Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 21
V MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 21 Svisslendingar í vafa: Dvínandi áhugi á aðild að EES Ztirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. STUÐNINGSMENN aðildar Sviss að evrópska efnahagssvæðinu (EES) virðast allir vera í sumarfríi. Þeir hafa sig ekki í frammi í fjölmiðlum og áhugi almennings á aðild hefur dvínað að sama skapi. Stór meirihluti íbúa frönskumælandi kantónanna var' til dæmis hlynntur aðild í mars en færri eru nú sannfærðir um ágæti aðildar og fjöldi óákveðinna hefur tvöfaldast. Nýleg skoðanakönnun sýnir að 42% þjóðarinnar allrar eru hlynnt aðild, 23% á móti og 35% óá- kveðnir. Christoph Blocher, helsti tals- maður andstæðinga EES, hefur sig mikið í frammi á meðan aðrir hafa hljótt um sig. Hann segist aldrei á löngum stjórnmálaferli hafa fengið eins góðar undirtektir við nokkurn málstað. Hann hefur fengið ótal boð um að flytja hátíðarræðu á þjóð- hátíðardaginn 1. ágúst og mun nota tækifærið til að koma boðskap sín- um rækilega á framfæri. Rene Fel- ber, utanríkisráðherra og forseti landsins þetta árið, mun flytja út- varps- og sjónvarpsávarp eins og venja er en aðrir ráðherrar munu ekki nota tækifærið til að koma afstöðu stjórnarinnar á framfæri. Þeir eru annað hvort erlendis eða í fríi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um EES verður haldin í byijun desember. Tillagan þarf stuðning yfir helm- ings þjóðarinnar og yfir helmings kantónanna 26 til að ná samþykkt. Claude Longschamp, sérfræðingur í Evrópukönnunum, efast um að svo verði. Hann segir tillöguna þurfa um 60% fylgi í landinu öllu til að ná meirihluta í yfir helmingi kan- tónanna. íbúar margra smærri kan- tóna í mið- og austurhluta landsins eru íhaldssamir og óttast breytingar sem EES mun hafa í för með sér. Og áróður Blochers hefur borið árangur. Æ fleiri óttast að atvinna í landinu minnki og launin lækki ef Sviss verður aðili að EES. ERLENT EB-aðild Svía: Utanríkis- stefnan helst til trafala Brtissel, Stokkhólmi. Reuter. STJÓRNARNEFND Evrópu- bandalagsins (EB) mun á morgun beina því til ríkisstjórna aðildar- ríkjanna að taka til umræðu vænt- anlega aðild Svíþjóðar að banda- laginu. Ekki er gert ráð fyrir að alvarlegir meinbugir séu taldir á aðildinni í áliti sem nefndin sendir frá sér til viðmiðunar. Þar verður þó lögð áhersla á að Svíar við- urkenni hugmyndir um sameinaða Evrópu, einkum hvað snertir utan- ríkis- og öryggismál. Stjórnarnefndin gengur frá álitinu á morgun á síðasta fundi fyrir sum- arfrí, nákvæmlega ári eftir að hún sagði í samskonar plaggi um Austur- ríki að stjórnvöld í Vín yrðu að laga hlutleysistefnu sína að áætlunum EB. Svíar sneyddu að mestu hjá umfjöllun um stefnu sína í utanríkis- málum í umsókn um bandalagsaðild. í uppkasti að álitinu er sérstaklega bent á að ræða þurfi við Svía um landbúnað á heimskautasvæðum og skógrækt. Þessi atriði voru und- anskilin í viðræðum EB og Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) um evrópska efnahagssvæðið. Alitsgerð- ir vegna umsókna EFTA-landanna Finnlands og Sviss eru í undirbún- ingi í höfuðstöðvum EB og sama gildir um aðildarumsóknir Kýpur og Möltu. Þingmenn þjóðþingsins, sem koma yfirleitt bara saman fjórum sinnum á ári í þijár vikur í senn, þurfa að gera 50 ti! 60 lagabreyt- ingar áður en EES- samningurinn gengur í gildi. Það verður ekki vart neinnar sérstakrar hrifningar á samningnum í þeirra hópi. Sam- kvæmt dagblaðskönnun þá er að- eins meirihluti með aðild að EES í hópi frönskumælandi þingmanna og þeirra frá norðvesturhluta Iands- ins. Minnihluti þingmanna við- skiptakantónunnar Zúrich og ann- arra kantóna styður samninginn. Margir láta eins og hann skipti litlu máli og einblína á inngöngu í Evr- ópubandalagið. Ríkisstjórnin sótti um aðild að því í maí. Þjóðin mun líka greiða atkvæði um það þegar þar að kemur. ------» ♦ ♦ Stjórn Ama- tos í bobba VINCENZO Scotti, utanríkisráð- herra Ítalíu, sagði af sér í gær, aðeins mánuði eftir að ný stjórn Giuliano Amatos tók við. Ráðherra utanríkisviðskipta sagði af sér sömuleiðis, en þeir tveir vilja ekki verða við tilmælum Kristilega demókrataflokksins um 'að ráð- herrar segi af sér þingmennsku. Þetta er talið áfall fyrir stjórn Amatos, sem fékk fyrr um daginn traustsyfirlýsingu frá þinginu í atkvæðagreiðslu um fjárlög. Frökkum illa stjórnað? FLEIRI en þrír af hveijum fjórum kjósendum í Frakklandi telja að landinu sé illa stjórnað og hefur óánægja aldrei mælst jafn mikil. Aðeins eitt prósent sögðust vera „mjög ánægðir“ með stjórnarfarið. Það sem fer fyrir bijóstið á Frökk- um er einkum talið vera aðgerðir vörubílstjóra, sem lokuðu þjóðveg- um fyrir skömmu, upplýsingar um að ráðherrar hafi leyft notkun eyðni-sýkts blóðs við blóðgjafir og ákæra á hendur forseta þingsins fyrir fjármálaspillingu. Ford græðir FORD-bílaverksmiðjurnar banda- rísku tilkynntu í gær að fyrirtækið hefðigrætt sem svarar 25 milljörð- um ÍSK á síðasta ársíjórðungi. Ford er annar stærsti bílaframleið- andi Bandaríkjanna, en í fyrradag tilkynnti Chiysler um góða af- komu. Hagur bílaiðnaðarins í Detroit virðist nú heldur að vænka eftir miklar þrengingar. SVEIIIPOKAR - MIKIÐ URVAL - „0SL0“ „JIINIOR 1.990, 2.400 “ „HIMALAYA“ )■ 3.990,- EINNIG GARÐHÚSGÖGN Á FRÁBÆRU VERÐI Skeifunni 13 Óseyri 4 Auðbrekku 3 108 Reykjavík 603 Akureyri 200 Kópavogur 91-687499 96-26662 91-40460

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 171. tölublað (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

171. tölublað (30.07.1992)

Aðgerðir: