Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 14

Morgunblaðið - 21.06.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 Kjortan Jónsson skrifar frá Kenýu. „MAMA MARGRET tunakupenda kwa vile umetusaidia.“ - „Frú/móð- ir Margrét, okkur þykir vænt um þig vegna hjálparinnar sem þú hefur veitt okkur“, syngur kór prúðbúinna barna, sem vaggar sér í takt við sönginn, sem var sérstaklega saminn fyrir þessa hátíð. Það var mikill hátlðisdagur hjá nemendum við barnaskólann í Mong- orion í Pókothéraði í Kenýu 8. maí síðastliðinn. Tilefnið var hátíðleg opnun nýs grunnskóla. Það sérstaka við þessa athöfn vað að gefand- inn, frú Margrét Hjálmtýsdóttir úr Garðabæ, var komin alla leið frá íslandi til að opna þessa nýju menntastofnun formlega. Aður en Margrét fjármagn- aði byggingu skólans, voru húsakynni hans aðeins tvær skólastofur með moldarveggjum, sem voru svo lélegir, að víða mátti ganga í gegnum þá. Hinir sex bekk- irnir urðu að láta sér lynda að vera úti undir tré. Það var því oft lítil kennsla á regntímanum hjá þeim, sem urðu að hírast úti og ekki var heldur gott að láta brennheita hita- beltissólina baka sig. Það urðu því mikil viðbrigði, bæði fyrir nemendur og kennara, að geta flutt alla kennsl- una inn í glæsileg húsakynni með máluðum veggjum og stórum töflum. Hátíðahöld Þegar Margrét renndi í hlaðið, tóku leiðtogar menntamála á móti henni og leiddu hana um hinn nýja og glæsilega skóla, átta skólastofur, um 50m2 hver, sem hún hafði aðeins heyrt um, en aldrei séð. Hann er meðal þeirra myndarlegustu í öllu héraðinu. Til að hægt væri að hefja byggingu hans varð að leiða vatn um tveggja og hálfs kílómetra leið og byggja vatnstank, nokkuð, sem fáir skólar geta státað af, en Mar- grét hafði beðið um að skólinn yrði myndarlega byggður. Hápunktur skoðunarferðarinnar var, þegar hún opnaði skrifstofu skólastjórans form- lega. Nemendur stóðu prúðbúnir í skóla- búningunum sínum, grænum pils- um/stuttbuxum og hvítum blússum, við skólaborðin, sem höfðu verið tek- in út úr skólastofunum í tilefni dags- ins og fögnuðu henni með taktföstu lófaklappi. Nemendur og kennarar voru búnir að undirbúa hátíðina mjög vandlega. Kór skólans hafði æft mörg lög, sum frumsamin, og sungu bæði á móðurmáli sínu, pókót, og á ríkismálinu, swahílí. Margt frammá- manna héraðsins var meðal gesta við athöfnina, auk kennara og foreldra. Margar ræður voru haldnar. Allir voru á einu máli um, hve það væri sérstakt, að kona hinum megin á hnettinum skyldi bera svo mikla umhyggju fyrir fólki í hinni svörtu Afríku, sem hún hafði aldrei séð, að hún skyldi gefa þeim fyrir heilum grunnskóla. Ræðumenn reyndu að tjá gleði sína og þakklæti með ýmsu móti. Einn lagði til að nanfi skólans yrði breytt, þannig að nafn Margrét- ar yrði bætt við það. Var það einróma samþykkt af ráðamönnum héraðsins. Nafn hans í framtíðinni verður því „Margrét Monogrion Primary Scho- ol“. Henni var beðið blessunar Guðs, langrar og farsællar ævi og góðrar ferðar heim. Skóli í Monogrion (nafn svæðisins, sem skólinn er á) er tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Margir ræðumenn beindu því máli sínu til foreldra, sem flestir eru fátækir smábændur, ólæsir og óskrifandi, og sögðu þeim að nú hefðu þeir enga ástæðu til að senda ekki öll bömin sín í skóla og halda sumum heima til að gæta kúnna. Síðan voru ýmsir embættismenn Morgunblaðið/Valdís Magnúsdóttir Margrét Hjálmtýsdóttir í hópi nokkurra nemenda „Margrét Monogrian Primary School". Yfirmenn skólans standa lengst til vinstri. látnir koma fram fyrir foreldrana til að reyna að sannfæra þá um gildi menntunar, sem getur opnað leið að veliaunuðum og virðulegum störfum. Margir voru á einu máli um, að svo vel byggður skóli mætti aðeins hafa fyrsta flokks kennara. Hátíðin endaði með góðri matar- veis.lu, þar sem menn snæddu geit, kind, hænu og grænmeti með vel útilátnum skammti af hrísgijónum. Pókothérað er eitt af þeim héruð- um í Kenýu, sem styst eru komin á braut framfara nútímans. Pókot- menn hafa lítið að segja í stjómun landsins og eiga fáa menn i mikil- vægum embættum. Einn þeirra fáu, sem hefur forframast nokkuð vinnur í seðlabanka Kenýu í höfuðstaðnum Nairobí. Hann lýsti því yfir í veisl- unni, að hann vildi fá að aka Mar- gréti út á flugvöll, þegar hún færi heim. Hann ætlaði einnig að sjá til þess, að konan sín, sem ynni þar Nýi skólinn er einn af glæsilegustu skólum Pókothéraðs. Get ekki hugsað mér neitt ánægjulegra eftir Guóno Einarsson „ÉG HEF ferðast talsvert um þróunarlönd, til dæmis Indland, Sri Lanka og Brasilíu og bæði séð og kynnst hjartaskerandi neyð barna í þessum löndum. Það vaknaði hjá mér löngun að verða þeim að einhverju liði,“ sagði Margrét Hjálmtýsdóttir í stuttu samtali við Morgunblaðið eftir heimkomuna frá Afríku. Hvað kom til að þú kostaðir grunnskólabyggingu í Afr- íku en ekki eitthvert annað verkefni? „Fjarskyldur ættingi minn í Dan- mörku arfleiddi mig, ásamt mörg- um öðrum, að eigum sínum. Þessi góði maður hafði sagt að ég ætti að nota peningana mér til skemmt- unar í útlöndum. Ég mátti ekki eyða þeim á íslandi. Dag einn las ég í Morgunblaðinu grein eftir sr. Kjartan Jónsson kristniboða um sára þörf fyrir skólahús þar sem hann starfar. Þarna sá ég tækifæri til að hjálpa bágstöddum börnum með því að byggja skólahús í einu fátækasta héraði Kenýa með aðstoð kristniboðanna.“ — Hvernig fór vígsluathöfnin fram? „Hún kom mér vægast sagt á óvart. Það var tekið á móti mér líkt og ég væri þjóðhöfðingi. Þegar ég steig út úr bílnum var búið að mynda heiðursvörð. Söngkennari skólans hafði samið marga söngva mér til heiðurs sem bömin sungu og vögguðu sér í takt. Þau dönsuðu táknræna dansa um hvemig þau vildu verja mig árásum og slá um mig skjaldborg. Það er svo mikíl músík í þessu fólki. Mér voru líka gefnar táknrænar gjafír. Fyrst var ég krýnd periu- bandi með strútsfjöður, sem er heið- urskóróna. Þá fékk ég skeljum skreytt belti, sem varnar því að konur verði framsettar eftir marga bamsburði, holt grasker til að geyma í mjólk, öskju fyrir mat og litla skinntösku fyrir eigur mínar. Þessa hluti höfðu blessaðar fátæku konurnar unnið í höndunum til að gefa mér. Ég var beinlínis hrærð vegna vinsemdarinnar sem mér var sýnd. Svo fór afhending skólans fram. Byggingameistarinn afhenti mér lykil að skólanum, sem ég rétti fræðslufulltrúa héraðsins. Þá var ég látin halda ræðu, sem ég átti ekki von á. Ég talaði útfrá því sem við segjum svo oft hér á íslandi, að mennt er máttur. Sr. Kjartan túlkaði mál mitt og hann útskýrði líka fyrir mér það sem var sagt og sungið við vígsluna." Morgunblaðið/Valdls Magnúsdóttir Margrét opnaði skólann við hátíðlega athöfn. - SEGIR MARGRET HJÁLMTÝSDOTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.