Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 Snorrí Guðmunds- son — Minning Fæddur 29. nóvember 1914 Dáinn 23. júlí 1992 Með fáeinum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Snorra Guðmundssonar sem lést að kvöldi 23. júlí síðastliðinn. Snorri var fæddur á Feijubakka í Öxarfirði. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jónasson og Sigmunda Jóns- dóttir. Þegar Snorri var á þriðja ári lést faðir hans, þá leystist heimilið upp og Snorri fór til ömmu sinnar og afa sem bjuggu á Vestara-Landi í sömu sveit og ólst þar upp. Hugur Snorra stóð til búskapar og var hann við nám á Bændaskól- anum á Hvanneyri árin 1937-1939. 23. febrúar 1945 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Jónasdóttur fædd 15. september 1921 í Reykajvík, sama ár hófu þau búskap í Akurseli í Öxarfirði. Þar famaðist þeim vel og þar fæddsut sjö af bömum þeirra níu. í Akures- eli bjuggu þau til ársins 1960 en þá breyttist hagur þeirra því Snorri varð að hætta búskap af heilsufarsástæð- um og flytja með fjölskyldu sína til Reykavíkur. í fegurstu sveit landsins var hann borinn og bamfæddur og þar hafði hann hugsað sér að búa í nágrenni við tignarleg fjöllin sem mynduðu svo fallega umgjörð um sveitina og belj- andi straumköst Jöklu í hinum hrika- lega en um leið heillandi farvegi sín- um og silfurtærar bergvatnsár í ið- grænum skógarlundum þar sem hann hafði svo oft áð á ferðum sín- um, frá þessum undraheimi íslenskr- ar náttúru varð hann að hverfa með fjölskyldu sína og fara á mölina eins og það var kallað, það hafa verið erfíð spor. Þegar til Reykjavíkur kom keyptu þau hjónin hús í Gufunesi og Snorri hóf störf sem vélgæslumaður í Aburðarverksmiðjunni. í Gufunesi bjó íjölskyldan til árs- ins 1963 er þau fluttu að Breiða- gerði 29 í Reykjavík. Snorri vann í Áburðarverksmiðj- unni meðan hann hafði aldur til, Eftir að hann hætti störfum dvöldu þau hjónin löngum fyrir norðan, ann- að hvort á Vestara-Landi eða i Ási í Kelduhverfí. Snorri eignaðist víða vini og kunn- ingja enda var hann félagslyndur maður, ræðinn og skemmtilegur. Hann var fróður um land sitt, þau hjónin ferðuðust mikið um landið á sumrin. Þekking hans var víðtæk og kom hún mér oft að góðum notum, eitt sinn er við hjónin höfðum ákveð- ið að skoða Jökulsárgljúfur og ná- grenni þess, leitaði ég til Snorra og bað hann að benda mér á áhuga- verða staði og gönguleiðir, ekki stóð á upplýsingunum, þekking hans á þessi svæði var einstök og hafði hann yndi af að tala um fegurð gljúfranna og umhverfí. Kærar voru honum þessar ljóðlínur úr Öxarfjarðarljóðum: Upp er runninn dýrðardagur dásemd jarðar öll er skýr. Líkt og opnist undrafagur ævintýraheimur nýr. Jökulsá í stríðum áraumi streymir fram um gil og sand. .. u. i' (.ii---^rí"K" Hér er líkast ljúfum draumi lands og sólar handaband. Hjartað gleðja öll þau undur allt frá sæ að heiðarbrún. Fossinn, klettur, lækur, lundur, lítill bær og gróin tún. Fjöllum krýndur fagurgjörður fýlltur skógi víðs um grund. Aldrei gleymist Öxarjörður eftir slíka morgunstund. Snorri og Kristín eignuðust níu börn: Haukur Öxar, fæddur 17. mars 1945, hann lést af slysförum 1969. Erla Hrönn, fædd 9. júní 1946, bú- sett í Vestmannaeyjum. Sigmundur Jónas, fæddur 8. nóvember 1947, búsettur í Reykjavík. Hrafnhildur, fædd 27. janúar 1949, búsett í Reykjavík. Bára, fædd 23. janúar 1950, búsett í Reykjavík. Bryndís, fædd 28. febrúar 1954, búsett í Reykjavík. Ásdís, fædd 22. desember 1955, búsett í Reykjavík. Karólína Bima, fædd 7. ágúst 1958, búsett í Ási í Kelduhverfi. Snorri Birgir, fæddur 21. ágúst 1963, búsettur í Reykjavík. Eg kveð tengdaföður minn með söknuði og sendi tengdamóður minni og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guðjón Weihe. Með þessum orðum langar okkur að minnast afa okkar, Snorra Guð- mundssonar. Afí var okkur alltaf meira en bara afí, því hann var okk- ur bæði félagi og vinur. Að eðlisfari var afí glaður og gamansamur í dag- legri umgengni, rólegur í fasi, hjarta- hlýr, skilningsríkur og hlustaði á vandamál okkar, sem hann var alltaf tilbúinn að hjálpa við að leysa úr. Afí var alla tíð mikill náttúruunnandi og dýravinur og eru okkur minnis- stæðar ferðirnar í Jökulsárgljúfrin og til Þingvalla með honum. Heimili afa og ömmu hefur alla tíð verið fallegt og hlýlegt, og okkur tekið þar opnum örmum. Það dýrmætasta sem afí skilur eftir sig er það sem hann gaf okkur af sjálfum sér og munum við geyma það í hjörtum okkar alla tíð. Við söknum afa öll, en við vitum að hann er í góðum höndum Guðs. Guð blessi minningu hans. Jóhann Marel, Erla Huld, María Björk og Ágústa Hugrún. Þegar ævisólin gengur til viðar lýsa stjömur endurminninganna. Tengdafaðir minn, Snorri Guð- mundsson, fæddur á Feijubakka við Öxarfjörð 29. nóvember 1914, sonur Sigmundu Jónsdóttur og Guðmundar t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN HJÖRLEIFSSON, Brekkustíg 35A, Ytri-Njarðvík, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 28. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Edda Hafsteinsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA MAGNÚSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu 24. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 31. júlí kl. 13.30. Oddný Dóra Jónsdóttir, Þórir H. Konráðsson, Helga Jónsdóttir, Hilmar Haraldsson, Sigurður Jónsson, Sigríður Oddsdóttir, Darnabörn og langömmubörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTINSSON, áður til heimilis á Unnarbraut 28, lést sunnudaginn 26. júlí á hjúkrunardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hulda Þorbergsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Lilja Hulda Auðunsdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Róbert Róbertsson, Kristfn Sigurðardóttir Golden, Georg D. Golden, Jórunn Hulda Sigurðardóttir, Eyjólfur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN EINARSSON, Bessastöðum, verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju föstudaginn 31. júlí kl. 14.00. Sætaferð verður frá BSÍ sama dag kl. 10.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólöf Pálsdóttir og börn. t Maðurinn minn, KJARTAN EGGERTSSON, Fremri-Langey, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 29. júlí sl. Júlfana Einarsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓSKAR SUMARLIÐASON, Búðardal, verður jarðsettur frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 1. ágúst kl. 14.00. Henný Berndsen og börn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT S. ÁGÚSTSDÓTTIR, sem andaðist í Borgarspítalanum 24. júlí, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 31. júlí kl. 13.30. Sigrfður Einarsdóttir, Valur T ryggvason, Guðmundur Einarsson, Ólöf Sigurðardóttir, Agúst Einarsson, Eva Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI GUÐMUNDSSON, Þverbrekku 2, áðurtil heimilis í Breiðagerði 29, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 30. júlí, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minn- ast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Kristfn Jónasdóttir, Erla Hrönn Snorradóttir, Guðjón Weihe, Sigmundur Jónas Snorrason, Hrafnhildur Snorradóttir, Gísli Hauksson, Bára Snorradóttir, Viðar Marel Jóhannsson, Bryndís Snorradóttir, Guðmundur Hlöðversson, Ásdís Snorradóttir, Friðrik Bjarnason, Karólfna Birna Snorradóttir, Axel Yngvason, Snorri Birgir Snorrason, barnabörn og barnabarnabörn. Jónassonar, andaðist á Borgarspítal- anum fímmtudaginn 23. júlí 1992. Æskuslóðirnar við Öxarfjörð voru Snorra jafnan mjög kærar, og sér- staklega hafði hann yndi af því að rifja upp þann tíma er hann bjó þar. Snorri var ljúfmenni, glaður og skemmtilegur í viðmóti og við nánari kynni kom í ljós að hann var hafsjór af alis konar sögum. Hann bjó yfír ríkri kímnigáfu er hann átti auðvelt með að nota þegar það hentaði, en fjærst var það skapgerð hans og meðfæddri prúðmennsku að særa nokkurn mann. Börnum leið mjög vel í návist hans, því að hann bjó yfir mikilli frásagnargleði, sem þau kunnu að meta. Margir leituðu til Snorra um hvers kyns aðstoð, og var hún jafnan veitt umyrðalaust og naut hann sín þá enda var hann öllu vanur og höndin hög. Snorri eignaðist traustan lífsföru- naut er hann 23. febrúar 1945 kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristínu Jónasdóttur frá Reykjavík, en hún er dóttir hjónanna Fransizku Siguijónsdóttur og Jónasar Árnason- ar. Kristín reyndist manni sínum vel og studdi hann af alhug í hvívetna og syrgir nú góðan eiginmann. Þau Kristín og Snorri eignuðust níu börn, sautján barnabörn og þijú barnabamabörn og voru þau öll augasteinar Snorra. Hann var ávallt hinn trausti klettur, sem allir gátu treyst og þrátt fyrir söknuðinn, sem nístir á þessari stundu, er það okkur eftirlifendum mikil huggun að honum var hlíft við að brotna í bylnum stóra, heldur gekk hann út af vettvangi lífs- ins með fullri reisn, léttur í spori og léttur í skapi, og þannig mun ég ætíð minnast hans. Ég var mjög stoltur af tengdaföð- ur mínum og þótti gott að standa við hlið hans. Tengdamóður minni votta ég sam- úð mína. Snorri tengdapabbi kveið ekki þessum „vistaskiptum“, eins og hann komst sjálfur að orði, því að lokum mundi leiðin liggja heim í föð- urgarð. Ég vona og bið, að hann hafi átt góða heimkomu. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum og stjama hver, sem lýsir þína leið er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um margar gleðistundir frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér, og þú skalt vera mín - í söng og tárum. (Davíð Stefánsson) Viðar Marel. Lrfidry k k j 11 r í rlit.'Stlf‘‘í ' t aff) 111, ít)} >( > n) fáilcgír ,.|l !í < IL' lí) jö,[’ t'<)() j >|f)itii'j.i 'íl'ly.v líttíái', i '.iiil.l ' > j > > 0 FLUOLEIÐIR ÍÍTIL Limilllt BIÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: