Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 57 VELVAKANDI J NÆLA Silfurnæla úr íslensku víravirki tapaðist í miðbænum eða við Brekkuval í Kópavogi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 43104. KETTIR Lítil hvít og svört læða tapaðist úr bústað við 5. braut í Gríms- nesi laugardaginn 23. maí. Allar upplýsingar vel eru þegnar í síma 678776 eða síma 36070. Falleg þrílit læða, mjög gæf, fæst gefins á gott heimili. Upplýs- ingar í síma 22503. Lítil grá, svört og brúnbröndótt læða h'efur verið í óskilum á Brekkugötu 10 í Hafnarfírði í nokkra daga. Eigandi hennar er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 654387. ENDURSÝNIÐ KASTLJÓS Jóhann Páll Símonarson: Ég vil koma á framfæri vin- samlegum tilmælum til Ríkissjón- varpsins um að endurtaka Kast- ljósþáttinn þar sem var viðtal við Sigurð Líndal prófessor um stjórnskipunarlög og Alþingi. Það voru margir sem misstu af þess- um þætti sem gjaman vilu hafa séð hann. STAFUR Brúnn stafur með svörtu hand- fangi tapaðist í miðbænum eða þar í grennd mánudaginn 25. maí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 71795. LÉTTFETI Viðar Þorsteinsson: Um þessar mundir sýnir Há- skólabíó kvikmyndina Lukku Láka. Ég vil benda forráðamönn- um Háskólabíós á að hestur Lukku Láka heitir Léttfeti en ekki Gráni, eins og hann er látinn heita af þeim sem sá um textun myndarinnar. Þetta þyrfti að leið- rétta. VESKI Lítið veski tapaðist í Bíóborg- inni eða á leið þaðan í miðbæinn föstudagskvöldið 22. maí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 667519. Einfalt og pottþétt Frá Sigvrði Þór Guðjónssyni: Nýlega ritaði ég grein í Morgun- blaðið og benti á mótsagnirnar í rökfærslu Gunnars Inga Gunnars- sonar í pistli hans um námsferða- lög lækna. En reyndar byrjaði ég á því að gera nett gys að sjálfum mér. Ég kallaði mig „sjálfskipaða stjórnarandstöðu læknamafíunn- ar“, en síðasta tilvitnaða orðið fékk ég að láni hjá Gunnari Inga og notaði það í fyrsta sinn. Hélt ég að upphrópunarmerkið á eftir þessari sjálfskynningu sýndi ljós- lega að um lúmskt sjálfsháð væri að ræða. Gunnar Ingi svaraði mér í Morgunblaðinu þ. 13. maí. Kom þá í ljós að hann skildi ekki upp- hrópunarmerkið. Þá sakar hann mig um að færa ekki efnisleg rök fýrir máli mínu. „SÞG gerir t.d. hvergi tilraun til að fjalla um efnisatriði viðhalds- menntunar lækna og hvemig skuli að henni standa, ef námsferðimar verði lagðar af“. Þetta er hárrétt enda var þetta heldur aldrei ætlunin. En ég gerði annað. Ég vakti athygli á alvarleg- um þverstæðum í rökræðu Gunn- ars Inga um námsferðir lækna. Það er ekki hægt að koma ofur- mikilvægi slíkra ferða, sem þar með réttlæti fjárútlát ríkissjóðs til þeirra, saman við þá staðreynd að næstum helmingur lækna skeytir ekki um þær, nema af því leiði að stór hluti læknastéttarinnar sýni þar með mikla vanrækslu í starfi og stefni heilbrigðisþjðn- ustunni í bráðan voða. Ástand heilbrigðismála almennt leyfir hins vegar ekki svo djarfa ályktun. Málflutningur Gunnars Inga hryn- ur þannig innan frá. Þá menn sem þannig rökræða köllum við rök- Hestamenn sem eru á ferð ná- lægt vegum þurfa að sýna mikla gætni. Ökumenn sem verða varir við hestamenn eiga að draga úr hraða og reyna að koma í veg fyrir óhöpp. fífl. Það orð er ekki persónulegt lastmæli. Það vísar til málfærslu en ekki persóna. Ég verð því ekki sakaður um „dónaskap" í um- ræddri grein fremur en öðrum greinum mínum. Það sem Gunnar Ingi kallar svo „kjánalegan útúr- snúning" minn, er aðeins nánari útlistun á því hvað hlotist gæti, í ljósi raunveruleikans, af þeirri fjarstæðukenndu uppástungu hans, að skylda beri lækna til ár- legra námsferða. Vitaskuld er þetta einber kjánaskapur. En það er ekki við mig að sakast. Þá sámar Gunnari Inga að ég skuli tala um „gamalkunnugt læknadóp“. Það er að vísu líkinga- mál. Auðvitað hefði mátt orða þetta öðruvísi. Til dæmis þannig að hann tönnlist á gatslitnum klisj- um og frösum sem hinir gætnari og hyggnari læknar forðast af þvi að þeir fylgjast með breyttum tím- um. Og ég lýsti nánar þes.sum tuggum hans Gunnars Inga. Það er því alrangt hjá honum að grein mín sé ómálefnaleg. Hins vegar tjóar ekki að slíta úr sam- hengi einhver orð í henni, sem honum mislíkar, en sleppa rök- stuðningnum fyrir þeim, og láta þau þannig líta út sem tilefnislaus- an skæting. En einmitt þetta ger- ir Gunnar Ingi Gunnarsson í stað þess að verja mótsagnir sínar sem eru reyndar illveijandi. Það stoðar hann því lítið að lýsa því yfir að grein mín sé ómark- tæk. Fólk kann nefnilega að lesa. Ég er ekki sá eini er blöskraði rökfræði hans. Þó mun' Gunnar Ingi áreiðanlega finna ýmsa sam- heija í þessu mati sínu. Hann seg- ir: „SÞG hefur margsinnis sent „kerfinu" og læknastéttinni tóninn af síðum Morgunblaðsins, en fáir hafi séð ástæðu til að svara.“ Mikið er þetta yndislega orðað: ....fáir hafa séð ástæðu til að svara.“ — Það skilst fyrr en skell- ur í tönnunum. Svona segjum við þegar við meinum að eitthvað sé ekki svaravert. Þær greinar mínar í Morgun- blaðinu sem ekki eru á móti lækn- um (og stundum með) hljóta því að vera þessar gegn „kerfinu". Þegar ég er að „senda tóninn". Oftast er ég þá að ræða hlut- skipti þeirra sem mest þjást. Nú síðast barna er sæta kynferðislegu ofbeldi. Það var í Morgunblaðinu 9. apríl. En það er dagsatt. Gegnum árin hafa fáir séð ástæðu til að víkja einu orði að margs konar skrifum mínum um mannlega þjáningu. Það er von. Flestir vilja sem minnst af henni vita. Stöku sinnum heyrast þó hljóð úr horni vegna einhverra skrifa minna. Það er þegar menn reiðast út af eigin persónu. Hvað Gunnar Inga varðar hef ég nú sýnt fram á að ásakanir hans um dónaskap minn og málefnaleysi eiga ekki við rök að styðjast. Én þessinsvar- endur senda mér yfirleitt sömu kveðjurnar: Ég sé sí og æ sendandi tóninn í allar áttir og ekkert mark sé á mér takandi. Þetta er góð aðferð og árangursrík. Annars væri hún ekki jafnvinsæl og raun ber vitni. Og dagar hénnar eru áreiðanlega ekki taldir. Hún mun enn um langan aldur leysa sérhvern vanda. Enda er hún bæði einföld og pottþétt. Hún er klassísk. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 68, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Karoten Við vinnslu greinar um Karoten, sem birtist í þætti Morgunblaðsins um neytendamál sl. fimmtudag urðu þau mistök að utanaðkomandi millifyrir- sögn:„Alpha carotenfrumumar" birt- ist í greininni. Hért á eftir birtist niðurlag greinar- innar, eins og það átti að vera: Alpha-carotenar virðast geta hindrað krabbameinsvöxt í frumu með því að draga alveg úr starfsemi illkynja frumunnar og króað hana af. Áhrifin sögðu þeir endast þar til fer að draga úr áhrifum karotena. Þó að þessar niðurstöður Japana segi ekki hvemig karotenar ná að hindra hömlulausan vöxt krabba- meinsfmmu, þá er þetta sögð vera vísbending um að í mönnum geti karotenar virkað á svipaðan hátt til hindrunar á vöxt krabbameina. Bandarískir vísindamenn við Tannlæknaskólann í Boston hafa einnig verið að vinna með krabba- meinsfrumur og komist að svipaðri niðurstöðu. Þeir hafa komist að þvi að beta-karotenar dragi ekki aðeins úr þenslu proto-oncogena heldur stoppa vöxt illkynja fmmna með því að hindra þær í því að komast í gegn- um hinn hefðbundna feril vaxtar og frumuskiptingar. Samstarf Reykja- víkur og Kópavogs NOKKURS misskilnings gætti í frétt Morgunblaðsins sl. fimmtudags þar sem fjallað var um samstarf Reykja- víkur og Kópavogs um útivistarsvæði í Fossvogsdal. Þar sem haft var eft- ir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgar- fulltrúa, að til að standi að leita til Vegagerðar ríkisins eftir lagningu neðanjarðarbrautar í dalnum, átti að standa að jafnframt. verði nú þegar leitað eftir samvinnu við Vegagerð- ina um lagningu undirganga fyrir gangandi vegfarendur undir Kringlu- mýrarbraut við Fossvogslæk. Þá sagði í fréttinni að með stækkun Víkingssvæðisins og skýrari skil- greiningu á lögsögumörkum milli bæjarfélaganna lentu nokkur hús yfir í Kópavogi en hið rétta ér að húsin færast yfir í Reykjavík. Er beðist velvirðingar á þessu. ÚTVARP ÞJÓÐARINNAR Maður kemur hlaupandi út í hríðina á inniskóm og skyrtu með leikskólatösku í hendi og hrópar kvenmannsnafn á eftir rauðum Ástin sem er lagður af stað upp innkeyrsluna. Maðurinn nær að hlaupa að bílstjórarúðunni en þá dregur sundur með þeim og síðasta ákallið loftlaust. Snýr svo við og labbar lotinn '^H Ieikskólatösku aftur til baka. Fólkið á stoppustöðinni horfir agndofa eins og á harmleik. Hvað er að gerast? Konan að fara frá honum? Nestistaska Gunnarsson, Dýrðin á ásýnd hlutanna. AÐ HLUSTA rás a Sérhæfð viðgerða og varahluta- þjónusta á öllum gerðum Sláttuvéla og vélaorfum. (Varahlutir) Opið: 9-18 virka daga 9-17 laugard. 14-18 sunnud. VERZLUNARSKOLI ÍSLANDS OPIÐ HÚS laugardaginn 30. maí 1992 kl. 14-18 Nýútskrifuðum grunnskólanemum og abstandendum þeirra er sérstaklega boðið að koma og kynna sér skólann, námsefni og félagslíf. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS GiH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.