Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 ÍSLANDSMÓTIÐ SAMSKIPADEILD & KÓPAV ~AÐALI nv/k-rr, Breií 1 (7 ^ // W S[ OGSVÖLLUR .EIKVANGUR íablik - KR öld kl. 20 Mætum öll og sjáum lennandi leik! Sláðu til.... verð langt undir pari ! Nú kostar tveggja manna herbergi með morgunvérði aðeins 6900 krónur fyrir nóttina á Hótel Stykkishólmi, ef gist er tvær nætur. Innifalið í verði er : Afnot af saunu hótelsins Afnot af sundlaug staðarins Afnot af níu holu golfvelli við Hótel Stykkishólm. OG EKKI NÖG MEÐ ÞAÐ: EFTIR FYRSTU TVÆR NÆTURNAR LÆKKAR VERÐIÐ ENN UM 25% og verður aðeins 5175 krónur fyrir tveggja manna herbergi með öllu þessu! Það er fjölmargt hægt að gera að auki í Hólminum og út frá honum. Við bendum t.d. á: ■ Skemmtisiglingu um Suðureyjar ■ Flateyjarferðir ■ Skemmtisiglingu frá Flatey um Vestureyjar ■ Sleðaferð á Snæfellsjökul ■ Gönguferð á hið sögufræga Helgafell. HAFÐUÞAÐ QOTT l HÓLMINUM! Hótel Stykkishólmur Sími 93-81330. Fax 93-81579. EINSTÆTT SUMART ÍLBOÐ Á HÓTEL STYKKISHÓLMl Innan eðli- legramarka eftir Jóhann Pál Símonarson „Innan eðlilegra marka“ kallaði siglingamálastjóri ríkisins það, að það skyldi taka á fjórða ár að inn- kalla gölluð reykköfunartæki af gerðinni Fenzy 5000. Það er eins gott að það þurfti ekki að grípa til tækjanna á þeim tíma. Undirrituð- um þykir það ekki eðlilegt, að það skuli taka svo Iangan tíma að kalla inn 241 reykköfunartæki af þessari gerð, láta skoða þau og gera við þau sem reyndust gölluð. Til að útskýra mál mitt þarf ég að rekja söguna. 1. mars 1987 var Siglingamála- stofnun tilkynnt um g9.Ha I Fenzy 5000 tækjunum. Gallinn sem hér um ræðir fólst í því „að fijósa vill í síu þrýstiminnkara og þar með lokaðist fýrir loftstreymi frá loft- kútum þeirra". Tilvitnunin er úr fréttatilkynningu frá Siglingamála- stofnun frá 17. febrúar 1988. Það var 17. febrúar 1988, sem Siglingamálastofnun innkallaði öll reykköfunartæki af gerðinni Fenzy 5000 og krafðist tafarlausrar lag- færingar á tækjunum, eða tæpu ári eftir að ljóst varð um gallana. Þeg- ar stofnunin sendi frá sér fréttatil- kynninguna þar sem tilkynnt var um innköllun tækjanna var jafn- framt sagt frá því að framleiðanda hefði verið gefínn frestur til 15. apríl 1988 til að lagfæra tækin. Tekið skal fram að ári áður en Siglingamálastofnun tilkynnti um innköllun sendi Brunamálastofnuri ríkisins frá sér aðvörun til allra slökkviliðsstjóra í landinu þar sem sagt er að mjög varhugavert sé að nota Fenzy 5000 tækin vegna slysa- hættu og tilkynnt að Brunamála- stofnun muni afturkalla fyrri viður- kenningu á tækjunum þangað til úrbætur hafí verið gerðar. En víkjum að Fenzy-tækjunum um borð í skipum. 1 árslok 1988 höfðu 185 Fenzy 5000 tæki komið til skoðunarmanna til lagfæringar. Átta mánuðum eftir að frestur Sigl- ingamálastofnunar var útrunninn voru sem sagt ennþá um 60 tæki um borð í skipum hérlendis. Á árinu 1989 kom 31 tæki til skoðunar, á árinu 1990 komu 11 tæki og 1 tæki á árinu 1991. Páll Hjartarson, siglingamála- stjóri, sagði í útvarpinu um þetta fyrir stuttu að af þeim 76 tækjum sem ekki höfðu komið til skoðunar í árslok 1988 hefðu flest verið í bátum sem voru þá aðgerðarlausir vegna breytinga, í bátum sem ekki höfðu haffærisskírteini eða í skipum sem hefðu verið seld úr landi. Þetta verklag kalla Páll Hjartar- son sjálfur að sé „innan eðlilegra marka“. Undirritaður sættir sig ekki við að talsmaður opinbers eftirlitsfyrir- tækis skuli leyfa sér að kalla það „innan eðlilegra marka" að gölluð -reykköfunartæki séu í gangi árum saman eftir að gallar tækjanna koma í ljós. Á venjulegri íslensku heitir þetta slóðaskapur. Til allrar hamingju hlaust ekki siys af tækj- unum um borð í skipum. Að minnsta kosti er ekki vitað til þess að tæki af þessari gerð hafí valdið slysum meðal íslenskra sjómanna. Ekki er vitað til þess að kviknað hafí í skip- um sem seld voru úr landi með þessi gölluðu tæki, en það væri for- vitnilegt að fá upplýsingar um það frá siglingamálastjóra hvort hann hafí séð ástæðu til að vara yfirvöld í Chile við Fenzy 5000 tækjunum sem er að fínna um borð í skipi sem héðan var selt til þess lands, eða þarf stofnunin kannski ekki að stað- festa öryggisbúnað skipa sem seld eru til Suður-Ameríku? Ég hef tekið reykköfunartækin sem dæmi um þann slóðaskap sem allt of oft virðist ráðandi þegar ör- yggismál sjómanna eru annars veg- ar. Þegar haft er i huga að framleið- andi öryggistækis getur selt gallaða vöru á markaðnum og þessi gölluðu tæki eru í notkun í þijú til fjögur ár eftir að búið er að innkalla þau, þá spyr maður um ábyrgð. Er það siglingamálastjóri sem er ábyrgur fyrir því að skipin sem eru með þessi tæki eru ekki stöðvuð? Er það útgerðarmaðurinn sem er ábyrgur? Eða er það ríkissaksóknari, sem ég sendi bréf út af málinu og hann sá ekki ástæðu til að bregðast við? í skriflegu svari til Arnmundar Bachmanns hrl. sem ritaði Sigl- ingamálastofnun fyrir mína hönd, er fullyrt að samtals 19 tæki hafí ekki verið skoðuð í september 1991. Þessi 19 tæki var að fínna í 15 skipum. Við skulum skoða svar siglinga- málastofnunar frá 10. apríl 1992. Hafnarvík ÁR 113, ex Kristbjörg VE 70. Svar: Tekin úr umferð 1991. Þetta þýðir að skipið var með gallað tæki í þrjú ár og 11 mánuði. Tækið var skoðað 6. apríl 1991. Skoðunar- maður Karl Taylor. Sandey. Svar: Ekki með haffæri frá 6. apríl 1990. Tækið var ennþá um borð í skipinu 28. apríl 1992. Öðlingur VE 202, ex Geisli SU. Svar: Er ekki með tæki — 110 brl. Samkvæmt upplýsingum siglinga- málastjóra. Tækið er um borð, skoð- að 4. apríl 1991. Skoðunarmaður Karl Taylor. Særún GK 120. Svar: Tækið Viimingar í Mars- leiknum afhentir Dregið hefur verið í Mars-leiknum, sem m.a. var til styrktar ís- lenskum Ólympíuförum og öðru íslensku íþróttafólki. Fyrsta vinn- ing, skíðanámskeið í Kerlingafjöllum fyrir tvo, hlaiit Árni Þór Larusson, Hagaseli 8, Reykjavík. Ólympíunefnd íslands og íþróttafélögin Breiðablik, FH og Snæfell á Stykkishólmi fengu styrk að þessu sinrii. Annan og þriðja vinning hlutu Lilja Edwald, Háaleitisbraut 105, Reykjavík og Orri Freyr Magnússon, Hábrekku 4, Ólafsvík og var það sportvöruút- tekt að eigin vali. Aukavinningar voru mittistöskur, Ólympíubolir og derhúfur frá Mars. Þá hlutu Reyk- víkingamir Arna Ösp Guðbrands- dóttir, Hjallalandi 23, Arnaldur M. Finnsson, Hverfisgötu 72, Björgvin Vilhjálmsson, Keilu- granda 8, Ellen Óttarsdóttir, Norðurási 6, Guðjón Árni Ingvars- son, Bræðraborgarstíg 49, Högni Auðunnsson, Dalseli 38 og Rúnar Eggertsson, Kvisthaga 10. Aðrir vinningshafar voru Elín Svava Ingvarsdóttir, Laugarbrekku 11, Húsavík, Guðrún Sveinsdóttir, Suðurgötu 34, Sandgerði, Halldór A. Ste/ánsson, Álfatúni 25, Kópa- vogi, Ólína Sveinsdóttir, Þinghóls- braut 50, Kópavogi og Valgeir Valgeirsson, Víðigrund 7, Akra- nesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: