Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
Ritverk Jónasar
Hallgrímssonar
eftir Hauk Hannesson
ogPál Valsson
Haraldur Blöndal lögfræðingur
birti í Morgunblaðinu föstudaginn
24. júlí „Athugasemd um Jónas
Hallgrímsson" og hvemig staðið
hafí verið að útgáfum á verkum
hans. Því miður ber grein hans vitni
um mikla vanþekkingu á þeirri út-
gáfusögu allri og margar stað-
reyndir úr lagi færðar. Haraldur
agnúast einkum út af þeirri stefnu
sem valin var við útgáfu á Ritverk-
um Jónasar Hallgrímssonar,
Reykjavík 1989. Af þeim sökum
þykir okkur sem stóðum að þeirri
útgáfu rétt að ítreka þau fræðilegu
sjónarmið sem liggja til grundvallar
henni.
í grein sinni rifjar Haraldur upp
að faðir hans og afí hafí iðulega
við prófarkalestur breytt texta
skálda, lagfært eitt og annað í sam-
ráði við höfundana. Margar breyt-
ingar á verkum Jónasar Hallgríms-
sonar í frumútgáfu ljóða hans geti
því aðeins talist eðlilegar og sjálf-
sagðar. Hann lítur fram hjá því að
kvæði Jónasar voru fyrst gefín út
í heild að honum látnum, þess vegna
var ekki hægt um vik að bera breyt-
ingar undir skáldið og er mikið efa-
VAGIP8
Á VEGGI, LOFT OG GÓLF
TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN,
ÞYNGRI OG STEINULL
ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR
ELDTRAUSTAR
VATNSHELDAR
ÖRUGGT NAGLHALD
KANTSKURÐUR SEM EGG
HOLLENSK GÆÐAVARA
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
mál að Jónas hefði kyngt þeim öll-
um. Hugsanlegt er að Jónas hafí í
lifanda lífí þegið með þökkum viss-
ar ábendingar vina sinna, en hitt
er víst að hann skeytti í engu um
sumar aðfínnslur þeirra, eins og
heimildir sanna.
Hlutverk okkar útgefenda Rit-
verka Jónasar Hallgrímssonar 1989
var að koma á prent texta Jónasar
í þeirri mynd sem hann sjálfur gekk
frá honum sannanlega. Við nýja
útgáfu á verkum Jónasar varðar
lesendur í sjálfu sér ekkert um það
hvemig Konráð Gíslason og Brynj-
ólfur Pétursson ritstýrðu þeim.
Vinnubrögð þeirra eru til í frumút-
gáfunni og þeir sem vilja lesa kvæði
skáldsins í þeirri gerð leita auðvitað
í þá útgáfu. Haraldur Blöndal átel-
ur að við skyldum ekki fylgja í einu
og öllu frágangi frumútgefendanna,
hann heimtar að fá verk Jónasar
útgefín í þeirri gerð sem þar er og
varðar ekkert um það hvað skáldið
sjálft vildi.
Gott dæmi um vinnulag Konráðs
Gíslasonar er að fínna í einkabréfi
Jónasar til hans frá sumrinu 1841.
Þar er meðal annars sagan af djöfl-
inum á Þingvelli sem Konráð birti
í síðasta hefti Fjölnis 1847, tveimur
árum eftir lát skáldsins, sama ár
og fmmútgáfa ljóðmælanna kom
út. Konráð færir inn í bréfíð eigin
hendi lagfæringar sínar á orðfæri
sögunnar og þannig birtist sagan
/^VARUD/i
Tölyusumarskólinn
PC eða Macintosh námskeið fyrir 10 -16 ára
2ja eða 3ja vikna námskeið í júni, júlí eða ágúst. Kennt frá 9-12 eða
13-16 fimm daga vikunnar. q
MJÖg h«gst«»tt w«r6
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
VerkfræðístofaHalldórsKristjánssonar 0
Grensásvegi stofnuð 1. mars 1986 w
„Hlutverk okkar útgef-
enda Ritverka Jónasar
Hallgrímssonar 1989
var að koma á prent
texta Jónasar í þeirri
mynd sem hann sjálfur
gekk frá honum sann-
anlega. Við nýja útgáfu
á verkum Jónasar varð-
ar lesendur í sjálfu sér
ekkert um það hvernig
Konráð Gíslason og
Brynjólfur Pétursson
ritstýrðu þeim.“
íslenskum lesendum. Breytingar
Konráðs eru eins og hans var von
smekkvísar og lýta söguna í engu.
Samkvæmt útgáfustefnu okkar
birtum við söguna án ritstýringar
Konráðs, því við vorum að gefa út
rit Jónasar Hallgrímssonar, ekki
Konráðs Gíslasonar. í formála sín-
um að frumútgáfunni gera Konráð
og Brynjólfur grein fyrir vinnu-
brögðum sínum, segja m.a. að ein-
staka orðatiltæki hafí verið breytt,
því þeir hafí vitað til „að höfundur-
inn var búinn að breyta þeim þann-
ig“. Ritstýring Konráðs á sögunni
af djöflinum á Þingvelli sýnir glögg-
lega að hann gekk miklu lengra en
að færa einungis inn breytingar sem
hann vissi að Jónas ætlaði sér að
gera.
í grein sinni segir Haraldur
Blöndal: „Fram til þessa hefur ver-
ið stuðzt við útgáfu Konráðs Gísla-
sonar og Brynjólfs Péturssonar á
kvæðum Jónasar, þegar kvæðin
hafa verið gefín út að nýju. Hefði
verið eðlilegast að gera það áfram,
en gera athugasemdir, þar sem út-
gefendur töldu annan rithátt rétt-
ari.“ Þetta er rangt hjá Haraldi.
Frá og með þriðju útgáfu ljóða Jón-
asar, 1913, hafa útgefendur með
rökstuddum hætti vikið í ýmsu frá
texta frumútgáfunnar, Sigurður
Nordal kaus t.d. í íslenzkri lestrar-
bók að prenta Gunnarshólma eftir
frumprentun í Fjölni en ekki útgáfu
Konráðs og Brynjólfs. Frágangur
Matthíasar Þórðarsonar í heildarút-
gáfu verka Jónasar 1929-1937, þar
sem ýmist er farið beint eftir hand-
ritum eða frumútgáfunni, var síðan
nýttur svo til óbreyttur í lesútgáfum
Páll Valsson
uns Ritverkin komu út 1989, þá
fyrst var skrefíð stigið til fulls og
vitnisburður Jónasar sjálfs einn lát-
inn ráða útgáfustarfinu.
Síðar nefnir Haraldur Blöndal í
grein sinni að „vísindalegra" hefði
verið að prenta athugasemdir og
skýringar á sömu síðu og kvæðin,
ekki í sérstakri bók eins og gert er
í útgáfunni 1989. Honum fínnst
erfítt að þurfa að fletta upp í tveim-
ur bókum við gaumgæfilegan lestur
kvæðanna. Vegna umfangs skýr-
inga var ógjörningur að prenta þær
neðanmáls, að því slepptu hversu
ljótt það hefði verið og óskemmti-
legt fyrir þá sem vilja lesa kvæðin
í friði og þurfa ekki á neinum skýr-
ingum að halda. Auðvelt er fyrir
lesendur að nýta sér skýringabind-
ið, kjósi þeir að gera það. Þar er
t.d. tiltekinn allur orðamunur frá
útgáfunni 1847, og hefur það farið
fram hjá Haraldi, því hann ritar í
grein sinni: „Sá, sem lesa vill kvæði
Jónasar í nýju útgáfunni veit aldr-
ei, hvenær ritháttur er annar en í
frumútgáfunni." Haraldur verður
sjálfur að ráða bót á vanda sínum
við að fletta bókum. Hitt er svo
annað mál, hvort „vísindagildi" til-
tekinnar útgáfu er undir því komið
hvar á blaðsíðum skýringar standa.
Haraldur Blöndal víkur að breyt-
ingu Jónasar í vísunum alkunnu,
Efst á Amarvatnshæðum, úr
kvæðaflokknum Annes og eyjar.
Þar strikar Jónas út orðið fáki og
setur í staðinn klári. Haraldur rit-
ar: „Hér skiptir ekki máli, hvor rit-
hátturinn er „réttur". Eðlilegast
hefði verið að prenta kvæðið með
rithætti Konráðs og gera grein fyr-
ir hinum rithættinum." Þessi mál-
flutningur er þvæla, vitanlega er
það skylda útgefenda að hlýða
skáldinu og prenta lokagerðina;
„oft hef ég klári beitt“ er lagfæring
Jónasar frá allra síðustu dögum
hans og frumútgefendur hunsa
hana en taka samt sem áður upp
ýmsar hliðstæðar breytingar hans
í handriti kvæðaflokksins. — Har-
aldur heldur síðan áfram: „Því er
Haukur Hannesson
svo við að bæta, að merkingarmun-
ur er á, hvort sagt er „fáki“ eða
„klári". Ef fyrri rithátturinn er not-
aður, sér lesandinn fyrir sér, að
fákurinn er þaninn á skeið. Amar-
vatnshæðir hljóta því að vera til
slíkrar reiðar fallnar. í síðara tilfell-
inu hvarflar hugurinn frekar til
þess, að gróðursæld sé mikil á Arn-
arvatnshæðum og gott að beita þar
klári (og öðmm búpeningi)." Har-
aldur misskilur vísurnar, því miður.
Hér er lýst fornum og alkunnum
áningarstað á Arnarvatnsheiði, í
Hvannamó; „að beita klári“ merkir
einfaldlega að hesti er leyft að bíta
gras, hér á enginn skeiðsprettur
við. Haraldur virðist einnig halda
að klár sé heldur ómerkilegri
skepna en fákur (aðeins dráttar-
klár), svo er þó ekki, hins vegar
er orðið klár hlýlegra og ekkert
„spariorð" líkt og fákur; þess vegna
hefur Jónas gert þessa prýðilegu
lagfæringu, orðið klár á mjög vel
við anda kvæðaflokksins. Eins má
benda Haraldi á kvæði frá 19. öld
sem allir kunna,_ Sprett eftir Hann-
es Hafstein og A Sprengisandi eftir
Grím Thomsen, þar er orðið klár
notað um hina bestu gripi, og í
Spretti er jöfnum höndum ort um
fák og klár.
Haraldur Blöndal stílar grein sína
til Helga Hálfdanarsonar, hún á að
vera einhvers konar mótmæli gegn
skoðunum sem Helgi hefur sett
fram um fræðilegt gildi Ritverka
Jónasar Hallgrímssonar. Þar er
ólíku saman að jafna um efnistök
og enda þótt við séum Helga ekki
að öllu leyti sammála um sumt, þá
veit hann þó sannarlega skil á
umfjöllunarefninu. Slíku er ekki að
heilsa um Harald Blöndal, hann
hefur tæplega kynnt sér að neinu
gagni umræðuefni sitt og því verð-
ur málflutningur hans mestanpart
tóm rökleysa.
Höfundar eru tveir ritstjóra
Ritverka Jónasar Hallgrímssonar
sem útkomu 1989.
7,14 % raunávöxtun
HASTA ÁVÖXTUN Á
INNLÁNSREIKNINGI
Hæsta ávöxtun á innlánsreikningum hjá bönkum
og sparisjóðum m.v. síðustu sex mánuði hefur aftur
komið í hlut þeirra sem skipta við sparisjóðina.
Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir sem
ávaxta sparifé á innlánsreikningum hafa borið
mest úr býtum hjá sparisjóðunum. «
Hafðu þetta í huga á næstu vikum SR/\RISJÓE)IRNIR
og mánuðum. Komdu til okkar. fyrir þig Og þina