Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
SPECTral ntcoRDfjG
HEFUR NÚ VERIÐ SÝND í STJÖRNUBÍÓI SAMFELLT í 365 DAGA
f Af þessu tilefni mun myndin verða sýnd í a sal
JSTJORNUBIOS A OLLUM SYNINGUM I DAG.
*I ANDDYRI BÍÓSINS VERÐUR SÝNING Á
*¥ VERÐLAUNAGRIPUM BARNA NÁTTÚRUNNAR.
*Miðaverð uns sýningum lýkur LÆKKAR í KR. 500
* ATHUGIÐ
Börn Náttúrunnar verður ekki sýnd í sjónvarpi, né gefin út á myndbandi á þessu ári
ÓÐURTIL
HAFSINS
THE PRINCE
OF TlDES
Sýnd kl. 9. B.i.14
Cheo Cruz sýnir
í Galleríi Umbru
KÓLOMBÍSKI listamaður-
inn Cheo Cruz opnar í dag
sýningn í Galieríi Umbru
í Torfunni. Cheo hefur
búið hérlendis undanfarin
ár og hefur hlotið íslensk-
an ríkisborgararétt. Er
þetta fimmta sýning hans
hér á landi.
Cheo var við myndlist-
arnám í þremur löndum á
árunum 1979-1985. Fyrst í
heimalandi sínu Kólombíu,
því næst á Spáni og loks í
Englandi. Auk sýninga sem
listamaðurinn hefur haldið í
heimalandi sínu hefur hann
sýnt gjörninga í Barcelona,
London, Cartagena í
Kólombíu og á Listahátíð
Reykjavíkur. Fyrir skömmu
hélt hann sýningu á verkum
sínum í Barcelona.
Cheo Cruz
U ndirbúningnr þjóðhá-
tíðar í Eyjum á lokastigi
Vestmannaeyjum.
UNDIRBÚNINGUR þjóð-
hátíðar í Eyjum er nú á
lokastigi. Hátíðin verður
sett klukkan þrjú á föstu-
dag og er búist við miklum
fjölda gesta.
Undirbúningur þjóðhátíð-
ar hefur stðið yfir undanfam-
ar vikur og hafa félagar úr
íþróttafélaginu Þór unnið að
uppsetningu myndarlegra
mannvirkja í Herjólfsdal.
Fjörið hefst með svokölluðu
Húkkaraballi í Samkomuhúsi
Vestmannaeyja á fimmtu-
dagskvöld en hátíðin verður
sett á föstudag og stendur
óslitið til mánudagsmorguns.
Dansað verðuy á tveimur
pöllum og sjá Sálin hans Jóns
míns og Todmobile um íjörið
á stóra pallinum en Eyja-
hljómsveitin Prestó verður á
þeim litla. Auk þeirra verður
fjöldi annarra skemmtikrafta
á hátíðinni og má meðal
þeirra nefna Jóhannes Krist-
jánsson eftirhermu, leikhóp
sem sér um barnagaman,
Eyjasönghóp og Richard
Scobie og Sigurð Kristinsson
svo einhveijir séu nefndir og
auðvitað verður Arni Jo-
hnsen á sínum stað með gít-
arinn og stjómar brekku-
söng. Þá verða föstu liðirnir,
brennan og flugeldasýningin,
á sínum stað á föstudags-
og laugardagskvöld.
Sérstakar fjölskyldubúðir
verða settar upp á hátíðinni
þar sem fjölskyldufók á að
geta verið í meira næði en
verið hefur hingað til. Þá
verður starfrækt öflug
sjúkra- og öryggisgæsla á
svæðinu í umsjá Björgunar-
félags Vestmannaeyja.
Að vanda er búið að velja
sérstakt þjóðhátíðarlag. Það
samdi að þessu sinni ungur
Eyjamaður, Geir Reynisson,
og heitir lagið Dagar og
nætur.
Miðaverð á hátíðina verð-
ur óbreytt frá síðasta ári og
Morgunblaðið /Sigurgeir Jónasson
kostar miðinn 6.500 krónur.
Að sögn forsvarsmanna
þjóðhátíðarinnar er búist við
miklum fjölda. Mikið hefur
verið bókað, bæði með flugi
og Heijólfi og eru fyrirspum-
ir um ferðir til Eyja meiri
en oft áður.
Grímur
Gódan daginn!