Morgunblaðið - 29.07.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
21
<8.
1-
Draumurinn um eina
Evrópu-mynt fjarlægist
Skiptar skoðanir um ECU-mynteininguna innan EB
Brussel. The Daily Telegraph.
ÞAÐ er mun fleira en dyntir danskra kjósenda sem plaga for-
ystumenn Evrópubandalagsins og drauma þeirra um einingu
Evrópu þessa dagana. Efnaliagsþróun ríkjanna tólf, sem á að
vera að steypast í sama mót, virðist vera að fara út og suður.
Upplausnin í stjórnmálum og efnahagsmálum á Ítalíu er slík
að margir veðja á gengisfellingu lírunnar innan skamms, sem
myndi verða áfall fyrir núverandi samvinnu í gengismálum,
hvað þá hugmyndir um eina Evrópumynt. Og Italía er ekki
eina vandamálið.
Fyrir sjö mánuðum skrifuðu
leiðtogar Evrópubandalagsríkj-
anna undir samkomulag í Ma-
astricht í Hollandi, sem meðal
annars kvað á um mynteiningu.
Áætlað var að efnahagsþróun í
ríkjunum tólf myndi smátt og
smátt verða einsleitari, þannig
að ríkisútgjöld, verðbólga og
skuldasöfnun yrðu á endanum,
árið 1996, með svipuðum hætti
og í sjálfu borgvirki stöðugleik-
ans, Þýskalandi. Þegar slíkri full-
komnun væri náð yrðu hinar tólf
myntir að einni Evrópumynt, sem
væri þá fyrst og fremst sálfræði-
leg breyting, en hefði litla efna-
hagslega jarðskjálfta í för með
sér.
Reyndin hefur orðið önnur.
Þróunin á Italíu er vissulega ekki
hægfara leið til fullkomins stöð-
ugleika. Fyrir utan óskammfeilin
mafíumorð, vanmáttuga ríkis-
stjóm og fjármálahneyksli hátt-
settra stjórnmálamanna virðist
efnahagslífið vera að fara úr
böndunum. Skuldir eru 105 pró-
sent af þjóðarframleiðslu, fjár-
lagahallinn 15 prósent af þjóðar-
framleiðslu og ítalski seðlabank-
inn hefur þegar eytt helmingi
gjaldeyrisforða síns til að reyna
að halda uppi gengi lírunnar.
„Ástandið á Italíu er orðið stjórn-
íaust, það er stórslys yfirvof-
andi,“ segir virtur hagfræðingur
í London.
Ef þýski seðlabankinn hækkar
svokallaða Lombard-vexti í
haust, eins og nú er talið líklegt,
má búast við að gengisflot EB-
ríkjanna riðlist í fyrsta sinn í
fimm ár og er talið líklegt að
gengi lírunnar og sterlingspunds-
ins lækki. „Það er.ólíklegt að
Teiknari franska dagblaðsins
Le Monde virðist telja að Mit-
terrand Frakklandsforseti (hér
í líki Loðviks fjórtánda) taki
ECU full nærri sér.
mynteining EB myndi þola mikl-
ar innbyrðis gengisbreytingar,"
segir hagfræðingurinn sem áður
er vitnað í.
Mynteining gæti frestast um
áratug
Þegar Maastricht-samkomu-
lagið var samþykkt í desember í
fyrra voru allar stjömur hag-
stæðar einingu Evrópu. Góður
hagvöxtur hafði verið árin á und-
an, Þjóðveijar voru tilbúnir að
leggja þýska markið undir sam-
eiginlega stjóm, sem eins konar
leyfisgjald fyrir sameiningu
Þýskalands og nýr breskur for-
sætisráðherra var ekki tilbúinn
að malda í móinn eins og Margar-
et Thatcher skömmu fyrir tvísýn-
ar þingkosningar í Bretlandi.
Þessi samstilling hinna póli-
tísku himintungla er nú öll á
skjön og ástandið minnir óþægi-
lega mikið á það sem var rétt
fyrir olíuhækkanimar 1973-’74,
en þá ruku áætlanir um myntein-
ingu út í veður og vind. Ef nú
væri bullandi hagvöxtur í Evrópu
væri ólíklegt að 23.000 danskir
kjósendur gætu sett mynteiningu
EB út af sporinu, en núverandi
efnahagslægð getur auðveldlega
frestað slíkum áætlunum um
5-10 ár. Ef til vill skilur nú á
milli þeirra sem geta haldið í við
Þjóðveija í efnahagslegum
dyggðum og þeirra ríkja sem
hafa lítinn hemil á verðbólgu og
skuldasöfnun. Þannig gæti orðið
til lítil efnahagseining Frakka og
Þjóðverja og örfárra nágranna
innan stærri og losaralegri ein-
ingu EB-ríkjanna tólf (eða fleiri),
sem er það sem Bretar hafa vilja
forðast í lengstu lög.
Reuter
Jackson færlögbann
POPPGOÐIÐ Michael Jackson fékk lögbann sett á birtingu andlits-
myndar af sér í breska dagblaðinu London Daily Mirror. Blaðið sagði
nýlega að Jackson væri skrímsli með andlit þakið örum, holu í nefinu,
ójöfn kinnbein og signa höku; Það birti í gær nærmynd af söngvaran-
um þessu til staðfestingar. í grein Lundúnaspegilsins frá því í júní
segir að Jackson sé hroðalega afmyndaður í andliti eftir aðgerðir lýta-
lækna. „Sýndu þitt rétta andlit Michael," segir í fyrirsögn gærdags-
ins. Jackson hefur stefnt blaðinu fyrir meiðyrði og samningsrof, þar
sem lofað hafi verið að selja ekki myndir sem ljósmyndari þess tók
af söngvaranum á tónleikum í Miinchen og birta enga þeirra oftar en
einu sinni. Lögfræðingar Jacksons segja hann bæði reiðan og sáran
og búast við háum skaðabótum. Þeir bæta við að Michael sé reiðubú-
inn að koma fyrir kviðdóm og sýna fram á að hann sé aðlaðandi ung-
ur maður eins og einn þeirra komst að orði. Á myndinni má sjá Jackson
í Eurodisney í gær.
MONTANA tjaldvagnar
Kynningarvero
295.000,- stgr
Fortjald 45.000,-
Skoöun og skráning innifalin í veröi
Settir upp með einu handtaki.
Látið þetta tækifærí ekki
fram hjá ykkur fara.
Opið mánud.-föstud. kl. 10-18.30
Laugard. kl. 10-16
Wodeikur
VrsirRiiriMAR
Faxafeni 10, sími 686204
lambakjöl á funheitu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilboöi • lambakjöt á funheitu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilboði
HREINASTI
BUHNYKKUR
LAMBAKJÖT Á FUNHEITU
GRILLTILBOÐI MEÐ MINNST
15% AFSLÆTTI
Kryddlegnar framhryggjarsneiðar, rauðvínsleginn hryggur, kryddlegnar grillsneiðar. Notið tækifærið, gerið kjarakaup
og setjið lambakjöt á funheitu grilltilboði - beint á grillið.
a
SMrWi
1
j
lambakjöt á funheitu grilltilboöi • lambakjöt á funheitu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilboöi • lambakjöt á funheitu grilltilboöi