Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 ..-i—h-;H—’r‘ i: .í.:...: H Alþjóðlegt sumar- námskeið í íslensku eftir Úlfar Bragason Alþjóðlegt sumamámskeið í ís- lensku hófst í Háskóla íslands hinn 6. þ.m. og stendur í fjórar vikur. Þetta er í sjötta sinn að heimspeki- deild háskólans gengst fyrir slíku námskeiði. Að þessu sinni taka 37 nemendur þátt í námskeiðinu, 20 karlar og 17 konur, frá 14 löndum, flestir frá Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sex kennarar kenna á námskeiðinu. Alþjóðlega námskeiðið í íslensku er nú haldið árlega. Það er auglýstk í háskólum víða um heim, öllum sendiráðum íslands og í fréttabréfi Stofnunar Sigurðar Nordals sem sent er til um 950 stofnana og einstakl- inga er vinna að íslenskum fræðum erlendis. Námskeiðið er sérstaklega ætlað erlendum kennurum og há- skólanemum í tungumálum og bók- menntum. Umsóknarfrestur er 1. mars. Að þessu sinni voru umsóknir helmingi fleiri en unnt var að verða við. í júní var haldið námskeið í ís- lensku máli og bókmenntum fyrir norræna stúdenta í háskólanum á vegum Norðurlandaráðs. Þetta nám- skeið er haldið annaðhvert ár og taka að jafnaði þátt í því um 30 stúdent- ar. Þá hélt Norræna félagið árlegt íslenskunámskeið fyrir fólk frá norð- urhluta Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands í júní og sóttu það 15 manns. Einnig heldur Norræna húsið tvö ís- lenskunámskeið í júlí annað árið í röð og eru um 30 þátttakendur í þeim. Þar sem fólk frá Norðurlöndum á alla þessa kosti að koma á íslensk- unámskeið hingað til lands í sumar var ákveðið að hafna öllum norræn- um umsóknum um Alþjóðlega sum- arnámskeiðið nú enda er enska notuð sem kennslumál á námskeiðinu en ekki Norðurlandatungur. Þá voru þeit látnir hafa forgang sem kenna eða stunda nám í norrænum fræðum í heimalöndum sínum. Málaskólinn Mímir heldur hins vegar sumamá- mskeið í íslensku fyrir almenning, bæði í júní og júlí. Á alþjóðlega sumarnámskeiðinu í íslensku er nemendum kennt í tveim- ur hópum og er valið í hópana eftir því hversu mikið nemendur kunna í málinu í upphafí námsins. íslenskt mál er kennt í þrjá tíma fímm daga vikunnar og saga, samfélagsfræði og bókmenntir einn tíma á dag. Þá hlýða nemendur á fyrirlestra um jarðfræði, leikritun og tónlist, skoða söfn og heimsækja Alþingi. Einnig er þeim sýnd Reykjavík og farið með þá í dagsferðir á Þingvöll og í Borg- aríjorð og á söguslóðir Njálu. Á þeim íjórum árum sem Stofnun Sigurðar Nordals hefur séð um Al- þjóðlega sumarnámskeiðið hefur orð- ið mikil aukning á umsóknum og sýnilegt að áhugi erlendis á íslensku máli og menningu vex hratt. Þessi áhugi kemur einnig fram í mikilli Ijölgun umsókna um íslenskunám fyrir erlenda stúdenta við háskólann og fjölgun nemenda erlendis hjá sendikennurum í íslensku. En síðast- liðinn vetur kenndu ellefu sendikenn- arar íslensku við jafnmarga skóla í sjö löndum. Jafnframt fjölgar stúd- entum við íslenskudeildina í Winnipeg í Kanada stöðugt. Þörfin á íslenskukennslu fyrir út- lendinga sem búa hér á landi er mjög mikil. Allmargir útlendingar setjast hér að ár hvert. Serri skatt- borgarar eiga þeir rétt á að þeim sé kennd íslenska svo þeir geti lifað eðlilegu lífí í þessu landi. Nú geta þeir tekið þátt'í íslenskukennslu fyr- ir útlendinga við háskólann hafí þeir nóga undirbúningsmenntun. Þá býð- ur Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands upp á íslenskunámskeið. Annars eiga þeir kost á námskeiðum í Bréfaskólanum og a.m.k. þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu í kvöld- skólum. Börn þeirra verða að fá sér- staka kennslu í íslensku til að geta tekið þátt í venjulegu skólanámi og íslensk böm sem lengi hafa verið búsett erlendis þurfa einnig aðstoð í íslensku. Nefnd á vegum mennta- máluráðuneytisins vinnur að því að bæta íslenskukennslu þessara hópa. Með auknum alþjóðasamskiptum vex löngunin og þörfín hjá útlending- um að læra íslensku. Vegna vináttu- og viðskiptatengsla við íslendinga vilja margir útlendingar þekkja tungu okkar. Marga þeirra langar að lesa bókmenntir okkar á frum- máli og enn aðrir vilja rannsaka tungumálið, menningu þjóðarinnar, náttúru landsins, heilsufar fólks, lífs- hætti og lífskjör og hafa því áhuga á að læra íslensku. Betur má ef duga skal Fjöldi íslendinga nýtur þess ár hvert að stunda nám erlendis. Oftast þurfa þeir ekki að greiða fyrir það nema brot af því sem kennslan kost- ar gistiþjóðina. Við Háskóla íslands er kennslu erlendra mála að miklu leyti haldið uppi af erlendum sendi- kennurum sem fá laun frá hei- malandi sínu. Það er því ekki óeðli- legt að við íslendingar kostum nokkru til að kenna útlendingum það sem við kunnum best, m.a. tungu okkar og bókmenntir. Stuðning við Úlfar Bragason „Á þeim fjórum árum sem Stofnun Sigðurðar Nordals hefur séð um Alþjóðlega sumarnám- skeiðið hefur orðið mikil aukning á umsóknum og sýnilegt að áhugi erlend- is á íslensku máli og menningu vex hratt.“ íslenskukennslu erlendis, íslensku- kennslu útlendinga hér á landi og við sumamámskeið í íslensku fyrir útlendinga ætti þvi ekki að þurfa að réttlæta. Alþjóðasamskipti Háskóla íslands hafa aukist verulega síðustu ár og fleiri stúdentar koma nú úr öðrum háskólum til náms hér um lengri og styttri tíma fyrir tilstilli samskipta- samninga. Háskólinn hefur mætt þörf þeirra fyrir að læra málið, sem hingað koma í aðrar greianr en ís- lensku, með sérstökum námskeiðum. Jafnframt hefur íslenskukennsla fyr- ir útlendinga við háskólann verið efld. Aukin alþjóðasamskipti ættu að verða til þess að kennslufræðileg- ur og vísindalegur metnaður háskól- ans vex. Um leið þætti mörgum stúd- entum og kennurum eftirsóknarverð- ara en áður að dveljast hér við nám og störf. Doktorsnám í íslensku við Háskólann ætti því að verða álitlegur kostur fyrir erlenda stúdenta í fram- tíðinni. Á undanförnum árum hafa stjóm- völd, jafnframt því að veita meira fé en áður til íslenskukennslu fyrir útlendinga, fjölgað styrkjum handa erlendum stúdentum til náms við háskólann. Háskólinn greiðir kenn- urum á Alþjóðlega sumamámskeið- inu laun og verður því námskeiðið ódýrara en ella og gerir það íjárvana stúdentum kleift að taka þátt í því. Að þessu sinni veitir menntamála- ráðuneytið einnig nokkrum þátttak- enda á námskeiðinu dvalarstyrki. Þá hefur þeim háskólum erlendis sem kenna íslensku með tilstyrk íslenskra stjómvalda Qölgað nokkuð. Það fé sem varið er í íslenskukennslu út- lendinga er þó aðeins lítið brot af því sem íslenskir námsmenn þiggja erlendis ár hvert. í framtíðinni þurfa alþjóðlegu sumarnámskeiðin í íslensku a.m.k. að vera þrenns konar; þ.e. byijenda- námskeið, framhaldsnámskeið og námskeið fyrir erlenda íslenskukenn- ara. Þá þyrfti að halda námskeið um íslenska menningu fyrir útlendinga og gæti kennslan farið fram í fyrir- lestrum á ensku og með heimsóknum á söfn, leikhúsferðum, kvikmynda- sýningum o.fl. Nú þegar hefur verið leitast við að þróa Alþjóðlega sum- amámskeiðið á þá átt að stúdentar geti sótt það oftar en einu sinni án þess að þurfa að hjakka í sama fari. Þá ráðgerir Stofnun Sigurðar Nor- dals að standa fyrir kennaranám- skeiði í íslensku í tengslum við tvær alþjóðaráðstefnur um norrænar bók- menntir sem halda á hér á landi 1994. Hvort tveggja er spor í rétta átt. En betur má ef duga skal. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigwrðar Nordals. \50 vm6naubji°l allt i einni ferö —.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: