Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 18
18 »(>(>f }.|!JL M aUOAaUTMMI'í eUGAHíU'IUOHUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 Þjónustugjald á áskrift spariskír- teina ríkissjóðs ÁKVEÐIÐ hefur verið að frá og með 1. september verði 100 krón- ur innheimtar mánaðarlega hjá áskrifendum spariskírteina Ríkis- sjóðs. Þetta er gert í því skyni að mæta kostnaði sem fylgir uppi- haldi alhliða þjónustukerfis fyrir eigendur spariskírteina. Að sögn Péturs Kristinssonar framkvæmdastjóra þjónustumið- stöðvarinnar hefur þjónustukerfið verið byggt upp á síðastliðnum þremur árum og í allan þann tíma. hefur ekkert sérstakt þjónustu- gjald verið innheimt. Hann segir að bankar og aðrar stofnanir sem bjóði svipaða þjónustu gegn gjaldi hafi gagnrýnt þessa stöðu mála. Pétur sagði það réttmæta gagn- rýni og bendir á það að eðlilegt þyki að viðskiptavinir greiði sjálfir fyrir þá þjónustu sem þeir hljóta. Það kom þó fram í máli hans að Búðardalur: Myndverk tíl minning- ar um Sturlu Þórðarson afhjúpað Búðardal. Við stjórnsýsluhúsið í Búðardal hefur verið sett upp myndverk til minningar um Sturlu Þórðarson lög- mann og sagnaritara sem Hallsteinn Sigurðsson hefur gert. Listaverkið verður af- hjúpað með viðhöfn kl. 15 í dag, fimmtudag. Við afhjúpunina flytja ávörp Marteinn Valdimarsson sveit- arstjóri, Friðjón Þórðarson sýslumaður og Matthías Jo- hannessen skáld og ritstjóri. Að lokinni athöfn verður boðið til kaffisamsætis í Dala- búð. Þetta listaverk er mjög til fegrunar og vel metið hér í Dölum. Settar hafa verið upp í stjómsýsluhúsinu myndir af þeim sýslumönnum sem hafa verið í Dölum og ém þeir 20 talsins frá árinu 1754 til dags- ins í dag. Ennfremur eru myndir frá sýslunefndarfund- um hér fyrr svo þetta setur vissan svip á skrifstofuna. - Krisfjana þessar 100 krónur muni hvergi nærri ná upp í allan þjónustukostn- að. Miðað við fjölda reglulegra áskrifenda nú munu um 15-18 milljónir króna verða innheimtar á ári. Þegar þessi gjaldlagning var til- kynnt bar mikið á kvörtunum, þar sem áskrifendur töldu að þeir væru að greiða fyrir þjónustu sem þeir í sumum tilfellum kærðu sig alls ekki um, svo sem útgáfu á sér- stakri Handbók áskrifandans, sem send var öllum áskrifendum. Pétur sagði þetta ekki vera svo, heldur væri útgáfan liður í auglýsinga- og kynningarstarfí áskriftarkerfís- ins og spariskírteina Ríkissjóðs. Áskrifendur væru með gjaldinu að greiða ýmsan beinan kostnað tengdan áskriftinni, til að mynda útgáfu gíróseðla og heimsendingu yfirlita, póstkostnað og greiðslu til kortafyrirtækja. Þessi háttur væri alls ekki óalgengur og nefndi Pétur sem dæmi útskriftargjald hjá greiðslukortafyrirtækjum og ýmis þjónustugjöld banka. Aðspurður taldi Pétur ekki bú- ast við að áskrift yrði sagt upp í kjölfar þessarar gjaldtöku. Hann hefði þó orðið var við nokkra óánægju sem væri að vonum eðli- leg en kvaðst vona að áskrifendur tækju þeSsari gjaldlagningu vel. Hann nefndi að lokum að gerð hefði verið skoðanakönnun meðal áskrifenda á síðastliðnum vetri. Þar voru viðbrögð áskrifenda við sérstöku mánaðarlegu þjónustu- gjaldi könnuð. í ljós kom að meiri- hluti þeirra sætti sig við að greiða upphæð á borð við 50-100 krónur í þjónustugjald. Pétur sagði að lok- um að að sjálfsögðu væri aðalmál- ið það að áskrifendur væru að byggja upp sinn eigin spamað fýr- ir framtíðina. Eðlilegt væri að þeir þyrftu að kosta einhveiju til til að spara með jafn auðveldum hætti og áskriftarkerfið byði upp á. £> INNLENT Morgunblaðið/Júlíus Ráðgjafar Stígamóta um verslunarmannahelgina. F.v. Björg Marteinsdóttir, ráðgjafi í Eyjum, Heiðveig Ragnarsdóttir, ráðgjafi á Eiðum, Ragna Guðbrandsdóttir, ráðgjafi á Kaldármelum, Jónína Gunnlaugs- dóttir, ráðgjafi á Kaldármelum og Sigurbjörg Marteinsdóttir, ráðgjafi í Eyjum. Stígamót á þrem stöðum um helgina: Ráðgjöf vegna nauðgana o g kynferðislegs ofbeldis STÍGAMÓT, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, verða með ráðgjöf vegna nauðgana og annars kynferðislegs ofbeldis á þrem- ur útihátíðum um verslunarmannahelgina. Seldir verða áletraðir bolir til að standa straum af kostnaði við ráðgjöf á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og á Eiðum á Austurlandi en mótshaldarar við Eldborg á Kaldármelum standa straum af kostnaði við ráðgjöf þar. Ráðgjafar Stígamóta segja afar mikilvægt að fólk skipti sér af verði það vitni að nauðgun eða gruni að kynferðislegt ofbeldi eigi sér stað á mótsstöðum. Um verslunarmannahelgina í fyrra þegar boðið var upp á ráðgjöf í fyrsta skipti höfðu ráðgjafar Stiga- móta afskipti af 20 málum. Ásgerður Sigurðardóttir, starfs- kona Stígamóta, sagði í samtali við Morgunblaðið á blaðamanna- fundi á þriðjudag að stærstur hóp- ur þeirra sem beittir væru kynferð- islegu ofbeldi á útihátíðum væru stúlkur undir tvítugsaldri. Hún sagði að á úthátíðarstöðum þar sem ráðgjafar Stígamóta yrðu til staðar gætu þær komist í samband við þá með því að hafa upp á lög- reglumönnum, hjálparsveitar- eða heilsugæslufólki. „Við veitum stúlkunum síðan bráðaþjónustu og reynum að hjálpa þeim að komast yfir það andlega áfall sem þær verða fyrir. Svo hjálpum við þeim í gegnum læknisskoðun en afar mikilvægt er að allar stúlkur sem nauðgað er séu skoðaðar hvort heldur þær ætla að kæra ofbeldis- Heimsmeistarakeppnin í snóker U-21: Þorbjörn í sjötta sæti íslendingar allir meðal þeirra 20 efstu Brunei, frá Guðjóni Guðmundssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞORBJÖRN Sveinsson, 14 ára gamall, landsliðsmaður í snóker hafnaði í sjötta sæti á Heimsmeistaramótinu í snóker U-21 í Bandar Seri Begawan. Þorbjörn var sleginn út í átta manna úrslitum af Belganum Patrick Delsemme, 2-5, en enginn íslendingur hefur náð svo langt í heimsmeistaramóti. Þorbjörn vann sinn riðil og dróst á móti Indveijanum Kamaiveala í 16 manna úrslitum og sigraði Þor- bjöm auðveldlega, 5-0. Síðar sama dag dróst hann á móti Delsemme í átta manna úrslitum og beið lægri hlut, 2-5. Delsemme þessi er af. mörgum talinn eiga hvað mesta möguleika á sigri á mótinu. Auk Þorbjöms léku Jóhannes B. Jóhannesson og Halldór Sverris- son í 16 manna úrslitum. Jóhannes var afar óheppinn með mótheija því hann dróst á móti Norður-íran- um Declan Hughes sem nýlega vann Steve James á stórmóti í Englandi. Jóhannes sem hafði ætl- að sér stóra hluti hér í Bandar varð að játa sig sigraðan, 3-5. Halldór lék á móti Ástralíumeistar- anum Stuart Lawler og tapaði eft- ir spennandi viðureign 3-5. Sjö íslendingar af átta voru meðal 20 efstu manna en alls tóku 80 keppendur þátt í mótinu. Þor- bjöm kvaðst hafa átt möguleika í öllum leikjunum gegn Delsemme en hann hefði ekki fengið gott rennsli. „Ég átti alls ekki von á því að komast svona langt. Ég var ánægður að komast upp úr riðlin- um og það var alveg meiriháttar að komast í átta manna úrslit á svo sterku móti“, sagði Þorbjöm, sem verður að teljast eitt mesta efni sem hefur komið fram á ís- landi í langan tíma. Undanúrslit verða í dag, fimmtudaginn 30. júlí. Þeir sem þar leika eru Stuart Lawler, Ástr- alíu, Patrick Delsemme, Belgíu, Indika, Sri Lanka og Robin Hull frá Finnlandi. Úrslitaleikur móts- ins verður nk. föstudag. Fjórir af fimm íslendingum urðu í 3. sæti í sírram riðli en til að komast upp þurftu þeir 2. sæti. mennina eða ekki. Stúlkunum er ennfremur hjálpað í gegnum skýrslutöku og réttarhöld ef þær óska eftir því,“ sagði Ásgerður. Hún sagði að oft hugsuðu fórn- arlömb nauðgara ekki skýrt eftir að atburðurinn hefði átt sér stað og því væri fyrsta aðstoð afar mikilvæg. Þannig væri mikilvægt að hlúa að stúlkunum og hjálpa þeim að hafa samband við aðstand- endur sína. Ennfremur nefndi Ás- gerður að ráðgjöfín væri líka fyrir þá sem beittir hefðu verið kynferð- islegu ofbeldi áður, t.d. í æsku. „Eins og við vitum þá liðkar áfengi, sem oft er haft um hönd á samkom- um sem þessum, ósjaldan um mál- beinið og allir sem vilja koma og ræða við okkur um reynslu sína eru velkomnir," sagði hún. Ragna Guðbrandsdóttir, starfs- systir Ásgerðar, lagði áherslu á að fólk léti til sín taka ef það yrði vitni að kynferðisglæp. „Ef fólk verður t.a.m. vitni að því að verið er að hafa samfarir við stúlku dána drykkjudauða ætti fólk ekki að hugsa sem svo að hún hafi örugg- lega gefið leyfi heldur er hér tví- mælalaust um nauðgun að ræða og stúlkan upplifir verknaðinn sem slíkan," sagði hún. Á fundinum kom fram að marg- ar stúlkur féllu frá því að kæra árásarmenn sína vegna þess að þær treystu sér ekki til að ganga í gegnum erfið og tímafrek mála- ferli. Kom þá einnig fram að ótrú- lega oft fengju stúlkur samúð með ofbeldismanninum og kenndu sjálfri sér um að ofbeldið hefði átt sér stað. Þær hefðu verið drukkn- ar, klæddar á einn eða annan veg o.s.frv. Oft ætti þetta t.a.m. við þegar stúlkum væri nauðgað af kunningjum sínum eða mönnum sem þær þekktu. Björg Marteinsdóttir bætti við að skilaboð samfélagsins í gegnum t.d. dægurlagatexta og auglýsing- ar væru oft með þeim hætti að þau gerðu unglingsstúlkum erfíðara um vik að gera sér grein fyrir því hvaða takmörku giltu í kynferðis- málum. Nefndi hún í því sambandi að á meðal unglinga væri nú í tísku leikur er nefndur hefði verið Mín- úta í helvíti og byggðist upp á því að meðal unglinga í partýum væri dregin út ein stúlka sem síðan hyrfi ein inn í herbergi með nokkr- um strákum og hefðu þeir leyfi til að gera henni hvað sem þeir vildu í eina mínútu. Starfskonur Stíga- móta sögðu að leikurinn byijaði oft sakleysislega, með kossum eða þvílíku, en gæti haft alvarlegar afleiðingar. Starfskonurnar fóru fram á það við dómsmálaráðuneytið að sett væri ákvæði inn í reglugerð fyrir leyfisveitingu til útihátíða sem skyldaði leyfishafa til að standa straum af kostpaði vegna ráðgjaf- ar Stígamóta. Ákvæðið fékkst ekki samþykkt og fjárstuðningur dugði ekki til að standa straum af öllum kostnaði. Því var brugðið á það ráð að selja boli með áletruninni „Nei, þýðir nei- Nauðgun er glæpur“, til að fjármagna ráðgjöfina. Bolirnir verða seldir í Kringlunni, Umferð- armiðstöðinni og á Reykjavíkur- flugvelli dagana fyrir verslunar- mannahelgi og kosta 800 kr. Þrátt fýrir að ráðuneytið hefði ekki sett ákvæði um nauðgunar- ráðgjöf inn í reglugerð fyrir leyfís- veitingar til útihátíða tók sýslu- maðurinn í Stykkishólmi, Ólafur Kr. Ólafsson, þá ákvörðun að setja nauðgunarráðgjöf sem skilyrði fyr- ir leyfisveitingu í sínu umdæmi. Eldborg á Kaldármelum er því eina útihátíðin sem stendur straum af ráðgjöf Stígamóta. Starfskonur Stígamóta segja að aðrir mótshald- arar hefðu verið beðnir að taka þátt í kostnaðinum en þeir hefðu neitað því. Ef þeir hefðu hins veg- ar fengist til þess væri hugsanlegt að styrkurinn hefði dugað til að fjármagna ráðgjöfina. Þær vonast engu að síður til að fleiri fýlgi í kjölfarið. Þess má að lokum geta að 305 ný mál komu til kasta Stígamóta á síðasta ári. Þar af eru 46 skráð í ágúst. Það sem af er þessu ári eru ný mál orðin 234. 19 hafa kært nauðganir og 39 kærur liggja fyrir í sifjaspellamálum það sem af er þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: