Morgunblaðið - 30.07.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JULI 1992
35
Ingveldur V. Þórar-
insdóttír - Minning
Skjótt skipast veður í lofti.
Laugardaginn 19. júlí hittust
systkinin frá Krossdal á sólríkum
og fögrum degi á æskuslóðum.
Degi síðar var haldið heim á leið.
Það var hinsta för Ingveldar Vil-
borgar Þórarinsdóttur, því að á
miðri leið var hún skyndilega burt
kvödd úr þessum heimi.
Ingveldur Vilborg fæddist í
Krossdal í Kelduhverfi, Norður-
Þingeyjarsýslu. Hún var þriðja
barn foreldra sinna, sæmdarhjón-
anna Þórarins Jóhannessonar
(1905-1970) bónda þar og sand-
græðsluvarðar Norðurlands og
Ingveldar Guðnýjar Þórarinsdótt-
ur (1903-1992) frá Kílakoti.
Ingveldur Vilborg gekk ævin-
lega undir gælunafninu Lóa og
þekktu hana margir ekki undir
öðru nafni. Hún ólst upp í foreldra-
húsum ásamt systkinum sínum.
Þau voru:
Jóhannes bóndi í Árdal í Keldu-
hverfí, f. 1928, nú verkstjóri á
Húsavík, kvæntur Evu Mariu
Lange Þórarinsson. Sigríður ljós-
móðir á Húsavík, f. 1929, gift
Gunnari Valdimarssyni. Þórarinn
prestur í Staðarfelli í Kinn, síðar
skólastjóri í Skúlagarði í Keldu-
hverfí, f. 1932, d. 1988. Fyrri
kona Guðrún Þórðardóttir. Seinni
kona Rósa Jónsdóttir. Sveinn
bóndi í Krossdal og landgræðslu-
vörður, f. 1938, kvæntur Helgu
Ólafsdóttur. Lóa giftist Sigurþóri
Jósefssyni (f. 1939) 11. ágúst
1960, og bjuggu þau allan sinn
búskap í Reykjavík. Þeim varð
tveggja dætra auðið. Þær eru:
Katrín (f. 1959). Börn hennar eru:
Hafdís Erla, Sigurþór Stefán, Guð-
mundur Helgi og Elísabet Björg.
Guðný Sigríður (f. 1964). Dóttir
hennar er Þórhildur. Fyrir hjóna-
band átti Lóa Þórdísi, sem Guðný
og Þórarinn í Krossdal ættleiddu.
Maður Þórdísar er Öm Rafnsson
og synir Öm, Rafn og Þórarinn.
Lóa var einn vetur í Húsmæðra-
skólanum á Laugalandi. Árið 1957
fluttist hún alfarin til Reykjavík-
Dalasýsla:
Ingibjörg Sigurðar-
dóttír - Minning
Ég á því láni að fagna að hafa
kynnst Ingibjörgu Sigurðardóttur
ljósmyndara, þar sem konan mín,
Hanna Brynjólfsdóttir ljósmynd-
ari, og Ingibjörg vora saman við
ljósmyndunarnám og störf hjá
Lofti Guðmundssyni um árabil frá
1927. Vora þær einstaklega sam-
rýndar vinkonur alla æfí.
Ingibjörg Sigurðardóttir gekk
síðar til liðs við Jóhönnu Siguijóns-
dóttur og stofnuðu þær Ljós-
myndastofuna ASIS. Seinna gekk
Hanna Brynjólfsdóttir inn í fyrir-
tækið og unnu þær þijár við stof-
una meðan þrek og heilsa leyfði.
Allar voru þær duglegar útivist-
arkonur. Þær sóttu til fjalla og
jökla. Urðu ferðagarpar og fjalla-
konur með sæmd.
Jöklarannsóknafélag Islands
var körinn vettvangur þeirra og
þar áttum við jöklafólk ógleyman-
legar stundir saman.
Ingibjörg Sigurðardóttir, sem
við kveðjum nú, er heiðursfélagi í
Jöklarannsóknarfélagi íslands,
hlaut silfur-snjókristal æðsta
heiðurstákn félagsins fyrir marg-
vísleg og vel unnin trúnaðarstörf
í þágu þess.
Ingibjörg Sigurðardóttir er lögð
af stað í nýja ferð, á nýjar slóðir.
Hún er ekki ein — það era margir
í för, sem áður hafa kvatt.
Ég veit að hún skilar kveðju til
Hönnu.
Magnús Jóhannsson.
ur. Hún vann síðan nær óslitið á
Elliheimilinu Grand til dauðadags,
lengst af sem matráðskona. Lóa
varð strax mjög hrifin af Reykja-
vík og þrátt fyrir góð tengsl við
æskustöðvarnar í hinni fögra sveit
taldi hún sig Reykvíking og vildi
hvergi annars staðar búa.
Fyrir átta árum byggðu þau
hjónin sér myndarlegt raðhús í
Rauðási í Seláshverfí. Alla tíð stóð
heimili þeirra opið gestum og
gangandi og gestrisnin var ein-
stök, þrátt fyrir að hin síðustu ár
hafí hjartasjúkdómur sá er að lok-
um dró hana til dauða hijáð hana.
Lóa frænka var greindarkona,
með afbrigðum rausnarleg, sjálf-
stæð í skoðunum og öll smámuna-
semi var henni §‘arri skapi. Hún
var létt í lund, spaugsöm,
skemmtileg heim að sækja og
ætíð léttist yfir samræðum þá er
hún blandaðist í þær.
Lóu er sárt saknað og vottum
við eiginmanni hennar, bömum og
barnabörnum innilega samúð okk-
ar. Blessuð sé minning hennar.
Guðný, Halldóra og Þórður
Þórarinsbörn.
Guðrún J. Magnús-
dóttir - Kveðjuorð
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdamóður minnar Guð-
rúnar Jóhönnu Magnúsdóttur,
elskulegrar og vinnufúsrar konu
sem skilur eftir margar djúpar og
góðar minningar.
Ég kynntist Gunnu í júní 1983
en hún var þá nýlega búin að missa
mann sinn Ragnar Gunnstein Guð-
jónsson en hann dó á afmælisdegi
sínum 31. janúar 1983, þá 73 ára.
Arnbjörg Bjama-
dóttir - Minning
Fædd 3. júlí 1906
Dáin 22. júlí 1992
Sezt í rökkurs silkihjúp
sæll og klökkur dagur.
Er að sökkva í sjávardjúp
sólamökkvi fagur.
(Ólöf Sigurðardóttir)
Mig langar að minnast hennar
ömmu minnar með nokkrum fátæk-
legum orðum. Þó amma sé dáin, þá
mun hún alltaf lifa í minningu þeirra
sem hana þekktu. Hún amma min
var mikil og góð kona. Hún safnaði
ekki veraldlegum fánýtum heldur
notaði það sem hún hafði til að hjálpa
öðrum. Hún hafði alltaf tíma til að
hlusta og brosa og segja mér hvað
henni þætti vænt um mig. Amma
lét annarra manna þjáningar ofar
sínum eigin alla ævi og hún gerði
mig að þeim manni sem ég er í dag.
Guð geymi elsku ömmu mín.
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
(Einar Benediktsson)
Þorkell Arnar Egilsson.
Skógrækt ríkis-
ins fær stórgjafir
Búðardal.
AÐALFUNDUR Skógræktarfé-
lags Dalasýslu var haldinn í Dala-
búð. Formaður er Jóhanna Jó-
hannsdóttir. Magnús á Skógum
setti fundinn og bauð gest fund-
arins, Hauk Ragnarsson, skógar-
vörð, velkominn ásamt öðrum
gestum.
Jóhanna sagði frá starfinu á síð-
asta ári, sem var þó nokkuð, sér-
staklega gróðursetning, því það
voru settar niður um 8.000 plöntur
víðsvegar um sýsluna, birki, fura,
greni og lerki. Osp, birki og greni
virðast dafna hér best. Haukur
Ragnarsson flutti erindi, sýndi
skyggnur og ræddi um veðráttu og
skilyrði fyrir gróðri.
Nú hefur verið gróðursett tals-
vert í Ljárskógalandi og þar er
búið að skipuleggja sumarbústaðar-
lönd. Bændur í Laxárdal keyptu
Ljárskóga með það að markmiði
að koma þar upp sumarbústaða-
hverfí og mun það vera að verða
að veruleika, enda er þar mjög fal-
legt og friðsælt. í vor voru settar
niður í Ljárskógum 5.000 tijáplönt-
ur, svipað magn og sett var niður
í fyrravor. Enn er hægt að fá góð-
ar lóðir fyrir sumarbústaðina, en
Opið alla daga frá kl. 9 22.
þetta er mjög eftirsóttur staður.
í stjórn Skógræktarfélags Dala-
sýslu eru: Jóhanna Jóhannsdóttir,
formaður; Erla Karlsdóttir, ritari,
Hilmar Oskarsson, gjaldkeri, Jón
Pétursson, meðstjórnandi.
Ingiríður Ólafsdóttir ekkja Guð-
brands Jörandssonar frá Vatni í
Haukadal gaf sumarbústað sinn og
50 ha lands til Skógræktar ríkisins,
en landið er mjög vel fallið til skóg-
ræktar. Þau hjón voru búin að koma
upp mjög fallegum lundi í kringum
bústaðinn. Einnig fylgdu veiðirétt-
indi í Haukadalsá. Þetta er mjög
skemmtilegur staður og vonandi
getur Skógræktin nýtt sér þetta
svæði. Þá gaf Áskell Jóhannsson
frá Skógum á Fellsströnd jörðina
Skóga til Skógræktar ríkisins. Á
jörðinni er mjög þokkalegt íbúðar-
hús og ágæt útihús byggð í kringum
1976. Það er mikið skóglendi svo
að skilyrðin þar era góð.
Það er óhætt að segja að Skóg-
ræktin hafí fengið mjög miklar og
góðar gjafír og hafa Dalamenn
hugsað sér að það gæti kannski
skapast atvinna við skógrækt í
framtíðinni.
- Kristjana
fí
l!
Minningarkort Styrktarfélags
krabbameinssiúkra barna
Seld í Garðsapóteki,
simi 680990.
Upplýsingar einnig veittar
í síma 676020.
Þegar við Gunna sátum og spjölluð-
um saman var það oftast sem hún
minntist eitthvað á mann sinn
Ragnar. Gunna missti mikið við
fráfall hans.
Árið 1984 í ágúst fluttist Gunna
að Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði
og frá þeim tíma og allt þar til hún
veiktist svo alvarlega sótti hún
föndrið á hveijum degi, sama
hvemig veðrið var, alltaf fór hún
út í föndur og á ég margt fallegum
eftir hana. Hún pijónaði líka mikið
af peysum á eldri dóttur okkar
Perlu Dís sem saknar elsku ömmu
gömlu í Hveró sárt. Gunna talaði
alltaf blíðlega og hlýlega um öll
barnabörnin sín, en þau eru Alfreð
Ragnar, fæddur 27. janúar 1973,
sambýliskona hans er Hrafnhildur
B. Flosadóttir og eiga þau einn
son, Axel Óla, fæddan 16. maí
1992, Daníel, fæddur 27. júlí 1982,
Perla Dís, fædd 18. júní 1985, og
Guðrún ída, fædd 15. september
1991.
Elskuleg tengdamamma og
amma gamla í Hveró hefur fengið
hvíldina, megi hún hvíla í friði og
ró við hliðina á manni sínum.
Grátum ei, þó skarð sé höggvið hér,
helgur Drottins vilji skeður er.
Dauðinn slítur ekki ástarbönd
áður tengd af Drottins náðar hönd.
Látum huggast, þó að svíði sár,
sólin ljómar gegn um skýja-tár,
ei er löng til endurfunda bið,
öðlast hjörtun þreyttu hvíld og frið.
(Úr Frækorni 18. febr. 1904)
Birna.
ERFIDRYKKJUR
Perlan á Öskjuhlíð
simi 620200
+
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar,
KNÚTUR JÓNSSON,
Hávegi 62,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 1. ágúst
kl. 11.00 f.h.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag fs-
lands eða aðrar líknarstofnanir.
Anna Snorradóttir
og börn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Arna stefánssonar
frá Uppsölum,
Vopnafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Elísabet Sigurðardóttir,
synir og fjölskyldur þeirra.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður,
dóttur og systur,
SIGURBORGAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Urðarbakka 22,
Reykjavik.
Friðgeir Sörlason,
Þórður Friðgeirsson, Guðrún Georgsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Ragna Þórðardóttir,
Ásgerður Þórðardóttir, Guðlaug Þórðardóttir.