Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 44
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ i MORGUNBLAÐJÐ, AVALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181. PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Matthías Bjamason segir sig úr miðstjóm Sjálfstæðisflokksins; Þessi ríkisstjórn er ekki ómissandi Þingrof og kosningar hafi ríkisstjómin ekki vald á þessu máli, segir Davíð Oddsson forsætisráðherra MATTHÍAS Bjamason formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis útilokar ekki að fram komi á Alþingi frumvarp að breytingum á lögum um Hagræðingarsjóð, sem heimUi úthlutun úr sjóðnum án þess að til endurgjalds komi. Matthías sagði sig í fyrrakvöld úr miðstjóra Sjálfstæðisflokksins og málefnanefnd flokksins um sjáv- arútvegsmál og tilkynnti Geir H. Haarde formaður þingflokksins -Jnngflokknum þessa ákvörðun 1. þingmanns Vestfirðinga við upp- haf þingflokksfundar í gærmorgun. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að hafi ríkissljóra ekki vald á slíku máli sem Hagræð- ingarsjóðsmálinu, sem sátt sé um og samkomulag innan ríkisstjórn- arinnar, þá verði þing rofið og boðað til kosninga. Matthías sagði þegar Morgun- blaðið spurði hann um ástæður ofangreindrar úrsagnar hans úr miðstjóm flokksins og málefna- nefnd um sjávarútvegsmál: „Ég var' fyrir löngu búinn að hugsa mér að hverfa úr miðstjóm. Mér fínnst það ekki spennandi verkefni 'og hef mætt illa á þeim fáu fundum sem haldnir hafa verið og mér finnst þessi miðstjóm taka afskap- lega lítið á málum. Ég neita því ekki að vegna atburða liðinna daga, flýtti ég kannski svolítið þessari ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort þetta væri upp- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Lundi með síli fyrir pysjuna. 30 til 40 hafíð að því að Matthías Bjamason yrði í stjómarandstöðu, svaraði þingmaðurinn: „Það verður bara að koma í ljós. Ég læt ekki til- kynna mér í útvarpi að ef einhvetj- ir menn standa ekki við allar þær samþykktir sem ríkisstjórnin gerir, þá segi ríkisstjómin af sér. Þá má hún bara segja af sér.“ Matthías var spurður hvort hann myndi beita sér fyrir ofangreindri lagabreytingu á Alþingi: „Ég vil ekkert segja um það á þessu stigi. Ég vil sjá hvort einhver meining verður í þeim kostum sem til boða standa, ef svo verður ekki, þá verð ég með í því sem ég álít að sé þessum byggðum fyrir bestu.“ — Jafnvei þótt það þýði þingrof og kosningar? „Ég sé ekki að þessi ríkisstjóm sé neitt ómissandi," sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ef ríkisstjórnin hefur ekki vald á máli sem þessu, sem hún hefur náð sátt um og stendur sameigin- lega að, þá á hún náttúrlega engan annan kost en að ijúfa þing og efna til kosninga," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það kom ekkert fram á þingflokksfund- inum í dag um að einstakir þing- menn flokksins ætli að standa að slíkum hlutum," sagði forsætisráð- herra. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra hótaði á ríkis- stjómarfundinum að segja af sér ef ekki yrði komið til móts við þau byggðarlög sem verst fæm út úr skerðingu þorskaflans. Sighvatur sagði um þetta mál í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég sagði forsætisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra frá því að ég gæti ekki staðið að ákvörðunum þar sem ekki væri gert ráð fyrir að koma neitt til móts við þau byggðarlög sem færa verst út úr tillögunum eins og þær væra orðnar. Þá kom fram tillaga um að opna þann möguleika að Byggðasjóður skoð- aði vanda þessara byggðarlaga og gerði tillögur um hvemig skyldi taka á þeim málum og ég féllst á að standa að samþykktinni með þeirri viðbót." Sjá ennfremur „Af innlendum vettvangi“ í miðopnu. Morgunblaðið/Þorkell Fyllt upp íhöfnina Unnið er að því þessa dagana að reka niður stálþil til að færa austurbakka Reykjavíkurhafnar út og gera hann samsíða alla leið. Eftir að því verki lýkur verður fyllt upp í höfnina fyrir innan þilin. Verkið er unnið í tveimur áföngum og er áætlað að ljúka fyrri áfang- anum síðla hausts eða í byijun vetrar. Rannsóknarlögregian rannsakar sölu á stolnum þýskum bflum að beiðni Interpol: Islendingar keyptu þús. lund- ar veiddir Vestmannaeyjum. ÞOKKALEG lundaveiði hef- ur verið í Eyjum það sem af er lundatímanum og má reikna með að veiðin sé kom- in í 300 til 400 kippur, 30.000- 40.000 fugla. Lundatíminn hófst 1. júlí og stendur fram í miðjan ágúst. Framan af var veiði frekar dræm en þó fengu veiðimenn ágæta daga inn á milli. Um þjóðhátíðina liggur veiði að mestu niðri, enda era flestir lundakarlar þá við hátíðarhöld í Heijólfsdal og borða þar lunda eins og aðrir þjóðhátíðargestir enda er lundinn ómissandi í þjóðhátíðartjaldinu. Veiði er síðan haldið áfram fram undir miðjan ágúst og má reikna með að þá verði veiðin orðin 400-500 kippur. , - Gnmur fj óra stolna Benza Eigendur þeirra gætu þurft að skila þeim þó þeir hafi keypt þá í góðri trú RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur á undanföraum þremur árum kannað sölu á stolnum þýskum bílum, sem seldir hafa verið hingað til Iands. Þetta var gert að beiðni Interpol og segir Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri að RLR viti um fjóra bíla af gerð- inni Mercedes Benz sem stolið var í Þýskalandi en síðan seldir til íslands sem notaðir bílar. Um er að ræða dýrari tegundir af þessum bflum. „Þetta er hlutur sem komið hef- ur upp hér á undanfömum áram,“ sagði Bogi. „Þýska lögreglan biður um athugun á þessu í gegnum Interpol en sala á stolnum bílum, éinkum þýskum, er mikið vanda- mál í Evrópu,“ segir Bogi Nilsson. „Þessir bílar era fluttir frá Þýska- landi til annarra Evrópulanda og seldir þar sem notaðir og þetta vandamál hefur vaxið að mun í kjölfar opnunar Iandanna í Austur- Evrópu." Bogi segir að þeir hafi sent þýsku lögreglunni þær upplýs- ingar, sem þeir hafa aflað um þessa stolnu bíla hérlendis, en ekki fengið viðbrögð enn frá Þýska- landi. „Eftir því sem við komumst næst er hér um stolna bíla að ræða, eða bfla sem sviknir hafa verið út úr tryggingum með því að tilkynna að þeim hafi verið stol- ið,“ segir Bogi. Aðspurður um hvort eigendur þessara bíla hérlendis, sem keypt hafa þá í góðri trú, eigi á hættu að missa þá aftur, segir Bogi að svo geti vel farið. „Þeir sem keypt hafa þessa bíla hérlendis eiga á hættu að missa þá ef upphaflegir eigendur bílanna í Þýskalandi gera kröfu um slíkt. Eignarrétturinn er það sterkur að upphaflegi eigand- inn á fulla kröfu á að fá eign sína aftur,“ segir hann. Bogi telur að þótt RLR hafi haft upp á nokkram stolnum þýsk- um bílum sé líklegt að þeir séu fleiri hérlendis. Af og til komi beiðnir um athugun á þessu frá Interpol og þær séu afgreiddar jafnóðum. Hins vegar bíði RLR enn viðbragða frá þýsku lögreglunni um til hvaða ráða þeir vilji grípa með bílana sem þegar hafa fundist. Ok á brunn- lok og valt BIFREIÐ endastakkst og valt er henni var ekið yfir brunnlok sem sporðreistist. Óhappið átti sér stað um sjöleytið í gærmorg- un á mótum Hringbrautar og Tjamargötu í Keflavík. Að sögn lögreglunnar var ökumaður bifreiðarinnar fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim að skoðun lokinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: