Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 47
Seei ÍAM .08 JiUOAQflAOUA.1 QIQAUflVIUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30: MAÍ1992
Ársþing Sambands byggingamanna:
Utlit fyrir næg
verkefni í fyrirsjá-
anlegri framtíð
- segir Grétar Þorsteinsson formaður
Keflavík.
UTLIT ER fyrir næg verkefni í
byggingariðnaði hér á landi í
fyrirsjáanlegri framtíð haldist
gott efnahagsástand og skilyrði
til þess að allir byggingamenn
hafi atvinnu á næstu árum. Þetta
kom fram í framsöguræðu um
atvinnumál hjá Grétari Þor-
steinssyni formanni Sambands
byggingamanna á ársþingi sam-
bandsins. Grétar sagði að vænta
mætti breytinga á samsetningu
byggingastarfseminnar þar sem
fyrirsjáanlegur samdráttur væri
í nýbyggingum en á móti kæmi
veruleg aukning í viðhaldsvinnu.
Þá samþykkti þingið að hafna
aðild að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu en aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu var ekki hafnað og
þar gætu skapast ýmsir mögu-
leikar fyrir íslendinga.
Ársþing Sambands bygginga-
manna, sem var það 15. í röðinni,
var haldið í félagsheimilinu Stapan-
um í Njarðvík 14.-16. maí. Yfir-
skrift þingsins var Atvinna, um-
hverfi, velferð. Auk venjulegra að-
alfundarstarfa og ræðu Grétars um
atvinnumál, var erindaflutningur.
Meðal annars ræddi Friðrik Pálsson
forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna um íslenskan sjávarútveg
og lífskjör og Magnús Jóhannesson
aðstoðarmaður umhverfisráðherra
ræddi um umhverfisvernd og ný-
sköpun í atvinnulífi. í máli Friðriks
kom m.a. fram að hann telur óveij-
andi að reyna ekki að skapa út-
flutningsverðmæti með því að nýta
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Grétar Þorsteinsson formaður
Sambands byggingamanna í
ræðustól.
þær fjárfestingar sem stofnað hefur
verið til í fiskeldi á íslandi.
Grétar Þorsteinsson sagði að þró-
unin í byggingariðnaði síðustu ár
væri sú að fram undir 1980 hefðu
verið fá verktakafyrirtæki starfandi
og þá hefðu flestir byggingamenn
starfað hjá byggingameisturum.
Síðan hefði stórum verktakafyrir-
tækjum fjölgað verulega og í dag
léti nærri að allt að helmingur allra
byggingamanna starfaði hjá þess-
um fyrirtækjum. Mannahald allt
Þátttakendur á 15. ársþingi Sambands byggingamanna sem fram fór í félagsheimilinu Stapa í Njarð-
vík. Meðal gesta voru byggingamenn frá Danmörku og Finnlandi.
væri nú mun stöðugra og hjá verk-
takafyrirtækjunum mynduðust
ákveðnir kjarnar sem hefðu starfað
árum saman hjá viðkomandi fyrir-
tæki. Hlutur byggingameistara
hefði að sama skapi farið minnk-
andi og ekki væri að sjá að þeir
hefðu að neinu marki brugðist við
þessari þróun eins og að sameinast
um stærri rekstrareiningar.
Grétar sagði að fylgifiskur
flestra stærri verkefna á undan-
fömum ámm væri óheyrilega lang-
ur vinnutími, raunar svo að vinna
á laugardögum, auk langs vinnu-
dags, væri orðin regla frekar en
undantekning í þessum tilfellum.
Jafnvel í atvinnuástandi eins og
hefði verið síðustu mánuði væri
þetta ekki einsdæmi. í þessum til-
fellum væru verktakafyrirtæki nær
undantekningarlaust verktakar.
Erfitt væri að una við þetta, en tii
að hér yrðu breytingar á þyrftu
verkkaupi og þeir tæknimenn sem
undirbyggju verk að ætla verkfram-
kvæmdinni eðlilegan framkvæmda-
tíma, sem mikill misbrestur væri
oftast á.
Grétar sagði að alvarleg vanda-
mál hefðu skotið upp kollinum á
síðustu tveim árum og þó alveg
sérstaklega á síðustu tveim mánuð-
um þar sem nokkur verktakafyrir-
tæki væru með skipulögðum hætti
að koma samskiptum launþega og
atvinnurekenda í búning„svokall-
aðrar verktakastarfsemi", þar sem
launþegi telst „undirverktaki“
vinnuveitanda. Með þessum hætti
væru atvinnurekendur að víkja sér
undan þeim skyldum og ábyrgð sem
þeim bæri samkvæmt kjarasamn-
ingum og lögum um atvinnurekend-
ur. Viðkomandi starfsmaður yrði
að axla þessa ábyrgð sjálfur ef á
reyndi, eins og raunar flest það sem
raunverulegir undirverktakar bæru
ábyrgð á svo sem verkgæði, ör-
yggi, og aðbúnað á vinnustað. Þetta
væri aðferð atvinnurekandans til
að draga úr launakostnaði á kostn-
að viðkomandi starfsmanns. Hér
væri um mjög alvarlega þróun að
ræða og beita þyrfti öllum tiltækum
ráðum til að kveða þennan draug
niður.
Auk Evrópumálefna ályktaði
þingið um umhverfismál og sjávar-
útvegsmál. í sjávarútvegi er það
talið algjört forgangsverkefni að
endurskipuleggja veiðieftirlitið,
þannig að tryggt verði að ekki verði
gengið á fískistofnana. Vakinn er
athygli á því að fiskurinn í sjónum
sé sameiginleg eign allra íslendinga
og helsta auðlind þjóðarinnar. Það
gesti ekki verið einkamál fárra út-
valdra, sem fengið hafi úthlutað
aflakvóta, með hvaða hætti honum
væri ráðstafað. Koma verði í veg
fyrir að óveiddur fískur geti verið
söluvara. Sé talið nauðsynlegt, til
aukinnar hagræðingar, að heimila
sölu kvóta, verði að tryggja að sam-
félagið fái til sín réttlátan hluta af
hagnaðinum. Telja verði eðlilegt að
greiddur sé hagnaður af söluhagn-
aði skipa, sem er umfram húfverð-
mæti þeirra.
Grétar Þorsteinsson var endur-
kosinn formaður Sambands bygg-
ingamanna á ársþinginu. Með hon-
um í framkvæmdastjórn voru kosn-
ir til næstu þriggja ára: Grétar
Þorleifsson, Þorbjöm Guðmunds-
son, Bjöm Kristjánsson, Karl Georjg
Magnússon, *Guðmundur 0.
Guðmundsson og Leifur Þorvalds-
son. - BB
Jakobína Þorláks-
dóttir - Minning
Fædd 6. maí 1917
Dáin 2. maí 1992
Hún Jakobína er farin frá okkur,
farin í ferðina miklu, sem eitt sinn
bíður okkar allra. Mig langar að
minnast þessarar ágætu konu með
nokkrum orðum.
Jakobína Þorláksdóttir var fædd
6. maí 1917 að Selkoti í Þingvalla-
sveit. Hún hefði því orðið 75 ára nú
í maí, hefði hún lifað.
Foreldrar hennar voru hjónin Jó-
hanna Guðmundsdóttir og Þorlákur
Björnsson. Þau hjón eignuðust fjög-
ur börn og var Jakobína næst yngst
þeirra. Er nú aðeins eitt þessara
systkina á lífi, systirin Anna, sem
búsett er í Hafnarfirði. Hin voru
Kristín, sem lést ung og Guðmundur
kennari og um tíma skólastjóri.
Barn að aldri flutti Jakobína með
foreldrum sínum og systkinum að
Skálabrekku í Þingvallasveit og ólst
hún þar upp. Alla tíð átti Þingvalla-
sveitin sterk ítök í Jakobínu og þeg-
ar hún giftist komu þau hjónin sér
upp sumarhúsi í landi Skálabrekku.
Átti fjölskylda hennar þar oft góða
daga.
Jakobína var mjög greind og fróð-
leiksfús. Ung að árum lauk hún
gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla í
Reykjavík. Var ekki algengt í þá
daga að stúlkur hlytu slíka mennt-
un. Þá lærði hún bæði bókband og
kjólasaum og starfaði við þær grein-
ar. Einnig hafði hún mikinn áhuga
á tónlist og lærði á mandolín. Lék
hún um skeið með Mandolínhljósveit
Reykjavíkur.
Hinn 26. október 1952 giftist
Jakobína Birni Vilhjálmssyni garð-
yrkjumanni, ættuðum frá Torfunesi
í Ljósavatnshreppi, S-Þing, miklum
heiðursmanni. Eignuðust þau tvo
syni. Þeir eru Hjörtur Þór, fæddur
20. apríl 1952 forstöðumaður Skrif-
stofu Rannsóknarstofnanna at-
vinnuveganna, kvæntur Þórunni
Halldórsdóttur. Eiga þau tvö börn,
Björn og Eyþóru. Lárus, fæddur 21.
apríl 1954 kennari við Fiskvinnslu-
skólann, kvæntur Eygló Ragnars-
dóttur. Eiga þau þijá syni, Svan,
Jakob og Ragnar.
Jakobína og Björn bjuggu alltaf
í Reykjavík. Þau hófu sinn búskap
á Njálsgötunni, en fluttust fljótlega
í Fossvoginn og bjuggu þar fyrst
að Fossvogsbletti 6, en síðar reistu
þau sér glæsilegt raðhús í Brautar-
landi 18.
Eg kynntist Jakobínu fyrir rúmum
20 árum, þegar Þórunn systir mín
og Hjörtur, sonur hennar, gengu í
hjónaband. Okkur, í fjölskyldu Þór-
unnar, varð strax ljóst að Þórunn
hafði tengst miklu myndar- og sóma-
fólki.
Eg kom oft í Brautarlandið. Þang-
að var gaman að koma meðan þau
Jakobína og Björn höfðu enn eitt-
hvert starfsþrek. Það gat ekki farið
fram hjá neinum að á þeirra heimili
ríkti myndarskapur, reglusemi,
snyrtimennska og rausn. Þar var
lögð alúð við allt, bæði úti og inni.
Jakobína var mjög myndarleg
húsmóðir og með eindæmum mikil
blómakona. Kunni hún skil á öllum
jurtum og virtist finna þarfir þeirra
á sér. Það var líka svo að ef Jakob-
ína kom ekki til blómanna, þá komu
blómin bara til hennar. Stundum
fann hún plöntur í garðinum sínum,
sem hún vissi ekki til að ættu þar
heima. Það var þá ný tegund sem
vildi taka sér bólfestu. Slíkum gest-
um úthýsti hún ekki að óreyndu.
Engin jurt var svo smá að hún kæmi
ekki auga á sérkenni hennar og
fegurð.
Það var hrein upplifun að sjá rós-
irnar hennar Jakobínu undir stofu-
glugganum. Ég hef hvergi séð fal-
legri útirósir, enda voru þær ekki
munaðarlausar. Jakobína fór um
þær sínum mildu, nærfærnu hönd-
um.
Örlítið lengra úti í lóðinni var
hringlaga beð. Það var dahlíu-beðið.
Alla vega litar dahlíur skörtuðu þar
sínu fegursta. Voru þær svo blóm-
stórar að undrum sætti.
Þannig mætti lengi telja. Fjölærar
plöntur og sumarblóm mynduðu eina
heild, öllu var afar smekklega fyrir
komið og umgjörðin fagur tijágróð-
ur. Þarna nutu þau sín bæði Jakob-
ína og Björn því að öll ræktun var
áhugamál þeirra hjóna beggja.
Þegar sumri tók að halla útbjó
Jakobína hinar fegurstu blóma-
skreytingar, sem hún færði vinum
og vandamönnum. Þá koma upp í
huga minn skreytingarnar, sem hún
gerði fyrir jólin. Ekki voru þær síður
fallegar.
Henni Jakobínu var margt til lista
lagt. Hún var mikill snillingur í hönd-
um og hafði mjög næmt auga fyrir
öllu því sem fagurt var, enda bar
heimili hennar því vitni. Hvarvetna
blöstu við listaverk, sem hún hafði
unnið.
Baðið í Brautarlandinu var flísa-
lagt með postulínsflísum, sem hún
sjálf hafði málað. Fallegir lampar
úr silki, handmálaðir af henni prýddu
veggi og svo voru aðrir gerðir með
batik-aðferð. Einnig batt hún inn
bækur og vann ýmsa muni úr leðri.
Þá saumaði hún þjóðþúninga á litlar
brúður. Vafðist þetta ekki fyrir
henni, því eins og áður er frá greint,
nam hún bæði bókband og kjóla-
saum á yngri árum.
Rennibekkinn handlék hún af
snilld og brá fyir sig útskurði, ef svo
bar undir. Líka mætti nefna
keramik, flosaðar myndir, útsaum,
pijón, o.fl.
Ég held, að hún hafi haft vald á
flestum greinum handmennta og var
í raun gagnmenntuð á því sviði, því
að hún sótti fjölmörg námskeið í
hinum ýmsu listgreinum.
Er athyglisvert, hve mikil fjöl-
breytni var í viðfangsefnum hennar
og efnisvali.
Allt voru það fallegir munir, sem
hún gerði, og vel unnir. Stundum
undur fíngerðir, en samt myndarleg-
ir og traustir, hvergi væmnir. Það
er vandi.
Ekki má gleyma litlu fallegu
skinnskónum, sem hún Jakobína
saumaði. Þeir voru eftirsóttir af
mörgum til gjafa handa vinum og
vandamönnum út um allan heim.
Munu þeir bera íslensku handverki
fagurt vitni og sóma sér vel, hvar
sem þeir eru.
Það var eftirtektarvert að öll
hennar vinna fór svo snyrtilega fram
að hvergi sást fis né ryk, það var
ekki einn bandspotti í óreiðu og hélst
svo til hinstu stundar.
Jakobína átti lengi við vanheilsu
að stríða. Oft var hún flutt á sjúkra-
hús, en alltaf komst hún aftur á
fætur. Hún var eins og reyrinn sem
bognar en brestur ekki.
Arið 1988, þegar heilsan og þrek-
ið voru að þrotum komin, fluttust
þau Jakobína og Björn úr Brautar-
landinu og fóru á hjúkrunarheimilið
Skjól. Undi Jakobína þar vel hag
sínum og naut góðrar umönnunar
starfsfólks. Þar gat hún líka sinnt
áhugamáli sínu, handavinnunni.
Þegar heilsan leyfði, féll henni aldr-
ei verk úr hendi og undraðist ég oft
afköst hennar og eljusemi. Frétti ég
að hún hefði tekið pijónana sína
daginn áður en hún lést.
Síðastliðinn vetur varð Jakobínu
erfíður og var hún að lokum flutt á.
sjúkradeild heimilisins.
Þegar mér var tjáð að hún Jakob-
ína væri horfin úr þessum heimi,
gekk ég út í garðinn minn. Þar eru
margar plöntur, sem hún gaf mér.
Það er kannske tilviljun, en samt
táknrænt, að þær voru hnípnar, þeim
var kalt og það var eins og þær
gætu ekki notið sólarinnar, sem var
að reyna að verma þær um miðjan
daginn. Þær voru daprar og litla,
fallega fjólan, sem hún Jakobína
dáði, mér fannst hún helst vilja kúra
sig niður í moldina aftur.
Það er kannski líka táknrænt að
hún Jakobína kvaddi þetta jarðneska
líf að vori.
Henni hefði orðið það þungbært
að komast ekkert út og geta ekkí
notið þess að sjá náttúruna vakna
af vetrardvalanum.
En hún sat ekki inni. Vorið var
hennar tími. Hún var vorsins barn,
fædd að vori, fíngerð sem vorblóm
og að lokum hvarf hún á vit vors-
ins. Mér fínnst að hún hafi svifið á
björtum geislum vorsólarinnar til
hins eilífa lífs.
Jakobína Þorláksdóttir lést 2. maí
sl. á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför
hennar fór fram í kyrrþey að hennar
eigin ósk. Það var ekki ólíkt hennar
hógværð og hlédrægu framkomu að
vilja hafa það þannig.
Eftirlifandi eiginmanni hennar,
Birni Vilhjálmssyni, sonum,
tengdadætrum, bamabörnum og
ástvinum öðrum, sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur. Guð veri með ykk-
ur og gefi ykkur styrk.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Hafi hún þökk fyrir allt.
Dúdda.