Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 9 Ávöxtun verðbréfasjóða 1. júlí. 6 mán. Kjarabréf 7,5% Tekjubréf 8,2% Markbréf 8,2% Skyndibréf 6,0% Skandia Tll hagsbóta fyrlr íslondinga FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF. HAFNARSTRÆTI, S. (91) 619700 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 ►►►►►►►► TIL SÖLU! Tjaldvagnarnir hafa verið til sýnis í Seglagerðinni ÆGI í sumar og eru enn sem nýir.' Vagnarnir seljast með góðum afslætti. SEGLAGESmU ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • SÍMl 91-621780 ■ FAX 91-623853 Menningartengslin við Moskvu Gengið á fund sovézks sendiherra „í fyrradag skýrði fréttamaðurinn frá skjöl- um sem sýna að Kristinn E. Andrésson hafi gengið á fund sovézka sendiherrans í Reykjavík 1970 og beðið um fjárhagsaðstoð frá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna til að bjarga bókaútgáfunni Máli og menningu frá gjaldþroti." Þannig er komist að orði í for- ystugrein Alþýðublaðsins í gær sem Stak- steinar endurbirta í dag. Hver var far- vegiir Sovét- gullsins? Alþýðublaðið segir í forystugrein: „Jón Ólafsson, frétta- maður RQdssjónvarpsins í Moskvu, heldur áfram að tína fram leyniskjöl úr skjalasöfnum komm- únista sem sanna tengsl fyrrum ráðamanna í Kreml við islenzka kommúnista og sósial- ista. í fyrradag , skýrði fréttamaðurinn frá skjöl- um sem sýna að Kristinn E. Andrésson hafi gengið á fund sovézka sendi- herrans í Reykjavík 1970 og beðið um fjárhagsað- stoð frá Kommúnista- flokki Sovétrikjanna til að bjarga bókaútgáfunni Máli og menningu frá gjaldþroti. Samkvæmt skjölunnm samþykkti Kreml 20 þúsund dollara fiöf til bókaútgáfunnar. skjölunum kemur fram að Mál og menning hafi árið 1968 fengið fé frá Moskvu, sennilega sömu upphæð. A núvirði nem- ur styrkurinn samtals tæpum 14 miHjónum króna. Þáverandi og núver- andi stjóraarmenn hjá Máli og menningu kann- ast ekkert við þessar pen- ingasendingar frá Moskvu. Framkvæmda- sljóri fyrirtækisins segir að ekkert í reikningnm eða bókhaldi fyrirtækis- ins frá þessum tima sýni að umræddir peningar hafi komið inn í rekstur- inn. í þessu samhengi vakna ýmsar spurningar: Ef peningamir hafa ekki runnið til Máls og menn- ingar, hvert fóru þeir þá? Ef peningagreiðsluraar hafa runnið til Máls og menningar án þess að þeir hafí verið bókfærðir, hvað um skattalega lilið málsins? Voru pening- amir gefnir upp til skatts? í skjölunum í Moskvu kemur fram, að peningamir hafí verið aflientir i maí 1970. Voru þeir aflientir í islenzkum peningum? Voru þeir af- hentir í dollurum eða annarri erlendri mynt? Ef svo er, var þá gjald- eyrmun komið til ís- lenzkra viðtakenda fram- þjá gjaldeyriseftirlitinu? Blandast íslenzkir aðilar eða fyrirtæki í málið sem „þvoðu“ dollarana frá Moskvu"? Menningar- heimur ís- lenzkra sósíal- ista Forystugrein Alþýðu- blaðsins í gær lýkur á þessum orðum: , „Peningaupphæðin er . rífleg en skiptir kannski ekki aðalmáli í þessu til- viki. Skjölin í Moskvu sem segja til um peninga- sendingamar ýja sterk- lega að tengslum milli Moskvu og Máls og menningar, helzta út- gáfyrirtækis íslands og höfuðforlags vinstri manna á íslandi á þessari öld. Samkvæmt skjölun- um í Moskvu fékk forlag- ið styrki frá Moskvu 1968 og 1970. Þessi ártöl hljóta að vekja sérstaka eftirtekt Samkvæmt gögnunum frá Moskvu, tók Mál og menning á móti styrk sovézkra kommúnista sama ár og sovézkir kommúnistar réðust inn í Tékkóslóvak- íu og aftur tveimur árum eftir innrásina. Tveimur árum eftir að Alþýðu- bandalagið og forysta is- lenzkra sósialista hafði formlega snúið baki við Moskvu. Þessar dagsetningar eru köld gusa i andlit allra Islendinga en ekki sizt í andlit þess stóra hóps vinstri manna, ung- menna sem kenndu sig við 68-kynslóðina og ann- arra, sem gengu til liðs við Alþýðuband:ilagið og vinstri hreyfinguna í trausti þess að hreyfing- in hefði endanlega snúið baki við og sagt skilið við Sovétríkin. Skjölin frá Moskvu sýna hið gagn- stæða. Tengslin héldu áfram. Skjölin sýna að forystumenn vinstri hreyfingar óskuðu eftir áframhaldandi tengslum og gengu á fundi sendi- manna kommúnista- stjómarinnar í Moskvu til að betla peninga úr röðum þeirra manna sem nýverið höfðu brotið umbótastefnuna í Tékkó- slóvakiu á bak aftur í blóðugri innrás. Gögnin í Moskvu sýna að Mál og menning hafði hlotið Qárstyrki frá Kreml svo seint sem 1968 og 1970. Sú spuraing vaknar óneitanlega, hvort Mál og menning eða önnur fyrirtæki eða stofnanir sósíalista hafí tekið á móti fleiri pen- ingasendingum gegnum tíðina? Islendingar hafa fengið smjörþefinn af tengslunum milli Moskvu og menningarheims ís- lenzkra sósíalista. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með framhaldinu." Lenín, Marx, Engels og Mao Tse-tung Fram hefur komið í fréttum að meðal höf- unda sem Mál og menn- ing gaf út árið 1970 voru Lenín (þtjú bindi) og Mao Tse-tung (ritgerðasafn, einnig þriggja binda). Það sannar, út af fyrir sig, ekkert um peninga- leg tengsl, sem fjallað er um í tilvitnaðri forystu- grein Alþýðublaðsins. En er samt íhugunarvert. Það segir kannski heldur ekki neitt að Heims- kringla, sem tengist Mál og menningu, gaf út úr- valsrit Marx og Engels (tvö bindi) einmitt árið 1968, innrásarárið í Tékkóslóvakíu og ár fjár- veitingar til útgáfustarf- semi á íslandi, sam- kvæmt Moskvuskjölum. Þessi úrvalsverk voru sett og prentuð í Austur- Þýzkalandi, sem varla var gert til að styrkja atvinnuöryggi fólks í \ pentverki á íslandi. En eins og þar stendur: það er margt skrýtið í kýr- hausnum; menningai'- kýrhaus íslenzkra sósial- I ista á liðnum áratugum. I J Notaðir bílar á góðu verði EESðS - Allir skoðaðir 1993 og góð greiðslukjör í boði - Bíll vikunnar: Volvo 460 GLE, árg. 1990, 5 gíra, ekinn 95 þús. km. Rafknúnar rúður og speglar, samlæsing, álfelgur. 6 mánaða ábyrgð. Staðgr. 790.000,- kr. BÍLAGALLERÍ • FAXAFENI 8 • SÍMI 685870 • Opió mónudaga til föstudaga kl. 9-18 • Laugardaga kl. 10-16 100-300 þús. Mazda 323 1300 4G 3D árg. ’81. Ek. 89. Tölvunr. 2733 stgr. 150 Dai. Charade CS 4G 5D árg. ’85. Ek. 95. Tölvunr. 2409 stgr. 195 Dai. Cuore 5G 5D árg. ’87. Ek. 58. Tölvunr. 2792 stgr. 240 Dai. Guore 5G 5D árg. ’88. Ek. 57. Tölvunr. 2657 stgr. 290 Dai. Cuore 4WD 5G 3D árg. ’87. Ek. 48. Tölvunr. 2744 stgr. 295 Ford Escort þýskur SSK 5D árg. ’84. Ek. 92. Tölvunr. 2392 stgr. 295 Kr. 300-500 þús. Dai. Charade TS 4G 3D árg. ’87. Ek. 59. Tölvunr. 2803 stgr. 320 MMC Lancer GLX SSK 4D árg. '86. Ek. 94. Tölvunr. 2661 stgr. 360 Volvo 340 DL 4G 5D árg. ’86. Ek. 96. Tölvunr. 2275 stgr. 370 Dai. Charade CS 4G 5D árg. ’88. Ek. 82. Tölvunr. 2368 stgr. 390 Dai. Charade TX 5G 3D árg. '88. Ek. 70. Tölvunr. 2679 stgr. 410 IMissan Micra GL 5G 3D árg. ’89. Ek. 29. Tölvunr. 2666 stgr. 490 Kr. 500-700 þús. Dai. Charade Turbo 5G 3D árg. '88. Ek. 68. Tölvunr. 2462 stgr. 550 Dai. Charade CX 5G 5D árg. '90. Ek. 42. Tölvunr. 2689 stgr. 560 Subaru Justy J-12 5G 5D árg. ’89. Ek. 32. Tölvunr.2495 stgr. 590 Toyota Carina II 5G 4D árg. ’88. Ek. 72. Tölvunr. 2607 stgr. 590 Subaru Justy 4wd 5G 5D árg. '89. Ek. 27. Tölvunr. 2656 stgr. 600 Dai. Charade Sedan 5G 4D árg. ’90. Ek. 30. Tölvunr. 2807 stgr. 630 Kr. 700-900 þús. Dai. Applause 16X 5G 5D árg. ’90. Ek. 43. Tölvunr. 2754 stgr. 790 Toyota Corolla GTi 5G 3D árg. ’88. Ek. 53. Tölvunr. 2068 stgr. 790 Subaru Justy 4wd 5G 5D árg. '91. Ek. 23. Tölvunr.2621 stgr. 790 Volvo 740 GLE 5G 4D árg. ’86. Ek. 103. Tölvunr. 1473 stgr. 890 Dai. Feroza EL2 4wd 5G 3D árg. ’89. Ek. 50. Tölvunr. 2024 stgr. 900 Dai. Feroza EL2 4wd 5G 3D árg. '89. Ek. 53. Tölvunr. 1661 stgr. 900 Kr. 900-1.100 þús. Volvo 440 GLT 5G 5D árg. '89. Ek. 53. Tölvunr. 2367 stgr. 950 Volvo 440 GLT 5G 5D árg. ’89. Ek. 29. Tölvunr. 2583 stgr. 950 Dai. Feroza DX 4wd 5G 3D árg. ’91. Ek. 19. Tölvunr. 2417 stgr. 985 Volvo 740 GL SSK 4D árg. ’87. Ek. 95. Tnr. 2633 stgr. 1.000 Volvo 740 GL SSK 4D árg. ’87. Ek. 77. Tnr. 2183 stgr. 1.060 Toyota Corolia 4wd 5G 5D árg. ’89. Ek. 24. Tnr. 2508 stgr. 1.080 1.100-2.000 þús. Dai. Feroza EFi 4wd 5g 3D árg. '90. Ek. 26. Tnr.1831 stgr, 1.100 MMC L300 4wd 5G 4D árg. ’88. Ek. 75. Tnr. 2587 stgr. 1,100 Volvo 740 GL SSK 4D árg. ’88. Ek. 40. Tnr. 2448 stgr. 1.200 Toyota Corolla XLi 5G 5D árg. ’91. Ek. 16. Tnr. 2699 stgr. 1.250 Sub. Legacy ST 4wd 5G 5D árg. '91. Ek. 25. Tnr. 2707 stgr. 1.380 Dai. Rocky bensín 5G 3D árg. ’90. Ek. 18. Tnr. 2438 stgr. 1.550 SSK = Sjálfskiptur. D = Dyrafjöldi. G = Gírar. St. = Station.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: