Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 1 Þijú skemmtiferðaskip á Pollinum Þijú stór skemmtiferðaskip voru á Pollinum á Akureyri í gær. Með skipunum eru nokkuð á ann- að þúsund farþegar og um 950 þeirra fóru í skoðunarferðir á vegum Sérleyfisbíla Akureyrar en aðrir fóru um bæinn í allgóðu veðri, fengu að vísu yfir sig svo- litlar skúrir þegar á daginn Ieið. Þetta er næstsíðasta koma skemmtiferðaskipa til Akur- eyrar á þessu sumri, en jafnan eru komur þeirra 18 til 20 á ári. Það var líflegt við Pollinn á Akur- eyri í gær. Þrjú stór skemmtiferða- skip voru þar, eitt við bryggju og tvö við festar. Frá þeim voru stöð- ugar ferðir skipsbáta að Torfunefs- bryggju, en þar beið íjöldi lang- ferðabifTeiða þeirra farþega sem höfðu kosið að fara í skoðunarferð- ir. Gunnar M. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sérleyfísbíla Akur- eyrar, sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þijú skip væru á Pollinum á sama tíma, það hefði komið fyrir í fyrrasumar líka. Vissu- lega væri erfítt þegar svo hittist á að svona mikill íjöldi kæmi á sama Morgunblaðið/Eiríkur Þessi mynd er ekki frá framandi slóðum, hún var tekin þar sem þijú skemmtiferðaskip voru á Pollinum á Akureyri í gær. tíma, en að þessu sinni hefði verið hægt að sinna þessum skoðunar- ferðum með bílum fyrirtækisins og bílum úr nágrenninu, að vísu hefðu verið fengnir tveir bílar að sunnan. Alls voru 25 langferðabílar í för- um með um það bil 950 farþega í skoðunarferðum, að sögn Gunnars. Hann sagði að þeir færu ýmist í Mývatnssveit og þá væri um dags- ferð að ræða, eða hálfs dags ferð að Goðafossi og Laufási. Þeir sem þá ferð kysu væru á ferð í um það bil fjóra tíma og spókuðu sig ann- ars í bænum. Skipin koma'jafnan að morgni eða fyrri hluta dags og fara að kveldi. Eitt skipanna, Funchal, lá við bryggju. Að sögn Gunnars voru á því skipi allmargir Svíar, meðal annars nokkuð af ungu fólki. Á hinum skipunum, Maxim Gorki og risaskipinu Evrópu voru aðallega Þjóðverjar. Sumartónleikar á Norðurlandi: Orgel og trompett í síðustu tón- leikaröð Rannsókn árásar málsins á Akureyri: Blóðsýni sent til Englands Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur sent blóðsýni til rann- sóknar í Englandi, en það er úr manni sem verið hefur í haldi vegna yfirstandandi rannsóknar á nauðgunarmáli. Að sögn Daníels Snorrasonar hjá Rannsóknarlögreglunni á Akureyri var síðastliðinn sunnudag handtek- inn maður vegna árásar- og nauðg- unarmálsins, sem átti sér stað þann 16. júlí. Maðurinn var yfírheyrður og tekið úr honum blóðsýni til grein- ingar og það sent til Englands. Daníel sagðist búast við að nokkum tíma tæki að fá niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Að yfírheyrslum og * sýnatöku lokinni hefði ekki verið talin þörf á að halda manninum lengur og honum því verið sleppt á þriðjudag. Að sögn Daníels heldur rannsókn málsins áfram eftir því sem aðstæð- ur og mannafli rannsóknarlögregl- unnar leyfír, en enn væri eftir að hafa samband við nokkra aðila sem vitað væri að verið hefðu á ferli á þeim tíma sem atburðurinn mun hafa átt sér stað. Morgunblaðið/Eiríkur Síðasti steinninn lagður í Ráðhústorg Síðdegis í gær var lokið hellulögn á hinu nýhannaða Ráðhústorgi á Akureyri. Síðar er ætlunin að koma þar fyrir bekkjum og blóma- kerjum. Á innfelldu myndinni sést þegar síðasti steinninn var lagð- ur í torgið. Gárungar höfðu á orði að þar hefði síðasti steinninn verið lagður í götu Akureyringa! FIMMTA og síðasta tónleikaröð sumatónleika á Norðurlandi á þessu ári stendur yfír í norð- lenskum kirkjum nú frá fimmtu- degi til sunnudags. Þýsku tónlist- armennimir Duo Lewark- Portugall leika í fjórum kirkjum, Dalvíkurkirkju, Reykjahlíðar- kirkju í Mývatnssveit, Dómkirkj- unni á Hólum í Hjaltadal og Ak- ureyrarkirkju. Duo Lewark-Portugall eru Þjóð- veijamir Egbert Lewark, trompett- leikari, og Wolfgang Portugall, sem leikur á orgel. Þeir hafa leikið sam- an opinberlega frá því 1985 og getið sér afar gott orð í Þýskalandi og víðar fyrir framúrskarandi fjör- lega og stflhreina túlkun og góðan samleik, hvort tveggja á tónleikum og hljómplötum. Auk þess að leika saman hafa þeir komið fram víða á einleikstónleikum. Duo Lewark-Portugall heldur tónleika í Dalvíkurkirkju fímmtu- dagskvöldið 30. júlí klukkan 20.30. Tónleikamir í Reykjahlíðarkirkju verða föstudaginn 31. júlí og hefj- ast klukkan 20.30. Lewark og Portugall leika í Dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal laugardaginn 1. ágúst. Það era síðdegistónleikar sem heíjast klukkan 17.00. og loka- tónleikamir í þessari síðustu tón- leikaröð sumartónleika á Norður- landi verða í Akureyrarkirkju klukkan 17.00 á sunnudag, 2. ág- úst. Jk GREIÐSLUÁSKORUN Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjaldendur, sem hafa ekki staðið skil á virðis- aukaskatti fyrir janúar, febrúar, mars og apríl 1992 er féll í gjalddaga 5. apríl og 5. júlí sl., svo og gjaldföllnum og ógreiddum virðisauka- skattshækkunum, svo og staðgreiðslu og tryggingagjaldi fyrir janúar, febrúar, mars, apríl, maí og júní 1992, er féll í eindaga 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní og 15. júlí sl., að gera skil nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskor- unar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyr- ir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum, samkvæmt heimild í 9. tl., 1. mgr. 1. gr, sbr. og 8. gr. laga hr. 90/1989 um aðför. Akureyri, 29. júlí 1992. Sýslumaðurinn á Akureyri. Alfreð Gíslason handboltamaður: Sjálfsagt að einn riðill Heims- meistarakeppninnar verði hér NÚ má telja nokkuð vist að hluti heimsmeistarakeppninnar í hand- bolta verði á Akureyri þegar mót- ið fer fram vorið 1995. Alfreð Gíslason segir sjálfsagt að einn riðill keppninnar verði hér og helst undanúrslitariðill líka, enda sé aðstaða öll ágæt fyrir keppni af þessu tagi. Eftir að ljóst varð að íslendingar fengju að halda Heimsmeistara- keppnina í handbolta 1995 hefur nokkuð verið rætt um að hluti keppn- innar fari fram á Akureyri og ef til vill víðar á Norðurlandi. Nú má telja víst að svo verði, en þessi mál eru þó öll á framathugunarstigi hjá Handknattleikssambandi Islands. Alfreð Gíslason, framkvæmda- stjóri KA er leikmaður og þjálfari KA-liðsins í handbolta og áður at- vinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hann var spurður um það hvernig honum litist á að hafa hluta Heims- meistarakeppninnar á Norðurlandi. Hann sagði að sér þætti það svo sjálf- sagt mál að það væri óeðlilegt ef svo yrði ekki. Aðstaða tii að halda keppni af þessu tagi væri mjög góð hér nyrðra. Á Akureyri væru tvö hús með fullkominni aðstöðu til móts- haldsins, bæði KA-höllin, sem tæki að minnsta kosti 1.500 manns, og íþróttahöllin, sem ætlað væri að rúm- aði allt að 3.000 manns. Þá væri fullbúin aðstaða á Húsavík og á Ól- afsfirði yrði einnig komið í gagnið hús sem uppfyllti öll skilyrði. Þannig yrði að minnsta kosti um flögur hús að ræða á svæðinu. „En ef tekið er tillit til áhuga fyrir handboltaíþróttinni á íslandi og aðsókn að leikjum þá ætti miklu frek- ar að halda svona keppni úti á landi en í Reykjavík. Ef við athugum áhorfendafjöldann á síðasta íslands- móti má segja að aðsókn hafi verið mikil í Hafnarfírði, hér á Akureyri, á Selfossi og í Vestmannaeyjum, en í Reykjavík var aðsókn lítil, mig minnir að við höfum haft næstflesta áhorfendur," sagði Alfreð, „og mér finnst lágmarksskylda Handknatt- leikssambandsins, sem er samband allra félaganna hvar sem þau era, að hafa að minnsta kosti einn riðilinn úti á landi og líka annan undanúrslit- ariðilinn. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: