Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 60
MlCROSOFT. einar j.
WlNDOWS- SKÚLASONHF
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Flóabát-
inn Baldur
tók niðri
á skeri
LEKI kom að flóabátnum Baldri
er hann steytti á skeri á leið frá
Brjánslæk til Flateyjar í gær.
Dæld og lítið gat kom á bátinn,
og tveir botntankar fylltust af
vatni. Óhappið átti sér stað rétt
við Flatey. Baldur fór því ekki
síðari ferð sína í gær, og liggur
nú við höfn í Stykkishólmi.
„Það eru um 2.800 eyjar og
sker í Breiðafirðinum og Baldur
var einfaldlega ekki alveg á réttu
róli,“ sagði Guðmundur Lárusson,
framkvæmdastjóri Baldurs.
„Það kom ekki einu sinni
slagsíða á skipið við áreksturinn,
en þó má gera ráð fyrir að farþeg-
ar hafi orðið vel varir við hnykk-
inn,“ sagði Guðmundur. „Við eig-
um pantað pláss í slipp á þriðjudag-
inn, en óvíst er hvort við getum
haldið uppi áætlun þangað til. Þau
mál er verið að athuga, og fæst
vonandi niðurstaða í nótt.“
Tveir menn
á vélhjóli
slösuðust
Tveir menn á stóru vél-
hjóli slösuðust í Hafnarfirði
er ökumaður hjólsins missti
sljórn á því í beygju á tólfta
tímanum í gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Hafnarfirði voru
mennirnir á leið eftir Reykjavík-
urvegi og ætluðu að beygja inn
Fjarðargötu. Hjólið lenti á kant-
steini, mennimir tveir köstuð-
ust af því og lentu á malar-
bakka. Þeir munu ekki vera lífs-
hættulega slasaðir.
Patreksfirði.
Þröngá þingi viðhöfnina
Morgunblaðið/RAX
Mokafli hefur verið hjá handfærabátum fyrir vestan að undanförnu.
Dagsaflinn hefur verið frá einu upp í þijú tonn á bát af góðum þorski.
Vel á annað hundrað smábáta er nú á Vestfjarðamiðum, og á Patreks-
firði og Tálknafirði eru hafnirnar fullar af smábátum hvaðanæva af
landinu. Grásleppukarlar á þessum slóðum hafa einnig verið að gera
það gott. Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var síðdegis í gær í
höfninni á Patreksfírði, er iðandi mannlíf við höfnina, og menn skegg-
ræða um aflabrögð liðinnar viku.
R. Schmidt.
Sjá ennfremur á bls. 5.
Mánaðarleg útboð ríkisbréfa að hefjast;
Óskað eftir tilboðum í ríkis-
bréf fyrir 300—500 milljómr
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
ákveðið að efna til fyrsta útboðs
ríkisbréfa 10. júní nk. og verður
þá óskað eftir tilboðum í bréf að
fjárhæð 300-500 milljónir króna.
Er gert ráð fyrir að þaðan í frá
verði gefin út mánaðarlega
markaðshæf ríkisbréf í stöðluðu
formi og þau síðan boðin út. Hér
er um að ræða óverðtryggð bréf
til sex mánaða og er öllum heim-
ilt að gera bindandi tilboð sam-
kvæmt ákveðnum reglum. Ríkis-
bréfin eru gefin út í þremur verð-
gildum, 2 milljónir, 10 milljónir
og 50 milljónir, og verða þau
Húsnæðismálastj órn:
Samþykktar lánveitingar
til 533 félagslegra íbúða
Skylt verði að auglýsa eftir notuðu hús-
næði áður en ráðist er í nýbyggingar
HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN afgreiddi heimildir til byggingar eða
kaupa á 533 félagslegum íbúðum á fundi sínum á þriðjudag. Þetta
er nokkuð minna en samþykktar lánveitingar á síðasta ári sem þá
voru til allt að 594 íbúða. Ákveðið var að setja ákveðin stærðarmörk
á íbúðir í þeim tilgangi að draga úr byggingarkostnaði og sett eru
stífari skilyrði en áður um að framkvæmdaaðilar gangi úr skugga
um hvort tíl er notað húsnæði eða húsnæði í smíðum i sveitarfélagi
áður en ráðist er í nýbyggingar og er gerð sú krafa til sveitarfé-
laga og byggingaraðila að auglýst verði eftir slíku húsnæði til kaups
áður en ákvörðun er tekin um nýbyggingu, að sögn Yngva Arnar
Kristinssonar, formanns húsnæðismálastjórnar.
Úthlutunin sem ákveðin var er í Yngvi Örn sagði að með ákvörð-
samræmi við heimildir fjárlaga sem un um að binda lánveitingar við
gerðu ráð fyrir lánveitingum vegna stærðarmörk íbúða væri stefnt að
500-600 íbúða. því að gera félagslegar íbúðir ódýr-
ari og hagkvæmari en áður hefði
verið. „Okkur sýnist að á undan-
förnum árum hafi íbúðir verið að
stækka og við teljum okkur geta
náð fram talsverðri kostnaðarlækk-
un með því að setja þessar skorð-
ur,“ sagði hann.
„Við setjum einnig stífari skilyrði
um að byggingaraðilar gangi úr
skugga um hvort til er notað hús-
næði eða húsnæði er í smíðum í
sveitarfélagi áður en bygging á
nýju húsnæði hefst til að nýta það
húsnæði sem er til staðar. Við ger-
um þá kröfu til sveitarfélaga og
framkvæmdaaðila að þau auglýsi
eftir húsnæði til kaups áður en
ákvörðun er tekin um byggingu
félagslegra íbúða,“ sagði hann.
innleyst hjá Lánasýslu ríkisins á
gjalddaga.
Útboði ríkisbréfa er að einhverju
leyti ætlað að koma í stað yfirdrátt-
ar ríkissjóðs í Seðlabankanum við
að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs
til skemmri tíma. Forsenda þessarar
útgáfu er jafnframt sú að verðlags-
horfur eru svipaðar og á nágranna:
löndum a.m.k. fram á næsta ár. í
bréfi Lánasýslu ríkisins til banka
og verðbréfafyrirtækja eru þau
hvött til að taka þátt í útboðinu og
þar með efla framþróun á íslenskum
verðbréfamarkaði en það stuðli
jafnframt að því að vextir ráðist
af markaðsaðstæðum hveiju sinni.
Samkvæmt útboðsskilmálum er
lágmarksfjárhæð útboðsins 300
milljónir króna en heildarfjárhæð
þess er áætluð 500 milljónir. Lög-
giltum verðbréfafyrirtækjum, lög-
giltum verðbréfamiðlurum, bönkum
og sparisjóðum er einum heimilt að
gera bindan’di tilboð í ríkisbréf sam-
kvæmt tilteknu tilboðsverði. Öllum
öðrum er heimilt að gera bindandi
tilboð í vegið meðalverð samþykktra
tilboða. Þetta er þó háð því að sam-
þykkt tilboð frá áðurnefndum aðil-
um verði að minnsta kosti 200 millj-
ónir króna. Tilboðsgjafar skulu láta
fylgja með tilboði sínu 20 þúsund
króna tékka sem gefinn er út af
gjaldkera innlánsstofnunar. Gangi
tilboðsgjafi frá tilboði sínu glatar
hann íjárhæðinni en ella gengur
hún upp í viðskipti viðkomandi að-
ila eða verður endursend sé tilboði
hafnað af ríkissjóði.
Gert er ráð fyrir að flokkur bréf-
anna verði skráður á Verðbréfa-
þingi íslands.
Herjólfur í
hringferð
um landið
FlekkeQord. Frá Grími Gíslasyni,
^ fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hið
nýja skip Heijólfs hf., sem
verður afhent á fimmtudag,
haldi í hringferð um ísland
eftir heimkomuna. Áætlað er
að skipið komi til landsins á
hvítasunnudag 7. júní.
Byijað verður á hringsigling-
unni í Þorlákshöfn. Ekki er enn
búið að ákveða alla viðkomu-
staði, en Reykjavík, ísafjörður,
Akureyri og Eskifjörður verða
þeirra á meðal. Tilgangurinn
með siglingunni er að kynna
skipið og æfa áhöfnina, en ráð-
gert er að framkvæmdum við
hafnaraðstöðu Heijólfs í Vest-
mannaeyjum ljúki 22. júní.
Skipið er um 2.200 tonn að
stærð, tekur allt að 500 farþega
og 70-80 bíla, og kostar um
1.100 milljónir króna. Skipa-
smíðastöðin Simek í Flekkefjord
í Noregi smíðaði skipið.