Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ Í992 Mesta ferðahelgi ársins framundan: Þyrlueftirlit og upplýs- ingaútvarp um helgina UMFERÐARRÁÐ mun í samvinnu við lögreglu og útvarpsstöðvarn- ar starfrækja upplýsingamiðstöð umferðarmála um verslunar- mannahelgina. Lögregla víða um land verður með viðbúnað, og verða meðal annars fengnar tvær þyrlur tU aðstoðar við umferðar- eftirlit. Auk þess sem fólk er beðið að fara varlega í umferðinni beinir lögregla þeim tUmælum tU fólks að það gangi tryggilega frá húsum sínum þegar farið er út úr bænum, en innbrotaalda hefur gengið yfir Reykjavík að undanförnu. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, sagði ástæðu til að leggja á það áherslu að fólk færi venju fremur varlega í um- ferðinni um helgina. „Það hefur sýnt sig undanfarin ár, að umferð um verslunarmannahelgar eykst ár frá ári,“ sagði hann. Óli kvað upplýsingamiðstöðina meðal ann- ars vera til þess ætlaða að stuðla að auknu öryggi í umferðinni, og hvatti ökumenn, sem teldu sig hafa eitthvað til málanna að leggja er erindi ætti til almennings, til að hafa samband við Umferðarráð. Sævar Gunnarsson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði að lögreglan yrði með tvo bfla í umferðareftirliti um helgina, en í fyrra hafí þeir verið 4 til 5. „Við höfum auk þess fengið til liðs við okkur þyrlur frá Landhelgis- gæslunni og Þyrluþjónustunni, og munu þær stunda eftirlit á föstu- dag, laugardag og mánudag ef veður leyfír," sagði hann. Sævar beindi þeim tilmælum til fólks að fara varlega í umferðinni um helgina, en lagði ekki síður áherslu á að gengið væri vel frá heimilum meðan fólk væri í burtu. „Það hefur verið innbrotaalda í Reykjavík að undanfömu og seint fullbrýnt fyrir mönnum að ganga vel og tryggilega frá húsum sín- um,“ sagði Sævar. Hann kvað þó jafnmikilvægt að ekki væri of aug- ljóst að enginn væri heima, og beindi þeim tilmælum til nágranna að láta lögreglu vita af óeðlilegum mannaferðum. Auk þess yrði lög- reglan með sérstakt átak gegn innbrotum næstkomandi nætur. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 30. JULI YFIRLIT: Skammt norðaustur af landinu er 991 mb lægð á leið norðaust- f ur. Yfir Bretlandseyjum er 1020 mb hæðarsvæði. 8PA: Norðan og norðvestlæg átt, smáskúrir norðaustaniands, annars þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg vestlæg átt og fremur svalt. Víðast skýj- að um vestanvert landið en annars léttskýjað og þurrt. HORFUR Á LAUGARDAG: Vaxandi suðaustan átt og fer að rigna um sunnan- og vestanvert landið en þurrt og viðast léttskýjað norðanlands og austan. Svarstmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Ö ▼ & iá M Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað . Skýjað Alskýjað heil f|öður er 2 vindstig.. / r r * r * * * * * 10° Hitastig / r r r r * / / * r * * * * * V V V v súld I Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ' ! — FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er nú fjallabílum um allt hálendið nema Hlöðuvallavegur er ennþá óvær. Uxahryggir og Kaldi- dalur eru opnir allri umferð. Að gefnu tilefni skal bent á að klæðingaflokk- ar eru nú að störfum víða um landið og eru ökumenn beðnir um að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að forðast tjón af völdum steinkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91- 631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Hiti veður Akureyri 11 skýjaö Reykjavik 11 úrkoma Bergen 13 rigning Helsinki vantar Kaupmennahöfn 20 léttskýjað Narssarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 6 heiðskírt Ósló 20 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 31 skýjað Amsterdam 24 skýjað Barcelona 28 mistur Berlín 21 léttskýjað Chicago 19 skýjað Feneyjar 28 heiðskfrt Frankfurt 25 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 20 léttskýjað London 23 léttskýjað LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 24 léttskýjað Madríd vantar Malaga 31 léttskýjað Mallorca 31 iéttskýjað Montreal 18 alskýjað NewYork 22 heiðskírt Orlando 24 alskýjað París 28 skýjað Madelra vantar Róm 31 heiðskfrt Vin 25 léttskýjað Washington 22 léttskýjað Winnipeg 10 léttskýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frjálsíþróttaaðstaða bætt Verið er að endurbyggja frjálsíþróttaaðstöðuna á Laugardalsvellinum þessa dagana, bæði hlaupabrautir, stökk- og kastsvæði. Hjá starfsmönn- um vallarins fengust þær upplýsingar að framkvæmdimar gengju vel enda hefði tíðin verið góð. Byijað var á endurbótunum fyrir 10 dögum og áætlað er að þeim verði lokið 10. ágúst nk. Sérfræðingar frá þýska fyrirtækinu Balsam sjást hér leggja gerviefni á hlaupabrautina. KjötsaJa jókst í júní SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins yfir framleiðslu og sölu helstu búvara innanlands í júní jókst heildar- sala á kjöti um 7,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Sala kindakjöts var 2,5% meiri en í júnímánuði í fyrra, en miðað við tólf mánaða tíma- bil hefur kindakjötssalan hins vegar dregist saman um 6,8% milli ára. Sala á öðrum kjöttegundum, að undanskildu hrossakjöti, hefur hins vegar aukist talsvert milli ára, og þannig hefur sala nautakjöts t.d. aukist um 7,9%, en heildarkjötsaian hefur þó dregist saman um 1,3% miðað við tólf mánaða tímabil. Sala kindakjöts í júní nam 720,5 tonnum, og var salan miðað við tólf mánaða tímabil þá orðin 7.916 tonn, eða tæplega 600 tonnum minni en næstu tólf mánuði á undan. Sala nautakjöts í júní nam 320 tonnum, og er það 16,6% meiri sala en í sama mánuði i fyrra. Sala svínakjöts nam rúmlega 230 tonnum í mánuðinum, sem er 17% meiri sala en í fyrra, og miðað við tólf mánaða tímabil hefur svínakjötssalan aukist um 2,3%. Þá hefur sala alifuglakjöts aukist um 7,2% miðað við tólf mán- aða tímabil, en salan í júní nam 128 tonnum, sem er 14,9% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. 30 manns sagt upp hjá Hagvirki: Stjómvaldsaðgerðir þarf tíl að draga ór sveiflum í atvinuulífi - segir Jóhann Bergþórsson forsljóri HAGVIRKI-KLETTUR hf. hefur sagt upp 30 manns af um það bil 260 starfsmönnum sinum. Um er að ræða skrifstofufólk, verkfræð- inga og tæknifræðinga auk starfs- Búvömsamningur: Vonast eftir samkomulagi í næstu víku Samninganefnd ríkisins og bænda um búvörusamninginn, sem gildi tekur 1. september næst- komandi, kemur saman í dag. Að sögn Halldórs Blöndals, landbún- aðarráðherra, segist hann vona að f næstu viku verði gengið frá samkomulagi um útfærslu mjólk- urframleiðslunnar á grundvelli til- lagna sjömannanefndar frá því í vor. Halldór sagði að enn lægi ekki fyrir hver útkoma landbúnaðarráðu- neytisins verður í sambandi við fjár- lagagerð næsta árs, en Alþýðu- flokksmenn hafa lýst því yfir að þeir vilji verulegan niðurskurð á framlög- um rikisins til landbúnaðarins. „Bú- vörusamningurinn er auðvitað hluti af fjárlögum. Það er unnið mjög fag- lega og skipulega, bæði í samgöngu- ráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti, að aðhaldi og sparnaði í þeim, en síðan gera menn upp við sig á eftir þau pólitísku atriði sem hljóta að koma inn í þetta,“ sagði landbúnað- arráðherra. manna á lagerum og verkstæðum fyrirtækisins. Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin október- nóvember. Að óbreyttu ástandi missa allt að 170 manns til viðbót- ar vinnu sína þjá fyrirtækinu fram til áramóta. Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis segir að fyrirsjáanlegur sé mikill samdráttur í framkvæmd- um og því sé fyrirtækinu nauðugur kostur að segja upp starfsfólki. „Vinnu við flest þau verk sem fyrir- tækið hefur tekið að sér verður lok- ið í október til nóvember", segir Jóhann. „Við höfum gert vandaða markaðskönnun hjá verkfræði- og arkitektastofum sem og hjá hinu opinbera. Þessi könnun leiðir í ljós að lítið er í farvatninu. Ríki og sveit- arfélög boða samdrátt í framkvæmd- um og einstaklingar og fyrirtæki halda að sér höndum." Jóhann segir að þessar uppsagnir Hagvirkis séu enn ein afleiðing þess að ekkert sé aðhafst til þess að draga úr sveiflum í íslensku atvinnulífi. Hann kveðst álíta að stjórnvöld eigi að gera áætl- anir til þess að framkvæmdir á veg- um hins opinbera dreifist á þá tíma þegar einkafyrirtæki draga saman seglin. Jóhann segir að þeir starfsmenn, sem nú hafa fengið uppsagnarbréf, hafi að jafnaði lengri uppsagnartíma en aðrir starfsmenn Hagvirkis. Al- mennum starfsmönnum verður sagt upp eftir því sem nær dregur skilum á framkvæmdum á vegum fyrirtæk- isins. Allar verða þessar uppsagnir þó endurskoðaðar, ef ný verkefni rekur á fjörur Hagvirkis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: