Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
17
eitthvað ber útaf. Á námskeiðum
um áhafnastjórnun eru flugmenn
þjálfaðir í að þróa með sér almenna
stjórnunarhæfileika, að geta stjórn-
að vinnu samstarfsmanna sinna,
reynt er að ráðast á veika hlekki
ákvörðunartökunnar, bent á nauð-
syn þess að skipta verkefnum niður
°g þýðingu þess að samskipti
manna í stjórnklefa séu eðlileg og
árangursrík.
Þessum atriðum hefur verið gef-
inn æ meiri gaumur á síðari árum
í ljósi þess að mikinn hluta flug-
slysa á síðustu áratugum hefur að
einhverju leyti mátt rekja til mann-
legra mistaka, segir Tony van
Heerden. Flugmenn eru þjálfaðir til
að bregðast skjótt og rétt við
skyndilegum bilunum sem upp
kunna að koma. Á síðustu árum
hefur æ meira verið skoðað hvemig
þeir taka ákvarðanir sínar og hvort
þjálfa megi þessa ákvarðanatöku
betur. Það er enn meiri þörf á að
staldra við þessa þætti eftir því sem
flugvélarnar verða tæknilega full-
komnari og sjálfvirkari.
Hann tók dæmi um hvað gera
skuli við hreyfílbilun í flugtaki.
Hvað á að gera og í hvaða röð?
Fyrsta atriðið er að ná fullkomnu
valdi á vélinni, koma henni á loft
og komast á „auðan sjó“. Síðan er
hægt að kanna næstu skref, til-
kynna bilun í flugumferðarstjóm,
fá heimild til tafarlausrar lending-
ar, upplýsa farþega og aðra í áhöfn
hvað er að gerast og grípa til frek:
ari ráðstafana varðandi öryggi. í
þessu öllu þurfum við að nota öll
skilningarvitin, sjón, heyrn, lykt,
snertingu og bragð og síðan þurfum
við að grípa til sjötta skilningarvits-
ins eða innsæisins. Við getum sagt
að það sé uppsöfnuð reynsla okkar
sem við búum yfir og grípum til á
örlagastundu.
Hvemig hafa flugmenn tekið
þessum nýju atriðum í þjálfun sinni?
Mjög vel og jafnvel þótt þeim
finnist við vera að tala um atriði
sem þeir þekkja og kunna sjá þeir
gagnsemi þessarar þjálfunar. Hún
eflir dómgreind manna, bætir sam-
skipti og þama er bent á hvernig
ýmsir mannlegir þættir geta skipt
máli við ákvarðanatöku í þessu
starfi. Á námskeiðunum kenna
flugmenn, sálfræðingar og ýmsir
aðrir sem §alla um hina mannlegu
hlið. Þjálfun af þessu tagi verður
brátt gerð að skilyrði fyrir því að
mega fljúga til Bandaríkjanna og
munu önnur lönd sigla í kjölfarið
enda hafa mjög mörg flugfélög tek-
ið hana upp.
jt
■9>PÍ«g|
SKUTBILL
Daglegt amstur gerir ólíkar
kröfurtilbifreiða. Lada
station sameinar kosti fjöl-
skyldu- og vinnubíls, ódýren
öflugur þjónn, sem mælir
með sérsjáifur.
Veldu þann kost,
sem kostarminna!
Opið kl. 9-18.
Laugard. 10-14,
Bifrelðarog
landbúnaðarvólar hf.
Ármúla 13,
Suðurlandsbraut 14.
Sími681200.
Capella Media:
Ensk endurreisnar-
tónlist í Kristskirkju
Tónlistarhópurinn Capella Media
hefur að undanförnu gert víð-
reist á vegum Sumartónleika á
Norðurlandi og auk þess komið
fram á Egilsstöðum. Capella
Media heldur tónleika í Reykja-
vík fimmtudaginn 30. júlí. Tón-
leikarnir verða í Kristskirkju í
Landakoti og hefjast klukkan
20.30.
Á Sumartónleikum á Norðurlandi
flutti tónlistarhópurinn Capella
Media dagskrá sína í Húsavíkur-
kirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mý-
vatnssveit, Lundarbrekkukirkju í
Bárðardal og Akureyrarkirkju við
góða aðsókn og ágætar undirtektir.
Síðan fór hópurinn austur á land
og hélt tónleika í Egilsstaðakirlq'u.
Tónleikaferðinni lýkur svo í Reykja-
vík á fímmtudagskvöld með tónleik-
um í Kristskirkju í Landakoti.
I Capella Media eru sópransöng-
konan Rannveig Sif Sigurðardóttir
og kontratenórinn Sverrir Guðjóns-
son ásamt Stefan Klar, sem leikur
á lútu, theobra og blokkflautu,
Klaus Hölzle, sem leikur á lútu og
Christine Heinrich, sem leikur á
violu da gamba. Stefan Klar stofn-
aði þennan tónlistarhóp árið 1987,
en hann hefur einkum lagt rækt
við að leika forna tónlist með upp-
runalegum hljóðfærum og stofnaði
til dæmis árið 1982 tónlistarflokk-
inn Capella Campedonensis í því
skyni.
Á efnisskrá Capella Media eru
tónverk, að mestu samin á 17. öld,
eftir John Dowland, Tobias Hume,
John Coperario, Christopher Simp-
son, John Bartlet, John Danyel og
Henry Purcell.
íscola 1,5 Itr. m yyii kr.
Kims flögur 100 g kr.
Durkee franskar kartöflur 1,5 oz... . kr. 69,-
Maryland kex
Fig Roll Bolands ..kr.
1/2 ds. bakaðar baunir Ora ...kr.
1/2 ds. maískorn .. kr.
1/2 ds. saxbauti .. kr.
Húsavíkur 1 5%
grillkjöt afsláttur
Einnota grill kr. 289r
Grillkol 2,27 kg kr. 169
Grillpinnar kr. 749,-
Hamborgari með brauði kr. 59,* stk.
Ungnautakjötið LOM - vel hangið og meyrt
Entrecote kr. kg 1.489,-
Prime ribs kr. kg 1.098,-
Innra læri kr. kg 1.489,-
Filletkr.kg. 1.589,-
T-bonekr.kg. 1.399,-
Plastglös
Plasthnifapör
Plastdiskar
Soðin svið
Gritlaðir kjúklingar
Soðið hangikjöt
Svínakótilettur kr. kg 995,-
Svínalæri kr. kg 499,-
Coke, Sprite,
Fanta, Diet eoke
kr. 1 1" 2 ffr.
NÖAXÚN ®
Nóatún 17 ■ Laugavegur 116- Rofabær 39 ■ Hamraborg 18, Kópavogl ■ Furugrund 3, Kópavogi • Þverholti 6, Mosfellsbæ
617000 23456 671200 43888 42062 666656