Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
33
Fjöldi starfa er í hættu
eftir Guðmar
Magnússon
Eitt fylgifrumvörpum ríkisstjóm-
arinnar um EES samninginn er
„Frumvarp til laga á tollalögum og
lögum um vörugjald“. Þetta fmm-
varp var til umræðu á fundi sem
samtökin íslensk verslun (Félag ísl.
stórkaupmanna, Kaupmannasam-
tökin og Bílgreinasambandið) héldu
nýlega, en frummælandi var Friðrik
Sófusson, fjármálaráðherrra.
Við, sem stundum verslun og
vörudreifíngu, höfðum gert okkur
góðar vonir um að með tilkomu
þátttöku okkar í EES myndi skap-
ast möguleikar á að lækka vöruverð
á íslandi til jafns við það, sem ger-
ist í nágrannalöndunum, þegar toll-
ar féllu niður, samkvæmt þeim
samningum sem liggja fyrir. Til
þessa.hefur íslenska ríkið innheimt
fjáröflunartolla á ýmsum vöruflokk-
um, svo sem eins og ljós- og kvik-
myndavörum, ýmsum vörum úr
plasti, gúmmíi, leir, stáli og áli,
ýmsum vélum, heimilistækjum, raf-
magnstækjum og ökutækjum. Þessi
skattheimta hefur orðið til þess að
verð á þessum tilteknu vörum er
mun hærra hérlendis heldur en í
nágrannalöndunum, sem ekki
leggja samsvarandi skatta á neyslu-
vörur almennings. Afleiðingin er sú
að íslendingar flykkjast til annarra
landa til innkaupa, enda eðlilegt að
fólk geri sín innkaup, þar sem þau
eru hagstæðust. Þetta aftur verður
til þess að allir tapa, ríkið tekjum
af virðisaukaskatti, skatttekjum af
verslunarfyrirtækjunum og skött-
um sem starfsfólkið hefði annars
greitt, sveitarfélögin aðstöðugjaldi,
verslunin tapar viðskiptum, hótel
innanlands missa viðskipti, einnig
veitingastaðir, leikhús og aðrar
menningarstofnanir. Alllir tapa, en
það sem er kannski verst er að við
erum að flytja atvinnu hundruða
og þúsunda manna og kvenna til
annarra landa, vegna skamsýni
stjórnmálamanna.
Aðrar þjóðir í nágrenni okkar eru
að lækka skatta á vörum og þjón-
ustu, hreinlega vegna þess að menn
sjá að flótti viðskipta úr löndum
þeirra er grafalvarlegt mál. Ef al-
menningur telur sér hag í að flykkj-
ast til annarra landa, hvort sem er
til að kaupa snyrtivörur, heimils-
tæki, ljósmyndavörur, eða einhverj-
ar aðrar vörur, sem fólk sækist
eftir, þá tapast margs konar önnur
verslun og þjónusta burt. Afleiðing-
Guðmar Magnússon
„Þessi grein er skrifuð
í þeirri von að vekja
megi alþingismenn til
umhugsunar um það
slys sem gæti hlotist af
því að frumvarpið um
vörugjöld næði fram að
ganga.“
in verður sú að störfum fækkar,
ekki aðeins í verslun, heldur einnig
í fjölmörgum öðrum greinum, sem
njóta góðs af blómlegri verslun.
í svokallaðri Hvítbók, þar sem
stefna og starfsáætlun ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks
birtist má lesa eftirfarandi setning-
ar:
„Vörugjöld verða einingis lögð á
þegar æskilegt er talið að hafa
'áhrif á neyslu vegna umhverfis og
heilsuverndar eða vegna beinna
tengsla við kostnað samfélagsins.
Æskilegast er að vörugjöld tak-
markist við stóra og vel afmarkaða
vöruflokka, svo sem áfengi, tóbak,
olíu, bensín og bifreiðar.“ Þetta er
öllum skiljanlegt og ég held að eng-
inn geti með sanngimi andmælt
þeirri stefnu, sem Hvítbókin boðar,
skv. tilvitnuðum orðum. En því spyr
ég?
Hvemig getur það samrýmst
þeirri stefnu sem boðuð er ef leggja
á vörugjöld á byggignavörur, svo
sem eins og baðkör, salemisskálar,
handlaugar, dúka klæðningar og
bárujám, á snyrtivörur, svo sem
eins og shampó, varaliti, ilmvötn
og svitalyktareyði, á heimilistæki,
eins og saumvélar, örbylgjuofna,
lampa, straujárn, sjónvörp, frysti-
kistur og ísskápa og svona mætti
lengi telja. Ég hef varla geð í mér
til þess að spyija hvemig á því
stendur að blýantar og pennar, sem
skólabörn nota eru höfð í sama
gjaldflokki og kveikjarar og pípu,r
eða af hveiju ávaxtasafi er talinn
jafngildur (25%) gjaldstofn og vopn,
barefli og handsprengjur.
Þessi grein er skrifuð í þeirri von
að vekja megi alþingismenn til
umhugsunar um það slys sem gæti
hlotist af því að frumvarpið um
vömgjöld næði fram að ganga.
Einnig að þetta mál er ekkert einka-
mál verslunarinnar, hagsmunir svo
margra em í húfí. Mér þætti ekk-
ert óeðlilegt að samtök launþega í
verslunarstétt taki málið til umfjöll-
unar, störf fjölda félagsmanna
þeirra hafa þegar glatast og önnur
störf em í hættu, ef verslunin flyst
í vaxandi mæli til annarra landa.
Mér kæmi ekki á óvart þó Félag
íslenskra stórkaupmanna láti reyna
á fyrir dómstólum, hvort þessi fyrir-
hugaða gjaldtaka er ekki brot á
samningum um EES. Ekki verður
annað séð en hér sé eingöngu um
nafnbreytingu á sköttum að ræða,
í stað þess að heita fjáröflunartoll-
ur, heitir skatturinn nú vörugjald.
Ef til kemur yrði málinu fylgt eftir
alla leið til hins fyrirhugaða EES
dómstóls.
Eftir nokkra mánuði mun íslensk
verslun ganga til óheftrar sam-
keppni á Evrópska efnahagsvæðinu
(EES). íslenskum vörudreifendum
er gert að hefja samkeppnina með
drápsklyfjar skattheimtu á bakinu,
sem hvergi þekkist annarsstaðar.
Þar á ég m.a. við aðstöðugjaldið
og sérstakan skatt á skrifstofu- og
verslunarhúsnæði. Ekki er farið
fram á nein forréttindi íslenskri
verslun til handa, eingöngu sömu
starfsskilyrði og keppinautar í öðr-
um löndum njóta. Verði þau starfs-
skilyrði fyrir hendi mun íslenskri
verslun takast að stöðva vaxandi
flótta viðskipta út úr landinu og
jafnvel vinna eitthvað til baka af
því sem þegar hefur tapast. Þannig
væri hægt að tryggja atvinnuöryggi
hundruða manna og kvenna, sem
vinna við verslun á íslandi og um
leið auka skatttelqur innlendra op-
inberra aðila öllum til hagsbóta.
Höfundur er formaður
útbreiðslunefndar Fél. ísl.
stórkaupmanna.
FRÁBÆRIR GALLAR
OG FRÁBÆRT VERÐ
- Frábærir hlaupaskór -
Volo m/mjúkum púða
í hæl og styrkingu.
Lady Pechino St. 37-46. Kr. 5.500,-
St. 35-42 Kr. 3.990,-
éÍ fimnaEia
HÓLAGARÐI, BREIÐHOLTI, SÍMI 75020
ENGIHjALLA 8, KÓPAVOGI, SÍMI 642811
SIEMENS
1
I
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
• Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
• Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála.
• Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
• Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
• Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
• Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
• ísafjöröur: Póllinn hf., AÖalstræti 9.
• Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
• Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
• Siglufjörður: Torgiö hf., Aöalgötu 32.
• Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1.
• Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
• Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31.
• Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tróverk hf., Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
• Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
c co
=1
0*0*
3 (Q
°:Gx
i Q
Q Q'
3 A
7?
q £
=^o
3
a