Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JULI 1992
Rannsóknaskíp-
ið Fengnr siglir
til Mið-Ameriku
Strand danska skipsins Erik Boye á Breiðdalsvík:
Morgunblaðið/Jón Páll
Erik Boye á Breiðdalsvík, þegar kafarar unnu
að þvi að þétta botn skipsins. A innfelldu mynd-
inni sést rifa á skipsbotninum.
Miklar skemmdir
á botni skipsins
VERULEGAR skemmdir urðu á botni danska flutningaskipsins
Erik Boye sem steytti á skeri fyrir utan höfnina á Breiðdalsvik í
fyrrakvöld. Botninn rifnaði á nokkrum stöðum, og stóð skerið inn
í vélarrúmið. Varðskipið Óðinn var komið á staðinn um kl. 7 í
gærmorgun, og hófust kafarar frá Óðni þá þegar handa við að
þétta rifur á botni skipsins.
Talsverður leki kom að skipinu
þegar það strandaði og höfðu til-
tækar dælur ekki við lekanum, en
það tókst þegar aukadælur bárust
á staðinn með Óðni. Stapafellið
kom á staðinn kl. 11 í gærmorgun
og dældi olíu úr danska skipinu
yíír í Stapafellið, um 40 tonnum.
Engin mengun hefur orðið Végna
strandsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni í gærkvöldi
var ekki vitað hvenær reynt yrði
að ná skipinu á flot. Nú er unnið
Morgunblaðið/Þorsteinn
að því að fá annað skip til að losa
farminn úr Erik Boye en skipið er
með fullfermi af salti, tæp 900
tonn. Ekki verður reynt að ná Erik
Boye á flot fyrr en búið er að losa
farminn.
Komist hefur verið fyrir versta
lekann á skipinu þannig að dælur
hafa undan en vélarrúm þess er
enn fullt af sjó. Afram verður hald-
ið að dæla úr því og þétta betur
þau göt og rifur sem komu á það.
Ágætt veður hefur verið á strand-
stað.
Einkavæðingamefnd setur skilyrði um staðgreiðslu á Ferðaskrifstofu ríkisins:
Starfsmennirnir bj óða 19
millj. í eignarhlut ríkisins
STARFSFÓLK Ferðaskrifstofu íslands, sem á tvo þriðju hluta fyrir-
tækisins, gerði ríkinu síðdegis í gær tilboð um kaup á eignarhlut
þess, sem er þriðjungur. Að sögn Hreins Loftssonar, formanns einka-
væðingamefndar ríkisstjómarinnar, var tilboð starfsfólksins á geng-
inu 1,95-falt nafnverð, eða um 18,8 milljónir króna, miðað við stað-
greiðslu. Einkavæðingarnefnd gerir það að skilyrði að um stað-
greiðslu sé að ræða. Verðbréfafyrirtækið Handsal hafði metið hlut
ríkisins á 2,4-falt nafnverð, eða rúmar 20 milljónir króna. Kjartan
Lámsson forstjóri Ferðaskrifstofu íslands sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkveldi að starfsmennimir væm hér að nýta sinn forkaups-
rétt sem þeir hefðu samkvæmt sérstökum samningi.
Samningur er í gildi á milli ríkis-
ins og starfsfólks fyrirtækisins, þess
efnis að starfsfólkið hafí forkaups-
rétt að hlut ríkisins þegar og ef rík-
ið vill selja. Jafnframt hefur starfs-
fólkið rétt á að ganga inn í hæsta
tilboð í hlutabréf ríkisins, ef hlutur
þess verður boðinn út í almennu
hlutafjárútboði. Forkaupsréttur
starfsmanna er í tvo mánuði eftir
að tilboð er komið fram.
Hreinn Loftsson sagði að þetta
tilboð starfsmannanna yrði nú sent
til verðbréfafyrirtækisins Handsals,
sem hefði metið hlut ríkisins og
undirbúið sölu hans. Handsal myndi
vega og meta þetta tilboð og í fram-
haldi þess yrðu ákvarðanir teknar.
„Starfsmenn fyrirtækisins, sem
áður voru starfsmenn . Ferðaskrif-
stofu ríkisins og keyptu á sínum
FENGUR, rannsókna- og til-
raunaveiðiskip Þróunarsam-
vinnustofnunar Islands, hefur
verið leigður til Mið-Ameríku.
Skipinu verður siglt vestur um
haf um miðjan september. Sam-
starfsaðili Þróunarsamvinnu-
stofnunar vestra tekur að sér
endurbætur á skipinu sjálfu og
endurnýjun á tækjakosti þess
fyrir 10 milljónir króna. Véla-
verkstæðið Gjörvi mun hafa yfir-
umsjón með lagfæringum og
endurbótum á skipinu. Islenskur
skipstjóri og ísfenskur vélsljóri
verða á Feng á meðan hann verð-
ur við rannsóknir og tilrauna-
veiðar við vesturströnd Mið-
Ameríku.
Það er Samstarfsnefnd Mið-
Ameríkuríkja um hafrannsóknir
sem tekur skipið á leigu til rann-
sókna á fiskstofnum við Kyrrahafs-
strönd Mið-Ameríku. Nefndin hefur
aðsetur í Panama, en er kostuð af
Efnahagsbandalagi Evrópu. Þýska
ráðgjafafyrirtækið GOPA í Ham-
borg mun annast ráðgjöf við rann-
sóknimar vestra. Þróunarsam-
vinnustofnun íslands tekur þátt í
rannsóknunum með því að leggja
fram skipið. Auk þess hefur verið
farið fram á fískifræðilega aðstoð
héðan, en um það atriði er ekki
fullsamið.
Leigusamningurinn um Feng er
gerður til eins árs, en í honum er
tíma % hluta fyrirtækisins, eru 26
og þeir sem hópur em að nýta sér
þann forkaupsrétt sem þeir hafa,
samkvæmt samningnum sem gerð-
ur var við stjómvöld á sínum tíma,“
sagði Kjartan Lárusson, forstjóri
Ferðaskrifstofu íslands.
Kjartan sagði að starfsmennirnir
hefðu áður sent inn tilboð í hlut rík-
isins, en málið hafi ekki verið kom-
ið á það stig þá að af sölu yrði.
Haiin vildi ekki spá neinu um það
hvort ríkið tæki tilboði starfsmann-
anna 26.
gert ráð fyrir framlengingu til ann-
ars árs. Björn Dagbjartsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarsamvinnú-
stofnunar, segir að það sé fagnaðar-
efni að skipið skuli nú aftur fá verk-
efni við hæfi, en það hefur verið
ónotað í tvö ár.
Verslunarmanna-
helgin:
Skúrir um
allt land á
sunnudag
VART ER von á einmunablíðu á
landinu um verslunarmannahelg-
ina, samkvæmt spá Veðurstofunn-
ar. Þó verður þurrt og víða létt-
skýjað norðaustanlands á laugar-
daginn.
Hörður Þórðarson veðurfræðingur
sagði að næstkomandi laugardag
væri von á rigningu um sunnan- og
vestanvert landið. Hins vegar væru
líkur á þurm og víða iéttskýjuðu
veðri norðaustanlands. Hiti verður
um 10 gráður sunnanlands en 12-14
gráður norðaustanlands'.
Von er á skúmm og fremur hægri
breytilegri átt um land allt á sunnu-
daginn en engu verður spáð um veðr-
ið á mánudag fyrr en í fyrsta lagi
í dag, að sögn Harðar. Hann sagði
að spá V.eðurstofunnar væri byggð
á þremur langtímaspám, tveimur
breskum, frá Bracknell og Reading,
og einni bandarískri, en tók fram
að spáð væri ansi langt fram í tím-
ann. Þannig liðu 96 klukkustundir
frá því að gögnum væri safnað sam-
an þangað til spáin ætti að rætast.
Með tilliti til þess væri t.a.m. mögu-
leiki á því að tímasetningar gætu
breyst og til væri í dæminu að þurrt
yrði fyrri hluta laugardags.
Drengxirinn
sem lést
DRENGURINN, sem beið bana í
umferðarslysi í Vestmannaeyjum
á þriðjudag, hét Árni Garðar
Hjaltason, 4 ára, til heimilis að
Helgafellsbraut 20 í Vestmanna-
eyjum. Árni Garðar var fæddur
4. apríl árið 1988.
Þórir Indriðason sem hrapaði með svifflugu sinni á Sandskeiði:
Vil vera jákvæður
„ÉG VIL fyrir alla muni viðhalda jákvæðn-
inni,“ sagði Þórir Indriðason, flugmaðurinn sem
hrapaði með svifflugu sinni þann 22. þessa
mánaðar á Sandskeiði. „Mér verður sérstaklega
hugsað til unglinganna í Vinnuskóla Kópavogs,
sem voru í kynningu hjá okkur daginn fyrir
slysið, og foreldra þeirra,“ sagði hann. „Von-
andi verður þetta ekki til að eyðileggja neitt
fyrir öðrum, því svifflugið er dásamleg íþrótt."
„Ég var í um 300 metra hæð og nýbúinn að
sleppa dráttartauginni þegar svifflugan ofreis út á
annan vænginn,“ sagði Þórir. „Ég missti fluguna
í spuna, en það eina sem ég man, er sekúndubrot-
ið áður en ég skall í jörðinni. Þá átti ég ekki von á
því að vakna hérna megin.“
Við höggið brotnaði Þórir á hálsi og neðsta og
næstneðsta hryggjarlið. „En ég fékk ekki einu sinni
marbletti," sagði hann brosandi. „Bara skrámur á
vinstra lærinu, sem voru saumaðar saman.“ Þórir
kvaðst ekki hafa tilfinningu í hægra fæti fyrir
neðan hné, en verið gæti að það breyttist. „Mér
skilst að ég geti orðið jafngóður eftir einhvern tíma,
en það borgar sig auðvitað að fara varlega í að
gera sér vonir,“ sagði hann.
Aðspurður um hvaða lærdóm væri hægt að draga
af slysinu sagði Þórir að það væri fyrst og fremst
að þjálfa ósjálfráð viðbrögð. „Það þarf að kenna
nemendum að bregðast ósjálfrátt við ofrisi og
spuna,“ sagði hann. „Þeir sem lengra eru komnir
þurfa líka sífellt að æfa þessi viðbrögð."
Þórir er vanur svifflugmaður og formaður Svif-
flugfélags íslands. Mikið hitauppstreymi var daginn
sem slysið varð, loftið ókyrrt og aðstæður erfíðar.
Morgunblaðið/KGA
Þórir Indriðason, svifflugmaður.