Morgunblaðið - 30.05.1992, Side 46

Morgunblaðið - 30.05.1992, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 Ingþór Signrbjörns son - Kveðjuorð Gamall vinur Ingþór Sigurbjöms- f son málarameistari hefur nú lokið sinni ævigöngu, jarðarför hans fór fram miðvikudaginn 8. maí sl. Hann fæddist 5. júní 1909, var því tæplega 83 ára, er hann lést. Að baki er langt tilbreytingaríkt árabil, frá kyrrstöðu og fábreytileik til mikilla möguleika og hagsældar í þjóðfélagi, sem hefur færst frá einangrun fábreytileikans í hring- rás heimsviðburða. Ég man vel eftir þegar Sigur- björn faðir Ingþórs var að byggja bæ sinn Geitland, á eyðimel án allra ’þæginda nema eigin sjálfsbjargar- hvöt og bjartsýni. Hefur þeim bygg- ingarframkvæmdum verið lýst vel í góðri minningargrein er bróður- dóttir Ingþórs, Jónína Björnsdóttir, skrifaði um í Morgunblaðið þ. 8. maí þar sem hún minnist föðurbróð- ur síns. Á unglingsárum mínum kom ég oft á bæ þeirra hjóna, Geitland, sem var um þá daga staðsett á nokkurs- konar þjóðbraut, þar sem umferðin lá og var farin, bæði í kaupstaðar- ferðum og einnig lá þar póstleiðin, meðan enn var landpóstur fluttur á hestum milli landshluta. Alltaf var þar gott að koma, létt og hlýtt viðmót og greiðasemi hús- ráðenda mikil án tillits til afkomu, þar hver sem í hús þeirra gekk fann sig velkominn. Þremur sonum þeirra, sem þá voru að alast upp, kynntist ég meira og minna, einkum þó á síðari árum en þeir eru nú horfnir yfir móðuna miklu. Um þá hvern fyrir sig á ég góðar minning- ar. Allir voru þeir vel gefnir, léttir í lund, greindir og drengir góðir. Elstur var Gunnlaugur Pétur, lengi bóndi á Torfustöðum í Miðfirði, hvers manns hugljúfi, ávallt glaður, og skemmtinn, fluggáfaður og skáldmæltur vel. Næst var Björn Konráðs dugmik- ill athafnamaður með sömu lyndis- einkunn. Hann var vinfastur með sterkan persónuleika, málafylgju- maður sterkur. Get ég hér ekki lát- ið hjá líða að minnast atviks er lýs- ir vel eðliskostum, sem hann og þeir bræður allir áttu í svo ríkum mæli. Á vordögum 1935 var ég þá nýfluttur til Reykjavíkur, átti heima á Einarsstöðum við Grímsstaðar- holt, sem var þá grasbýli út í sveit. Hafði ég þar nokkum búskap, kýr, hænsn og svín. Nú ber það við að konan mín er veik og börnin liggja í mislingum. Ég er sjálfur sársjúkur t Móðir mín og tengdamóðir, ÞÓREY HELGA EINARSDÓTTIR, lést þann 26. maí á hjúkrunar- og elliheimilinu Grund. Jarðarför auglýst síðar. Einar Ingi Hjálmtýsson, Kristín Guðmundsdóttir. t Elskulegur sonur okkar, PÁLMI ÖRN GUÐMUNDSSON, Skriðustekk 12, lést 27. maí. Anna Pálmadóttir, Guðmundur Guðmundsson. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og tangamma, ELNA GUÐJÓNSSON, Hátúni 4, lést 28. maí. Björg Bjarnadóttir, Kristján Þórðarson, Bjarni Kristjánsson, Elna Kristjánsdóttir, Guðmundur Möller og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR SIGHVATSDÓTTIR frá Ragnheiðarstöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júní kl. 15.00. Kjartan Guðmundsson, Guðmundur Kjartansson, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Sighvatur Kjartansson, Denice Baker og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Seljanesi, Reykhólasveit, sem lóst föstudaginn 22. maí, verður jarðsungin, frá Reykhólakirkju laugar- daginn 30. maí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Barmahlíð. Páll Jónsson, Sveinn Jónsson, Magnús Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Jón Hjálmar Jónsson, Unnur Stefánsdóttir, Wfví Hassing, Dagbjört Hafsteinsdóttir, Dagný Stefánsdóttir, Svala Sigurvinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. liggjandi úti í horni, Jónas Sveins- son læknir, sem var heimilisvinur okkar kemur í vitjun og verður honum í fyrstu orðfall er hann sér ömurlegt ástand heimilisins, en seg- ir er hann hefur skoðað mig: „Þú ert með svæsna bijósthimnubólgu og verður tafarlaust að leggjast í rúmið.“ Hvemig sem það bar við. Þá kemur Björn Konráðs í heimsókn þann sama dag. Óbeðinn tekur hann við öllum bústörfum, sem sínum og annast með ágætum heilan mánuð. Keyrir út mjólk á brúsum á hand- vagni vítt um bæinn, sækir daglega svínafóður, annast eggjasölu, o.s.frv. Allt unnið sem sjálfur eigi án þess að til greina komi síðar nokkurt endurgjald. Slíkir mann- kostir sem þar komu fram geym- ast, en gleymast ekki meðan þökk lifír í minni. Blessuð sé minning allra þeirra bræðra. Ingþór sem var yngstur þeirra bræðra, átti ég um langt árabil mikil og góð samskipti, sem öll voru á sama veg og bræðra hans, mér ánægjurík og eftirminnileg. Fyrir þau öll vil ég flytja innileg- ustu þakkir við leiðarlok. Hann var fluggreindur, hagyrðingur góður, léttur og skemmtilegur í umræðu, rökrænn í hugsun og mannvinur. Leiðir okkar lágu oft saman, bæði í félagsmálum, á gleðistundum og sameiginlegum hugðarefnum. All- staðar var hann hrókur alls fagnað- ar. Ég minnist þegar hann var á undan mér að eignast sjálfur eiginn bíl, þegar hann bauð mér og konu minni ásamt eigin fjölskyldu í skemmtiferð og útilegu að Gull- fossi, Geysi og austur um sveitir, sem fátítt var í þá daga á fjórða áratugnum. Seint gleymast gömlu góðu kvöldvökufundirnir, sem hann var formaður fyrir, enda rímlistin þar í hávegum höfð og mannval gott, kvæðalögum var safnað og skrá- sett. Vísnastemmurnar fjölbreyttar og margvíslegar, enda eldhugi að verki. Ingþór hafði snemma lært af foreldrum sínum kvæðastemm- urnar gömlu góðu því bæði voru þau fjölfróð á þeim sviðum. Auk þess var Ingþór frábær kvæðamað- ur, lagvís með hljómgóðan kveð- anda. Um tvítugsaldur hóf Ingþór að læra málaraiðn sem var síðar aðal lífsstarf hans með meistara- réttindum. Hann var velmetinn í fagfélagi sínu og ötull málsvari sinnar stéttar. Á áttræðisafmælinu 5. júní 1989 var hann sæmdur þjón- ustumerki félagsins fyrir vel unnin störf í þágu stéttar sinnar. Mesta áhugamál hans held ég þó að hafi verið bindindishreyfingin. Hann var traustur félagi í góð- templarareglunni og rækti það starf af miklum áhuga og heilindum og var þar oft í forsvari. Um það starf er mun halda nafni hans samt lengt á lofti mun þó vera afrek það er hann vann eftir að hann var kominn á ellilífeyrisald- urinn, en það er hin svo kallaða Póllandsfatasöfnun, sem skrifað Minning: Guðmundur Sig- urðsson, Katadal Fæddur 22. júní 1918 Dáinn 23. maí 1992 fjöllin hæru fella traf fitlar blær í runni, jörðin grær og grænkar af geislanæringunni. (Sig. Jónsson, Katadal) Mér fínnst við hæfi að byija fá- tækleg kveðjuorð til Munda í Kata- dal á vísu eftir föður hans. Mundi kvað þessa vísu oft og fannst mér hann hafa á henni miklar mætur. Nú eru Ijöllin óðum að fella sitt hærutraf og græn nál gægist upp mót sólargeislunum, þá kveður Mundi þetta jarðneska líf. Ann ég honum þeirrar hvíldar eftir langt stríð. Hann fæddist í gamla bænum á Ásbjarnarstöðum í Kirkjuhvamms- hreppi, 22. júní 1918 á gróandanum, þegar ungviðin hlaupa um nýfædd og grösin teygja sig mót geislanær- ingunni eftir harðan vetur. Það er táknrænt fyrir þetta náttúrubarn að fæðast og deyja á svipuðum tíma; þegar jörðin er að bijóta af sér helsi vetrarins. Þegar Mundi var fjögurra ára fór hann að Katadal í Þverárhreppi með foreldrum sínum, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur og Sigurði Jónssyni og Sigrúnu systur sinni sem var einu ári eldri en hann. Þar fæðast tvö yngri systkini hans: Steinunn, f. 1923, d. 1947 og Jón Gestur, f. 1928. í litlum bæ í íslenskum afdal al- ast þessi böm upp, ekki við ríki- dæmi og munað, heldur við vinnu og leik þess tíma. Leikföngin hans Munda voru leggir, völur, horn og jafnvel steinar. Byggði hann brýr og vegi o.fl. í þeim dúr, eftir hug- mynd hveiju sinni. Eitt var það sem hann var ákveðinn í sem barn, það var að virkja lækinn og fá rafmagn á heimilið. Gekk það eftir, því hann ásamt Bjama á Egilsstöðum byggði rafstöð á 6. áratugnum. Katadalsbrúnin er brött og erfið, en varð samt ekki þröskuldur í vegi þó þyrfti að gera stífluna efst uppi. Þangað komst efnið á hestum og mönnum og hlífði Mundi sér ekki þá fremur en endranær, en hann var með afbrigðum harðgerður mað- ur. Með þessu átaki flutti Mundi birtu og nútíma þægindi í bæinn sinn. Þar var notalegt að koma, alltaf bjart, fínt og fágað og einstök rausn við móttöku gesta, það sá konan hans hún Ragna um. Mundi kvæntist 1943 Ragnhildi Eggertsdóttur Levy frá Ósum. Þau eiga tvö börn: Ögn Levy, fædda 1943 og Sigurð Inga, fæddan 1945. Bamabörnin eru þijú: Ragnhildur Guðrún, Gestur og Jóhann Ingi Benediktsbörn. Því miður naut Mundi lítilla samvista við þau, að- eins nokkur ár áður en heilsan brast. Mundi var sannkallað náttúru- bam sem unni sínum heimahögum. Hann var alla tíð í dalnum sínum utan tíma og tíma er hann var í vinnu hjá öðmm. Var hann meðal annars við tamningar í Grímstungu í Vatnsdal og hafði ætíð síðan mikl- ar mætur á hjónunum þar. Hann + Innilegar þakkir til þeirra, er sýndu okkur samúð við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, ömmu, dóttur, systur, mágkonu og frænku, VALGERÐAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Hólmavík, Gautlandi 11. Kærar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins í Reykjavík og Landspítala deild 21A. Þórólfur V. Þorleifsson, Pálmi Freyr Óskarsson, Matthildur [. Eiríksdóttir, Elva Dögg og Telma Ýr Jónsdætur, Matthildur Guðbrandsdóttir, Benedikt Þorvaldsson systkini og fjölskyldur þeirra. hefur verið um og minnst af mönn- um sem þar þekktu betur til. Kona Ingþórs var Una Péturs- dóttir, hún lifir mann sinn á háum aldri, eftir 58 ára sambúð þeirra. Una Pétursdóttir er vel gefin, mikil mannkosta kona. Hún var ekkja með 3 dætur eftir fyrri mann sinn, er þau Ingþór kynntust. Eignuðust þau hjón einn son, mikið manns- efni, en hann dó á besta aldri. Öllum sem þar þekktu til var kveðinn sár söknuður og mikill harmur. Kveðjuathöfn þessa gamla vinar og félaga fór fram föstudaginn 8. maí sl. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur á þeirri kveðjustund vegna forfalla. En einkunnarorð þessa gamla félaga finnst mér gætu hljómað á þessa leið, því aldr- ei var kyrrstaða eða verkefnis vant, á starfsferli hans heldur voru áhugamálin mörg, atorkan og fram- takið fyrir stafni. „Vinn því að nóttin nálgast, naum er ævitíð. Gef hverri stund til geymslu. Góðverk er bætir lýð.“ Þökk fyrir liðin kynni og veri hann Guði falinn. Ekkjunni aldur- hnignu, tryggu göfugu og góðu konu Unu Pétursdóttur ásamt dætr- um hennar þremur, Huldu, Olgu og Rögnu, sem allar eru mér að góðu kunnar, sendi ég minar hlýj- ustu samúðarkveðjur með kærri þökk fyrir góða vináttu, tryggð og ógleymanlegar ánægjustundir margra ára. Arinbjörn Árnason. var sívinnandi og síviljugur og þó hann væri alltaf að heima hjá sér, hafði hann samt tíma fyrir aðra, því hann var sérlega greiðvikinn og bóngóður og ávallt fús að rétta hjálparhönd. Veit ég að nágrannar og margir aðrir muna það. Hann var líka kosinn til ýmissa starfa í sinni sveit, t.d. í hreppsnefnd, fóður- eftirlit o.fl. í mörg ár var hann for- maður sóknarnefndar í Ijamarsókn og í hans tíð þar var reistur vegleg- ur garður kringum grafreitinn á Tjöm. Þá söng hann jafnan við messur og aðrar athafnir í Tjamar- kirkju, en hann hafði góða söngrödd og mjög gaman af söng og kveð- skap. Þótti mörgum gaman að hlusta á Munda kveða og það gerði hann lengi vel á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, þar sem hann hefur dvalið undanfarin ár. Ég vil muna Munda eins og hann var á árum áður: Hávaxinn, grann- ur, skarpleitur með skærblá augu, síkvikur í hreyfingum, glaðlegur og nokkuð hávær, uppi um fjöll og firn- indi hlaupandi eða á hestunum sín- um með Spora trítlandi sér við hlið. Þannig var hann áður en heilsan bilaði. Ég bið honum blessunar og þakka liðnar samverustundir. Nú er hljótt í Katadal og gamli bærinn hnípinn. Tímans tönn vinnur á honum eins og fleim. Enginn þar lengur sem raular lagstúf og dyttar að. En grös og blóm lifna þar enn og brekkumar geyma gömul spor. Fuglarnir syngja enn og lækurinn hjalar og býður Munda velkominn heim. Eg er að horfa hugfanginn í hlýja sumarblænum yfir litla lækinn minn, sem líður framhjá bænum. Þegar ég er uppgefinn og eytt er kröftum mínum langar mig í síðsta sinn að sofna & bökkum þínum. (Gísli Ólafsson) Frænka. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tæksfæri Q| blómaverkstæði ttlNNAö^ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaöastrætis sími 19090 4 i í 4 i i i i i i i i i i Í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.