og Steingrímur, fæddur 1915, sem báðir eru búsettir í Reykjavík. Þau afí og amma bjuggu á Hlíðar- enda frá árinu 1903 til 1915 er þau fluttu að Stóra-Ási í Bárðardal, en þar fæddist yngsta barnið. Enda þótt sjálfsagt hafí húsa- kynnin á Hlíðarenda ekki verið til neinnar sérstakrar fyrirmyndar á þessum búskaparárum, fer ekki á milli mála að flutningurinn þaðan að Stóra-Ási hefur boðað mikil við- brigði fyrir fjölskylduna. Á Hlíðar- enda var tvímælalaust gott að búa, jörðin staðsett miðsvæðis í Bárðar- dal, sléttar grundir og móar milli Skjálfandafljóts og skógi vaxinnar vesturhlíðar dalsins, byggð til beggja handa og beggja vegna ,,Fljótsins“. Aftur á móti var Stóri- Ás eitt af afskekktustu heiðarbýl- unum milli Mývatnssveitar og Bárðardals, úr sjónmáli við alla mannabyggð og húsakynni vægast sagt léleg. En fátækur leiguliði átti ekki margra kosta völ og því var stefnt á heiðina þegar ekki fékkst lengur ábúð á Hlíðarenda. A Stóra-Ási bjuggu þau hjónin síðan til 1930, er jörðin fór í eyði, og þar áttu þau systkinin sín upp- vaxtarár. Enda þótt búskapur afa og ömmu á Stóra-Ási einkenndist af hvíldar- litlu brauðstriti sem bömin urðu að taka fullan þátt í svo fljótt sem þau voru þess megnug fer ekki á milli mála að margar góðar minningar voru tengdar Stóra-Ási. Þar ríkir mikil sumarfegurð og „Heiðin" iðar af lífi fugla og ferfætlinga, bæði villtra og taminna. Um það get ég borið, sem eytt hef margri vomótt- inni á heiðinni í viðureign við lág- fótu. Laufey frænka stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugum en fékkst að námi loknu við ýmis störf Norðanlands. Seint á fjórða áratugnum réð Björg Gunnlaugsdóttir frá Eiði Laufey í vist til bróður síns, Jó- hanns Gunnlaugssonar, bónda á Eiði á Langanesi. Þar með vom örlög frænku minnar ráðin því á Eiði bjó einnig Jónas, bróðir Jó- hanns. Árið 1939 gengu þau Laufey og Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir var fædd á Hofstöðum í Reykhóla- sveit 2. ágúst 1916. Hún ólst þar upp ásamt systjcinum sínum sem vom níu. Inga átti góð bemskuár á Hofstöðum og alltaf talaði hún um að fara heim að Hofstöðum ef hún átti erindi þangað. Inga kynntist ung elskulegum manni sínum, Jóni Óskari Pálssyni, og var aðeins sextán ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta bam. Alls eign- uðust þau sex böm: Páll Finnbogi, f. 23. október 1932, Jóhann, f. 7. mars 1935, d. 6. janúar 1977, Sveinn, f. 3. júní 1937, Magnús Viggó, f. 13. október 1940, Sesseija Elísabet, f. 21. janúar 1944, og Jón Hjálmar Jónsson, f. 7. apríl 1954. Afkonlendur þeirra hjóna em 31 í dag. Inga varð langamma aðeins sextíu og átta ára gömul. Árið 1953 stofnuðu Inga og Jón nýbýli að Seljanesi í Reykhólasveit og hófu þar búskap. Þar bjuggu þau til 1977, en fluttust þá út að Reyk- Jónas í hjónaband og hófu þar bú- skap. Á Eiði bjuggu þau hjónin síð- an til ársins 1957 er þau fluttust til Húsavíkur þar sem þau bjuggu lengstan tímann á Héðinsbraut 5 en nú síðustu árin á heimili aldr- aðra, Hvammi á Húsavík. Á Eiði fæddust þeim hjónum sjö böm sem öll komust á legg. Elstur er Gunnlaugur, búsettur í Njarðvík, fæddur 1940, kvæntur Önnu Þórð- ardóttur. Þau eiga fjögur börn og eitt bamabarn. Næst er Steinunn, fædd 1941, maki Kristján Helgason, búsett í Hafnarfírði og eiga fjögur börn og fjögur barnaböm. Helga Þórey er sú þriðja, fædd 1942. Hennar maki er Jóhann Helgason og eiga þau fímm böm og fímm barnabörn. Þau búa í Reykjavík. Næstur er Snorri, fæddur 1943, kvæntur Valgerði Jóhannesdóttur. Þau em búsett í Hveragerði og eiga þrjú böm og eitt barnabarn. Þá kemur Þorbjörg Gunnfríður, fædd 1945. Hennar maki er Halldór Brag- ason. Þau búa í Reykjavík ásamt þremur bömum. Næstur er Her- mann, fæddur 1947, sá eini af böm- unum sem búsettur er á Húsavík. Hann er kvæntur Huldu Agnars- dóttur og em börnin þijú. Yngst barna þeirra Laufeyjar og Jónasar er Sigrún, fædd 1951. Hennar maki er Siguijón Sigurðsson og búa þau í Grindavík ásamt þremur bömum sínum. Eins og sést á þessari upptalningu em afkomendur í dag liðlega fjöm- tíu. Þegar ég var að alast upp í Svart- árkoti, varð móður minni tíðrætt um Laufey, systur sína á Eiði. Enda þótt ég hafí séð hana sem bam, mundi ég ekkert eftir henni, en orð móður minnar sveipuðu hana ævin- týraljóma. Vegna mikillar fjarlægð- ar milli innstu byggðar í Suður- Þingeyjarsýslu, í jaðri ódáðahrauns og ystu og austustu marka Norður- Þingeyjarsýslu á Langanesi rættist draumurinn um að hitta þessa frænku mína og fjölskyldu hennar ekki fyrr en fermingarvorið mitt árið 1950. Þá fómm við fjögur norð- ur að Eiði og dvöldum þar í viku- tíma. Ég minnist þess ennþá hve það var mikið ævintýri að koma að Eiði. Fyrir utan barnahópinn hjá Laufeyju og Jónasi var annar ennþá íjölmennari systkinahópur hjá Jó- hanni og Beggu konu hans. Allur þessi fjöldi bjó í sama húsinu, að vísu sitt í hvorum enda. Fram undan bænum var Eiðisvatnið með silungs- veiði og iðandi fuglalífí en í austri gaf að líta opið hafíð handan við eiðið sem skilur á milli sjávar og vatnsins og ræður nafngiftum. Róið var til fískjar út á Eiðisvíkina, geng- ið kríuvarpið á Eiðinu eða farið í leiki með bamaskaranum. Innan dyra stjómuðu þær svilkonurnar Laufey og Begga af mikilli rögg- semi. Þetta var ógleymanleg heim- sókn og á þessum dögum bundust hólum. Þegar ég kynntist þeim áttu þau heima í litla fallega húsinu sínu á Reykjabraut 9. Síðustu árin bjó Inga ein í húsinu því Jón lést í októ- ber 1989. Heimili hennar var alltaf hreint og snyrtilegt og hver hlutur á sínum stað. Hún hafði yndi af blómum og bar heimili hennar vott um það, alls staðar vom blóm eða hlutir skreytt- ir blómamynstri. Meðan Inga hafði heilsu til vann hún flesta daga sum- arsins í garðinum sínum þar sem mikið var af blómum. Inga gat aldr- ei setið auðum höndum, hún varð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, pijóna, sauma út, baka, sortera eða raða dóti í litla kassa eða skúffur. Hún hafði t.d. ékki tíma til að horfa á sjónvarp, það var bara tímasóun. Inga var ekki mikið fyrir skemmtan- ir og ferðalög en hennar mesta skemmtun í lífinu var þegar hennar nánustu ættingjar og vinir komu og heimsóttu hana og dvöldu hjá henni. Hún hafði mikið gaman af að sitja og spjalla við gesti sína og vaka með þeim fram á nótt, nýta tímann ef þeir stoppuðu stutt. Kímnigáfa Sigríður Sveinsdóttir frá Seljanesi - Minning Fædd 2. ágúst 1916 Dáin 22. maí 1992 þau bönd milli okkar frændsystkin- anna og foreldra þeirra, sem ekki hafa brostið síðan. Nú líður heill áratugur án þess að mörg tækifæri gæfust til að hitta fjölskylduna á Eiði. Um það leyti sem Laufey og Jónas fluttu til Húsa- víkur settist ég að í Reykjavík en þaðan flutti ég svo til Húsavíkur vorið 1960 og hafði þá ekki eignast eigin fjölskyldu eða heimili. Enda þótt fjölmenni væri á Héðinsbraut- inni hjá þeim Laufeyju og Jónasi munaði frænku mína ekki um að taka mig í fæði til sín og er skemmst frá því að segja að hún var matmóð- ir mín í tvö og hálft ár. Á þeim tíma styrktust frændsemisböndin enn frekar, og þar gafst mér tækifæri til að kynnast húsbóndanum Jónasi. Varð mér þá ljóst hve frænka mín hafði verið mikil gæfumanneskja að eignast slíkan mannkostamann fyrir lífsförunaut. Laufey frænka var há vexti og talsvert þrekvaxin þegar hún var matmóðir mín á Húsavik. Hún var mikil þrekmanneskja sem ekki féll verk úr hendi, enda þurftu stórar barnafjölskyldur að halda á spöðun- um á þessum árum til þess að Iáta enda ná saman í heimiiisrekstrinum. Böm sín hafði hún öll alið heima og aldrei komið sem sjúklingur á sjúkrahús. Á þessu varð breyting fyrir rösk- lega tveimur áratugum er hún veikt- ist af krabbameini og gekkst undir tvísýna læknisaðgerð í Reykjavík. Er mér fullkunnugt um, að ekki hefði hún komist í gegnum þau veikindi nema af því hve hún var sterk, bæði líkamlega og andlega. Frá þessum tíma, eða í yfír tutt- ugu ár, átti hún samt sem áður við veikindi að stríða, sem með tímanum lögðust með nokkuð miklum þunga á hana og hennar nánustu. Mátti glöggt gera sér grein fyrir hversu það er erfítt fyrir jafn atorkusama og lifandi manneskju eins og Laufey frænka var, að sætta sig við að lík- hennar var mikil og var hún oft orðheppin í samræðum. Inga var kona sem hugsaði síðast um sjálfa sig, hún gerði það sem hún taldi best fyrir aðra, tók helst ekki ákvarðanir nema vera viss um að allir væru sáttir við þær. Hún sagði alltaf „ef þið eruð ánægð þá er ég ánægð". Inga var yndisleg tengdamamma og amma bamanna minna. Guð blessi minningu hennar. Svala. Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir eða Inga eins og hún var alltaf köll- uð fæddist 2. ágúst 1916 á Hofstöð- um í Reykhólasveit og í Reykhóla- sveitinni átti hún heima alla sína ævi, á ýmsum stöðum. Ung giftist hún Jóni Óskari Pálssyni og eignuð- ust þau 6 böm: Páln kvæntan Unni Stefánsdóttur, Jóhann, kvæntan undirritaðri, d. 1977, Svein, kvænt- an Dagbjörtu Hafsteinsdóttur, Magnús, kvæntan Dagnýju Stefáns- dóttur, Sesselju, vistmaður á Skála- túni í Mosfellsbæ og Jón Hjálmar, sambýliskona Svala Sigurvinsdóttir. Ég ætla ekki að fara að rekja æviferil Ingu hér, aðeins tína til nokkur minningabrot frá öllum þeim árum sem ég þekkti hana. Ifyrstu kynni mín af henni voru þegar ég var lítil telpa og fjölskyldan fluttist á næsta bæ, að Hyrningsstöðum, aminn væri ekki alltaf fær um að framkvæma það sem hugurinn stóð til. Nú hefur Laufey frænka flutt sig um set í annan heim, þar sem ég er sannfærður um að hún mun fínna frið. Gott er þreyttum að fá hvíldina að loknu giftudijúgu ævistarfí. Hjá okkur sem eftir emm situr söknuð- urinn. Við megum samt ekki láta hann blinda okkur sýn, heldur ylja okkur við minninguna um góða konu sem veitti okkur mikið. Við Sigrún og börnin vottum að- standendum okkar innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning Laufeyjar Benediktsdóttur. Ilaukur Harðarson frá Svartárkoti. Hið sanna er eilíft. Hið rétta er eilíft. Hið fagra er eilíft. (E. Tepér) I dag verður jarðsungin frá Húsa- víkurkirkju elskuleg amma okkar, Laufey Kristjana Benediktsdóttir. Okkur systkinin langar til að kveðja hana og þakka henni fyrir yndisleg- ar samverustundir. Við lát ömmu rifjast upp minning- ar frá bernsku okkar á Húsavík. Amma Laufey var yndisleg amma. Hún hafði alltaf nægan tíma fyrir okkur og urðu heimsóknirnar til ömmu og afa á Héðinsbrautina að föstum punkti í tilveru okkar. Þar sem Héðinsbrautin var mitt á milli heimilis yokkar og skólans var oft staldrað við hjá ömmu á leið heim úr skólanum. Til að spjalla, gæða sér á skonsum og skólakökum áður en heim var haldið. Amma Laufey var mjög laghent. Er okkur systrunum minnisstætt þegar við mættum til hennar jól eftir jól með tillögur um jólagjöf handa mömmu okkar. Amma hvatti okkur ávallt til að framkvæma þess- ar hugmyndir þó hún hafí vitað að oftar en ekki lenti vinnan á henni. Því oftast voru hugmyndirnar óraunhæfar fyrir litlar stelpur. Eftir að við fluttum frá Húsavík urðu samverustundimar óhjá- kvæmilega mun stijálli. Alltaf var þó jafn gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa norður. Elsku afi Jónas, við biðjum góðan guð að styrkja þig og styðja í þinni sorg. Nú kveðjum við elsku ömmu Laufeyju með söknuði. Minningin um hana mun lifa með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Laufey, Sveinbjörg, Bylgja og Borgar Már. þá þegar kynntist ég gestrisni þeirra Ingu og Nonna, en gestrisni er það sem fyrst kemur upp í hugann þeg- ar ég hugsa til þeirra. Ég man sem bam eftir mörgum ferðum út að Hyrningsstöðum, ýmissa erinda, en aldrei kom ég þangað án þess að verða að þiggja eitthvað og ég get enn séð Ingu mína fyrir mér, ef ég var að flýta mér og mátti ekki vera að því að koma inn og þiggja veit-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.