Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
mámmnm
FARANGURSGRINDUR
Bílavörubú6in
FJÖDRIN
Skeifunni 2. sími 812944
Tony van Heerden þjálfunarflugstjóri:
Ný atriði veigamikil
í flugrnannaþj álfun
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ájsíðum Moggans! y
NEFND Alþjóðasamtaka flug-
mannafélaga sem fjallar um flug-
slysarannsóknir hélt nýlega
vinnufund sinn í Reykjavík.
Fundinn sátu um 40 manns, flug-
menn úr öllum heimshornum sem
sæti eiga í nefndinni og eru ís-
lensku fulltrúarnir þeir Gunnar
Arthursson og Steinar Steinars-
son. Einnig sat fundinn Kristján
Egilsson formaður öryggis-
nefndar Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna. Tony van
Heerden þjálfunarflugstjóri hjá
South African Airways sem er
formaður rannsóknanefndarinn-
ar flutti einnig fyrirlestur á fund-
inum þar sem hann kynnti ný
atriði sem sérstaklega er farið
að huga að varðandi þjálfun flug-
manna. Beinast þau einkum að
þvi að þjálfa sjálfa ákvörðunar-
töku flugmanna sem oft þarf að
fara fram undir miklu álagi.
Auk þess að fjalla um flugslys
og atvik sem leitt hefðu getað til
flugslysa Qallar nefndin um örygg-
ismál í víðu samhengi og stefnumál
og hvaðeina sem skiptir máli varð-
andi öruggan flugrekstur, segir
Tony van Heerden í samtali við
Morgunblaðið. Eg vil líka vekja sér-
staka athygli á því að þessi nefnd
vinnur mjög mikið starf, við höfum
vinnufundi sem þessa tvisvar á ári
og sendum fulltrúa á ársfund Al-
þjóða flugmálastofnunarinnar
(ICAO) og er allt þetta starf okkar
unnið í sjálfboðavinnu. Hér eru
menn að veija frítíma sínum í að
leita leiða til að bæta öryggi í flugi.
Flugmannafélög í 75 löndum eru
Morgunblaðið/jt
Flugmenn Flugleiða eru hér í þjálfun og hæfnisprófi sem þeir gang-
ast undir tvisvar á ári.
aðilar að Alþjóðasamtökum flug-
mannafélaga (IFALPA) og starfa
innan þeirra um 75 þúsund flug-
menn. Tækninefndir IFALPA móta
stefnu samtakanna. Undir þær falla
mál eins og hönnun á mannvirkjum
við flugvelli, flugleiðsögukerfi,
orðanotkun í fjarskiptum flug-
manna og flugumferðarstjórnar,
hönnun og fyrirkomulag í stjóm-
klefa flugvélar og vinnuumhverfi
flugmanna og síðan hvers kyns lög
og reglur um flugrekstur og slysa-
rannsóknanefndin fer ítarlega ofan
í saumana á flugslysum, óhöppum
og flugatvikum.
Við leggjum mikla áherslu á
vönduð og skipulögð vinnubrögð og
innan nefndarinnar starfa fjölmarg-
ar undirnefndir sem hafa það verk-
efni að kanna mál sérstaklega milli
vinnufundanna. Á síðasta ársfundi
Alþjóða flugmálastofnunarinnar
lögðum við fram 20 mál og var
okkur hælt fyrir vandaðar greinar-
gerðir. I þessu sambandi er líka
vert að nefna mikilvægi þess að
einstök aðildarfélög IFALPA eigi
fulltrúa í slysarannsóknanefndinni
vegna mála sem upp kunna að koma
í einstökum löndum og til að við-
komandi flugmannafélög geti fylgst
sem best með því _sem er að gerast
í öryggismálum. í þessum efnum
hafa íslensku flugmennimir staðið
sig vel.
Frelsið hefur öfug áhrif
Þú nefndir skoðun á lögum og
reglugerðum, hefur slysarann-
sóknanefndin látið til sín taka vegna
þess frelsis í flugmálum sem ríkt
hefur í Bandaríkjunum í nokkur ár
og er nú fyrirsjáanlegt í Evrópu?
Þau mál falla kannski ekki nema
óbeint undir þessa nefnd en þó get
ég sagt að mér sýnist þetta fijáls-
ræði hafa haft öfug áhrif. Með frels-
inu átti flugfélögum að fjölga því
hver sem gat komist yfir flugvél
og ráðið fólk gat farið að stunda
flugrekstur. í Bandaríkjunum hefur
flugfélögum hins vegar snarfækkað
og við teljum að þessi mikla sam-
keppni hafi haft áhrif til hins verra
á flugöryggi.
Meðal mála sem rædd voru á
fundi slysarannsóknanefndarinnar
voru óhöpp á Airbus 320-þotunum
sem taldar eru einna þróaðastar
tæknilega í flugrekstri í dag. Sjálf-
virknin í þessum vélum er meiri en
í öðrum gerðum en samt veldur
fjöldi slysa þessara véla mönnum
áhyggjum. Því hefur verið varpað
fram hvort tengslin milli þessarar
sjálfvirkni og skynjunar flugmanna
séu ekki nægileg, hvort þjálfun á
þessar tegundir sé ekki nógu ítarleg
eða hvort uppsetning mælitækja í
stjórnklefa sé of flókin og verða
þessi mál athuguð og rædd á næstu
fundum, segja þeir Kristján Egils-
son og Gunnar Arthursson.
Þá komu ísingarmál til skoðunar
og segja þeir að svo virðist sem
ísing geri meiri óskunda en menn
hafa haldið, m.a. ísing á stélflötum
sem er nú í sérstakri athugun. Einn-
ig var rætt um sakfellingu flug-
manna vegna flugslysa en það er
misjafnt eftir löndum hvort og
hvernig dómstólar fjalla um slík
mál. Tilgangur nákvæmrar rann-
sóknar á flugslysum og atvikum er
að draga af þeim allan þann lærdóm
sem mögulegt en ef flugmenn eiga
sífellt yfír höfði sér málsókn vegna
meintra mistaka í starfi er hugsan-
legt að þeir verði síður fúsir að
ræða opið um slík tilvik. Við teljum
það ómetanlegt fyrir flugöryggi að
geta rætt opið um málin til þess
að læra af reynslunni, segja þeir
félagar.
Ákvörðunartakan til
sérstakrar skoðunar
Tony van Heerden flutti fyrirlest-
ur í tengslum við vinnufundinn um
nýjar aðferðir við þjálfun flug-
manna, þar sem einkanlega er
staldrað við atriði varðandi stjórn-
unarþáttinn, þ.e. hvernig flugstjór-
um tekst að taka ákvarðanir og
stjórna aðgerðum og vinnu sinni
og flugmanns eða flugmanna sem
með honum eru, sérstaklega þegar
12/220 VOLTA SJÓNVARPSTÆKIN FRÁ HEIMILISTÆKJUM
Núna á sérstöku tilboðsverði
FLAKKARINN
Tilvalið tæki á skrifstofuna,
í bílinn, bátinn, gott sem „monitor" fyrir
myndbandsupptökuvélina og tölvuleikina.
• 13 cm hágæða litaskjár „Monitor" • Innbyggt AM/FM
sterio útvarp og segulband • Stafræn klukka með vekjara
• 220 volt eða rafhlöður 12 volt • 12 volta bílasnúra fylgir.
14' SJÓNVARP MEÐ FJARSTÝRINGU
innbyggður spennubreytir (12 og 220 voit).
Sjálfslökkvandi stillir (sleep timer).
Allar aðgerðir sjást á skjánum.
AV. tenging.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SIMI691515 ■ KRINGLUNNI SÍMI6915 20
fupeiJech
^SOtlHD & VISIIl,,
FRABÆRI FERÐAFÉLAGINN
Hágæða 10tommu litaskjár, myndband
(afspilun) og fullkomin fjarstýring. 12/220 V.
• TYP-002 SUPERTECH • 10 tommu hágæða litaskjár
• leitari með minni • Fullkomið afspilunartæki • „lnfra-rauð“
fjarstýring • Allar aðgerðir sjást á skjánum
• Stærð B:270 H:310 D:310 mm.
i
f
»
I
I
>
I
i
Í
i
i
i
i