Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
23
ÚTLIT er fyrir að landsfratnleiðsla dragist saman um innan við 1%
á milli áranna 1992 til 1993, miðað við þær ákvarðanir sem ríkisstjórn-
in hefur tekið um kvóta helztu nytjafisktegunda á næsta fiskveiðiári.
Það er minna en búizt var við er tillögur Alþjóðahafrannsóknaráðsins
um 150.000 tonna þorskafla komu fram, en þá var jafnvel búizt við
4-5% samdrætti, að því gefnu að afli í öðrum tegundum en þorski
ykist ekki. I þessu efni ber að taka með í reikninginn að samdráttur
landsframleiðslunnar á yfirstandandi ári getur orðið meiri en búizt
var við, að sögn hagfræðinga Þjóðhagsstofnunar.
Sjávarútvegsráðuneytið metur
það svo að verðmæti fiskafla á næsta
fiskveiðiári verði um, 2,4% minni en
á núverandi fiskveiðiári. Umreiknað
til almanaksársins 1993 þýðir það
um 1,5% minna útflutningsverðmæti
sjávarafurða, að sögn Ásgeirs Daní-
elssonar, hagfræðings hjá Þjóðhags-
stofnun. Ásgeir segir að útflutnings-
framleiðsla þjóðarbúsins í heild muni
væntanlega verða um Vi til 1% minni
en í ár. Ásgeir segir að forsendurnar
fyrir þeirri tölu séu m.a. þær að flutt
verði út meira unnar og verðmætari
sjávarafurðir en áður og samdráttur
verði minni en felist í sjálfum afla-
tölunum. „Ef menn hafa mikla af-
kastagetu en lítið hráefni vanda
þeir sig betur og flytja út verðmæt-
ari vöru,“ sagði Ásgeir. Hann sagði
að í þessum útreikningum væri ekki
tekið -tillit til áhrifa aðildar að Evr-
ópska efnahagssvæðinu, en reiknað
hefur verið með að hún færi lands-
mönnum um 1,4% hagvöxt, sem
komi ekki fram að fullu fyrr en að
átta árum liðnum.
Björn Rúnar Guðmundsson, hag-
fræðingur Þjóðhagsstofnunar, segir
að mat Þorsteins Pálssonar sjávar-
útvegsráðherra, um að Iandsfram-
leiðsla á næsta ári muni dragast
saman um innan við 1%, sé nærri
lagi. Hins vegar segi sú tala ekki
alla söguna og ýmsir lausir endar
séu í dæminu. Þjóðhagsstofnun spáði
í apríl síðastliðnum 2,8% samdrætti
landsframleiðslu á þessu ári, en hann
gæti orðið meiri, að sögn Bjöms
Rúnars. Af því leiðir að samdráttur
milli ára er minni en ef spáin fyrir
þetta ár stæðist.
Björn Rúnar segir jafnframt að
væntanlega verði fjárfesting innan-
lands á næsta ári minni en verið
hefur vegna minni innflutnings skipa
og flugvéla, en Flugleiðir hafa nú
til dæmis lokið endurnýjun flugflota
síns.
Björn Rúnar sagði að þegar litið
væri á viðskiptahalla næsta árs liti
dæmið ekki eins illa út og þegar
miðað var við tillögur Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins um 40% niður-
skurð þorskafla og ekki tekið tillit
til aukningar í öðrum tegundum. Þá
Viðgangup
þonsk-
stofnsins
þus. tonn
500
400'
Hér er sýnd stærð veiði- og
hrygningarstofns, annars vegar
miðað við að veidd verði u.þ.b.
200.000 tonn á ári fram á érið
1994, og hins vegar miðað við
að veidd verði 175.000 tonn ár-
lega, eins og Hafrannsókna-
stofnun hefur lagt til
mmm
var gert ráð fyrir að viðskiptahallinn
1993 gæti farið í 20-25 milljarða.
Til lækkunar viðskiptahallans kemur
væntanlega einnig minni innflutn-
ingur skipa og flugvéla, þannig að
ekki er hægt að tengja breytingarn-
ar milli ára beint við lifskjör fólks í
landinu, að sögn Bjöms Rúnars.
Hann vildi ekki nefna tölur um lík-
legan viðskiptahalla.
*
Akvörðun um 205.000 tonna þorskafla:
Pólitísk málamiðlun
um þorsk
A
Akvörðun ríkisstjórnarinnar
um niðurskurð á þorskveið-
um á næsta fiskveiðiári endur-
speglar pólitíska málamiðlun í
þeim deilum, sem staðið hafa inn-
an stjórnarinnar og þá fyrst og
fremst innan Sjálfstæðisflokksins
undanfarnar vikur. Þótt afla-
heimildir á þorskveiðum fari
nærri tillögum Hafrannsókna-
stofnunar felur þessi niðurstaða
ekki í sér, að markviss og hiklaus
ákvörðun hafí verið tekin um að
byggja upp hrygningarstofninn.
Að mati talsmanns Hafrann-
sóknastofnunar er um að ræða
ofurlítið skref í þá átt. Það skref
hefði þurft að vera stærra og til
þess hefur Morgunblaðið hvatt á
undanförnum vikum.
Síðustu vikur og mánuði hefur
verið tekizt á um tvö meginsjón-
armið varðandi þorskveiðamar.
Annars vegar sjónarmið þeirra,
sem vilja fara að ráðum físki-
fræðinga, takmarka þorskveiðar
mjög næstu þijú árin og láta á
það reyna, hvort kenningar Haf-
rannsóknastofnunar um að
hrygningarstofninn muni eflast
mjög við þær aðstæður standist.
Hins vegar þau sjónarmið, að
Hafrannsóknastofnun sé á rangri
leið í rannsóknum sínum og að
aflareynsla á íslandsmiðum á
undanförnum áratugum eða
mestan hluta þessarar aldar sýni,
að óhætt sé að veiða verulega
meira magn af þorski en físki-
fræðingar leggja til.
Þessi skoðanamunur hefur
bersýnilega verið á ferðinni innan
ríkisstjórnarinnar, ekki síður en
annars staðar. Þar náðist ekki
samstaða um að fylgja ráðum
fískifræðinga til fulls. Niðurstað-
an er því millileið, sem engin efn-
isleg rök eru í sjálfu sér fyrir.
Þetta ber að harma. Þrátt fyrir
allt var nú tækifæri til að ráðast
í skipulega uppbyggingu hrygn-
ingarstofnsins og slík ákvörðun
hefði orðið þjóðinni til farsældar,
þegar til lengri tíma er litið.
I kjölfar ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar um aflamark á
þorskveiðum er nauðsynlegt að
beina athyglinni að rekstrar-
vanda sjávarútvegsins. Niður-
skurður þorskveiðanna er veru-
legt áfall fyrir sjávarútveginn en
á móti koma að vísu auknar afla-
heimildar í öðrum físktegundum,
sem munu bæta sjávarútvegsfyr-
irtækjum þetta upp að einhveiju
leyti. Kröfum um gengisfellingu
ber að vísa á bug eins og forystu-
menn ríkisstjómarinnar hafa
raunar þegar gert enda felst eng-
in lausn á rekstrarvanda útgerð-
ar- og fískvinnslufyrirtækja í
gengislækkun heldur er hún að-
ferð til þess að fresta enn lausn
á þeim vandamálum, sem við er
að etja í sjávarútvegi.
Á næstu mánuðum verða for-
ystumenn sjávarútvegsfyrirtækj-
anna með bakstuðningi stjórn-
valda og sveitarfélaga að ganga
til þess verks að fækka skipum
í rekstri og fiskvinnsluhúsum og
leitast við að ná fram eins mik-
illi hagræðingu í veiðum og
vinnslu og kostur er. Til þess að
ná raunverulegum árangri í þess-
um efnum þarf mikla vinnu, mik-
il átök og öflugan stuðning úr
ýmsum áttum.
Jafnhliða þarf að vinna að fjár-
hagslegri endurskipulagningu
sjávarútvegsins með lengingu
lána og með því að alvarlegar
umræður hefjist um þá vaxta-
stefnu, sem hér er rekin. í nýju
tölublaði brezka tímaritsins
Economist er fjallað um það sam-
dráttarskeið, sem nú gengur yfír
í helztu iðnríkjum heims. Blaðið
vekur athygli á því, að í mörgum
tilvikum sé um hliðarverkanir
verðhjöðnunar að ræða en ekki
alvarlega kreppu. Á hinn bóginn
segir Economist, að ef aukning
landsframleiðslu á verðlagi hvers
árs sé á bilinu núll til 3% sé það
kreppumerki og ráð blaðsins til
þeirra ríkja, sem standa frammi
fyrir slíku er m.a. að lækka vexti
þegar í stað. Á milli áranna 1991
og 1992 er áætlað að landsfram-
leiðsla á verðlagi hvers árs hér á
íslandi aukizt um 0,7%.
Island fellur því undir skil-
greiningu tímaritsins á því, að
kreppa sé á ferðum og tilefni til
vaxtalækkunar. Þótt hið brezka
tímarit sé ekki óskeikull dómari
í þessum efnum og sjálfsagt vara-
samt að telja, að vaxtaákvarðan-
ir eigi að byggjast á svo einföld-
um forsendum er engu að síður
ástæða til að stöðva við og íhuga
möguleika sjávarútvegsfyrir-
tækja á að standa undir þeim háu
raunvöxtum, sem nú eru hér í
gildi. Raunar á það einnig við
um aðrar atvinnugreinar.
Deilur um þorskinn eiga eftir
að harðna og á næstu vikum má
búast við vaxandi umræðum um
fískveiðistefnuna sem slíka. Allt
er þetta til marks um, að við ís-
lendingar erum á krossgötum.
Við komumst ekki hjá því að taka
afstöðu til vandamála, sem við
höfum lengi ýtt á undan okkur
og ákvörðun um hvert skuli
halda. Þess vegna hefði Morgun-
blaðið kosið, að núverandi ríkis-
stjórn hefði tekið myndarlega af
skarið að þessu sinni og í kjölfar
ákvörðunar um að fylgja ráðum
fískifræðinga hefðu fylgt jafn
afdráttarlausar ákvarðanir á öðr-
um sviðum atvinnumála.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
í kjölfar kvótaákvörðunar:
Ákveðnir landshlutar
nánast á suðupunkti
Ég sé ekki að þessi ríkisstjórn sé neitt ómissandi, segir
Matthías Bjarnason, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis
EKKI er séð fyrir endann á því hvemig málum lyktar á Alþingi,
hvað varðar þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í fyrradag að hafna alfar-
ið þeirri hugmynd Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra að út-
hluta úr Hagræðingarsjóði þeim 12 þúsund þorskígildistonnum sem
sjóðurinn hefur yfír að ráða til þeirra byggðarlaga sem verst fara út
úr þorskskerðingunni. Ljóst er að mikillar óánægju gætir með þessa
niðurstöðu á Vestfjörðum, norðanverðu Snæfellsnesi, Norðurlandi og
norðurhluta Austfjarða. Sjávarútvegsnefnd Alþingis kom saman til
fundar í gær. Að sögn formanns nefndarinnar, Matthíasar Bjamason-
ar, var engin ákvörðun tekin á þeim fundi um afstöðu nefndarinnar
til þeirrar ákvörðunar um hámarksafla sem nú liggur fyrir, en á
hinn bóginn var það harðlega gagnrýnt á fundinum að ekki skyldi
hafa verið haft samráð við nefndina áður en endanleg ákvörðun var
tekin. Matthías útilokar ekki að fram komi á Alþingi fmmvarp um
breytingar á reglum um Hagræðingarsjóð, í þá vem að fært verði
að úthluta úr honum án þess að til endurgjalds komi, til þeirra sem
verst fara út úr þorskskerðingunni. Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í gær að ef slíkt framvarp kæmi fram og yrði að lögum með
stuðningi stjórnarliða myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga.
Svo var að heyra á Matthíasi
Bjamasyni, formanni sjávarútvegs-
nefndar Alþingis í gær að hann teldi
að meirihluti væri í nefndinni fyrir
að breyta lögum um Hagræðingar-
sjóð, ef nefndarmenn kæmust að
þeirri niðurstöðu að aðrar betri leið-
ir til úrbóta fyrir þá sem verst fara
út úr skerðingunni væru ekki færar.
„Ég sýndi ekki harða andstöðu
vegna þess aflamagns sem var
ákveðið, þótt ég sé óánægður með
það og hefði viljað að ákveðið hefði
verið að leyfa mun meiri afla. Það
sem er ranglátt er hvernig stöðum
og fyrirtækjum í landinu er mismun-
að með hrapalegum hætti. Auðvitað
mátti rétta þetta af með margvísleg-
um öðrum hætti en Hagræðingar-
sjóði, þó ég hefði talið sjálfsagt að
nota kvóta sjóðsins til jöfnunar. Þær
byggðir sem verst verða fyrir skerð-
ingunni munar miklu meira um að
fá þessar 500 milljónir úr Hagræð-
ingarsjóði, heldur en ríkið munar
um þær,“ sagði Matthías í gær.
„Ég sé ekki að þessi ríkisstjórn
sé ómissandi“
Ég spurði Matthías hvort hann
myndi beita sér fyrir því að lögum
um Hagræðingarsjóð yrði breytt
þannig að hægt væri að úthluta úr
honum að hans ósk: „Ég vil ekkert
segja um það á þessu stigi. Ég vil
sjá hvort einhver meining verður í
þeim kostum sem til boða standa,
ef svo verður ekki, þá verð ég með
í því sem ég álít að sé þessum byggð-
um fyrir bestu.“
- Jafnvel þótt það þýði þingrof
og kosningar?
„Ég sé ekki að þessi ríkisstjóm
sé neitt ómissandi," sagði Matthías.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að þingflokksfundur Sjálf-
stæðisflokksins í gærmorgun um
aflaákvörðunina hafí verið mjög
góður fundur, þar sem farið hafi
verið yfir málin og þau skýrð. „Ég
tel að það sé eining í þingflokknum
um málið, þó vissulega hafí verið
gerðar ákveðnar athugasemdir við
niðurstöðuna," sagði Davíð í gær.
Þingrof og kosningar?
Ég spurði Davíð hver yrðu hans
viðbrögð ef fram kæmi á Alþingi
frumvarp um breytingar á lögum
um Hagræðingarsjóð í þá veru að
aflamagni sjóðsins yrði úthlutað til
þeirra sem verst fara út úr þorsk-
skerðingunni og það yrði að lögum
með fulltingi stjórnarliða: „Ef ríkis-
stjómin hefur ekki vald á máli sem
þessu, sem hún hefur náð sátt um
og stendur sameiginlega að, þá á
hún náttúrlega engan annan kost
en að ijúfa þing og efna til kosn-
inga. Það kom ekkert fram á þing-
flokksfundinum í dag um að einstak-
ir þingmenn flokksins ætli að standa
að slíkum hlutum," sagði forsætis-
ráðherra.
Davíð kvaðst telja að þetta Hag-
ræðingarsjóðsmál væri óskaplega
hlægilegt. „Það sjá allir menn að
þær 500 milljónir sem þar em skipta
ekki sköpum til eða frá. Það sem
skiptir sköpum er hvað menn ákveða
að veiða og þessar 500 milljónir
króna eru dropi í það haf. Þess
vegna er afskaplega undarlegt að
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi skuli
beina spjótum sínum og þjóðarinnar
allrar algjörlega að þessum 500
milljónum króna. Þeir voru á móti
því að þessi gjaldtaka fyrir þjónustu
væri ákveðin á sínum tíma og eru
nú að nota þennan mikla vanda til
þess að koma þessum sjónarmiðum
sínum að. Það er fráleitt að láta
eins og þessi stóru og erfiðu mál
standi og falli með þessum sjóði og
það eru óábyrgir menn sem þannig
láta af hálfu sinna samtaka," sagði
forsætisráðherra.
Kraumar víða undir niðri
úti á landi
Ljóst er að þingmenn þeirra
byggðarlaga sem verst fara út úr
skerðingunni liggja nú þegar undir
geysilegum þrýstingi frá útgerðar-
aðilum úr þeirra heimabyggðum um
að knýja fram breytingar á Hagræð-
ingarsjóði. Ekkert liggur fyrir um
það með hvaða hætti þingmennirnir
munu bregðast við þeim þrýstingi,
en sumir þeirra virðast eiga í vök
að veijast í sínum kjördæmum. Til
dæmis hefur Sighvatur Björgvins-
son heilbrigðisráðherra og Vest-
fjarðaþingmaður verið gagnrýndur
mjög harðlega í mín eyru af Vest-
firðingum. Raunar var því haldið
fram við mig í gær að hann hefði
fengið þau skilaboð frá Vestfirðing-
um að hann þyrfti ekki að hafa fyr-
ir því að láta sjá sig framar á Vest-
fjörðum. Sighvatur sagði við mig í
gær að þetta væri nú orðum aukið.
Hann hefði engin slík skilaboð feng-
ið,”en vissulega væri urgur í Vest-
firðingum og það væri í hæsta máta
skiljanlegt.
„Það er alveg ljóst að allar þær
tillögur sem ég lagði fram á ríkis-
stjórnarfundinum í gær í þessu
máli voru felldar," sagði Sighvatur
er ég ræddi við hann í gær. „Ég
lagði til að allur viðbótarafli í öðrum
tegundum, samtals 26 þúsund
þorskígildistonn, yrði notaður til
jöfnunar. Það hefði dugað til full-
kominnar jöfnunar á milli allra út-
gerðarfyrirtækja. Því var hafnað.
Þá lagði ég til að helmingur af við-
bótarkvótanum yrði notaður með
sama hætti, sem hefði dugað til
þess að hvergi hefði munurinn verið
meiri en 1%. Því var hafnað á þeim
grundvelli að það væri ekki lagaleg
heimild fyrir slíkri úthlutun. Þá
stakk ég upp á því að við breyttum
lögunum um Hagræðingarsjóð og
tækjum þannig inn helming viðbót-
arinnar í sjóðinn, 13 þúsund þorsk-
ígildistonn, og úthlutuðum því á
þann veg sem sjávarútvegsráðherra
hafði lagt til, en því var hafnað,"
sagði Sighvatur.
Sighvatur hótaði að segja af sér
Ég spurði Sighvat hvort hann
hefði lýst því yfir á ríkisstjórnar-
fundinum að hann gæti ekki setið
í ríkissstjórninni áfram ef þessi yrði
niðurstaðan: „Ég sagði forsætisráð-
herra og sjávarútvegsráðherra frá
því að ég gæti ekki staðið að ákvörð-
unum þar sem ekki væri gert ráð
fyrir að koma neitt til móts við þau
byggðarlög sem færu verst út úr
tillögunum eins og þær væru orðn-
ar. Þá kom fram tillaga um að opna
þann möguleika að Byggðasjóður
skoðaði vanda þessara byggðarlaga
og gerði tillögur um hvernig skyldi
taka á þeim málum og ég féllst á
að standa að samþykktinni með
þeirri viðbót."
Svipaður veiðistofn
og nokkur stækkun
hrygningarstofns
- að mati Hafrannsóknastofnunar
ÞORSKAFLI upp á 205.000 tonn, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, mun
hafa þær afleiðingar að veiðistofn þorsks stendur nokkurn veginn í<
stað, en hrygningarstofn mun stækka nokkuð, verði afla haldið svipuð-
um næstu tvö fiskveiðiár. Þetta kemur fram í útreikningum Hafrann-
sóknastofnunar, að sögn Guðna Þorsteinssonar, fiskifræðings hjá stofn-
í skýrslu Hafrannsóknastofnunar
um ástand nytjastofna er sett upp
dæmi um 200.000 tonna þorskafla
á árunum 1993-1994. Útreikningar
miðaðir við 205.000 tonn liggja ekki
fyrir, en útkoman ætti að verða svip-
uð, að sögn Guðna. Samkvæmt þessu
myndi hrygningarstofn þorsks fara
úr um 250.000 tonnum, sem er áætl-
uð stærð hans á þessu ári, í 240.000
tonn á næsta ári, 260.000 tonn 1994
og 290.000 tonn 1995.
Veiðistofninn, sem er áætlaður um
640.000 tonn á þessu ári, myndi
stækka heldur til 1994, en minnka
aftur eftir það og yrði um 670.000
tonn. árið 1995, samkvæmt dæmi
Hafrannsóknastofnunar um 200.000
tonna afia. Hefðu verið veidd
150.000 tonn, eins og Alþjóðahaf-
rannsóknaráðið lagði til, hefði hins
vegar leitt til verulegrar stækkunar
bæði veiði- og hrygningarstofns.
„Við getum sagt, miðað við það
sem nú er, að veiðistofninn verði
nánast óbreyttur en hrygningar-
stofninn stækki aðeins," sagði GuðriL
Þorsteinsson.
Jón L. og Hellers eru
enn efstir á NM í skák
VIÐUREIGN þeirra Jóns L. Ámasonar og Svíans Ferdinands Hellers
í þriðju umferð Norðurlandameistaramótsins í skák lyktaðj með jafn-
tefli, en Jón tefldi á hvítt. Hafa þeir báðir 2Vi vinning. í 3.-6. sæti
er Jóhann Hjartarson, Lars Bo Hansen frá Danmörku, Helgi Ólafs-
son og Lars Karlsson frá Svíþjóð. Fjórði íslenski þátttakandinn,
Margeir Pétursson, hefur IV2 vinning og er í 7.-12. sæti.
Aðrar skákir íslendinga í þriðju
umferð fóru á þann veg að Jóhann
Hjartarson gerði jafntefli með
svörtu gegn Lars Karlsson, Margeir
Pétursson gerði jafntefli með hvítu
gegn Carsten Hoi frá Danmörku,
en Helgi Ólafsson sigraði Jonathan
Tisdall frá Noregi á svart.
Fjórtán af átján þátttakendum
hafa stórmeistaratitil, sem er það
mesta í Norðurlandámóti hingað til.
Alls verða tefldar níu umferðir, en
mótið er haldið í Östersund í Sví-
þjóð.
Morgunblaðið/Alfons
Sigurbjörg Kristjánsdóttir, einn keppenda, veifar einum vænum
sem hún innbyrti á mótinu.
Sjóstangamót á Ólafsvík:
Keppendur voru
64 af öllu landinu
Ólílfsvík.
HIÐárlega sjóstangamót Sjósnæ fór fram í Ólafsvíkfyrir skömmu og
er þetta í íjórða sinn sem mótið fer fram hjá félaginu.
Róið var frá Ólafsvík kl. 6 og
var komið að landi kl. 14 báða
keppnisdagana. Alls voru kepp-
endur 64 víðsvegar að af landinu,
jafnt konur sem karlar. Helstu
úrslit urðu þau að aflahæsti karl-
inn var Þorsteinn Jóhannesson
með 455,44 kg og aflahæsta kon-
an var Aðalbjörg Bemódusdóttir
með 270 kg. Alls réru fjórtán
bátar með veiðimennina og voru
bátamir frá Ólafsvík, Rifi og
Grundarfirði.
Á laugardeginum var mökum
keppenda boðið í útsýnisferð um
utanvert Snæfellsnes og var því
boði vel tekið enda skartaði Snæ-
fellsjökull sínu fegursta þann dag-
inn. Alls eru félagar í Sjósnæ um
31, flestir úr Ólafsvík og Hellis-
sandi. Vill stjórn Sjósnæ þakka
keppendum og eigendum báta og
þeim sem tóku þátt í mótinu þeirra
framlag til keppninnar.
Akvarðanir um kvóta næsta fiskveiðiárs:
Samdráttur landsfram-
leiðslu verður tæplega 1%
Stefnir í meiri samdrátt á þessu ári en spáð var
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson, •
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Breytingar á afiaheimild-
um eftir s veitarfélögum
Miðað er við meðaltal aflaheimilda skipa
Meðfylgjandi tafla er unnin af sjávarútvegsráðuneyti og sýnir hvern-
ig ætla má að úthlutun aflaheimilda til einstakra byggðarlaga breytist
hlutfallslega samkvæmt þeirri reglugerð sem sjávarútvegsráðherra hef-
ur nú sett. Er miðað við meðaltal aflaheimilda skipa með skráða heima-
höfn á viðkomandi stöðum og þeim úthlutað aflaheimildum samkvæmt
reglugerðinni. í dæmi 2 sést hver breytingin á aflaheimildum verður
ef viðkomandi neyta forkaupsréttar síns á aflaheimildum Hagræðingar-
sjóðs.
DÆMI 1 DÆMI 2
DÆMI 1 DÆMI 2
SVEITARFELAG (án Hagsj.) (með Hagsj.)
Vestmannaeyjar 0,70% 3,49%
Vík í Mýrdal -18,36% -15,13%
Stokkseyri 2,05% 4,94%
Eyrarbakki -3,74% -1,11%
Selfoss 4,82% 8,89%
Þorlákshöfn -1,87% 1,07%
Grindavík -3,28% -1,24%
Sandgerði -0,70% 2,30%
Garður -9,14% -6,01%
Keflavík -4,61% -2,25%
Njarðvík -0,38% 3,03%
Vogar • -1,43% 2,04%
Hafnarfjörður -2,73% 0,56%
Garðabær -25,12% -22,11%
Kópavogur -8,02% -4,93%
Seltjamames -21,13% -17,98%
Reykjavík 0,59% 3,56%
Akranes -1,90% 0,92%
Borgames -26,96% -24,02%
Amarstapi -23,64% -20,58%
Hellnar -5,96% -2,31%
Hellissandur -11,01% -8,11%
Rif -13,82% -10,91%
Ólafsvík -11,42% -8,53%
Grundarfjörður -4,75% -1,80%
Stykkishólmur -10,56% -8,89%
Flatey -25,17% -22,16%
Búðardalur 0,00% 0,00%
Reykhólar -20,37% -17,19%
Barðarströnd -0,06% 0,97%
Patreksfjörður -15,00% -12,07%
Tálknafjörður -12,30% -9,12%
Bíldudalur -7,54% -4,95%
SVEITARFÉLAG (án Hagsj.) (með Hagsj.)
Þingeyri -9,49% -6,26%
Flateyri -9,40% -5,87%
Suðureyri -12,40% -8,97%
Bolungarvík -7,01% -4,67%
ísafjörður -8,48% -5,66%
Súðavík -6,68% -3,81%
Strandir 0,00% 0,00%
Djúpavík -8,56% -7,24%
Drangsnes 1,70% 2,49%
Hólmavík -9,27% -6,83%
Hvammstangi 1,53% 2,26%
Blönduós 3,05% 4,60%
Skagaströnd -8,60% -5,44%
Sauðárkrókur -5,54% -2,34%
Hofsós -13,79% -11,37%
Siglufjörður -9,55% -6,24%
Ólafsfjörður -8,65% -5,69%
Grímsey -16,86% -13,96%
DÆMI 1 DÆMI 2
SVEITARFÉLAG f 1
Hrísey -6,12% -4,15%
Dalvík -9,89% -7,09%
Litli Árskógss. -7,18% -3,71%
Árskógsströnd -8,64% -6,34%
Hauganes -11,36% -8,53%
Hjalteyri -25,54% -22,55%
Akureyri -4,85% -1,75%
Svalbarðsströnd -24,65% -21,62%
Grenivík -11,30% -8,23%
Húsavík -6,17% -4,09%
Kópasker -25,11% -22,10%
Raufarhöfn -15,73% -12,41%
Þórshöfn -11,66% -8,39%
Bakkafjörður -16,95% -14,21%
Vopnafjörður -12,18% -8,74%
Borgarfj. Eystri -22,61% -19,51%
Seyðisfjörður -12,41% -8,96%
Mjóifjörður -19,60% -16,41%
Neskaupstaður -7,18% -4,51%
Eskifjörður -3,46% -1,78%
Reyðarfjörður -7,99% -4,42%
Fáskrúðsijörður -4,01% -1,70%
Stöðvarfjörður -7,00% -3,37%
Breiðdalsvík -3,58% 0,18%
Djúpivogur -10,69% -7,38%
Hornafjörður -3,92% -1,46%
Samtals -4,96% -2,20%
Kjördæmi Aflamark Án Hagræðisj. MeðHagræðsj.
1991/1992 1992/1993 Breyting 1992/1993 Breytíng
Suðurland 61.556 61.679 0,20% 63,421 3,03%
Reykjanes 71.444 68.940 -3,50% 70.815 -0,88%
Reykjavík 35.511 35.720 0,59% 36.775 3,56%
Vesturiand 40.090 37.229 -7,14% 38.309 -4,44%
Vestfirðir 58.095 52.974 -8,81% 54.581 -6,05%
Norðurl. v. 27.271 25.506 -6,47% 26.299 -3,56%
Norðurl. e. 75.413 69.805 -7,44% 71.942 -4,60%
Austfirðir 60.567 56.784 -6,25% 58.365 -3,64%
Samtais 429.948 408.637 -4,96% 420.506 -2,20%