Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 32
32
__________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992_
Sjáandi sjá þeir ekki“
Fulltrúa kaþólsku kirkjunnar svarað.
eftirDr. Steinþór
Þórðarson
Fimmtudaginn 23. júlí sl birti
Morgunblaðið grein eftir Atla
Gunnar Jónsson sem lýsir viðbrögð-
um hans við grein minni frá 17.
júlí undir fyrirsögninni: „Hveiju
mótmæla mótmælendur?“ Þar sem
greinarhöfundur fer með fullyrðing-
ar sem ekki standast dóm Biblíunn-
ar og kirkjusögunnar, tel ég rétt
að koma eftirfarandi athugasemd-
um á framfæri.
í grein minni beindi ég athygli
lesenda að þeirri staðreynd að
kennimenn kaþólsku kirkjunnar
viðurkenna að hafa innleitt 1. dag
vikunnar, sunnudaginn, sem til-
beiðsludag í stað 7. dags vikunnar,
laugardagsins. Síðan hafa flestir
mótmælendur fylgt þessum fyrir-
mælum páfadóms ýmist méðvitað
eða ómeðvitað. Þó hafa alla tíð ver-
ið til hópar fólks í gegnum aldimar
sem ekki vildu fara að tilskipun
páfadóms í trúarefnum, og er til-
skipað helgihald á sunnudegi, í stað
þess hvíldardags sem Guð ætlast
til að menn hafi í heiðri, aðeins eitt
atriði af mörgum sem þessir mót-
mælendur hafa hafnað. Rétt er að
minna á þá staðreynd að meiri-
hluti, eða mikill mannfjöldi, hefur
ekki alltaf rétt fyrir sér. T.d. var
Drottinn Jesús Kristur ávallt í frem-
ur litlum minnihluta.
Hinn biblíulegi hvfldardagur (þ.e.
7. dagur vikunnar, laugardagurinn)
er jafn gamall mannkyninu, enda
var hann kynntur fyrstu foreldmm
mannanna strax við sköpun heims-
ins. Guð bauð öllum mönnum að
hafa í heiðri hvfldardag sinn, enda
sagði Jesús: „Hvíldardagurinn varð
til mannsins vegna“, Markús 2,27.
Og þar sem þessi hvfldardagur
Guðs og manna verður líka hafður
í heiðri í eilífðarríki Guðs (sjá Jesja
66,23), hví leyfa þá kennimenn
páfakirkjunnar sér að innleiða ann-
an hvíldardag? Hvað hafa þeir á
móti fyrirmælum Guðs? Og hvers
vegna má 2. boðorðið ekki koma
fyrir sjónir manna? Hvers vegna
að nema á brott boðorðið þar sem
Guð varar við tilbeiðslu líkneslqa
og skurðgoða?
Atli Gunnar vill fá að vita hvorri
upptalningu boðorða Guðs hann eigi
að taka mark á, þeirri sem birt er
í 2. Mósebók 20. kafla eða þeirri
sem vitnað er til í 5. Mósebók 5.
kafla. Guð ætlast til þess að Atli
Gunnar taki mark á þeim báðum,
enda era þær efnislega eins. í báð-
um upptalningum er mönnum, ekki
aðein's gyðingum, boðið að hafa í
heiðri 7. dag vikunnar sem hvíldar-
dag. Lesendur era hvattir til að
bera saman þessa tvo lista boðorða.
í grein sinni verður Atla Gunnari
gjamt á að vitna í svonefnda hefð
og kirkjufeður, en þeir voru andleg-
ir leiðtogar á fyrstu öldum eftir
daga postulanna. Þessir menn
kenndu ýmislegt sem var í algjörri
andstöðu við kenningu Biblíunnar,
t.d. niðurfelling 2. boðorðsins, inn-
leiðing sunnudagshelgi í stað hvfld-
ardags Drottins, Maríudýrkun,
hreinsunareld, syndaaflausn og
fleira. Þegar frá leið vora slíkar
kenningar og tilskipanir páfadóms
sem vora andstæðar Orði Guðs
kallaðar „hefð“, sem ekki mátti
hrófla við. Með tímanum varð
“hefðin" æðri Guðs Orði. Hér skal
nefnt eitt dæmi.
í gegnum dimmar aldir fáfræði
og vanþekkingar bannaði páfakirkj-
an almenningi að eignast Biblíuna.
Fólk mátti ekki einu sinni lesa Orð
Guðs. Þá komu Marteinn Lúter og
siðbótin fram á sjónarsviðið og al-
menningi gafst kostur á að kynnast
Orði Guðs á ný. En þar sem hefðin
hafði þá náð svo sterkum tökum á
kennimönnum kaþólsku kirkjunnar
var ákaft deilt um það innan kaþ-
ólsku kirkjunnar á 16. öld hvort
væri hinu æðra í trúarefnum, hefð-
in eða Orð Guðs. Að lokum tók
kirkjuþing kaþólsku kirkjunnar,
sem haldið var í Trent' á Ítalíu, af
skarið árið 1562. Erkibiskupinn af
Reggjo orðaði ákvörðun páfadóms
þannig: „Vald kirkjunnar getur því
ekki verið háð valdi Ritninganna,
vegna þess að kirkjan hefur ...
flutt hvíldardaginn yfir á sunnudag-
inn, ekki samkvæmt tilskipun
Krists, heldur í hennar eigin valdi.“
(Canon and Tradition, bls. 263).
Önnur kaþólsk heimild segir enn-
fremur um þá áherslu sem páfa-
dómur Jeggur á hefð ofar Orði
Guðs: „í öllum opinberam fræðslu-
bókum þeirra segjast mótmælendur
grandvalla trú sína á Biblíunni og
Biblíunni einni, og þeir hafna hefð
... Það er enginn staður í Nýja
testamentinu sem greinir frá því
að Kristur hafí breytt um tilbeiðslu-
dag frá laugardegi til sunnudags.
Og þó halda allir mótmælendur
sunnudaginn, nema sjöunda dags
aðventistar... Mótmælendur fylgja
hefð þegar þeir halda helgan sunnu-
daginn.“ (Our Sunday Visitor, 11.
júní, 1950.) Með þessum orðum
snupra kennimenn páfadóms mót-
mælendur fyrir það að telja sig
vera andsnúna páfakirkjunni, þegar
þeir í rauninni fylgja fyrirmælum
páfadóms um að láta Orð Guðs víkja
fyrir hefð. Og helstu rök kaþólskra
era einmitt þau að mest allur hinn
kristni heimur fylgi núna hefð í
stað þess að hlýða fyrirmælum
Guðs. Máli sínu til stuðnings benda
þeir helst á breytingu boðorðanna
og sunnudagshelgihaldið sem flestir
mómælendur tileinka sér.
Hin marg umtalaða „hefð“ er
nútíma hugtak um það sem Jesú
Kristur kallaði „erfikenningu". T.d.
sagði hann: „Hvers vegna bijótið
þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfi-
kenningar yðar?“ Svo bætti hann
við: „Til einskis dýrka þeir mig, er
þeir kenna þá lærdóma, sem era
mannasetningar einar." Matteus
15,3 og 9.
Þá segir greinarhöfundur: „Hafi
sabbatsdagurinn haft jafn mikla
þýðingu fyrir höfunda Nýja testa-
mentisins eins og aðventista þá
hefðum við áreiðanlega einhveijar
heimildir um hann.“ Þar sem Atli
Gunnar er við guðfræðinám í há-
skóla Vatikansins í Róm, vona ég
að honum gefíst tækifæri til að lesa
eftirfarandi tilvitnanir sem einmitt
er að finna í Nýja testamentinu.
Skömmu fyrir dauða sinn varaði
Kristur lærisveinana við miklum
hörmungum sem síðar myndu koma
yfir íbúa Jerúsalem. Hann ráðlagði
þeim að flýja í tæka tíð til fjalla
og sagði: „Biðjið, að flótti yðar verði
ekki um vetbr eða á hvíldardegi.“
Matteus 24,20. Spádómurinn um
eyðileggingu borgarinnar rættist
um árið 70 e.Kr. eða 40 árum eftir
krossdauða Jesú. Af orðum Drottins
er ekki að sjá að hann ætlaði fólki
að hætta að halda sabbatsdaginn
(laugardaginn) helgan og því síður
að taka upp annan hvíldardag í
staðinn. Einnig má benda á Hebrea-
bréfið 4. kafla, 9 vers, en þar segir
einmitt um hvíldardag Drottins:
“Enn stendur þá til boða sabbats-
hvfld fyrir lýð Guðs.“ Hvergi nokk-
urs staðar í allri Ritningunni, hvort
heldur Gamla eða Nýja testament-
inu, er að fínna hina minnstu vís-
bendingu þess efnis að Guð vildi
skipta um hvíldardag. Fullyrðing
Atla Gunnars og annarra um að
Ritningin hafi afnumið hvíldardag
Biblíunnar (laugardaginn) á því
ekki við rök að styðjast.
Ég tel rétt að leggja á það áherslu
hér, að enginn verður hólpinn fyrir
dugnað sinn í því að halda boðorð-
in. Boðorðin tíu era enginn frelsari
og þeim var aldrei ætlað að vera
það. Aðeins fómardauði Drottins
Jesú Krists friðþægir fyrir syndir
mannanna. Hins vegar, eins og
spegillinn sýnir óhreinindi á andliti
manns, þannig leiða boðorðin í ljós
syndasekt okkar mannanna. Og
eins og engum dettur í hug að þvo
af sér óhreinindin með speglinum,
heldur með vatni og sápu, þannig
er það úthellt blóð frelsarans sem
tryggir hreinsun synda okkar en
ekki boðorðin tíu. Aftur á móti legg-
ur Orð Guðs ríka áherslu á nauðsyn
þess, að hollusta okkar við Drottin
opinberist í hlýðni við boðorð hans
(sjá Jóh. 14,15).
Til gamans og fróðleiks vil ég
vekja athylgi Atla Gunnars á því,
að fyrsti einstaklingurinn sem ekki
var kaþólikki og útskrifaðist frá
Gregoriana háskólanum í Róm (há-
skóla Vatikansins þar sem Atli
Gunnar stundar nú guðfræðinám)
var einmitt aðventisti, Dr. Samuele
Bacchiocchi. í doktorsnámi sínu þar
rannsakaði Bacchiocchi sérstaklega
þá kirkjusögulegu þróun sem leiddi
til þess að kirkja páfans skipti um
hvíldardag. Bók hans, From Sabb-
ath to Sunday, (útgefin af háskóla-
prentsmiðju Vatikansins árið 1977)
er byggð á þessari rannsókn þar
sem heimildir kaþólsku kirkjunnar
Dr. Steinþór Ólafsson.
„Hvergi nokkurs staðar
í allri Ritningunni,
hvort heldur Gamla eða
Nýja testamentinu, er
að finna hina minnstu
vísbendingu þess efnis
að Guð vildi skipta um
hvíldardag.“
vora notaðar til grandvallar niður-
stöðum doktorsins. Svo mikið
fannst Páli páfa 6. koma til árang-
urs Dr. Bacchiocchis að hann sæmdi
hann sérstakri gullmedalíu Vatik-
ansins í viðurkenningarskyni.
Þessi viðurkenning páfans sýnir
svo að ekki verður um villst, að
páfadómur afneitar alls ekki sögu-
legum staðreyndum. Af hveiju leit-
ast þá Atli Gunnar við að breiða
yfir sögulegar staðreyndir í þessu
efni? Kirkja páfans stóð fyrir breyt-
ingum á boðorðum Guðs, og hún
innleiddi nýjan hvíldardag sem ekki
á stoð í Heilagri ritningu. Þetta
reynir páfadómur alls ekki að fela.
Gibsons kardínáli skrifaði t.d. þetta:
“Þið getið lesið Biblíuna frá upp-
hafi til enda og þið munið ekki finna
eina einustu línu sem heimilar helg-
un sunnudagsins. Ritningarnar
kalla á helgihald laugardagsins sem
við höfum aldrei í heiðri.„The Faith
of Our Fathers, 92. útg. bls. 89
Þegar svo allt kemur til alls,
hvaða máli skiptir það hvaða dagur
vikunnar er haldinn helgur sem
hvíldardagur Drottins? í fyrsta lagi
hefur Guð blessað og helgað aðeins
einn vikudag sem hvfldardag Guðs
og manna (sjá l.Mósebók 2,2-3).
Hann bauð öllum mönnum að til-
einka sér 7. dag vikunnar sem helg-
an hvíldardag (sjá 2.Mósebók
20,8-11). ítrekað lýsir Guð því yfir
að hinn biblíulega hvíldardag (7.
dag vikunnar) beri að skoða sem
“sambandstákn" milli Guðs og
manna (sjá Esekíel 20,12-24). Þetta
er hans yfirlýsta merki sem hann
vill að fólk hans tileinki sér. Síðasta
bók Biblíunnar, Opinberunarbókin
(sjá 13. kafla), varar við því að
menn meðtaki annað merki sem
ákveðið trúarlegt vald muni reyna
að þvinga upp á þá í framtíðinni.
Páfadómurinn segir: „Sunnudag-
urinn er merki um vald okkar“ og
ætlast til þess að allur heimurinn
hlýði sér. Hins vegar segir Guð að
hinn biblíulegi hvíldardagur, 7. dag-
ur vikunnar skv. boðorðinu, sé hans
merki. Hvorum ber okkur að hlýða?
Pétur postuli var alls ekki f vafa,
þegar hann sagði: „Framar ber að
hlýða Guði en mönnum.“
Að lokum vil ég vekja athygli
lesenda á nokkram lokaorðum Bibl-
íunnar, þar sem Guð varar menn
alvarlega við því að breyta orði
hans á einn eða annan hátt. „Og
taki nokkur burt nokkuð af orðum
spádómsbókar þessarar, þá mun
Guð burt taka hlut hans í tré lífsins
og í borginni helgu, sem um er rit-
að í þessari bók“ (Opinb. 22,19).
Höfundur er doktor í guðfræði og
prestur í söfnuði Sjöunda dags
aðventista.