Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 Fyrir vershmrmarmahelgim Sumartilboð a skófatnaði Fjölbreytt úrval afstriga- ogsportskóm SKÓSALANy Laugavegi 1, gegnt Skólavörðustíg, sími 16584. Nú er rétti tíminn til a ö hefja reglulegan spamað með áskrift að spariskírteinum Raunasaga Díönu selst vel hér á landi: Húsmæður í úthverfuml lesa bókina um Díönu Bóldn „Uún>‘‘ eftir Andrew Morton hefur selst vcl hér i landi en hún koml í bóloverslanir á fimmtudaginn var. Bókin olli mildu fjaftrafold þcgar hún | kom út í Bretlandi og hefur valdft athygli út um allan heim. Almenna bókafélagið gefur bókina út ( þýðingu Sigríðar Astríðar Ei- ríksdóttur og er hún gefin út í 3.500 eintökum. Ekki þótti forráðamönnum útgáf- unnar ráðlegt að biða til jóla með að gefa bókina út. þar eð þá gaeti áhugi almennings hafa dalaö á einkamál- um prinsessunnar. Á fimmtudaginn seldust u.þ.b. 10 i eintök af bókinni (Pennanum (Hall- armúla og er það afar gott miðað við það að ekki er mikið keypt af bókum I á þessum árstíma. Einnig hefur mik- | ið verið hringt og spurt um hana. í bókabúð Sigfúsar Eymundssonar í I Kringlunni var þaö sama upp á ten- ingnum, fólk var forvitið um bókina og gott þótti að 4-5 eintök seldust þar á fyrsta degi. Díönuáhuginn virðist vera hverfis- sonar í Austurstræti hafði bókin lítið I selst en aftur á móti á Eiðistorgi var I salan góð. Að sögn einnar af- I greiðslustúlkunnar eru það heima- I vinnandi konur úr úthverfunum I sem kaupa bókina: „Það eru ekki I karlmertnimir sem kaupa hana, það ] er kvenfólkið." . Eins og kunnugt er orðið segir bók- in frá ýmsum vandamálum Díönu, prinsessu af Wales. líkamlegum sem andlcgum, og sýnt fram á að hjóna- band hennar og Charles prins sé alls ekki eins mikill tangó á túlípönum og það hefur litið út fyrir að vera. Þaö er líklega þessi sameiginlegi reynsluheimur kvenna undir þrúg- andi ógn karlveldisins. sem islensk- ar húsmæöur finna við lestur bókar- innar um Díönu og geta samsamað sig við í sumarleyfinu. Hverfabundinn bók- menntasmekkur! Dagblaðið Tíminn birtir „þrumufrétt" um bókina um Díönu, prinsessu af Wales, síðastliðinn laugardag. Fréttin fellur vel að fjölmiðlafári um frægt fólk og einkalíf þess út í hinum stóra heimi. Og fagmann- lega er að verki staðið; íslenzkir lesendur bókarinnar nánast greindir eftir stétt og/eða búsetu: „Að sögn einnar af- greiðslustúlkunnar eru það einkum heimavinnandi konur úr úthverfunum sem kaupa bókina." Staksteinar staldra við þessa Tímafrétt í dag. Annað gildir í Austurstræti en við Eiðis- torg Frásagnir af einkalífi „fræga fólksins" falla í góðan jarðveg á Islandi, ekkert síður en í öðrum heimshornum, einkum og sér í lagi hjá kven- fólki í úthverfum höfuð- borgarsvæðisins, ef marka má bókmennta- lega- og félagsfræðilega fréttaúttekt dagblaðsins Tímans síðastliðinn laug- ardag. Bókin um Díönu, sem sögð er fjalla um einka- mál og hjónaband brezku prinsessunar, „olli miklu fjaðrafoki þegar hún kom út í Bretlandi", að sögn Tímans, „og hefur vakið athygli um allan heim“. En „Díönuáhug- inn virðist vera hverfis- skiptur", segir blaðið, „þvi í bókaverzlun Ey- mundsonar i Austur- stræti hafði bókin lítið selst en aftur á móti á Eiðistorgi var saian góð. Að sögn einnar af- greiðslustúlkunnar eru það heimavinnandi kon- ur úr úthverfunum sem kaupa bókina: „Það eru ekki karlmennimir sem kaupa hana, það er kven- fólkið.““ „Tangó á túlípönum“ Frétt Tímans lætur ekki við það sitja að kyn- og hverfismerlqa ís- lenzka lesendur Andrews Mortons og Díönuáhang- endur, sem út af fyrir sig segir þó nokkuð um heimsmannsleg vinnu- brögð þessa fréttavaka hér á skerinu, yzt í ver- aldarútsæ. Fréttin gerir og efni bókarinnar skýr skil og skorinyrt. Og ekki skortir punktinn yfir i-ið, það er fréttalegt mat á þeim konunglega hjú- skap, sem íslenzkt út- hverfafólk er sagt svo áhugasamt um. Orðrétt segir í Tíma- fréttinni: „Eins og kunngt er orðið segir bókin frá ýmsum vandamálum Dí- önu, prinsessu af Wales, likamlegum sem andleg- um, og sýnt fram á að hjónaband hennar og Charles prins sé alls ekki eins mikill tangó á túlí- pönum og það hefur litið út fyrir að vera.“ Þrúgandi út- hverfaógn karlveldisins Frétt Timans gerir það ekki endasleppt við les- endur. Rúsínan í pylsu- endanum er sum sé á sín- um stað; ekki aðeins út- tektin á því hveijir lesi bókina, það er konur í úthverfum, heldur og skýringin á því hvað stað- bundnum lesáhuganum valdi. Skýringin er að vísu ekki ný af nálinni en væntanlega góð og gild engu að síður. Og felur þar að auki i sér nýja spuraingu, sem blaðið lætur ósvarað enn sem komið er. Fréttaleg niðurstaða Tímans hljóðar svo: „Það er líklega þessi sameiginlegi reynslu- heimur kvenna, undir þrúgandi ógn karlveldis- ins, sem íslenzkar hús- mæður finna við lestur bókarinnar um Díönu og geta samsamað sig við í sumarleyfinu." Samsömun í sumar- leyfinu eru snjallyrði, en spurningin, sem þessi skyggna frásögn Timans felur í sér, er með öðrum orðinn sú, hvort „heima- vinnandi konur í úthverf- um“ búi öðrum fremur „undir þrúgandi ógn karlveldisins" og þá eink- um og sér í lagi í sumar- leyfinu? Miðbæjar- tangó í út- hverfin! Með skýringu Timans á lesáhuga fólks í hinum ýmsu borgarhverfum að leiðarljósi má kannski gera ráð fyrir því að við- ar en í konungsgörðum sé mannlífið „ekki eins mikill tangó á túlípön- um“'og vonir stóðu til i „den tid“. Það er á hinn bóginn huggun harmi gegn ef það, sem Tíminn lætur einnig að liggja, sum sé að mannlifstangóinn sé (júfari í miðborginni en úthverfunum, styðst við einhvera flugufóL Þá má jafnvel færa út kvíar miðbæjartangósins, eins og liitaveitunnar, svo hann ylji einnig upp út- hverfin. Það ætti ekki að vera erfiðara verk, íslending- um, en að byggja upp þorskstofninn, sem er efnhagslegt og físki- fræðilegt vandmál og þvi vart á bók setjandi á sól- björtum sumarnóttum, það er að segja ef bókin á að seljast jafnt í Austur- stræti sem við Eiðistorg. Með öðrum orðum þá hafa tangó og túlípani hafsins ekki verið eins nýliðunargæf og þjóð- hagfræðin telur nauðsyn- legt til að neyzlusamfé- lagið risi undir nafni næstu misserin. En þrátt fyrir dimma skýjabakka í Nú-Tíman- um þýðir ekki annað en að rækta með sér bjart- sýni og treysta á þann túlipanatangó, sem for- sjónin skenkir okkur, hvort heldur er í mið- borg, úthverfum eða líf- ríki sjávar. ríkissjóbs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, símí 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 9*6% raunávöxtun* y • • Oryggi Eignarskat tsfre Isi Ekkert innlausnargjald SJÓÐSBRÉF 5 Sjóðsbréf 5 eru eignarskattsfrjáls og henta því vel þeim sem greiða háan eignarskatt. Sjóður 5 er einnig mjög öruggur þar sem hann fjárfestir eingöngu í verðbréfum með ábyrgð Ríkissjóðs íslands. Bréfin beragóða ávöxtun og hefur raunávöxtun þeirra verið 9,6% sl. 3 mán. Bréfm eru mjög sveigjanleg þar sem þau eru fáanleg í hvaða einingum sem er. Þau er einnig hægt að innleysa hvenær sem er án innlausnargjalds. Ráðgjcifar VIB veita frekari upplýsingar um Sjóðsbréf 5 og auk þess er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VTB. * Arsávöxtun m.v. sl. 3 mán. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.