Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
IBLOMALEIÐANGRIA GOÐUMDEGI
VELVAKANDI
KÖTTUR
Þetta er Skjási sem týndist frá
Fálkagötu á föstudagskvöld.
Hann er merktur í eyra Y-2101
og er ekki með 61. Þeir sem hafa
séð hann vinsamlegast hringi í
síma 25627 eða 42057.
VESKI
Svart veski tapaðist á Flateyri
um helgina. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hrigja í síma
628931 eða síma 985-36839.
GALLABUXUR
Foreldrar bama í sjötta flokki
KFUM í Vatnaskógi dagana 7.
júlí til 16. júlí vinsamlegast at-
hugið hvort svartar gallabuxur
geti hafa slæðst með í misgrip-
um. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 35099
eða í KFUM í síma 678899.
HÖGNI
Svartur högni tapaðist frá
Litlagerði í Bústaðahverfi, mjög
gæfur og ómerktur. Vinsamleg-
ast hringið í síma 30018 ef hann
hefur einhvers staðar komið
fram.
HRINGUR
Silfurhringur með hvítum
stein, sérsmíðaður frá Jens, tap-
aðist í Háskólabíói á mánudags-
kvöld og er hans sárt saknað.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 91-37772.
Fundarlaun.
DÚKKA
Lítil Rafael skjaldbökudúkka
fannst í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Eigandi vitji hennar í upplýs-
ingamóttökuna þar.
PÁFAGAUKUR
Páfagaukur, gulur með græn-
an lit á bringu, flaug inn um
glugga í Hafnarfirði fyrir
skömmu. Upplýsingar í síma
53902.
KETTLINGAR
Níu vikna gamlir kettlingar
af angórakyni fást gefins. Upp-
lýsingar í síma 71582.
PÁFAGAUKUR
Gulur og grænn páfagaukur
fannst í Kópavogi á laugardag.
Upplýsingar í síma 46608.
AFTANÁ-
KEYRSLA
Áslaug Grímsdóttir:
Ekið var aftan á hvíta Mözdu
miðvikudaginn 22. júlí um kl. 11
um morguninn. Auglýst er eftir
vitnum að atburðinum. Upplýs-
ingar í síma 76650.
Fólkí
dreifbýli
talar betri
íslensku
Frá Gísla Guðmundssyni:
„Það er ekki andskotalaust með
þennan sífellda draugagang" var oft-
sinnis sagt hér á landi fyrr á tíð.
Og það er eins og íslendingum ætli
að reynast erfitt að losa sig við
draugagang af ýmsu tagi. Mér kem-
ur í hug hvað kunnáttu fólks í ís-
lensku hefur hrakað mikið síðustu
árin.
Til dæmis er sagt mjög oft í fjöl-
miðlum og skrifuðu máli daglega:
Þetta eða hitt er endalaust til „um-
fjöllunar". Margir embættismenn
viðhafa þetta orðafar og þar með
taldir þingmenn þjóðarinnar og ráð-
herrar. Meira að segja bráðgreindar
Kvennalistakonur. Er nú ekki kom-
inn tími til að fjalla um mál, huga
að málum, athuga mál, taka afstöðu
til mála. Og standa saman um góð
mál.
Staðaratviksorðið „hérna“ jafnvel
„héma sko“ virðist mjög í tísku á
síðari ámm, og er með ólíkindum
hvað notkun þess er mikil og svívirði-
leg. Það væri þá skömminni skárra
að segja þama, og benda þá lengra
öðm hvoru.
Annars verð ég að segja, að það
vekur ekki bjartsýni hve margir
koma úr framhaldsskólum og Há-
skóla íslands illa talandi og skrifandi
á íslenska tupgu. Þar sem ég er al-
inn upp í sveit, hef ég haft mikla
þörf á að spjalla við sveitafólkið. Mér
finnst til dæmis fólk í dreifbýli tala
betri íslensku en fólk í þéttbýli. Sér-
deilis á þessa við um miðaldra fólk
og þá sem komnir em á efri ár.
Vonandi tekst okkar ágætu ís-
lenskukennumm að lyfta íslensku-
kennslu í hæðir upp.
GÍSLJ GUÐMUNDSSON,
Óðinsgötu 17, Reykjavík
IliÍHftilftllttllÖllllt - HÍHlI »I-«B 11 fltt
Ekta nautshúð
á slitflötum.
BÚSETI
^ HÚSNÆÐISSAM VINNUFÉLAO
Hfisnæðissamvinnufélag, Mnsfellsbæ,
auglýsireftirfimm íbúðumfyrirframkvæmdaárið 1993.
íbúðirnar skulu vera í Mosfellsbæ:
Ein íbúð 1 herb., ein íbúð 2ja herb., tvær íbúðir 3ja
herb. og ein íbúð 4ra herb.
í tilboði seljanda skal eftirfarandi koma fram:
A. íbúðastærð brútto m2.
B. Herbergjafjöldi.
C. Húsagerð.
D. Staðsetning í húsi.
E. Aldur húss.
F. Almenn lýsing á ástandi íbúðar, þar á meðal hvort
íbúðin er notuð eða ný.
Verð og frágangur íbúða og lóða skal falla að þeim reglum,
sem Húsnæðisstofnun ríkisins setur um félagslegar íbúðir.
Þær reglur fást hjá stofnuninni, félagsíbúðadeild, Suður-
landsbraut 24, 108 Reykjavík.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Búseta, Miðhoti 9, Mos-
fellsbæ, mánudaginn 24. ágúst kl. 17.00-19.00, þar sem
þau verða opnuð að viðstöddum bjóðendum.
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta, sem er
opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00-19.00,
sími 666870.
Steinakrýl
Fyrir þá sem vilja mála sjaldan
en gera það vel
Þú vandar til vcrksins, þegar þú málar húsið
með Steinakrýli frá Málningu hf. Stein-
akrýl veitir steininum ágæta vatns-
vöm og mögulcika á að að
„anda“ betur en hefðbundin
plastmálning. Viðloðun
Steinakrýls er gulltrygg og
því getur þú einnig notað
það sem grunn undir Kópal-Steintex. Þú
getur nrálað með þessari úrvalsmálningu við
lágt hitastig, jafnvel í frosti. Hún
þolir vætu eftir um eina
klst., hylur fullkomlega í
tveimur umferðum, veðr-
unarþol er frábært og litaval
gott.
Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
imálninghf
- hað segir sig sjálft -