Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 171. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 30. JULI 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Erich Honecker framseldur til Þýskalands þar sem hans bíður manndrápsákæra: Honecker fölur og fár við komuna til Berlínar Moskvu, Berlín. Daily Telegraph. Reuter. ERICH Honecker fyrrum leiðtogi Kommúnistaflokks Austur- Þýskalands var fölur og fár er hann steig aftur á þýska grundu í gær eftir að hafa verið framseldur frá Rússlandi. Yfirgaf Honec- ker sendiráð Chile í Moskvu síðdegis í gær og var ekið rakleiðis út á flugvöll þar sem hann var settur um borð í sérstaka flugvél rússnesku stjómarinnar sem flaug með hann til Berlínar. Flugvél rússnesku stjórnarinnar var ekið á afvikinn stað á Tegel- flugvellinum eftir komuna þangað og 40 mínútum síðar fylgdi hópur þýskra óeinkennisklæddra lög- reglumanna Honecker niður land- ganginn. Var hann leiddur inn í glæsibifreið sem ók síðan í fylgd lögreglu- og sjúkrabifreiða til Moa- bit-fangelsisins. Hann er ekki ókunnugur í þessu fangelsi því þar þurfti hann að dúsa nokkrum sinn- um á árunum 1935-37 í stjórnar- tíð_ nasista. í fangelsinu var Honecker kynnt ákæra þar sem hann er sakaður um að hafa fyrirskipað að 49 nafn- Einvígi Fischers og Spasskys: Reykjavík- urborðið notað aftur? Belgrad. Frá Karli Aspelund, fréttaritara Morgunbladsins. VERIÐ er að kanna mögu- leika á því að nota sama skák- borð og sömu taflmenn í fyrir- huguðu einvígi Bobby Fisch- ers 'og Borís Spasskís í Sveti Stefan í Svartfjallalandi og notast var við í Reykjavíkur- einvígi þeirra um heimsmeist- aratitilinn í skák 1972, að sögn Svetozars Gligoric stór- meistara. Nær öruggt er talið að skák- meistarinn Lothar Schmidt, sem dæmdi Reykjavíkureinvígið 1972, muni dæma einvígið nú. Fischer hefur þverlega neitað að tjá sig nokkuð um skákmótið við fjölmiðla og er ekki vitað um dvalarstað hans í Belgrad en þangað kom hann í gær frá Sveti Stefan á Adríahafsströnd Júgóslavíu. Við komunatil borg- arinnar lýsti hann yfir ánægju sinni með mótsstaðinn og allt fyrirkomulag mótsins en á því verður teflt eftir reglum sem Fischer samdi sjálfur. Skák- meistararnir munu notast við sérsmíðaða skákklukku, sem Fischer hannaði, og í samtali við Morgunblaðið lýsti Gligoric henni svo, að hún væri með inn- byggðu bónus- og refsikerfi. Drægi hún ýmist frá eða bætti við tíma eftir því hvort keppend- ur notuðu meira eða minna en meðalumhugsunarfrest. greindir menn skyldu skotnir á flótta yfir Berlínarmúrinn. í dag verður hann leiddur fyrir dómara sem formlega birtir honum mann- drápsákæruna. Honecker var leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins í 18 ár og stjórnaði með harðri hendi þar til Berlínarmúrinn hrundi haustið 1989. Hann flýði til Moskvu með aðstoð sovéska hers- ins í mars í fyrra en eftir að Sovét- ríkin liðu undir lok í fyrrahaust taldi hann sig ekki lengur óhultan og leitaði skjóls í sendiráði Chile í Moskvu í desember síðastliðnum. Kona Honeckers, Margot, varð eftir í Moskvu en hún á einnig dómsmál yfir höfði sér, er grunuð um að hafa komið því til leiðar að börn austur-þýskra andófs- manna voru af þeim tekin með valdi og fengin „réttsýnum“ fóst- urforeldrum. Með framsalinu lýkur sjö mán- aða deilum yfirvalda í Bonn, Moskvu og Santiago, höfuðborg Chile, um stöðu Honeckers. Þýskir ráðamenn önduðu léttar eftir framsal Honeckers í gær og stjórnmálaleiðtogar fögnuðu því að loks tækist að draga hann fyr- ir rétt. Af ásettu ráði vörðust leið- togar þýsku stjórnarinnar þó yfir- lýsinga. Sabine Leuthheusser- Schnarrenberger dómsmálaráð- herra sagði einungis að réttvísin yrði að hafa sinn gang. Honecker yrði látinn svara til saka fyrir að hafa fyrirskipað manndráp en ekki fyrir misheppnaða stjómarstefnu. Sjá „Stalínisti sem iðrast einskis" á bls. 20. Reuter Hinsta kommakveðjan Erich Honecker veifar krepptum hnefa að hætti kommúnista á leið sinni úr sendiráði Chile í Moskvu. Að baki Honeckers er Margot kona hans. Líklega er þetta í síðasta sinn sem hann heilsar með þessum hætti á almannafæri því nú situr hann í dýflissu í Berlín og á langa fangavist yfir höfði sér. Jeltsín vill aukin völd Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti vill fá aukin völd með nýrri stjórnarskrá sem á að taka gildi á næsta ári. Hann vill heimild til að stjóraa með til- skipunum og skipa æðstu emb- ættismenn í ótilgreindan tíma á meðan breytingar standa yfir. Þá vill Jeltsín að samtök sem stuðli að hatri á milli þjóða og þjóðfélagshópa verði bönn- uð, en með því er væntanlega átt við kommúnistaflokkinn og samtök rússneskra þjóðernis- sinna. Jeltsín kynnti í gær lista með tillögum sínum um nýja stjórnar- skrá, en hann segir að núgildandi stjómarskrá, þar sem meðal ann- ars er minnst á tengsl við Sovétrík- in sálugu, sé Ijón í vegi framfara í Rússlandi. Hugmyndir forsetans ganga þvert á hugmyndir harðlínu- manna, sem eru valdamiklir á þingi Rússlands. Jeltsín gerir ráð fyrir að æðsta löggjafarsamkunda Rússlands, fulltrúaþingið, verði lagt niður, en litlar líkur eru á að þingið sam- þykki stjómarskrá með slíkum ákvæðum. Jeltsín sagði að ný stjórnarskrá kynni að verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu, en ef þingið samþykkir ekki að halda þjóðaratkvæði getur Jeltsín knúið það í gegn ef hann fær eina millj- ón Rússa til að skrifa undir beiðni um slíkt. í fyrra veitti þing Rússlands Jeltsín heimild til að stjóma með tilskipunum til ársloka 1992, en talið er ólíklegt að hún fáist fram- lengd. Vinsældir Jeltsíns virðast fara heldur þverrandi, samkvæmt skoðanakönnun blaðsins Nezavi- simaya Gazeta, og mælast í fyrsta sinn minni en varaforseta hans, Alexander Rútskois, sem vill fara hægar í sakimar í efnahagsumbót- um og hefur verið harðorður vegna meintra brota á Rússum í sumum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. * Akall yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Evrópuríkja: Nauðstaddir fái landvist London, Sarajevo, Genf. Reuter. Daily Telegraph. SADAKO Ogata, yfirmaður Flóttainannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hvetur þjóðir Evrópu til að opna Iandamæri sín og taka við flóttamönn- um frá átakasvæðunum í Bosníu-Herzegóvínu. A ráðstefnu SÞ í Genf í gær um flóttamannavandann sagði Ogata mikilvægt að höfða til sam- kenndar allra manna og veita þurfandi fólki vernd. Um 2,2 miþjónir manna hafa flúið heimili sín í lýðveldinu vegna átakanna en stríðsaðil- ar og þá einkum Serbar eru sakaðir um að reka fólk á brott af þeim svæðum sem þeir ráða og sé markmiðið að stækka lönd Serba. Breskur læknir hjá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni (WHO), Sir Don- ald Acheson, sagði ráðstefnugestum að raunveruleg hætta væri á „hörm- ungum" í vetur yrði flóttafólkinu ekki tryggt húsaskjól. Ogata sagði að ástandið í Bosníu-Herzegóvínu gæti verið ógnvekjandi fyrirboði svipaðra tíðinda austar í álfunni og í Mið-Asíu. 10 þúsund manns væru hrakin frá heimilum sínum á degi hveijum. Heimildarmenn segja Serba vera að koma upp fangabúðum er minna einna helst á búðir nasista. Mörg ríki hétu auknum fjárfram- lögum til aðstoðar flóttafólkinu. Ríki Evrópubandalagsins (EB) náðu sam- komulagi á þriðjudagskvöld um yfir- lýsingu sem fulltrúi Breta las upp þar sem sagt var að hvetja bæri flóttafólkið til að halda kyrru fyrir í öruggu skjóli „eins nálægt heimilum sínum og unnt er“. Þjóðveijar hafa tekið við 200.000 manns og saka Breta, Frakka og fleiri Evrópuþjóðir um að leiða málið hjá sér en láta Króatíu, Slóveníu, Austurríki og Þýskaland um að leysa vandann. Bretar segja að mun árangursríkara sé að veita fólkinu hjálp á staðnum eða sem næst heimahögum en flytja það á brott. Sendinefnd Þjóðverja gekk úr fundarsal er fulltrúi Serba tók til máls. Fulltrúi Íslands á ráð- stefnunni Var Kjartan Jóhannsson sendiherra. Bílalest SÞ með.170 tonn af hjálp- argögnum komst til Sarajevo í gær • frá Adríahafinu. Stríðandi aðilar samþykktu á fundi í London með milligöngumanni EB að setja á lag- girnar nefnd er reyna skal að draga úr þjáningum óbreyttra borgar á bardagasvæðunum og koma á raun- verulegu vopnahléi. Sjá „Þúsundir múslima og Kró- ata i fangabúðum“ á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: