Morgunblaðið - 29.07.1992, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR. 29. JÚLÍ 1992
Hín hliðin á málinu
eftir Hönnu Kristínu
Guðmundsdóttur
Vegna frásagnar ungrar konu í
fjölmiðlum af viðskiptum sínum við
fyrirtæki mitt Hárgreiðslustofuna
Kristu sf. og meintu tjóni sem hún
hafí orðið fyrir á stofunni er ég
undirrituð, Hanna Kristín Guð-
mundsdóttir, hárgreiðslumeistari
og vinnuveitandi 35 starfsmanna
Kristu sf., tilneydd til að skýra frá
atvikum máls þessa eins og þau
horfa við mér.
Ég hef starfað við hárgreiðslu í
26 ár og ávallt haft mikla ánægju
af starfi mínu og þeim mannlegu
samskiptum sem því fylgja. Mér
hefur fundist það mjög gefandi að
bæta eða hjálpa við að bæta útlit
fólks og þar með sjálfsímynd þess.
Ég hef lagt mikinn metnað í starf
mitt bæði hvað varðar mín eigin
handverk svo og starfsmanna
minna eftir að ég hóf rekstur eigin
stofu fyrir 22 árum. Þær eru ófáar
stundimar á ári hveiju sem farið
hafa í menntun og þjálfun starfs-
manna minna á stofunni og nám-
skeiðum hérlendis og erlendis. Hár-
greiðsla er þjónustustarf og ég, sem
og aðrir sem þetta starf stunda,
hlýt að hafa það að aðalmarkmiði
að veita viðskiptavinum mínum
góða þjónustu því ánægður við-
skiptavinur kemur aftur.
„Slys“ í starfi eftir 26 ár
Þann 17. júlí sl. kom á hár-
greiðslustofu mína ung kona sem
fékk að eigin ósk permanent í hár
sitt, ein af mörgum þann dag og í
sjálfu sér ekki í frásögur færandi
nema fyrir það að þegar permanent-
meðferðinni var lokið kom í ljós að
hár hennar var ónýtt að því er virt-
ist, þó svo að ekki yrði endanlega
gengið úr skugga um það, því kon-
an hafnaði öllum bónum mínum um
að fá að þurrka eða meðhöndla hár
hennar frekar.
Unga konan fékk mikið áfall
þegar þetta var ljóst og brast hún
í grát. Ég og starfsmaður minn,
hárgreiðslumeistari sá sem setti
permanentið í ungu konuna, sáum
að „slys“ hafði orðið og varð okkur
sem von var mikið um. Þar sem
þetta er í fyrsta skipti á starfsferli
mínum sem slíkt hendir á stofu
/Á^ARUD
minni hef ég enga reynslu af því
hvemig bregðast skuli við í tilvikum
sem þessum en viðbrögð mín voru
þau annars vegar að reyna að hug-
hreysta konuna og bjóða henni að
þjónusta hár hennar frekar þá þeg-
ar og áfram síðar og hins vegar
að benda henni á vátryggingu stofu
minnar. Eiginmaður konunnar að
við töldum sem hafði beðið eftir
henni reyndi líka að hughreysta
hana en unga konan var ekki mönn-
um sinnandi og brást hún ókvæða
við. Hún kvaddi okkur með því að
hóta okkur hvoru tveggja fjölmiðl-
um og skaðabótamálssókn.
Um góð ráð
Á hárgreiðslustofum er eðli máls-
ins samkvæmt mikið gert af því að
leiðbeina og ráðleggja um með-
höndlun hárs bæði hvernig við-
skiptavinir sjálfir skuli eða skuli
ekki meðhöndla hár sitt svo og um
þá ýmsu þjónustu sem stofumar
bjóða upp á. Þannig er oft lagt á
ráðin um hvað fagmaðurinn telur
að fari viðskiptavini sínum vel svo
og hvaða meðferð henti eða henti
ekki hári hans svo sem litun, aflitun
eða permanent. í sumum tilvikum
er viðskiptavini leiðbeint um að litun
eða aflitun hárs eða permanentmeð-
ferð þess sé hárinu beinlínis óholl.
Þetta er gert í þeim tilvikum sem
hári viðkomandi hefur auðsjáanlega
verið ofgert með of tíðri meðhöndl-
un litar, aflitar eða permanents
miðað við styrkleika þess.
Aðvörun um að meðferð sé hári
óholl felur í sér þegar háralitun er
annars vegar að búast má við að
litur hárs viðskiptavinarins verði
ekki sá sem hann væntir en aðvör-
un um afleiðingar permanents lýtur
að ofþornun hársins og því að hárið
verði matt áferðar, illa viðráðanlegt
og „dautt" að sjá.
Flestir viðskiptavinir á hár-
greiðslustofum fylgja þeim ráðlegg-
ingum sem fagmennirnir veita en
sumir láta ráðleggingar og aðvar-
anir sem vind um eyru þjóta. í þeim
tilvikum er það ávallt matsatriði
hvenær skuli synja um þjónustuna.
Hugað er að því hvaða væntingar
viðskiptavinurinn gerir sér og
hversu raunsær hann er á ástand
eigin hárs. Það segir sig hins vegar
sjálft að ef ástæða er til að ætla
að meðferðin geti ónýtt hár við-
skiptavinar þá neitar fagmaður
honum um hana. Á hárgreiðslustofu
minni, frá því ég hóf rekstur henn-
ar fyrir 22 árum, hefur það aldrei
gerst að hár viðskiptavinar ónýttist.
Um „slysið“
Spurningunni um hvers vegna
hár ungu konunnar fyrrgreindu
ónýttist get ég ekki svarað til fulls
heldur einungis lagt að því líkur.
Unga konan var með mjög aflitað
ljóst hár. í hársverði hennar sást
að eðlilegur háralitur hennar var
brúnn og að hár hennar hafði vaxið
um 1-1'A cm. frá því að það hafði
verið aflitað sem þýðir að um það
bil 30 dagar voru síðan það hafði
verið gert síðast. Vegna aflitunar-
innar var konan vöruð við afleiðing-
um permanents, þ.e. að hár hennar
gæti orðið mjög matt og þurrt.
Hárendarnir, sá hluti hársins sem
er elstur og mest hefur mætt á og
því ávallt í verstu ásigkomulagi,
voru samkvæmt venju skoðaðir eft-
ir að hár konunnar hafði verið þveg-
ið enda eftir þvott ekki lengur fyrir
að fara næringu eða öðrum efnum
í hári sem geta gefið til kynna betra
ástand þess en raun er. Hár kon-
unnar var eftir þessa skoðun talið
permanent tækt enda yrði notað
og var notað veikt permanent sem
sérstaklega er ætlað lituðu og aflit-
uðu hári. Permanentmeðferðina
ætla ég ekki að rekja hér en hún
var öll frá upphafi til enda í sam-
ræmi við leibeiningar þær sem efn-
inu fylgja og farið hefur verið eftir
við setningu permanents í hár þús-
unda annarra kvenna og karla með
góðum árangri. Þannig legg ég lík-
ur að því að hvorki permanentefn-
inu né meðhöndlun þess sé um að
kenna.
Konan upplýsti eftir á að hún
hefði síðast, þ.e. um 40 dögum fyr-
ir permanentið, sjálf aflitað hár sitt.
Hár hennar var, andstætt því sem
ætla mátti, verst farið efst, þ.e. frá
u.þ.b. 1 til 1‘A cm. frá rót að ca
10 cm. frá rót. Efnið sem hún
kvaðst hafa notað og keypt i stór-
markaði er frá virtum framleiðanda
og hefur verið á markaðinum í lang-
an tíma. Unga kona er ein til frá-
sagnar um það að hún hafí í einu
og öllu farið eftir leiðarvísi um notk-
un þess. Orsakir „slyssins", þ.e.
þess atburðar að hár ungu konunn-
ar ónýttist við permanentið, tel ég
vera ástand hársins áður en per-
manentið var sett í það.
Það segir sig sjálft að hefði svo
mikið sem hvarflað að okkur sá
möguleiki að ástand hárs konunnar
yrði eftir permanentið það sem í
raun varð, þá hefði henni verið synj-
að um permanentmeðferð.
Eðlileg viðbrögð og „frétt" í
gúrkutíð
Spurningunni um hvað teljist
eðlileg viðbrögð við. „slysi" sem því
er henti ungu konuna á hárgreiðslu-
stofu minni læt ég öðrum eftir að
svara en ipnan við klukkustund eft-
ir að hún fór frá okkur, um kl.
17.30 föstudagskvöldið 17. júlí sl.
var hún búin að fá sér lögmann og
búin að fara á aðra hárgreiðslu-
stofu þar sem hún falaðist eftir
staðfestingu á því að hár hennar
væri ónýtt. Eftir því sem ég best
veit lauk hún því jafnframt af sam-
dægurs að láta mynda sig á ljós-
myndadeild Morgunblaðsins. í
Morgunblaðinu þann 22. júlí sl. birt-
ist síðan við hana viðtal ásamt
tveimur myndum af henni, annarri
Funheitt grill-
tilbod á gæða-
kjöti frá Blönduósi
SOLUFELAG
A- HÚNVETNIN GA
Hanna Kristín Guðmundsdóttir
„Orsakir „slyssins“, þ.e.
þess atburðar að hár
ungu konunnar ónýttist
við permanentið, tel ég
vera ástand hársins áð-
ur en permanentið var
sett í það.“
af henni með hárið og hinni af henni
eftir að hún hafði látið klippa sig.
Morguninn eftir mætir hún síðan í
viðtal hjá Eiríki Jónssyni á Bylgj-
unni. Samtal þeirra Eiríks var að
vísu stutt en yfirlýsingin sem hún
las var þeim mun lengri. Fyrirfram
hefði ég búist við öðrum efnistökum
hjá Morgunblaðinu en raunin varð
á. Blaðamaðurinn sem skrifaði
„fréttina“ hringdi að vísu í mig og
leitaði staðfestingar á því að unga
konan hefði fengið tiltekna „útreið“
á hárgreiðslustofu minni, en birti
síðan svar mitt klippt og skorið.
„Frétt“ Morgunblaðsins fær mest
pláss allra frétta þennan dag, 5
dálka á fjóruðu síðu og sett fram
í æsifréttamennsku stíl.
Þolandi og gerandi
Unga konan hefur þegar staðið
við aðra hótun sína, þá að fara með
frásögn sína af „slysinu" í fjöl-
miðla. Um frásögn konunnar í ofan-
greindum viðtölum ætla ég ekki að
fjölyrða hér. Það eru alltaf minnst
tvær hliðar á öllum málum. Hennar
frásögn er í flestum atriðum önnur
en okkar á hárgreiðslustofu minni.
Hins vegar gladdist ég yfir því að
heyra hana staðfesta á Bylgjunni
að rétt permanent hefði verið notað
í hár hennar, þó hún virtist ómeðvit-
uð um það og ekki hafa ætlað sér
það. Sömu sögu er að segja um
frásögn hennar af því hversu oft
hárgreiðslumeistarinn kom og skoð-
aði hár hennar meðan á meðferð-
inni stóð svo og hversu lengi hár
hennar var skolað enda telst hvoru-
tveggja til fyrirmyndar í vinnu-
brögðum við permanentmeðferð.
Það sem hins vegar vekur furðu
mína og annarra er hvað henni
gangi til, hveijum hagsmunum hún
er að þjóna. Orð hennar í niðurlagi
yfirlýsingarinnar sem hún las á
Bylgjunni þar sem hún varar aðrar
konur með fallegt hár (lýsing henn-
ar sjálfrar á hári sínu) við að skipta
við okkur svo og að það sem henti
hana hafi ekki verið slys heldur
léleg vinnubrögð geta samkvæmt
mínu viti ekki réttlæst af umrædd-
um atburði og eru meiðandi, ekki
aðeins fyrir mig sem eiganda og
rekstraraðila hárgreiðslustofunnar
heldur líka fyrir alla þá 35 starfs-
menn sem hjá mér starfa.
Hina hótun ungu konunnar, um
skaðabótamálssókn á hendur fyrir-
tæki mínu, hefur hún þegar þetta
er skrifað ekki ennþá efnt, en hún
staðfesti á Bylgjunhi þá fyrirætlan
sína. Það sem hins vegar vekur
furðu, þar sem af minni hálfu lög-
manni hennar var tilkynnt strax
daginn eftir „slysið“ um vátrygg-
ingu okkar hjá Sjóvá-Almennum
hf., er að áður en unga konan fór
með frásögn sína í fjölmiðla kynnti
hún sér hvorki sjálf né lögmaður
hennar, skýrslu þá sem við höfðum
þá þegar, tvéimur dögum fyrir við-
talið í Morgunblaðinu og þremur
dögum fyrir viðtalið á Bylgjunni,
gefið tryggingafélaginu um atvik
tjónsins. Lögmanni hennar var full-
kunnugt um að skýrslan lá þá þeg-
ar fyrir og ungu konunni líka, enda
vísar hún til hennar í viðtölunum.
Þannig var óþarfi að fara rangt
með efni hennar í fjölmiðlunum.
Þegar þetta er skrifað hefur trygg-
ingafélagi okkar auk þess ekki enn-
þá borist nein kröfugerð af hennar
hálfu en það skýtur skökku við að
hóta málssókn fyrr en afstaða þess
til bótakröfu ungu konunnar liggur
fyrir.
Þessi skrif éru ekki til þess að
afsaka eða bera í bætifláka fyrir
okkur heldur til að skýra okkar
hlið á málinu og að vara almenning
og eigendur þjónustufyrirtækja t.d.
hársnyritstofa við þeim „slysum"
sem geta orðið.
Ekki þó síður að beina þeim til-
mælum til fólks að það setji ekki
„eitthvað" efni, sem það kaupir út
í búð á hár sitt eða húð - nema
það fylgi fyrirmælum framleiðanda
út í ystu æsar. Snúið ykkur til fag-
manna og fáið réttu ráðin og trygg-
ið þannig rétta meðferð á hári ykk-
ar. Einnig til eigenda og starfsfólks
hársnyrtistofa, ef þið þekkið ekki
hár viðkomandi og/eða eruð í vafa
um útkomuna, verið þá ekki rög
við að neita þjónustunni ef einhver
vafí leikur á að útkoman verði ekki
góð.
Höfundur er hárgreiðslumeistari.
Rekaviðarbrú yfir Árnesá.
Trékyllisvík:
Morgunblaðið/Vilmundur Hansen
Rekaviðarbrú yfir Amesá
Trékyllisvík.
TALIÐ er að brúin yfir Árnesá
í Trékyllisvík sé síðasta brúin á
landinu sem smíðuð er úr reka-
við. Því var talið við hæfi að
halda henni við og nota eingöngu
reka nú þegar ákveðið var að
endurbyggja hana.
Aðspurður sagði Arinbjörn
kirkjusmiður Bernhardson að viður-
inn í brúnni væri mjög misjafn.
Brúin var byggð um 1950 úr bikuð-
um rekavið sem fenginn var úr fjör-
unni við Finnbogastaði. Hann sagði
að rauðaviður og seig selja væri í
góðu ástandi en að fura hefði stað-
ið sig verr. Allur viður sem nú er
notaður í endurbyggingu er fenginn
úr fjörunni við Finnbogastaði og sér
Guðmundur Þorsteinsson bóndi á
Finnbogastöðum um að saga hann.
- V.Hansen