Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 31
fSKNSIA AUGlfSINGASTOMN HF. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 31 Jóhann Páll Símonarson „Ég hef tekið reykköf- unartækin sem dæmi um þann slóðaskap sem allt of oft virðist ráð- andi þegar öryggismál sjómanna eru annars vegar.“ skoðað í júní 1990 og janúar 1992. Skoðunarmaður Karl Taylor. Skoð- unarmaðurinn fékk skoðunarleyfi 24. október 1991. Bergvík VE 500. Svar: Óyfir- byggð, þarf ekki tæki, að sögn Sigl- ingamálastofnunar. Tæki um borð í Bergvík var skoðað af Slökkvi- tækjaþjónustunni í Vestmannaeyj- um 24. október 1991. Siglingamála- stofnun segir að skipið þurfi ekki tæki þar sem skipið sé ekki yfir- byggt. Tekið skal fram að undirrit- aður fór sjálfur til Vestmannaeyja 3. júlí 1992 til að kynna sér þessi mál og var umrætt reykköfunar- tæki, Fenzy 5000, um borð í Berg- víkinni VE 505 og Bergvík er yfír- byggð. Því eru upplýsingar sigl- ingamálastjóra rangar. Erlingur SF 65. Svar: Er ekki með tæki — 101 brl. Þessi bátur fékk tæki 9. janúar 1987, þvert ofan í það sem Siglingamálastofnun heldur fram. í maílok 1992 er mér kunnugt um að þetta tæki sé að fínna í geymslu fyrir austan. Bessi IS. Svar: Seldur úr landi. Hér mætti siglingamálastjóri svara því hve margir sjómenn frá Chile treysta á Fenzy 5000 tækin sem eru í gamla Bessanum, eða er ekki alþjóðlegt samstarf siglingamála- stofnunar með þeim hætti að þeim ber að láta þarlend yfirvöld vita um gölluðu tækin? Hér mætti einnig spyrja hvernig stóð á því að skipið fékk leyfi til að sigla úr landi með gölluð tæki? Framganga Siglingamálastofn- unar í reykköfunartækjamálinu finnst mér bera öll merki slóðaskap- ar. Mér fínnst þetta litla dæmi sýna að öryggismál sjómanna eru eins og mávastell. Það er að segja kaffí- stell sem er aðeins tekið fram á hátíðisdögum vegna þess að það þolir ekki of mikið álag, enda þótt stellið sé fagurt og gaman að drekka úr því, til dæmis á hátíðis- dögum eins og á sjómannadaginn. I skipum á skipaskoðunarmaður að framfylgja reglum. Hann á að sjá til þess að vottorð fylgi reykköf- unartækjum. Hann á að sjá til þess að tækin séu prófuð af löggildum aðilum Brunamálastofnunar. Þetta er ekki gert. Slökkvilið úti á landi eru að yfirfara tæki, t.d. á Akur- eyri þar sem enginn löggildur skoð- unarmaður er, og víða er slökkvilið- ið úti á landi að gera það sama, án þess að hafa löggildingu. Hver ber ábyrgðina í þessu tilviki? Hver ber ábyrgðina ef eitthvað kemur upp á? Er það Siglingamálastofnun eða Brunamálastofnun, eða kannski slökkviliðið á viðkomandi stað, sem hefur ekki leyfí til að framkvæma skoðun? Siglingamálastjóri sagði í útvarpi fyrir stuttu að undirritaður hefði gert allt of mikið úr þessu reykköf- unartækjamáli. Það má svo sem færa rök fyrir því að þetta sé rétt. En ég spyr á móti: Hvernig stendur á því að málum skuli vera svo kom- ið hjá eftirlitsstofnuninni, Siglinga- málastofnun, að óbreyttur sjómaður skuli þurfa að eyða frítíma sínum í að reka á eftir stofnuninni og vekja athygli á misfellum til að reyna að koma í veg fyrir að slys hljótist af? Hvernig stendur á því að sjómenn skuli þurfa að berjast fyrir því að stofnunin sinni því hlut- verki sem hún á samkvæmt lögum að gera? Dæmin eru nefnilega fleiri en þetta reykköfunartækjamál. Sigl- ingamálastofnun hefur til dæmis gefíð út haffærisskírteini á skip og báta, án þess að skoðun hafí farið fram á viðkomandi skipi í mörg ár. í þessu sambandi vísa ég á skýrslur rannsóknarnefndar sjóslysa, sem tekur þessi mál föstum tökum (skýrsla útgefín 1987, bls. 69-70 og skýrsla útgefín 1988, 89 og 90, bls. 56-57). Gæti Siglingamála- stofnun ýmislegt lært af vinnu- brögðum sjóslysanefndar. Eg ritaði ríkissaksóknara vegna reykköfunarmálsins og fékk svar frá honum 25. mars 1992. Hann sá enga ástæðu til að hreyfa við reykköfunartækjamálinu. Það er rétt að benda embættismanninum í þessu greinarkomi á nefndar blað- síður í skýrslu sjóslysanefndar sem varða starfsemi Siglingamálastofn- unar, það er að segja skoðunarþátt- inn hjá stofnuninni. Hann telur kannski að ekkert þurfí að gera í því máli heldur. Höfundur er sjómaður. JajSi'W tT''- NUER ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: