Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
„Sagðc kg eSa sagði 'eg ebici
bltjUxu&t benz.fn.?"
Með
morgnnkaffinu
C7__Í-^52
Ekki völ á öðru betra uns dauð- Ég skil ekki þennan brandara
inn aðskilur, því miður. þinn.
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavik - Sími 691100 - Símbréf 691222
Hagnýt heimspeki
Frá Einari Ingva Magnússyni:
Flestir þeir sem benda á hugsan-
lega hættu, þykja oft á tíðum yfir-
máta neikvæðir einstaklingar og
leiðinlegir. Því nú er í tísku að vera
bjartsýnn og áhyggjulaus.
Þegar ég lít á ofbeldisglæpina í
heimaborg minni Reykjavík, stríðið
og óeirðimar úti í heimi, geislavirka
ávexti og grænmeti, kvikasilfrið í
tönnum mannanna, og eiturefnin í
hafinu, sem eiga eftir að drepa
þriðjung lífveranna í sjónum eftir
skamma hríð, þá finnst mér engin
ástæða til að sýnast kærulaus.
Sagt er að enginn sé eins blindur
og sá sem ekki vill sjá. Eða hvað
er orðið um skynsemi hins vitiboma
manns? Hvers vegna hefur hann
sett af stað allar þessar banvænu
tímasprengjur í eigin garði? Sú var
tíðin, að lærimeistari og nemendur
hans hlógu að mönnum hins forna
Rómarríkis fyrir það að bragðbæta
vín sitt með blýi, og troða því í
holur skemmdra tanna. Ég fæ ekki
betur séð en að maðurinn hafi lítið
vitkast, þó árhundmð og þúsund
hafí liðið. Við erum enn á sömu
villistigum.
Franski félagsfræðingurinn Gill-
es Kepel segir að veraldlega mennt-
aðir leikmenn haldi því fram, að
veraldlegir menningarhættir hafí
leitt þá á blindgötu, og með því að
þykjast óháðir Guði hafí menn upp-
skorið eins og þeir hafa sáð með
hroka sínum og hégóma, það er að
segja: afbrot, hjónaskilnaði, eyðni,
fíkniefnanotkun og sjálfsvíg.
Þetta mennska fyrirbæri jarðar-
innar er að öllu leyti vorkunnar-
vert, því það er á leiðinni með að
kafna í eigin úrgangi. Þeir sem láta
sér ekki vel líka tilveruna í þessu
ástandi og skortir aðlögunarhæfni
til þess að taka þátt í sjálfseyðingar-
skipulaginu, geta fengið bætt úr
því með aðstoð sprenglærðra og
virtra sérfræðinga. Þeim er veitt
kemískt æðruleysi í litlum pillum á
meðan aðrir fara eftir alþýðulækn-
isfræðinni og súpa það af flöskum,
í svo miklu mæli, að þeir eru dauð-
ir á fáum árum. Aðrir sem láta sér
ekkert af þessu duga eru uppnefnd-
ir: Börn Guðs.
Svo undrar fólks sig á því að
unglingar taki sig af lífí mitt í allri
vitleysunni. Línurit tölfræðinganna
sýna vaxandi tilhneigingu í þessa
átt. Það hefur nefnilega ekki verið
hirt nógu mikið um að kenna börn-
um hagnýta heimspeki og þá list
að lifa og bera virðingu fyrir þeim
æðri mætti, sem fær sólina til að
lýsa, grasið til að spretta og hjartað
til að slá. Ef þeir sem taka sitt eig-
ið líf, hefðu hugmynd um að þeir
yrðu sendir strax til jarðarinnar
aftur í sama bekkinn, eða jafnvel í
enn verri aðstæður, þá væri kannski
von um að þessar örvæntingarfullu
sálir myndu hugsa sig tvisvar um.
Á meðan mennimir ætla að
ganga fram veginn í eigingirnd
sinni og hroka og lifa til þess eins
að fullnægja féfíkn sinni, hvað sem
það kostar, án þess að taka tillit
til hins mannlega og guðlega þátt-
ar, og án þess að gefa guði dýrð-
ina, stefna þeir sjálfum sér í vísa
glötun. Það er alveg víst, því orð
guðs bendir á þennan heim á hel-
vegi.
En það sama orð bendir einnig
á veg hjálpræðisins, sem er Kristur
Jesús, og sem er megnugur til þess
að breyta hugsunarhætti manna
sem fastir eru í neti núverandi hel-
stefnu. Andinn heilagi mun rita lög
guðs á hjörtu hinna trúuðu og frels-
uðu, og beina þeim á rétta veginn,
þar sem kærleikurinn, væntumþykj-
an og umhyggjusemin munu hlúa
að hinu nýja lífi. Það verður hinn
nýi heimur eftir að núverandi heim-
ur siðleysisins líður undir lok. Þá
verður ríki Guðs, þar sem réttlæti
býr, undir stjóm friðarhöfðingjans
Jesú Krists.
Þetta er sú sanna bjartsýni, sem
kristnir menn eiga í vondum heimi,
því þeir vita, að tíminn er í nánd.
Fyrir þetta era þeir illa liðnir, þegar
þeir vilja benda villtum sálum á
leiðina til frelsisins. „En eins og
dagar Nóa vora, þannig mun verða
koma mannssonarins, því að eins
og menn á þeim dögum, dögunum
á undan flóðinu, átu og drukku,
kvæntust og giftu, allt til þess dags,
er Nói gekk inn-í örkina, og vissu
eigi af fyrr en flóðið kom og hreif
þá alla burt, — þannig mun verða
koma mannssonarins." Matt.
24:38-39.
í seytjánda kafla Jóhannesarguð-
spjalls biður Jesú fýrir lærisveinum
sinum. Hve fögur sú bæn er? Þar
segir í versi 14 til 19: Ég hef gefíð
þeim orð þitt, og heimurinn hefur
hatað þá, af því að þeir heyra ekki
heiminum til, eins og ég heyri ekki
heiminum til. Ekki bið ég að þú
takir þá úr heiminum, heldur að
þú varðveitir þá frá illu. Þeir heyra
ekki heiminum til eins og ég heyri
ekki heiminum til. Helga þú þá með
sannleikanum; þitt orð er sannleik-
ur. Eins og þú hefur sent mig í
heiminn, hefí ég líka sent þá út í
heiminn, og þeim til heilla helga
ég sjálfan mig, til þess að þeir einn-
ig skuli í sannleika vera helgaðir."
EINAR INGVI MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
Bréf til
blaðsins
Morgunblaðið hvetur les-
endur til að skrifa bréf til
blaðsins um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til. Meðal
efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og skoðanaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa að vera vélrituð, og nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng að
fylgja.
Sérstaklega þykir ástæða til
að beina því til lesenda blaðs-
ins utan höfuðborgarsvæðis-
ins, að þeir láti sinn hlut ekki
eftir liggja hér í dálkunum.
Velvakandi
Velvakandi svarar eftir sem
áður í síma frá mánudegi til
föstudags.
Pennavinir
Frá Ghana skrifar 19 ára stúlka
sem óskar eftir pennavinum á svip-
uðum aldri:
Ellen Owusu,
c/o Eric O. Asante,
Box 328, Agona,
Swedru,
Ghana
Frá Texas skrifar stærðfræði-
kennari sem hefur áhuga á að eign-
ast pennavinkonur á íslandi á aldr-
inum 18 til 25 ára:
Hector Shume,
P.O. Box 15465,
San Antonio,
Texas 78212
Víkveqi skrifar
Vinur Víkveija benti honum ný-
lega á kvæðið Þorsklof eftir
Hannes Hafstein og sagði að vel
mætti rifja það upp. Víkveiji er
hjartanlega sammála, enda á kvæð-
ið beint erindi í umræður undanfar-
inna vikna um þorskinn og þjóðar-
búið. Kannski segja orð skáldsins í
eftirfarandi erindum, sem era þau
þijú fyrstu af tíu, fleira um mikil-
vægi þorsksins en allir milljarðamir
og prósentin, sem hafa verið tuggin
ofan í okkur upp á síðkastið.
Heill sé þér, þorskur, vor bjargvættur bezti
blessaða vera, sem gefur þitt líf
til þess að veija oss bjargræðisbresti,
bágstaddra líknarinn, sverð vort og hlíf.
Heyrðu vort þakklæti, heiðraði fiskur,
hertur og saltaður, úldinn og nýr!
Fyrir þinn verðleika fyllist vor diskur,
frelsi og þjóðmegun til vor þú snýr,
því ef þú létir ei lánast þinn blíða
líkam við strendurnar, hringinn í kring,
horaðir, svangir vér hlytum að stríða
og hefðum ei ráð til að ala vort þing.
XXX
Tilkynnt var í síðdegisþætti
Bylgjunnar á föstudaginn var
að nú ætti að kanna hvort íslend-
ingar kynnu þjóðsönginn. Svo fóru
útvarpsmenn á stjá og báðu fólk á
förnum vegi að fara með tvær
fyrstu hendingarnar í þjóðsöngnum.
Það gekk nú svona og svona; sum-
ir kunnu þær reiprennandi, aðrir
byijuðu á ísland ögrum skorið og
sumir mundu ekki neitt. í síðast-
nefndu tilvikunum sagði útvarps-
maðurinn: ;,Ég skal gefa þér vís-
bendingu: O Guðs . ..“ Nú vita all-
ir, sem kunna þjóðsönginn, að hann
hefst á orðunum Ó Guð vors lands.
Bylgjumenn ættu kannski bara að
læra þjóðsönginn sjálfír áður en
þeir fara að dæma um hvort al-
menningur kunni hann.
xxx
Tónleikar í tilefni afmælis Hard
Rock Café voru íjölsóttir og
þóttu víst skemmtilegir. Víkveiji
var staddur í húsi í Fossvogi meðan
á tónleikunum stóð - talsverðan
spotta frá Kringlutorginu, þar sem
hátíðahöldin fóra fram - en heyrði
engu að síður bæði lög og texta.
Þar sem Víkveiji var ekki í skapi
til að hlusta á popptónlist fór þetta
garg ákaflega í taugarnar á honum
í þá hartnær fimm klukkutíma sem
tónleikamir stóðu. Af hveiju halda
flestir popparar að tónlist þeirra
komist ekki til skila nema tækin
séu skrúfuð í botn? Fólkið, sem
sótti tónleikana, hlýtur að hafa
skaddazt á heyrn - nema það hafi
oft áður sótt popptónleika og sé
orðið heymardauft hvort sem er.