Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 19 Eigendur í Fjölmiðlun sf. um sölu hlutabréfa í íslenska útvarpsfélaginu; Munum beita öllum ráðum til að fá þessari sölu hnekkt Kaupandi kveðst ætla að bjóða öllum eigendum Fjölmiðlunar að gerast hluthafar /A^arud HLUTI eigenda Fjölmiðlunar sf. segjast munu beita öllum tiltæk- um ráðum til að fá hnekkt þeirri ákvörðun stjórnar félagsins að selja hlutabréf þess í Islenska útvarpsfélaginu. Eins og fram kom í blaðinu í gær ákvað stjórn Fjölmiðlunar sf. að selja hlutabréf, að nafnvirði 150 milljónir króna, án þess að bera ákvörðunina formlega undir aðra eigendur félagsins. Gunnar Þór Ólafsson, annar skráður eigandi Útherja hf. sem keypti hlutaféð, segist stefna að því að bjóða öllum eigendum Fjölmiðlunar sf. að gerast hluthafar í Útherja hf. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns, eru ekki til nein lög um sameignarfélög eins og Fjölmiðlun sf., á sama hátt og til eru lög um hlutafélög. Hann segir því að ekkert sé hægt að segja um málið nema að skoða þá samninga, sem liggi til grundvallar sameignarfélagsstofn- uninni. Almennt segir Jón Steinar að um sameignarfélög gildi að þar fari lögskipti manna enn frekar eftir því sem menn semji um sín á milli heldur en það geri í hlutafé- lögum. Útherji hf., kaupandi hlutafjár- ins, var stofnað um síðustu mán- aðamót og eru skráðir stofnendur tveir. Hlutafé þess er 500.000 krónur og á Gunnar Þór Ólafsson 499.990 krónur, en Páll Gústafs- son 10 krónur. Gunnar Þór segist stefna að því að bjóða öllum eig- endum í Fjöjmiðlun sf. að gerast hluthafar í Útherja hf. „Það mun koma fram á fundi í byijun ágúst með eigendum Fjölmiðlunar sf. þar sem málin verða skýrð. Við bíðum eftir að sjá hver niðurstaða þess fundar verður," segir Gunnar Þór. Hann segir að í öllum þeim fé- lögum, þar sem hann þekki til, hafi stjórnum verið heimilt að selja eignir þess, án þess að bera það undir hluthafa. „En ég er kaup- andi og tel það í verkahring selj- enda að meta hvort stjórninni sé þetta heimilt," segir hann. Aðspurður um tryggingar á bak við hið nýja félag segir Gunnar Þór: „Fjölmiðlunarmenn mátu þær allavegar nægjanlegar." Sala sem gengur ekki upp Bolli Kristinsson, einn af eig- endum í Fjölmiðlun sf., segir að stjórn félagsins, sem seldi hluta- bréfin, hafi áform um að láta sam- bærileg kjör gilda og þegar eignar- haldsfélag Verslunarbankans seldi Áramótahópnum svokallaða, þ.e. að greiða öðrum eigendum Fjölm- iðlunar sf. 15% út, ekkert í tvö ár, en afganginn á 10 árum með 5% vöxtum. „Þetta er sala sem ekki gengur upp. Við höfðum eng- an áhuga á að selja og tökum ekki mark á þessum skilmálum. Auk þess höfum við engar trygg- ingar séð af hálfu kaupandans,“ segir Bolli. Hann segir að þegar Áramóta- hópurinn hafi keypt hlutabréfín af eignarhaldsfélagi Verslunar- bankans hafí hann þurft að fara með ársreikninga sína í íslands- banka eða veita viðskiptabanka sínum, Búnaðarbankanum, leyfi til að gefa seljendunum upplýs- ingar um stöðu sína. „Við höfum ekki fengið að sjá kaupsamninginn þó eftir því hafí verið leitað,“ seg- ir Bolli. Gunnar Þór Ólafsson, annar skráður eigandi Útheija sf. er jafn- framt hluthafí í Kort hf. ásamt Haraldi Haraldssyni. Kort hf. á hlut í Fjölmiðlun sf. og Haraldur situr þar í stjórn. Bolli segir að Gunnar Þór hafi setið flesta fundi Fjölmiðlunar. „Hann er ekki ókunnugur maður úti í bæ sem er að kaupa í góðri trú heldur var honum fullkunnugt um að þessi hlutabréf voru ekki til sölu.“ Bolli segir að salan á hlutabréf- unum hafí verið borin undir lög- fræðinga í gær og þeir telji hana ekki ganga upp. „Það er hins vegar í þessu eins og öðrum málum, þar sem brotið er á fólki, að það þarf að sækja sinn rétt. Lögmönnum hefur verið falið að fínna allar leiðir sem gef- ast í því máli,“ segir Bolli. „Stjórn Fjölmiðlunar skýlir sér á bak við það að stjórn Verslunar- bankans hafí ekki þurft að kalla saman hluthafafund í hlutafélagi með 1.400 félögum, en í Fjölmiðl- un sf. eru eingöngu 10 aðilar, sem' þeir sáu ekki ástæðu til að kalla saman. Fjórir af þeim aðilum, sem eiga 50 milljónir og 500 þúsund samtals, eru andvígir allri sölu,“ segir Bolli. „Stjóm Fjölmiðlunar hefur stol- ið bréfunum okkar til að skara eld að eigin köku í fjármálasukki eins og þeir hafa verið í áður,“ segir hann. Stjórnarmönnum ljóst að salan var ólögleg Jóhann Óli Guðmundsson, eignaraðili í Fjölmiðlun sf., segir að á síðasta fundi félagsins, sem haldinn var 9. júní, hafí einróma verið ákveðið að fela Jóhanni J. Ólafssyni að taka hlutabréfið upp á 150 milljónir og skipta því upp á milli eigenda í réttum hlutföllum. Jafnframt hafí stjórnarformanni verið falið að sjá til þess að sam- þykktum félagsins yrði breytt á þann hátt, að það væri ekki lengur félag um kaup og forsvar á þessum 150 milljónum, heldur yrði þetta Tónleikar í Listasafni Siguijóns endurteknir UPPSELT var á tónlcika ungra listamanna í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í Laugarnesi s.l. þriðjudagskvöld. Því verða tónleikarn- ir endurteknir í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. nú félag sem sjá ætti um mála- rekstur gegn eignarhaldsfélagi Verslunarbankans. „Þetta voru skýr fyrirmæli fundar; sem er ígildi hluthafafundar í hlutafélög- um. Einföld stjórnarákvörðun get- ur aldrei orðið yfirsterkari ákvörð- un svona stórs fundar,“ segir Jó- hann Óli. Hann segir það samdóma álit lögfræðinga að ólöglegt hafí verið að selja bréfín. Jóhann Óli segist telja að stjórn- armönnum Fjölmiðlunar sf. hafí verið það fullkomlega ljóst að sal- an var ólögleg. „Þeir gátu gerst brotlegir við lög vitandi að við þyrftum að sækja rétt okkar í gegnum dómskerfið og það gæti tekið 3 til 4 ár. Ég álít að með þessu hafí þeir stigið viljandi yfír línuna frá því að vera harðir, út- sjónarsamir viðskiptamenn yfir í að verða lögbrjótar," segir Jóhann Óli. „Það er álit manna að stofnun Útherja hf. sé bara fyrri hluti áætlunar um að taka eignarnámi þessi hlutabréf í íslenska útvarps- félaginu. Heyrst hefur að seinni hlutinn þessarar áætlunar sé með- al annars fólginn í því að annað leppfyrirtæki verði látið kaupa hlutabréfín af Útherja og félagið Útheiji verði gert gjaldþrota. Með þeirri leikfléttu verður eigendum þessa hlutafjár nánast gert ókleift að endurheimta hlutabréf sín,“ segir Jóhann Óli. Hann segir að fyrirtæki með 500.000 króna hlutafé geti ekki með nokkrum eðlilegum hætti skuldbundið sig fyrir 240 milljón- um, sem sé 500 sinnum hærri upphæð heldur en hlutafé félags- ins segi til um. „Vonandi gerir dómsvaldið sér grein fyrir að valkostimir em ein- faldlega þeir að koma í veg fyrir að mönnum líðist að fara þessa leið. Hér er verið að tefla um hluta- fé í almenningshlutafélagi, sem auk þess er fjölmiðill. Þetta má einfaldlega ekki ganga svona fýrir sig,“ segir Jóhann Öli. Óskar Magnússon, lögmaður og talsmaður Áramóta hf., segir það álit sitt að sala stjómarinnar á hlutabréfum félagsins standist engan veginn lög. „Ég tel það augljóst að það þurfí samþykki allra sameigenda, ekki síst vegna þess að verið er að selja einu eign félagsins og þá eign, sem félagið er beinlínis stofnað til að eiga því, að skráður tilgangur þess er að eiga hlutabréf í íslenska út- varpfélaginu hf.“ Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 77878. Tilbúinn stíflu eyðir Á tónleikunum koma fram Ármann Helgason klarinettuleik- ari, Hallfríður Ólafsdóttir flautu- leikari og Þórunn Guðmunds- dóttir söngkona. Þau flytja Ijöl- breytta dagskrá með verkum frá ýmsum skeiðum tónlistarsögunn- ar. B0Ð f/?4 S(fEuuWo'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: