Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 RAÐA(JG[ YSINOAR Tónmenntakennarar Staða tónmenntakennara er laus við Barnaskóla Húsavíkur næsta skólaár. Góð vinnuaðstaða. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Upplýsingar veita Halldór Valdimarsson, skólastjóri, í vs. 96-41660 og hs. 96-41974 og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, í vs. 96-41660 og hs. 96-41631. & ■Hofaj&cm Aðstoðarfólk í eldhús óskast til starfa strax. Upplýsingar aðeins gefnar á skrifstofu milli kl. 8.00-17.00. m Lóðaúthlutun í Kópavogi Kópavogskaupstaður auglýsir eftirtaldar lóð- ir lausar til úthlutunar: 1. Nónhæð Lóðir fyrir 28 tveggja hæða einbýlishús til einstaklinga og/eða byggingaaðila. Lóðirnar eru byggingarhæfar. 2. Digraneshlíðar Um er að ræða 22 lóðir fyrir tveggja hæða einbýli, 3 raðhús á tveimur hæðum, 11 parhús á tveimur hæðum, 1 sambýlis- hús með átta íbúðum og 5 tveggja hæða sambýlishús með alls 24 íbúðum. Lóðirn- ar eru byggingarhæfar og úthlutast til einstaklinga og/eða byggingaraðila. 3. Sjávarlóðir Þrjár sjávarlóðir við Huldubraut í Foss- vogi gengt Öskjuhlíð. Lóðirnar eru byggin- arhæfar. 4. Smárahvammur Lóð undir 3ja hæða atvinnuhúsnæði auk kjallara (verslun, þjónusta og léttur iðnað- ur), Hlíðarsmári 4 við Reykjanesbraut, samtals um 2.400 fm. Skipulagsskilmálar, skipulags- og byggingar- skilmálar svo og umsóknareyðublöð liggja frammi á tæknideild Kópavogskaupstaðar i Fannborg 2, 3. hæð, frá kl. 9.00-15.00. Umsóknum skal skila á sama stað. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Tilkynning til viðskipta- manna Betri kaupa hf. - Ódýra markaðarins Hér með tilkynnist þeim viðskiptamönnum Betri kaupa hf., sem eiga húsgögn og/eða aðra muni í umboðssölumeðferð hjá félag- inu, að óskað er eftir að munanna verði vitjað. F.h. þrotabús Betri kaupa hf. mun aðili verða í starfsstöð félagsins í Síðumúla 23, Reykja- vík, fimmtudaginn 30. júlí 1992, kl. 10.00- 18.30 og afhenda eigendum muni sína. Ósk- að er eftir að eigendur og/eða fulltrúar þeirra muni framvísa kvittunum frá félaginu fyrir mótttöku. Reykjavík, 27.07. 1992. Halldór Þ. Birgisson hdl., skiptastjóri íþrotabúi Betri kaupa hf. Metsölubbó á hveijum degi! Þingvellir um verslunarmannahelgi 1992 Gönguferðir og barnasamverur LAUGARDAGUR: Kl. 13.00 Gönguferð. Náttúru-og söguferð. Farið frá þjónustumiðstöð, gengið að Hrauntúni og Skógarkoti. Takið gjarnan með ykkur nesti. Kl. 14.00 Gerum okkur mynd: Náttúru-og myndsköpunarferð fyrir börn á aldrinum 6 og uppúr. Farið frá bílastæði við göngustíg að Öxar- árfossi. Ath.: Verður aðeins ef veður leyfir. Kl. 14.00 Söguferð-Þingið: Lögberg, búðasvæðið, Þingvallastaður. Hittumst á skáldareit við Þing- vallakirkju. Kl. 20.30 Hvannagjá: Spjall um náttúruna og leikir. Ætlað börnum á öllum aldri. Börn yngri en 6 ára komi í fylgdfullorðinna. Hittumstátjald- svæðinu við Leiralæk. SUNNUDAGUR: Kl. 11.00 Barnaguðsþjónusta í Hvannagjá. Kl. 13.00 Gönguferð. Fariðfrá þjónustumið- stöð um Fögrubrekku, í Stekkj- argjá, með Flosagjá, í Skógarkot og eftir Sandhólastíg að þjónustu- miðstöð. Takið gjarnan með ykkur nesti. Kl. 14.00 Náttúru- og myndsköpunarferð fyrir börn á aldrinum 6 ára og uppúr. Farið frá Þingplani („neð- an“ við Almannagjá). Verður að- eins farin í þokkalegu veðri. Kl. 16.00 Söguferðir - Þingið: Lögberg, búðasvæðið, Þingvallastaður. Hittumst á Skáldareit við Þing- vallakirkju. Kl. 20.30 Hvannagjá: Spjall um náttúruna og leikir. Ætlað börnum á öllum aldri. Börn yngri en 6 ára komi í fylgd fullorðinna. Hittumst á tjald- svæðinu við Leiralæk. Kl. 21.00 íhugunar- og kyrrðarstund í Þing- vallakirkju. Þátttaka í ferðum og samverum er ókeypis. Samverur og gönguferðirtaka liðlega klukku- tíma, nema gönguferðir kl. 13.00 sem taka um fjórar klst. Hugið vel að skjólfatnaði til útivistarferða. Upplýsingar í þjónustumiðstöð sem og hjá tjald- og veiðileyfasala, sími 98-22660. Þjóðgarðsvörður. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoma fellur niður í kvöld vegna Landsmóts hvítasunnu- manna. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Vakningasamkomur í kvöld og næstu kvöld kl. 20.30. Majór- arnir Carl og Gudrun Árskóg Lydholm frá Danmörku syngja og tala. Fjölbreytt dagskrá, mik- ill söngur og tónlist. Allir hjartanlega velkomnir. Flóamarkaðsbúðin er opin í dag kl. 13-18 í Garðastræti 2. Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina Fimmtudagur 30. júlf: Almenn samkoma kl. 20.30. Mikill söngur. Vitnisburðir Sam- hjálparvina. Ræðumaður: Sóra Sigrún Ósk- arsdóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Laugardagur 1. ágúst: Opið hús kl. 14.00 - 17.00. Lítið inn og spjallið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni og meðlæti að hætti Dorkas- kvenna. Við tökum lagið kl. 15.30. Takið með ykkur gesti. Sunnudagur 2. ágúst: Almenn samkoma kl. 16.00, fjöl- breytt dagskrá. Samhjálparvinir gefa vitnisburði og kór þeirra syngur. Barna- gæsla. Ræðumaður: Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverf- isgötu 42, um helgina á meðan húsrúm leyfir. Samhjálp. Frá Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni Tjaldsvæðin á Laugarvatni verða opin fjölskyldufólki um verslun- armannahelgina og framvegis meðan pláss leyfir. Unglingar fá ekki aðgang að svæðunum nema í fylgd með fullorðnum og fjölskyldum sínum. Tjaldmiðstöðin á Laugarvatni, sími 98-61155 FERÐAFÉLAC # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Spennandi ferðir um verslunarmannahelgina: A. Brottför 31/7 kl. 20. 1. Þórsmörk og Fimmvörðuháls Boðið verður upp á gönguferðir um Mörkina alla dagana og einn daginn er gönguferð yfir Fimm- vörðuháls (8 klst.). Bíll sækirfólk- ið að lokinni göngu að Skógum. 2. Jökulheimar - Heljargjá - Veiðivötn. Gist f skála Jöklarann- sóknafélagsins f Jökulheimum. Gengiö í Heljargjá og f þessari ferð verður komið við í Veiði- vötnum. 3. Álftavatn - Hólmsárlón - Rauðibotn. Gist í sæluhúsi F.l. við Álftavatn og farnar dagsferð- ir þaðan, m.a. gengið meðfram Hólmsárlóni að Strútslaug og víðar. 4. Landmannalaugar - Eldgiá - Háalda. Gist f sæluhúsi F.í f Laugum. Ekið f Eldgjá, gengið á Gjátind og að Ófærufossi. Einnig verður gengið á Háöldu (1143 m) sem liggur í suðaustur frá Mógilshöfðum. Stórkostlegar skoðunarferðir um sórstætt landslag. B. Brottför 1/8 kl. 08. 1. Snæfellsnes - Breiða- fjarðareyjar (3 dagar). I þessari ferð verður lagt af stað á laugar- dagsmorgni (1. ágúst) kl. 08. Ekið til Stykkishólms þar sem gist verður í svefnpokaplássi. Sá dagur verður notaður til skoðunarferðar norðanmegin á nesinu. Á sunnudag verður siglt með Eyjaferðum. Skoðaðar margar eyjar og fuglalíf m.a. Klakkeyjar, Purkey o.fl. 2. Snæfellsnes að norðan - Tröllatindar o.fl. (3 dagar) Upplýsingar og pantanir á skrif- stofunni, Mörkinni 6. Pantið tímanlega. Ferðafélag Islands. UTIVIST Hollvoigjrstig 1 • sími 614330 Spennandi ferðir um verslunarmannaheigina 1. Siglufjörður - Héðinsfjörður - Ólafsfjörður. Gönguferð með allan búnaö. 2. Básar á Goðalandi. Gist í skála eða tjöldum. Frábær að- staða. Skipulagðar gönguferöir um Goðaland og Þórsmörkina. 3. Eiríksjökull - Geitland - Þórisjökull og nágrenni, gengið með dagpoka. Munið eftir vasa- Ijósum fyrir hellaferð. 4. Núpsstaðarskógur. Komið við í Dyrhólaey á heimleið. Tjaldagisting. Sumarleyfisferðir 8.-16. ágúst Jökulsá á Fjöllum Gengið frá Hrossaborg um Graf- arlönd til Herðubreiðarlinda. Komiö í öskju, Hvannalindir og Kverkfjöll. Gist f skálum og tjöld- um. Mögulega farangursbíll. Fararstjóri Ásta Þorleifsdóttir. 8.-15. ágúst Hálendishringurinn Ekið um Þjórsárdal, á Sprengi- sand og Gæsavatnaleið til öskju og Heröubreiðarlinda. Farið í Kverkfjöll og Hvannalindir. Ekið heim um Bárðardal og Sprengi- sand. 11.-16. ágúst Landmannalaugar - Strútslaug - Básar Gangan hefst við Landmanna- laugar, þaðan í Hrafntinnusker og Reykjafjöll. Gengið á Torfa- jökul og þaðan í Strútslaug og Hvannagil. Síðan um Emstrur og endað f Básum. Gist í tjöld- um. Sjáumst í Útivistarferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: